Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 71 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ENGILBERTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Ólafur Ægisson, Sigríður Einarsdóttir, Íris Ægisdóttir, Haraldur Kornelíusson, Bára Ægisdóttir, Snorri Gissurarson, Alda Ægisdóttir, Hans Helgi Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN GRÍMSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00 Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir, Grímur Kolbeinsson, Anna Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Kolbeinsson, Petrína Einarsdóttir, Leifur Kolbeinsson, Jónína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 www.englasteinar.is Nú er Jói í Húsa- nesi, eins og Jóhann- es Jónsson var alltaf kallaður, dá- inn. Hann var saddur lífdaga og kraftarnir þrotnir. Baráttan við krabbameinið var stutt, sem betur fór. Hann mætti dauða sínum af sömu ró og einkenndi líf hans; tók því sem að höndum bar og kvartaði ekki. Jói var ekki framhleypinn, vildi ekki ,,trana sér fram“ eins og hann orðaði það. Hann vildi vera í Húsanesi þar sem hann ólst upp og bjó. Einu stundirnar sem honum leið ekki vel í Húsanesi var í norð- anroki, sem gat verið ægilegt. Allt lék á reiðiskjálfi, allt fauk sem fok- ið gat og rúður brotnuðu í grjót- fluginu. Meðan hann hélt skepnur í Húsanesi varð hann að setja upp handvað milli bæjar og útihúsa svo honum væri fært út til gegninga. Norðanrokið var það eina sem Jói kveinkaði sér undan. Jói á stóran sess í æskuminn- ingum okkar. Hann var einbúi mestan hluta ævi sinnar en var engu að síður mikil félagsvera og kunni vel við sig í góðra vina hópi. Hann var gestur okkar á Felli um jólin og á kvöldin kom hann til að spila Kana. Oftast dvaldi Gvendur heitinn, bróðir hans, einnig á Felli yfir jólin og stundum kom líka Nína systir þeirra alla leið frá Ameríku. Þá var ekki bara spilað um sjálf jól- in heldur flest kvöld í hálfan mánuð og jafnvel í þrjár vikur. Spilamenn- irnir voru fjórir og skiptust á. Áhorfendur voru allan hringinn og hver stóð með sínum manni. Há- vaðinn við spilaborðið gat orðið ískyggilegur. Jói hélt ró sinni en var ekki mikið fyrir glæfra- mennsku og sagði sjaldan meira en hann gat staðið einn. Gvendur sást JÓHANNES JÓNSSON ✝ Jóhannes Jóns-son fæddist í Hrísdal í Mikla- holtshreppi 15. ágúst 1922. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss 26. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Búðakirkju 4. febrúar. ekki fyrir í æsingnum og tók stóra sénsa. Best var að lenda á móti Nínu þegar út í vitleysuna var komið. Margreyndur bridds- spilari frá Ameríku gat bjargað ótrúleg- ustu sögnum. Hún taldi hvert spil. Þegar hart var tekist á og tvísýnt um toppinn kom grallarinn upp í Gvendi: ,,Hvaðan kom þetta tromp, Gvend- ur?“ spurði Nína þeg- ar talningin stemmdi ekki. ,,Úr erminni,“ svaraði Gvendur og allt sprakk í loft upp úr hlátri. Það gat líka farið á hinn veginn að keppnin yrði of hörð og taugarnar þyldu ekki sprellið í Gvendi. Þá var kom- inn tími fyrir kaffi og „með því“ til að róa mannskapinn niður. Síðan fór hver til síns heima. Næsta kvöld birtist Jói aftur til að taka í spil, gjarnan með spilara með sér. Á banabeði sínum rifjaði Jói upp spilamennskuna á Felli. Glampi kom í augun, bros færðist yfir dauðvona andlitið og hann settist upp og lét okkur færa sér kaffi og mola með. Það var síðasti kaffisopi Jóa en tertuna vantaði. Okkar síð- asta samverustund fór í að rifja upp æskuminningarnar og fyrir það erum við þakklát. Blessuð sé minning Jóa í Húsanesi. Jónína og Kristinn Kristgeirsbörn. Móðurbróðir minn, Jóhannes Jónsson frá Húsanesi, er látinn á 84. aldursári. Þrek hans til að búa einn hafði dvínað en einbúi hafði hann verið með hléum allt frá því amma dó árið 1968. Jói kveið því að fara frá Húsanesi, þegar heilsan brysti, því þar vildi hann vera og hvergi annars staðar. Jóhannes, eða Jói eins og hann var alltaf kallaður, var sveitamaður í bestu merkingu þess orðs. Hugð- arefni hans voru bústörf og þá sér- staklega skepnuhald. Ófáar stundir yfir sjóðheitu kaffi fóru í að ræða búskap, fóðrun og hirðingu búfjár. Hann vildi eiga mikið af góðum heyjum, helst snemmslegnum og kjarnmiklum, og gefa vel. Skepn- urnar áttu að vera feitar og af- urðamiklar; kýr að flæða mjólkinni og hver ær tvílembd. Þá fyrst var Jói ánægður. Gestrisni var annað einkenni sveitamannsins. Jói vildi veita vel og var ekki ánægður ef komið var að tómum kofunum í þeim efnum. Hann átti ekki bíl og því var oft erfitt með aðföng úr kaupstað, sér- staklega á vetrum. En hann lék á als oddi þegar matarbirgðir voru nægar. Þá voru pottarnir fylltir af vel feitu hrossa- eða lambakjöti, að ég tali ekki um þegar grænmeti var til í kjötsúpu. Þá var kallinn í essinu sínu. Enginn annar bjó til kjötsúpu af jafnmikilli kostgæfni og Jói: fjögurra tíma suða, tíð smökkun og sífellt var verið að lyfta pottlokinu. Vinátta hans og umhyggja fóru í að búa komu- manni veislu, enda maturinn eftir því. Þá var komið að því hlutverki gestsins að sitja undir eggjunar- orðum Jóa við borðhaldið: ,,Ætlar þú ekki að éta, drengur, það er nóg til!“ Þegar Jói sannfærðist lokst um að gesturinn væri vel saddur sagði hann: ,,Farðu nú inn og leggðu þig“. Það var reyndar ekk- ert annað í spilunum næstu tím- ana. Þegar foreldrar mínir fóru frá Arnarstapa flutti ég heimilisfesti að Húsanesi árin sem ég stundaði sjó frá Ólafsvík og Rifi. Þá hafði Jói verðlaunahryssuna Snörp frá Kálfárvöllum fyrir mig á vetrar- fóðrum. Hryssan var sérlundaður einfari, stygg en auðsveip undir mannahöndum. Jói talaði hana til sín og náði henni hvar sem var. En undir Jökli gerast margir óút- skýrðir hlutir. Jói vissi oftar en ekki hvenær mín var von því þá hljóp styggð í hryssuna svo hún náðist ekki í hús. Daginn eftir eða sama kvöld birtist ég. Jói fékk það hlutverk að skýra folöld Snarpar og afkomenda hennar, enda kennd við Húsanes. Kjarnmikil íslensk hestanöfn hug- nuðust honum best. Jói var stoltur af Hnokka frá Húsanesi, Íslands- meistara í fimmgangi tvö ár í röð, og Snúði, bróður hans og Íslands- meistara í 150 metra skeiði. Þetta voru hross af hans bæ, vel tamin af Jóni frænda hans og afkastamikil. Ég kveð Jóa með söknuði og þökk. Hús hans stóð mér alltaf op- ið, hvort heldur að nóttu eða degi og alltaf var heitt á könnunni. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Aldraður maður hefur kvatt heiminn. Eftir situr söknuður og minningar hrannast upp. Víkingur var maður sem ekki gleymist fljótt, hann var traustur maður, hafði fastmótaðar skoðanir á flestu og lét ekki af sinni skoðun. Víkingur var greindur og skemmti- legur í viðmóti, hafði ríka kímni- gáfu, laghentur var hann og gat flest sem hann snerti á, hann var mikill sjálfstæðismaður og var um tíma fréttaritari Morgunblaðsins. Víkingur var vel pennafær og ritaði oft skemmtilega pistla í blöðin. Hann var góður hagyrðingur og því til sönnunar set ég hér stöku eftir hann, ég veit hann fyrirgefur mér það. Nú er rakin norðansteyta nístingsbrak í fúnum hjöllum. Gigt í baki og gróin þreyta gamlan þjakar bónda af Fjöllum. Víkingur ók um tíma strætisvagni í Reykjavík en keypti síðan ásamt félaga sínum Grundarhól á Hóls- fjöllum og hófu þeir búskap þar með fjölskyldum sínum. Félaginn bjó þar ekki lengi en Víkingur gafst ekki upp. Þau hjónin slitu samvistum. Víkingur bjó um tíma einn, en síðan kom Bergþóra, seinni kona hans, til VÍKINGUR GUÐMUNDSSON ✝ Jón VíkingurGuðmundsson fæddist á Skeggja- stöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu 29. maí 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri að kvöldi 11. janúar síðastliðins og fór útför hans fram frá Glerár- kirkju 20. janúar. sögunnar og bjuggu þau þar í mörg ár, en fluttu síðan að Klifsá í Eyjafirði og keyptu síðan Grænhól í Eyja- firði, þar byggði Vík- ingur þeim myndar- legt hús, enda veitti ekki af, því fjölskyld- an var stór. Þau eign- uðust saman átta börn, og má því nærri geta að þau sátu ekki auðum höndum. Á seinni árum lögðu þau af búskap að mestu og Víkingur fékk sér vörubíl og starf- aði að keyrslu meðan heilsan leyfði. Helsta tómstundagaman Víkings var stangveiði og briddsspil og var hann vel fær í hvoru tveggja. Vík- ingur var félagsvera og kom víða við á þeim vettvangi, en um það munu aðrir fróðari en ég. Heimili þeirra hjóna var gestkvæmt og allt- af var sjálfsagt að gista hjá þeim með alla fjölskylduna ef við vorum á ferð og ekki voru sparaðar veiting- arnar. Ég vil þakka allar þær ánægjustundir sem við fjölskyldan áttum með þeim hjónum. Mig langar að kveðja Víking með þessari vísu. Til fjallanna heldur hugur minn mig hrífur hin bláa firrð, þar ég hamingju fullkomna finn í frábærri öræfa kyrrð. Mér finnst eins og Guð sé að gefa mér þrótt og gleði sem engu er lík Þar vil ég sitja um sumarnótt slík sæla er engu lík. Begga mín, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur einlæga samúð. Guð blessi minn- ingu Víkings Guðmundssonar. Ragna S. Gunnarsdóttir. Ég flutti til Sví- þjóðar ásamt syni mínum ’95 undir erf- iðum kringumstæðum. Fyrsta fjöl- skyldan sem ég kynntist hér var Þórunn og fjölskylda hennar. Þór- unn var hrein og bein, innileg og hjartahlý og alltaf í góðu skapi, þrátt fyrir sjúkdóm hennar, sem þá var „einungis“ sykursýki. Þórunn var fædd í Reykjavík 16. júní 1960 og hún kom hingað síð- ast til Trelleborg í Svíþjóð í sumar til að halda upp á 45 ára afmæli sitt. Með henni var Ása systir hennar, sem hélt upp á 42 ára af- mæli sitt hér. Dvölin varð ekki nema ein vika. En það lýsir kímni Þórunnar mikið hvernig hún kom mér gjörsamlega á óvart. Hún sendi mann sem var á ellilaunum á dyrnar hjá mér og hann rétti mér símaskrá. Það fyrsta sem mér datt í hug var að blessaður gamli mað- ÞÓRUNN VIÐARSDÓTTIR ✝ Þórunn Viðars-dóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1960. Hún andaðist á gjörgæzludeild Landspítalans í Fossvogi 9. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavík- urkirkju 16. desem- ber. urinn væri að gera eitthvað til að hafa fyrir stafni. Ég þakk- aði fyrir mig og kvaddi manninn. Síð- an var mér litið á bókina og ég botnaði ekkert í því að það stóð SÍMASKRÁ á ís- lensku á henni. Ég kom gjörsamlega af fjöllum. Strax á eftir var dyrabjöllunni hringt aftur hjá mér og þá stóðu Þórunn og Ása systir hennar og hlógu glatt yfir að geta platað mig. Þeim tókst það 200%. En alltaf var sama hlýjan hjá Þórunni. Hún fór heim nokkrum sinnum á meðan hún bjó hér og var hún sú eina sem ALLTAF hafði eitthvað gott í pokahorninu handa mér. Flatkökur, hangi- kjötsálegg og uppáhaldið mitt, lifr- arpylsukepp. Þórunn Viðarsdóttir bjó í Trelle- borg í 8 ár með fjölskyldu sinni. Á þessum tíma skildi hún við mann sinn, sem býr þar ennþá. Það var alveg sama hvað á gekk, alltaf var hún jafn glöð og bjartsýn. Þó að veikindi hennar versnuðu, þá neit- aði hún alltaf að hún væri veik og var alltaf í góðu skapi. Ég kynntist hennar yndislegu systur Ásu, sem kom hingað út í eitt ár til að hjálpa henni. Ég kynntist einnig móður þeirra, yndisleg manneskja eins og dæturnar. Síðustu ár Þórunnar voru henni ákaflega erfið og þær sem veittu henni mestan stuðning eru þær Eva Lind, elsta dóttir Þórunnar, sem var einungis 24 ára gömul og með eigin fjölskyldu þegar hún missti móður sína, og Ása, systir Þórunnar. Þær gáfu henni mikla ástúð og umhyggju. Þórunn elsk- aði og var ákaflega stolt af barna- barni sínu, syni Evu Lindar. Við höfum misst ákaflega góða konu og ég votta börnum Þór- unnar, Evu Lind, Þórarni Viðari og Guðrúnu Halldóru, innilega samúð mína og einnig Ásu og fjöl- skyldu Þórunnar. Valkyrja er fall- in í valinn. Þú hefur loksins fengið ró, Þór- unn mín, ég kveð þig ekki, heldur segi, við sjáumst síðar. Vilhelmína Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.