Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 81
aðalfund 7. feb. kl 19.30. Gestur fundarins, Halldóra Arnórsdóttir kynnir silki- bandasaum. Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti matvælum, fatnaði og leikföngum alla mið- vikudaga frá kl. 13 til 17. Úthlutun matvæla er alla miðvikudaga frá kl. 15 til 17 að Eski- hlíð 2– 4 v/Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhagslega, vinsamlegast leggi inn á reikning 101-26-66090 kt. 660903- 2590. GA- fundir | Ef spilafíkn er vandamál hjá þér eða þínum geturðu hringt í síma GA- samtakana (Gamblers Anonymous): 698 3888. Frístundir og námskeið Yoga Shala Reykjavík | Ashtanga yoga helgarnámskeið verður með Mark Freeth frá Englandi, dagana 10.–12. feb. (8 klst). Nánari uppl. og skráning í síma 8626323 eða á helgasnjolfs@gmail.com. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 81 DAGBÓK Félag náms- og starfsráðgjafa, FNS, erfagfélag sem sinnir hagsmunamálumnáms- og starfsráðgjafa og vinnur með-al annars að því að stuðla að sí- og end- urmenntun félagsmanna. Félagsmenn eru 200 og starfa á öllum stigum skólakerfisins, við svæð- isvinnumiðlanir, símenntunarstöðvar, fræðslu- miðstöðvar og nú nýverið við þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Formaður félagsins er Jón- ína Kárdal: „Í nútímasamfélagi er framboð á námi og störf- um afar fjölbreytt og því getur oft verið erfitt fyr- ir einstaklinga að átta sig á og meta þá kosti sem bjóðast hverju sinni. Hlutverk náms- og starfs- ráðgjafa er að veita einstaklingum ráðgjöf við að átta sig á þeim valmöguleikum sem standa til boða og aðstoða þá við að ná markmiðum sínum í námi og starfi,“ segir Jónína. „Á alþjóðavettvangi er í auknum mæli litið til náms- og starfsráðgjafar, hvaða áhrif slík ráðgjöf hefur á líf einstaklinga og hag þeirra, með það í huga að efla samfélagið, efnahagslega farsæld og félagslegan jöfnuð.“ Félag náms- og starfsráðgjafa fagnar í ár 25 ára afmæli sínu: „Á hverju ári stendur félagið fyr- ir fræðsludagskrá handa félagsmönnum. Í tilefni afmælisársins verður lagt enn meira í dagskrána en venjulega og er yfirskrift fræðsludagskrár- innar nú á vormisseri „Straumar og stefnur í náms- og starfsráðgjöf“, þar sem farið er yfir stöðuna í greininni, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Jónína. „Til þessa hefur verið fjallað um þær framfarir sem hafa átt sér stað í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf og í stefnumótun í Evrópu og á al- þjóðavísu í málum tengdum náms- og starfs- ráðgjöf. Áframhaldandi dagskrá verður á haust- misseri þar sem erlendir gestir, framarlega á þessu sviði, munu halda erindi.“ Á morgun, mánudaginn 6. febrúar, heldur FNS næsta fræðslufund þar sem fjallað verður um styttingu náms til stúdentsprófs: „Karl Krist- jánsson frá menntamálaráðuneytinu mun fjalla um það helsta sem verið hefur í umræðunni. Huga þarf að því hvaða áhrif styttingin hefur fyrir þá einstaklinga sem stefna á framhaldsskólanám, tengingu milli skólastiga og hvernig náms- og starfsráðgjafar geta brugðist við,“ útskýrir Jón- ína. Fræðslufundurinn fer fram í Tæknigarði og hefst kl. 14 og er áætlað að umræður og erindi vari til 16. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæð- isins geta fylgst með fundinum í gegnum fjar- fundabúnað. Nánar má fræðast um starfsemi FNS og þá fræðslufundi sem eru framundan á heimasíðu félagsins, www.fns.is. Fræðslufundur | Félag náms- og starfsráðgjafa með fræðsludagskrá á afmælisári Stytting náms og námsráðgjöf  Jónína Kárdal fæddist 1966. Hún lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands 1986 og B.Ed. frá KHÍ 1990. Þá lauk hún MA-prófi í ráðgjafar- sálfræði frá University of Minnesota árið 1999. Jónína hóf störf við Námsráðgjöf Háskóla Ís- lands 1999. Hún var verk- efnisstjóri fjarnáms í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindadeild HÍ frá 2001–2003. Jón- ína var kosin formaður FNS árið 2004. Jónína er gift Þorbirni Vignissyni, starfsmanni hjá Tengi ehf., og eiga þau eina dóttur. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rf6 4. e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bd3 Rc6 7. Re2 Be6 8. Rbc3 Dd7 9. Re4 Bd5 10. Be3 O-O-O 11. a3 De8 12. Dc2 f5 13. R4c3 Bxg2 14. Hg1 Bf3 15. Bxf5+ e6 16. Bh3 Kb8 17. Hg3 Bxe2 18. Rxe2 Rd5 19. Rc3 Rxe3 20. fxe3 Dh5 21. De2 Dxe2+ 22. Kxe2 He8 23. Hf1 Rd8 24. Re4 g6 25. Rg5 He7 26. Hgf3 Bh6 27. Rf7 Rxf7 28. Hxf7 Hhe8 29. H1f6 a5 30. Hxe7 Hxe7 31. Hxe6 Hxe6 32. Bxe6 Bg5 33. d5 Ka7 34. Bg8 h6 35. Bf7 Kb6 36. Bxg6 Kc5 37. Bf7 h5 38. Kd3 h4 39. h3 b5 40. Ke4 b4 41. axb4+ axb4 42. b3 Bh6 43. Bh5 Bg5 44. Be2 Bh6 45. Bc4 Bg5 Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Gata Kamsky (2.686) hafði hvítt og tryggði sér óvæntan sigur gegn Visw- anathan Anand (2.792) með snoturri fléttu. 46. Kf5! Bxe3 47. d6! og svartur gafst upp þar sem eftir 47. ... cxd6 48. e6 rennur hvíta e-peðið óumflýjanlega upp í borð þar eð 48. ... Kc6 væri svarað með 49. Bb5+!. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Umferðarstofa, samgönguráðuneytið og Vegagerðin efna til málþings um landflutninga og umferðaröryggi á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 9. febrúar nk. Málþingið hefst kl. 13.00 með ávarpi samgönguráðherra. Landflutningar og umferðaröryggi Meðal umræðuefna er: • Slysatíðni og -þróun með tilliti til aukinnar umferðar stærri bifreiða á vegum landsins. • Íslenskt vegarkerfi og þungaflutningar. • Þjónusta Vegagerðar og Umferðarstofu við flutningsaðila. • Flutningar á eldsneyti og öðrum hættulegum efnum. Þátttaka er ókeypis og boðið verður upp á kaffiveitingar. Skráning á netfangið us@us.is í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudag. Í KVÖLD kl. 20.30 verða tónleikar í Dalvíkurkirkju til styrktar Minn- ingarsjóði Daníels Hilmarssonar. Á tónleikunum koma fram Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó- sópran. Flutt verður tónlist úr ýms- um áttum. Píanóverk eftir Robert Schumann, íslensk sönglög, negra- sálmar og óperuaríur. Aðgangs- eyrir er 2000 kr. og rennur óskipt- ur í minningarsjóðinn. Í hléi verða veittir styrkir úr sjóðnum og boðið upp á kaffi og konfekt. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Styrktartónleikar á Dalvík Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is sigtinu.“ Verk Harolds Pinters, sem flutt verður í stað verks Schlingensiefs, er ekki síður áhugavert: „Harold Pinter hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári og langt er liðið síðan verk eftir hann var sett upp í Þjóð- leikhúsinu, svo tilefnið er ærið,“ segir Tinna. „Verkið hefur fengið þá dóma að vera skemmtilegasta og aðgengilegasta verk Pinters í langan tíma.“ Í tengslum við uppfærslu á verkinu hyggst Þjóðleikhúsið að auki standa fyrir veglegri dagskrá þar sem höfundurinn verður kynntur með sóma, en óvíst er hvort Pinter komi sjálfur til hátíð- arinnar, enda glímir hann við slæma heilsu. TILKYNNT var á miðvikudag að ekki verði af fyrirhugaðri sýningu þýska leik- stjórans og myndlist- armannsins Chri- stoph Schlingensiefs, Ragnarökum 2010, í Þjóðleikhúsinu í vor. Í staðinn verður tekið til sýninga verkið Celebration eftir nóbels- verðlaunahafann Harold Pinter. Að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra gaf Schlingen- sief þá skýringu á því, að ekki geti orðið af samstarfi að þessu sinni, að hann vilji í auknum mæli ein- beita sér að myndlist; þangað stefni hugur hans um þessar mundir og því henti vinna í leik- húsi honum ekki að svo stöddu. Staðan geti orðið önnur að hálfu ári liðnu, en hann verði að fylgja hug sínum og hjarta. „Vitanlega hefði verið spennandi að fá hann til að vinna í leikhúsinu í vor, en þetta sjónarmið ber að virða,“ segir Tinna. „Það var ákveðin áhætta fólgin í því að veðja á mann sem er jafnfrjáls í listsköpun sinni og Schlingensief, þó það hafi verið spennandi. Við vorum því með aðra möguleika í Leikhús | Pinter í stað Schlingensiefs Harold PinterChristoph Schlingensief Nóbelsleikskáld á sviðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.