Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Að kvöldi 25. janúar barst sorgarfréttin að vinkona okkar, hún Júlía, væri látin. Í gegnum hugann fljúga myndir, minningabrot og þeg- ar þeim er púslað saman gerum við okkur svo vel grein fyrir því hvað Júlía var einstök á allan hátt. Það hefur verið mikil lífsreynsla að fylgjast með baráttu hennar, sá óbilandi kraftur, hugrekki og lífsvilji sem Júlía sýndi á erfiðum tímum var aðdáunarverður. Hún vann hverja orustuna á fætur annarri en óvinurinn var óvæginn, beitti fólsku- brögðum og hafði hana undir að lok- um. Lífshlaupi manns má líkja við skip sem siglir um hafið. Hjá flest- um okkar er logn og stilltur sjór, einstaka sinnum hvessir og við þurf- um að taka aðeins á því. En hjá Júl- íu var þessu öðruvísi farið. Á síðustu sjö árum hefur dunið á henni hver brotsjórinn á fætur öðrum en eins og skip með góða kjölfestu hefur hún staðið þá af sér. Undir það sein- asta voru brotin samt orðin of stór og of mörg, þannig að ekki varð við neitt ráðið. Við hjónin áttum því láni að fagna að eiga Júlíu sem vin og á und- anförnum árum ferðuðust Eygló og Júlía mikið saman, fóru þær saman til Kanarí, í fellihýsaferðir og í bú- staðinn hjá Bedda og Eygló. Þær eru margar minningarnar og allar góðar. Þó fannir komi, falli rós hér fölni blóm og strá. Þú átt í hjarta eilíft ljós sem aldrei slokkna má. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Við hjónin kveðjum með trega kæra vinkonu og vottum Jóa, Berg- lindi, Ragnari Þór, Bedda, Eygló, Biddu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Viðar og Eygló. Elsku Júlía. Ekki óraði okkur fyr- ir því, þrátt fyrir erfiða baráttu þína við grimman óvin, að sú stund sem við upplifum nú væri nálægt. Þetta gat ekki verið að gerast, þú varst svo sterk og kröftug. Lífsgleði og dugnaður skein úr andliti þínu og það var svo gaman að sjá hvað yngstu börnin í fjölskyldunni ljóm- uðu þegar þau hittu þig. En núna vitum við að þú vakir yfir og hjálpar þeim að rata á rétta braut í lífinu. JÚLÍA ÓLÖF BERG- MANNSDÓTTIR ✝ Júlía Ólöf Berg-mannsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 10. júní 1963. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 25. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 4. febrúar. Hvíldu í friði, elsku frænka, minningin um þig lifir í hjarta okkar. Við vottum ástvin- um þínum öllum okk- ar dýpstu samúð. Jóna Björg, Davíð og Elva Rún. Það er alltaf sárt þegar maður missir einhvern sem er manni kær. Þannig var það með Júlíu. Innst inni vissum við að stríðið myndi tapast en ekki strax. Við vildum miklu meiri tíma með henni, þessari hetju sem fékk okkur til að staldra við og hugsa um hve gott við hefðum það þrátt fyrir vol okkar og víl yfir harla hvers- dagslegum hlutum, samanborið við hennar baráttu við sjúkdóminn ill- víga sem hún tókst á við með fá- dæma hugrekki. Þegar við fjölskyldan fluttum hingað til Eyja vorið 1989 þekktum við fáa á okkar reki. Ein af þeim sem tóku okkur opnum örmum voru Júlía og hennar fjölskylda. Þau komu okkur í kynni við vini sína sem urðu okkar vinir. Börnin okkar urðu ágætisvinir og eru enn. Fyrir þenn- an tíma þökkum við og fyrir að fá að kynnast Júlíu og fyrir alla hjálpina sem okkur grunar að hún hafi ekki litið á sem hjálp, heldur sem sjálf- sagðan hlut, þannig var Júlía. Kæra frænka. Ég var hjá Biddu frænku eftir að þú kvaddir þennan heim og við vorum að ræða um þig og litum yfir farinn veg. Þá kom sú gamla með erfiljóð ort um lang- ömmu okkar, hana Engilráð, sem var ákveðin kona sem vissi hvað hún vildi, svipað og þú. Mér finnst þetta ljóð eiga vel við núna. Það er eftir Björn Björnsson, son Engilráðar: Stöðugt rennur straumur tímans þungur, stöðugt skiptast sumar, haust og vor. Stöðugt mega aldinn bæði og ungur örlaganna ganga ráðin spor. Við, sem nutum styrks af starfi þínu, stöndum hljóð í minninganna blæ og hugur vor á fögru fleyi sínu fylgir þér á dularheima sæ. Samvistanna nú er lokið leiðum - lögmál dauðans heimtar jafnan sitt - Við hjartans þakkir öll af alhug breiðum yfir hinsta hvílurúmið þitt. Nú hafa jarðlífsböndin brostið sundur, og birst þér duldra heima fögur lönd. Nú mun þér reynast fagur vinafundur á friðarhlýrri ljóss og trúarströnd. Kæri Jóhann, Berglind og Ragn- ar Þór, við vottum ykkur og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Valmundur, Björg, Anna og Valur. Elsku Júlía, ég kynntist þér ekki fyrr en seinnipart síðasta sumars, það var þegar ég kynntist henni dóttur þinni. Við Berglind urðum fljótt góðar vinkonur og náðum al- veg ótrúlega vel saman, sem og við gerum enn þann dag í dag. Ég var ekki lengi að kynnast allri fjölskyld- unni og hef ég aldrei kynnst svona léttri og skemmtilegri fjölskyldu, alltaf svo mikið glens og gaman í kringum ykkur öll. Ég tók eftir því seint hve veik þú varst, því þú ljóm- aðir alltaf og varst svo hress og vel útlítandi að veikindi þín féllu í skuggann fyrir útgeislun þinni. Þær voru ófáar stundirnar sem ég, þú og Berglind áttum saman í sófanum góða og var mikið rætt þar. Þú tal- aðir við mann eins og vinir manns gera, á jafningjaplani, talaðir bara um hlutina og vildir vera inni í öllu, sem mér fannst alveg frábært. Þú sagðir manni marga nytsamlega hluti sem maður á alltaf eftir að muna og nýta sér í framtíðinni. Þú vildir manni alltaf allt gott. Ég eyddi áramótunum 2005–6 í faðmi þínum og fjölskyldu þinnar og mun ég aldrei gleyma því kvöldi, maturinn sem þið Jói löguðuð í sam- einingu og salsadýfan góða sem þú gerðir var frábær. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Það voru forréttindi að fá að kynnast þér, kynni mín af þér hafa auðgað líf mitt og gert mig ríkari, það var yndislegt að vera með þér þessa síðustu daga þína og fá að kveðja þig, þótt mér fyndist það langt í frá tímabært. En við verðum að horfa fram á veginn, þótt það sé langt frá því að vera auðvelt, en við vitum þó að Júl- ía verður alltaf hérna, fylgist bara með frá himninum, með hinum engl- unum. Við vitum einnig að henni líð- ur miklu betur núna. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar, elsku Jói, Berglind, Ragnar Þór og aðstandendur. Guð veri með ykk- ur. Guðrún Bergrós Tryggvadóttir. Ég kom inn á heimilið hjá Júlíu og Jóa fyrir þremur árum þegar ég og Berglind urðum góðar vinkonur. Það var alltaf tekið jafn vel á móti manni og það má segja að Illuga- gata 15 hafi orðið annað heimili okk- ar vinkvennanna. Það voru ófáir dagarnir sem ég eyddi á heimilinu í að gera eitthvað skemmtilegt og yfirleitt var Júlía með okkur. Júlía náði alltaf mjög vel til vina barnanna sinna og fannst manni ekkert sjálfsagðara en Júlía væri með okkur. Hún var alltaf tilbúin að ræða málin og gaf hún manni alltaf góð ráð sem nýttust manni vel. Um leið og ég kynntist Júlíu sá ég að þarna var sannkölluð hetja á ferð, ég hef aldrei kynnst eins sterkri manneskju og henni. Ég man þegar hún byrjaði með blogg- síðuna sína, þá ætlaði hún bara að- eins að prófa en þessi síða átti eftir að verða mjög áhrifarík síða og skrif hennar snertu mjög marga. Eftir að hafa fylgst með raunum hennar hef ég lært að meta allt sem ég á miklu betur, því að það er ekki sjálfsagt að hafa góða heilsu. Það er mjög erfitt að kveðja, en ég hugga mig við það að nú er hún komin á stað þar sem hún þarf ekki að þjást og líður henni vonandi bet- ur núna. Minning hennar mun lifa að eilífu. Elsku Berglind, Jói og Ragnar Þór, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Megi guðs englar vera með ykkur. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (G. Ingi.) Ykkar vinkona Guðbjörg Erla. Á stundu sem þessari fer margt í gegnum hugann og margt sem mann langar til að segja þegar manneskja á besta aldri fellur frá. Og það á við í þessu tilfelli við fráfall Júlíu Bergmannsdóttur. Um leið og ég kynntist þessari fjölskyldu var ég strax orðin tíður gestur á Illugagötu 15 og alltaf tekið vel á móti mér. Ill- ugagatan hefur nánast verið mitt annað heimili. Ég man eftir mínum fyrstu stundum þar og mér leið strax eins og heima hjá mér. Þær voru margar góðar stundirnar með Júlíu. T.d. þegar ég, Berglind og Júlía sátum oft og spjölluðum um daginn og veginn. Júlía sýndi mik- inn áhuga á öllu sem við Berglind tókum okkur fyrir hendur, hún hef- ur veitt okkur gott veganesti inn í framtíðina. Hún gaf okkur alltaf góð ráð. Júlía var sterkur persónuleiki eins og allir vita sem þekktu hana. Hún var traust í einu og öllu, frábær móðir, fylgdist mjög vel með börn- unum sínum, og ekki má gleyma kis- unum sem löðuðust að henni. Elsku Júlía þú varst svo ótrúlega sterk í veikindum þínum, tókst öllu svo vel, kvartaðir aldrei. Það létti ef- laust á öllum hvað þú varst jákvæð og dugleg. Minningin um þig verður um sterka konu sem gafst aldrei upp og hafði mikla lífslöngun. Það eru forréttindi að fá að kynnast fólki eins og Júlíu og hennar góðhjörtuðu fjölskyldu. Ég veit að Júlía er í góð- um höndum og mun halda áfram að lifa í gegnum okkur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta Jóa, Berglindi, Ragnari Þór, Bedda og Eygló dýpstu samúð okkar. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Hanna Carla Jóhannsdóttir. Kæra Júlía. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér, kæra vinkona, alltaf svo opinská og gott að tala við þig. Fjarlægðin var haft á milli okk- ar, ég í Dölunum og þú í Eyjum, þó langt liði á milli símtala stundum, var alltaf eins og við hefðum talað saman í gær, en margs er að minn- ast þó samveruárin hafi ekki verið mörg. Þú labbaðir Heiðarbrúnina á leið í skólann, þar sem stór stelpnahópur átti heima. Þessari stelpu vildum við kynnast og einn daginn dast þú inn í hópinn, með þitt fallega bros og stóra hjarta. Foreldrar þínir tóku okkur opnum örmum og alltaf var tími til að spjalla og gera grín. Þú áttir sko flottasta herbergið, for- stofuherbergi og klósett bara fyrir þig, mér fannst þetta geggjað. Oft kom mamma þín með eitthvað til að maula á og músíkin var spiluð. Ýmislegt var brallað, endalaust var gengið upp og niður Hafnargöt- una og kíkt á rúntinn, saumaklúbb- arnir, Grease-tímabilið, Stapinn, Stuðmannaböllin. Ó, hvað við vorum flottar, flestar upplifðum við að fá spangir, guð hvað við gátum hlegið. Við útskrifuðumst saman frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík úr bekkjardeild 3-F, og lífið beið eftir okkur með allar sínar væntingar og drauma. Leiðir skildu og þú fluttir til eyjunnar þinnar yndislegu, þar sem þú varst fædd og uppalin, en fluttir frá vegna eldgossins. Fannst ástina þína þar, giftist og eignaðist þín yndislegu börn, Berglindi og Ragnar Þór. Þrjátíu og fimm ára fékkst þú ljótan og leiðinlegan gest í heimsókn, Hr. Krabba. Hann var geymdur í aukaherberginu en var alltaf að ergja ykkur, ég veit að þið hentuð honum oft út, en hann kom alltaf aftur. Ég og fjölskylda mín urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að heimsækja ykkur í tvígang, í seinna skiptið þegar þú hélst upp á fjörutíu ára afmælið þitt, og þá orðin helsjúk af krabbameini. Þú varst svo glæsi- leg og falleg, þú geislaðir alveg. Þú fékkst marga til að fella tár, þegar þú stóðst upp og fórst með frum- samin ljóð til ástinnar þinnar, einu og sönnu, Jóa Ragg, og barnanna þinna. Þvílíkur kjarkur, þvílík hetja og hvað það var mikil ró yfir þér. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáin brast ég í grát, því eilíf- lega trúir maður því að kraftaverk gerist og allt batni. Ég veit að þú ert komin á þann stað þar sem engar þjáningar eru til, og guði sé þökk fyrir það. Takk fyrir að vera vinkona mín, við hittumst að lokum. Ég og fjölskylda mín viljum votta ástvinum Júlíu samúð okkar. Megi góður Guð hugga þau og styrkja. Trúarinnar traust og styrkur, tendrar von í döpru hjarta, eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (H. Sæmundsson.) Kveðja. Áslaug Finnsdóttir. Kæra æskuvinkona. Það fyrsta sem flýgur í gegnum hugann minn núna er ég sest niður að skrifa nokkur minningarorð um þig, Júlía, er brúna skúffukakan með hvíta frosting kreminu sem mamma þín bakaði ekki svo sjaldan þegar við vorum litlar stelpur að leika okkur saman fyrir gos. Þú áttir heima á Brekkugötu 7 og ég á Illugagötu 10, styttra gat varla verið á milli okkar. Oft var gaman að leika heima hjá þér, en að fá að fara með þér til Biddu frænku þinnar og Baldurs heitins sem bjuggu ofar á Brekku- götunni, það var eitthvað sem ég gleymi aldrei. Þessi barngóðu hjón, alltaf tóku þau jafnvel á móti okkur, spjölluðu, tóku í spil eða buðu okkur í bíltúr. Ég man hvað mér fannst þú ofboðslega heppin að eiga þau að, sem seinna meir áttu eftir að reyn- ast þér og þinni fjölskyldu einstak- lega vel. Nokkrum sinnum fórum við saman til ömmu þinnar og Flosa frænda þíns sem bjuggu í Uppsöl- um. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað okkur þótti heita mjólkin góð og hörðu kringlurnar sem við dýfð- um ofan í. Eyjan okkar tók svo upp á því að gjósa 1973. Þá flutti ég og fjölskyldan mín til Keflavíkur. Ég hafði miklar áhyggjur af því að við myndum ekki sjást framar. Þær áhyggjur hefði ég ekki þurft að hafa því að þú og fjölskyldan þín fluttuð líka til Keflavíkur. Mikið var ég glöð því þá þekkti ég allavega þig. Við gengum í sama skóla, lentum í sama bekk og sátum meira að segja sam- an. Ég flutti aftur út í Eyjar þegar gosi lauk, en fjölskyldan þín ákvað að setjast að í Keflavík. Ég átti nú eftir að hitta þig oftar því þú komst öll sumur til Eyja. Eftir að þú laukst grunnskólanum í Keflavík fluttir þú til Eyja og bjóst hjá Biddu og Baldri. Árin liðu, ég byrjaði að búa, þú og Jói kynntust, keyptuð ykkur hús á Illugagötu 15, áttum okkar börn, þú Berglindi og ég Guðrúnu Lenu, sem síðar gengu í sama skóla, lentu í sama bekk, urðu vinkonur og léku sér mikið saman. Já, og auðvit- að líka hjá Biddu og Baldri. Alveg einstakt, Bidda hefur líka minnst á það við mig hvað henni þótti vænt um það að þær skyldu taka upp á því sama og við. Júlía mín, síðustu árin þín hafa verið þér erfið í þínum veikindum. Þú varst og ert hetja. Takk fyrir allt. Gerður Garðarsdóttir. Verndi þig englar, elskan mín þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er, englum að trúa fyrir þér; engill ertu og englum þá of vel kann þig að lítast á (Steingr. Thorst.) Elsku Jói, Berglind, Ragnar, Eygló, Beddi, Anna, Raggi og Bidda, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Steinunn Hödd. Brosið hlýtt og augun skær. Þannig var Júlía þegar ég hitti hana síðast í afmælinu hans Jóa hennar Ragg fyrir nokkrum mánuðum. Hvað á betur við um glæsilega unga konu eins og Júlíu en bros til augna og munns? Samt er ekkert sjálfgef- ið. Þessi unga fjölskylda og aðstand- endur og vinir hafa gengið í gegn um það sem enginn vill á þeim tíma sem allt lífið á að blasa við með draumum og þrám, leyndarmálum og leikgleði. Þegar þorri fólks var að afla sér fjár og frama var þetta ynd- islega fólk að berjast fyrir því að halda lífinu í líkama ungrar konu, láta baráttugleði hennar og bjart- sýni njóta sín, gera gott úr erfiðum aðstæðum þar sem vonleysinu var breytt í von og vilja til þess að hnekkja dómi lífsklukkunnar sem engin rök voru fyrir. Þannig eru nú misjöfn mannanna kjörin. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þau tókust á við þetta erfiða tog með endalausar festur í botni, en samt er ekki nokk- ur leið að skilja hvernig fólk kemst í gegn um slíka kafla nema óendan- legur styrkur almættisins komi til og upplag sem er Guðs gjöf. Æðrulaust létu þau lífið ganga eins eðlilega fram og þar sem engir sjúkdómar berja á dyr, æðrulaust Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.