Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 65 MINNINGAR ✝ Elísabet Andr-ésdóttir fæddist í Þrúðardal í Strandasýslu 13. nóvember 1912. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki laugardaginn 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Magn- ússon bóndi í Þrúð- ardal, f. 31. mars 1872, d. 22. janúar 1943, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 7. september 1872, d. 14. janúar 1961. Elísabet var næstyngst af systkinum sín- um en þau eru Guðrún, f. 30. ágúst 1895, d. 8. júlí 1971, Guð- mundur, f. 23. desember 1896, d. 21. desember 1967, Sólveig, f. 15. janúar 1906, d. 14. nóvember sambýlismaður hennar Benedikt Egill Árnason, f. 2. desember 1980. 3) Gunnar Þór, f. 29. mars 1983. Börn Helga Magnússonar af fyrra hjónabandi eru: 1) Egill, f. 4. ágúst 1919, d. 21. júní 2003. 2) Guðríður, f. 16. mars 1921. 3) Þórólfur, f. 27. október 1923. 4) Guðmundur, f. 30. júní 1926. 5) Kristín, f. 23. ágúst 1927. 6) María, f. 7. apríl 1933. 7) Stefán, f. 19. september 1934. 8) Valdís, f. 10. nóvember 1935. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum í Þrúðardal í Fellshreppi í Strandasýslu og vann víða þar sem aðstoðar var þörf m.a. sem skólaráðskona og einnig var hún einn vetur á Kópavogshæli. Gekk hún í öll störf, hvort sem um var að ræða kvenmanns- eða karl- mannsstörf. Elísabet flutti í Tungu í Gönguskörðum árið 1953 og bjó þar til æviloka. Hún var ein af stofnendum kvenfélags Skarðshrepps, var í stjórn og um tíma formaður og síðar heiðurs- félagi. Útför Elísabetar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1979, Sigurlaug, f. 10. desember 1909, d. 1. júní 2004, og Guðbjörg, f. 26. mars 1917. Elísabet giftist 14. maí 1953 Helga Magnússyni, bónda í Tungu, f. 13. maí 1895, d. 25. október 1981. Sonur þeirra er Andrés Helgason, f. 27. maí 1954, maki Ásdís Edda Ásgeirs- dóttir, f. 9. janúar 1956. Börn þeirra eru: 1) Ásgeir Már, f. 11. apríl 1978, maki Björk Sigurgeirsdótt- ir, f. 10. mars 1972, barn þeirra Víkingur Þór, f. 31. desember 2003, börn Bjarkar eru Sara Kristín, f. 10. júlí 1989, og Niku- lás Ísak, f. 1. janúar 1995. 2) El- ísabet Rán, f. 7. desember 1980, Elsku mamma, Margs er að minnast, öll heilræðin þín, alltaf ráðagóð og engin vandamál það stór að ekki væri hægt að leysa þau farsællega. Ég veit að þú vilt ekki að verk þín séu tíunduð, því vil ég gera eftirfarandi ljóð að kveðjuorðum mínum til þín. Mikið var ég mömmu kær, merki þess hef borið. Enn þá mér í augum hlær æsku blessað vorið. Mest hef ég af mömmu lært mér til sálargróða, sem mér gerði falið fært að finna margt það góða. Mér er styrkur móður – sú minningin hin blíða, hennar mildi, hennar trú, hennar þol að stríða. Hennar líf, sem liðið er, létti sporin sveini. Minning góðrar móður ber mömmudrengur eini. (Kolbeinn Högnason.) Blessuð sé minning þín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Andrés. Fyrir nærri þrjátíu árum hitt- umst við fyrst, hafði ég þá verið ráðin kaupakona í Tungu og ætlaði nú aldeilis að breyta til. Ég hafði verið að vinna á skrifstofu og fannst upplagt að skreppa í sveit um tíma,en þegar á hólminn var komið var ég allt í einu orðin feim- in og vissi eiginlega ekki hvað ég var búin að koma mér í og var far- in að hugsa um að hætta við. En þig var farið að lengja eftir kaupa- konunni svo þú hringdir í mig og spurðir hvort ég ætlaði ekki að fara að koma. Þá varð ekki aftur snúið því þú varst nú ákveðin kona og ég var búin að segja já. Mig minnir að þú hafir hringt 16. júní og 18. júní hélt ég norður með rút- unni og gisti eina nótt hjá frænku minni á Króknum áður en Andrés sótti mig þann 19. júní, á sjálfan kvenréttindadaginn. Áttum við margar góðar stundir þegar við vorum að mjólka kýrnar þetta sumar og mikið var gaman að heyra þig tala um hvernig hlutirnir voru hér áður fyrr. Reyndar mjólkaðir þú þangað til þú fót- brotnaðir fyrir nærri tuttugu árum síðan. Í þá daga var búið til skyr og smjör heima í Tungu. Þú varst alveg einstaklega vilja- sterk og ég á eftir að sakna sam- veru okkar. Beta mín, þær stundir sem við höfum átt saman hafa allar verið yndislegar og ég tala nú ekki um hversu góð amma þú varst börnunum okkar Andrésar, sífellt að hugsa um barnabörnin þín og veit ég að líf þitt snerist mikið um þau. Nú ertu búin að fá hvíldina, orðin 93 ára gömul og ég veit það elsku Beta mín að nú líður þér miklu betur. Ég ætla að halda áfram að líta eftir stráknum þínum eins og ég lofaði þér, takk fyrir samfylgdina. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Þín tengdadóttir, Ásdís Edda Ásgeirsdóttir. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um allar minn- ingar okkar saman, brosi ég í gegnum tárin því þú varst einstök amma. Enginn hefur sýnt mér eins mikla væntumþykju og kærleiks- semi eins og þú elsku amma mín. Hreinskilni, ákveðni, nægjusemi, glaðlyndi, dugnaður og jákvæðni einkenndu þig. Þú varst ákveðin og vissir hvernig þú vildir hafa hlut- ina ogþað var alltaf gott að leita til þín því þú varst svo hreinskilin og sagðir ávallt þína skoðun. Langflestar mínar æskuminn- ingar eru um okkur enda hlotn- aðist mér sá heiður að alast upp hjá þér. Á barnsaldri bjó ég til handa þér leirplatta sem ég skrif- aði á „þú ert besta amma í heimi“ og það eru orð að sönnu. Ég man vel þegar ég deildi með þér her- bergi upp í Tungu sem lítil telpa og við stálumst oft til að spila þó að mamma væri löngu búin að senda mig inn í herbergi til að fara að sofa. Við spiluðum oft í gegnum árin, einkum marías, og skiptumst á að máta hvor aðra í skák og ég man ekki betur en að þú hafir mát- að mig síðast. Við vorum alltaf svo ánægðar að hitta hvor aðra og gerðum ým- islegt saman í sveitinni. Yfirleitt voru hrærðu kökurnar þínar og pönnukökur í boði hjá þér þegar ég kom og alltaf var gott að fá ömmukakó. Ferðirnar okkar niður í kjallara og niður í krók eru eft- irminnilegar. Einnig er mér mjög minnisstæð ein verslunarmanna- helgi fyrir nokkrum árum þar sem við tvær vorum einar upp í Tungu og áttum góðar stundir. Ófáar stundirnar áttum við sam- an þar sem þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga. Að heyra þig segja frá gömlum tímum var ein- stakt, þú bjóst yfir svo mikilli hæfni við að segja sögur á skemmtilegan máta. Enn fremur varstu stríðin á svo fallegan hátt og varst oft með óvæntar uppá- komur. Faldir allskyns hluti í kö- kudunkunum sem þú sendir mig alltaf með suður.Í eitt skiptið sendir þú mér vettlinga sem þú hafðir prjónað og ég skildi ekkert í því hvað var erfitt að fara í þuml- ana en þá varst þú búin að stinga sitt hvorum 500 kr. inn í þumalinn. Þér datt alltaf eitthvað sniðugt í hug. Haustið 1986 var viðburðaríkt fyrir þig en þá lærbrotnaðiru og náðir þér aldrei fullkomlega eftir það. Þú hélst þitt heimili með mikl- um sóma alla tíð og þó að þú hafir ekki getað farið út í göngutúrana þína eða gert þín útiverk síðustu ár varstu sátt. Alltaf hafðir þú eitthvað fyrir stafni. Á hverjum degi eldaðir þú matinn fyrir pabba og Þóra og var hádegismatur alltaf tilbúinn hjá þér kl. 12.00 að hádegi og búið að leggja á borð, því það mátti nú ekki gerast að þeir kæmu inn svangir og þú ekki með hann tilbú- inn. Þrátt fyrir að vera komin á tvær hækjur og áttir einnig erfitt með að ganga gerðir þú alltaf þín verk. Þó að þú þyrftir að fara aftur á bak inn í eldhúsbúrið og tína einn hlut í einu á eldhúsborðið fannst þú alltaf þína tækni við að gera hlutina. Þú varst ótrúleg og ég horfði oft á þig með aðdáun.S- jaldan sastu með okkur við eldhús- borðið heldur sastu á kolli í horn- inu þínu í eldhúsinu. Slík var þjónustan hjá þér að smjörið var sett inn og út úr ísskápnum svo það væri nú alveg pottþétt að það væri eins og pabba þykir það best. Ég reyndi oft að gefa þér frí í eldamennskunni enda þótti þér mjög gaman þegar ég kom og eld- aði eitthvað sem þú varst ekki vön að elda, t.d. kjúkling eða þegar ég grillaði úti. Þú varst samt alltaf að brasa eitthvað inn í búri og oft kölluðum við inn í búr „amma hvað ertu að gera“ og alltaf kom á móti „ég er ekki að gera neitt“ og svo heyrði maður alltaf glamrið í disk- unum. Já svona varst þú amma mín að eigin sögn, aldrei að gera neitt, og alltaf litum við á hvort annað við eldhúsborðið og brost- um, því þú varst alltaf að brasa eitthvað. Samband ykkar pabba var afar náið og kærleikurinn á milli ykkar mikill og sýnilegur. Þú fylgdist ávallt með honum og gerðir allt fyrir hann. Fimmtudagurinn 8. september sl. er mér afar minnisstæður en þá lagðist þú inn á sjúkrahúsið. Þegar við hittum þig hafðir þú áhyggjur af því að pabbi og Þóri myndu örugglega ekki finna hundamatinn sem þú hafðir verið að taka til dag- inn áður og einnig fannst þér þetta óheppilegur tími að leggjast inn á spítala því fyrstu göngur voru um þá helgi. Þú náðir þér aldrei eftir þetta áfall og dundu áföllin yfir hvert á fætur öðru. Erfiðast var þegar þú misstir talið að miklu leyti. Elsku amma mín, ég vona að þú vitir að ég myndi allt fyrir þig gera en náði oft ekki að skilja hvað þú vildir að ég gerði fyrir þig. Mér þykir það afskaplega sárt. Einnig mun ég seint geta fyrirgefið sjálfri mér að hafa ekki komið fyrr til þín á sjúkrahúsið á laugardagsmorgn- inum því ég veit að þú hefðir viljað hafa mig hjá þér en við áttum góð- ar stundir saman daginn áður. Ég reyndi að vera eins sterk og ég gat á þessum mánuðum og fann alltaf hvað þú varst ánægð að sjá mig. Mér finnst afskaplega erfitt að geta ekki hringt í þig eða komið til þín í heimsókn eins og ég var vön. Við töluðum saman nánast á hverj- um degi og sögðum hvor annarri fréttir og stundum oft á dag ef mikið var að gerast í sveitinni. Alltaf var röddin þín einstaklega hlý og glaðleg. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem ávallt rann um brjóst mitt í hvert skipti sem við töluðum saman. Þú veittir mér einnig mikla hvatningu og stuðning í öllum mínum verkum. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið. Samtal okkar fyrir nokkrum árum sem við áttum um sorg reyndist mér afar erfitt, en ég veit amma mín að þú varst að und- irbúa mig undir að þessi stund rynni upp einn daginn. Þetta sam- tal okkar hefur verið mér afar minnisstætt undanfarna daga og hjálpað mér mikið á erfiðum stundum. Ég vona af öllu mínu hjarta að þú vitir hversu mikið mér þykir vænt um þig. Það voru sérstök tengsl á milli okkar sem ávallt munu varðveitast. Mér hefur aldrei þótt jafn vænt um neina mann- eskju eins og þig og það hefur aldrei liðið sá dagur sem ég hugsa ekki til þín og sá dagur mun aldrei líða. Ég er mjög stolt af því að vera nafna þín og tel mig afar lán- sama að eiga þig fyrir ömmu. Þú hefur ætíð verið mín fyrirmynd, bæði meðvitað og ómeðvitað, og kennt mér svo margt í lífinu. Ég mun varðveita öll litlu leynd- armálinokkar sem við tvær eigum. Við eigum margar og dýrmætar minningar saman sem ég mun einnig varðveita í hjarta mínu að eilífu.Við vorum góðar saman. Þú ert svo stór hluti af mínu lífi og er því erfitt að kveðja þig en ég veit, amma mín, að þú munt ávallt vera hjá mér og fylgjast með mér eins þú varst vön. Síðustu mánuðir voru þér erfiðir og ég veit að þér líður vel núna. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig elsku amma mín. Það er mér ómetan- legt. Guð blessi þig. Þín nafna, Elísabet Rán Andrésdóttir. Elsku amma mín, ég sakna þín. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig. Ég er svo heppinn að hafa haft manneskju eins og þig í mínu lífi og finnst erfitt að hugsa til þess að geta ekki talað við þig og tekið utan um þig aftur. Það var svo gaman þegar þú varst að segja mér sögur og brandara eins og þér einni var lagið. Mér þótti svo vænt um að setja upp jóla- skrautið og jólatréð fyrir þig á jól- unum í sveitinni og þú bannaðir alltaf öllum öðrum að gera það því þetta væri mitt verksvið. Það var alltaf hægt að treysta á þig amma mín og þú vildir alltaf öllum vel. Eitt er víst að ég ætla að elska alla í kringum mig eins og þú gerðir því ég get ekki hugsað mér að lifa lífinu öðruvísi. Elsku amma, ég vona að þér líði vel. Ég hugsa til þín og varðveiti minningu þína. Kær kveðja, Gunnar Þór. Mín kæra amma í Tungu. Nú ertu farin til himna og fylgist með okkur þaðan. Minnist ég allra þeirra stunda sem við áttum sam- an. Eins og þegar við spiluðum Marías og tefldum. Töluðum um gamla tímann og bökuðum hrærð- ar kökur. Þú varst okkur öllum svo góð, og innrættir okkur vel. Með það góða veganesti kveð ég þig, amma mín. Ljósum fáki, á ferð þú lagðir létta götu skeiðar. Brást á bros og sagðir bregð ei, nú er enda leiðar. Himnum ofan kom kallið þitt, Kristur á móti þér tekur, Guð geymi þig í hjarta mitt svo góðar stundir vekur. Ásgeir Már. ELÍSABET ANDRÉSDÓTTIR „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Þess- ar ljóðlínur komu ósjálfrátt upp í hugann þegar ótímabært fráfall Stefáns í Minni-Brekku, vinar og samstarfs- manns til fjölda ára, barst okkur til eyrna. Svo ljóslifandi sem hann stend- ur okkur fyrir hugskotssjónum, heilsuhraustur og lífsglaður jafnan, er það harla ótrúlegt að hann sé horfinn af þessu jarðsviði. Stefán var hægur og alvörugefinn maður, geðþekkur og hvers manns hugljúfi. Hann var einkar traustur og áreiðanlegur og ávallt reiðubúinn, ekki síst ef einhver var hjálpar þurfi. Börnum var hann sérstaklega góð- ur. Hann hafði sérstakt yndi af söng og var sjálfur söngmaður góður, söng STEFÁN BENEDIKTSSON ✝ Stefán Bene-diktsson fæddist í Hvammi í Fljótum hinn 18. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu, Minni-Brekku í Fljótum, hinn 9. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðar- kirkju 21. janúar. m.a. í kirkjukór sókn- arinnar framan af ævi. Hans mesta tóm- stundargaman var þó án efa að spila bridds og var hann tvímæla- laust með betri spilur- um hér norðan lands. Hann varð seinþreytt- ur til að taka slaginn og margar nætur var hann búinn að spila við okkur á Sleitustöðum á liðnum árum. Síðasta mótið sem hann tók þátt í var Þorsteins- mótið á Blönduósi. Var hann þá í keppnissveit með okkur Suðurleiða- mönnum. Ekki hvarflaði það að okkur þá að það yrðu okkar síðustu sam- verustundir. Á sumrin stýrði hann hópferðabílum á okkar vegum. Trú- mennska hans og hollusta var ein- stök. Sérstaklega var eftir því tekið hversu snyrtilegir bílarnir voru í hans meðförum. Þeir voru ævinlega speg- ilgljáandi. Þótt oft væri langur vinnu- dagur í hópferðum þá var vinnudegi ekki lokið fyrr en búið var að þrífa og bóna, taldi hann að ef komið væri að skítugum bíl að morgni þá væri hann þreyttur maður allan þann daginn. Hann miklaði ekki fyrir sér hlutina og gerði jafnan erfiðustu verkefni að smámálum. Slíkan mann var gott að hafa í vinnu. Mörg eftirmæli væri hægt að velja Stefáni. Líklega má þó segja að orð, sem höfð voru eftir einni starfsstúlku á Umferðarmiðstöðinni þegar Stefáni var brigslað og því líkt við fötlun að hann gæti ekki talað nokkurt tungu- mál utan íslenskunnar, myndu lýsa honum nokkuð vel. En þá sagði hún, mikið hneyksluð, að það væri engin alls fötlun. „Hann hefur það umfram flesta að kunna að þegja á öllum tungumálum.“ Stefán var Fljótamað- ur fram í fingurgóma og naut þeirrar gæfu að fá að lifa og hrærast í sveit sinni til hinstu stundar. Þar keyrði hann skólabílinn á veturna og er hans nú sárt saknað af börnunum í sveit- inni. Það er vissulega erfitt að horfa á eftir góðum starfsmanni, vini og fé- laga, en við vitum þó að hann hefur nú verið hafinn til vegs og virðingar á nýjum stað og þar munum við seinna meir ná endurfundum. Hann var ákaflega ósérhlífinn og vann alla vinnu af einlægni og taumlausri gleði. Fyrir það viljum við þakka sérstak- lega. Elsku Jóna, Bragi og fjölskyld- an öll, við sendum ykkur okkar bestu samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. F.h. starfsmanna Suðurleiða ehf. Gísli Rúnar Jónsson, Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.