Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 75 FRÉTTIR Ráðstefna um gagnkvæm tengsl hagsældar og heilsu fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Hvaða áhrif hefur stefna og stjórnun á vellíðan og heilsufar starfsmanna? Hver eru einkenni heilbrigðrar skipulagsheildar? Nordica Hotel, föstudaginn 3. mars 2006 frá kl. 9 til 15. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Colin Price, framkvæmdastjóri McKinsey & Company í London, stærsta og virtasta ráðgjafarfyrirtækis í heimi og forstöðumaður McKinsey’s Global Organisation Practice. Price sérhæfir sig í mannauðsstjórnun og er einn af helstu sérfræðingum Breta á þessu sviði. Aðrir fyrirlesarar verða Kristinn Tómasson geðlæknir, dr. Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur og sálgreinir, og Þorsteinn Ingi Magnússon, starfsmannastjóri Alcan á Íslandi. Ráðstefnustjórar: Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, og Sigursteinn Másson, formaður stjórnar Geðhjálpar. VELFERÐSTARFSMANNA VELGENGNI FYRIRTÆKJA AR G US /0 6- 00 66 Dagskrá: 09:00-09:15 Móttaka og skráning ráðstefnugesta 09:15-09:20 Setning ráðstefnunnar 09:20-10:05 „Health and Leadership” – fyrsti hluti – Colin Price, framkvæmdastjóri hjá McKinsey í London 10:05-10:20 Hlé 10:20-10:50 „Health and Leadership” – annar hluti – Colin Price, framkvæmdastjóri hjá McKinsey í London 10:50-11:35 „Stjórnun, streita og heilsa”– Kristinn Tómasson geðlæknir 11:35-12:10 Hádegishlé 12:10-12:55 „Persónuleg velferð og heilbrigði skipulagsheilda” – dr. Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur og sálgreinir 12:55-13:40 „Heilsa, ánægja og árangur - mannauðsstjórnun hjá Alcan á Íslandi” - Þorsteinn Ingi Magnússon, starfsmannastjóri Alcan á Íslandi 13:40-14:00 Staða og horfur – Fyrirspurnir og umræður 14:15 Ráðstefnulok Boðið verður upp á léttar veitingar í lok ráðstefnunnar Allir velkomnir Verð 29.000 kr. Skráning á www.endurmenntun.is og í síma 525 4444. Þess má geta að þóknun Colin Price rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins og aðstandendahóps Geðhjálpar. EIGNASKIPTI hafa orðið á Les- blind.com, en tólf Davis-ráðgjafar hafa gengið frá kaupum af stofn- andanum og frumkvöðli Davis á Ís- landi, Axel Guðmundssyni, sem vegna búsetu í London beinir kröft- um sínum óskiptum að vaxandi um- svifum þar. Í fréttatilkynningu segir að auk þess að vera alþjóðlegir Davis- ráðgjafar eru hinir nýju eigendur Lesblind.com vel menntaðir á sviði uppeldis- og skólamála eða á lista- sviði. Margir þeirra þekkja einnig lesblindu af eigin raun. „Fyrir u.þ.b. 3 árum var Íslendingum kynntar Davis-leiðrétting- araðferðin af Axel Guðmundssyni. Fólk tók þessari nýju aðferð al- mennt vel, en helsta ástæða þess var hversu árangursrík aðferðin er. Síðan þá hefur Lesblind starfað öt- ullega við leiðréttingar, jafnframt því að kynna Davis-aðferðina hér á landi. Árangurinn er framar björt- ustu vonum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Lesblind.com mun í næstu viku hefja fyrsta áfanga kynningar- funda á Davis-lesblinduaðferðinni. Verður fyrsti fundurinn haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju þriðju- daginn 7. febrúar kl. 20 og í Safn- aðarheimili Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20. Eru foreldrar barna og einstaklingar sem eiga við lesblindu, athyglis- brest eða ofvirkni að etja hvattir til að mæta á fundinn, þar sem m.a. verður fjallað um hvers vegna les- blinda er náðargáfa. Nýir eigendur á Lesblind.com Nýja stjórnin ásamt fyrri eig- endum. F.v. Sturla Kristjánsson, Sigrún Hauksdóttir, Valgerður Snæland, Þór Elís Pálsson, Guð- björg Emilsdóttir, Axel Guðmunds- son og kona hans Andrea. Stjörnutvímenningur á Bridshátíð Bridshátíð Flugleiða og BSÍ verður haldin dagana 16.–19. febr- úar og stefnt verður að því að halda sérstakan Stjörnutvímenning 16 sérvaldra para um kvöldið 15. febrúar að Hótel Loftleiðum. Þar verða um 6 af sterkustu íslensku pörunum og um 10 sterkustu er- lendu pörin sem þátt taka í Bridshátíð. Af íslensku pörunum verða landsliðs- og heimsmeistara- pörin; Jón Baldursson-Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhanns- son-Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarson-Ásmundur Pálsson, Bjarni H. Einarsson-Sigurbjörn Haraldsson, Magnús Eiður Magn- ússon-Matthías Gísli Þorvaldsson, Aðalsteinn Jörgensen-Sverrir Ár- mannsson. Af erlendum gestum verða sennilega tvö pör úr sveit Hjördísar Eyþórsdóttur (Joe Grue, Fred Gitelman, Brad Moss), tvö pör úr sveit Peter Hecht Johansen (Lars Blakset, Knut Blakset, Peter Fredin), Kowalski, Tuscinsky frá Póllandi, Gromov-Dubinin frá Rússlandi, sænska landsliðið og fleiri erlendir þátttakendur. Spil- aður verður tvímenningur með tveimur spilum milli para, allir við alla. Áhorfendur að sjálfsögðu vel- komnir. Hópdeild Flugfélags Ís- lands er með sértilboð á flugi vegna Bridshátíðar innanlands og nánari upplýsingar um tilboðið er hægt að nálgast á heimasíðu BSÍ, bridge.is. Skráning í keppni Bridshátíðar stendur yfir og mögulegt að skrá sig á vefsíðu BSÍ fram til fimmtu- dagsins 9. febrúar klukkan 17.00. Ástæða er til þess að skrá sig tím- anlega, því lokað verður á skrán- ingu ef húsið fyllist. Nítján pör í Kópavogi Nítján pör mættu til leiks í 4ra kvölda Barómeter sl. fimmtudag. Það er því laust pláss fyrir eitt par í viðbót. Erla og Sigfús eru ennþá sjóð- heit eftir spilamennskuna í Reykja- nesmótinu sl. helgi og fóru vel af stað. Röð efstu para: Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 50 Elísabet Steinarsd. – Vigdís Sigurjónsd. 38 Guðmundur Baldursson – Þorsteinn Berg 28 Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 24 Freyja Sveinsdóttir – Sigríður Möller 20 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 20 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, fimmtud. 2.1. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N–S Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 248 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 236 Júlíus Guðm.s. – Rafn Kristjánsson 235 Árangur A–V Oddur Halldórsson – Halla Ólafsdóttir 262 Þröstur Sveinss. – Bjarni Ásmundss. 260 Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímsson 252 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.