Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 89
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 89 Báðar eiga sveitirnar þaðsameiginlegt að spila rokk-tónlist en annað eiginlegaekki; The Clientele spilar hárómantískt rokk með gamaldags blæ, en hin er mjög í anda nútíma- legs rokks þar sem slegið er í og úr í hraða og áherslum. Úr háskólabæ Undanfarin ár hefur mikið af góðri rokktónlist komið frá Kan- ada, og reyndar mikið af góðu rappi líka. The Constantines er frá Guelph í Ontario-fylki og hefur verið að í á sjöunda ár. Guelph er háskólabær skammt frá Toronto og kemur ekki á óvart að sveitin, sem er kvintett, tók sig snemma upp og fluttist í stórborgina. Þar kom út fyrsta platan, samnefnd sveitinni, og var vel tekið. Platan kom út 2001 og næsta árið lagðist The Constantines í ferðalög til að kynna plötuna og sjálfa sig. Stutt- skífa kom út vorið 2002 og sumarið 2003 önnur breiðskífa, Shine a Light. Sú plata sem hér er gerð að umtalsefni heitir Tournament of Hearts, en upptökur á henni stóðu lungann úr árinu 2004. Tournament of Hearts er um flest hefðbundin rokkskífa, en óneitanlega koma stöku lög á óvart og greinilegt er að þeir Constant- ines-félagar, sem semja öll lög saman, koma ekki allir úr sömu áttinni. Þeir segja svo frá að það sem sameinaði þá og varð til þess að þeir stofnuðu hljómsveit saman var dálæti á Bruce Springsteen, en þau áhrif er ekki gott að greina í tónlist þeirra. Miðað við fyrri verk er tónlistin heldur þyngri, skuggar og myrkur áberandi, en þeir leyfa sér líka meira í útsetningum en á fyrri skífum, kannski fyrir það að ein- hverju leyti að þeim bættist liðs- auki, hljómborðsleikari, áður en skífan var tekin upp. Hljómsveit frá Hantumsskíri The Clientele sendi frá sér aðra breiðskífu sína á síðasta ári, Strange Geometry. Sveitin er ensk, ættuð frá Hampshire, og líkt og með Constantines sameinaði áhugi á tiltekinni tónlist þá sem skipuðu sveitina í upphafi. Þeir höfðu þó sameiginlegan áhuga á meira en einum manni því þeirra uppáhald voru sveitirnar Cardinal, Felt, Galaxie 500, Television og Love. Framan af ferlinum var manna- skipan losaraleg, eini meðlimurinn sem var í sveitinni af krafti var stofnandi hennar, söngvarinn og gítarleikarinn Alasdair MacLean, en aðrir voru mest uppteknir við annað. Á þessum tíma var sveitin kvartett, en þróaðist síðan í tríó og er svo enn. 1998 fluttist sveitin til Lundúna og tók að taka upp lög sem hún síðan gaf út á smáskífum, en fyrsta lagið sem sveitin sendi frá sér var reyndar á safnskífu frá Fierce Panda, sömu útgáfu og var með Coldplay á sínum snærum og Bellatrix. Lögin tóku liðsmenn upp í heimahúsum, enda tókst þeim aldrei að ná rétta hljómnum í hljóðverum. Fyrir vikið gátu upp- tökur tekið býsna langan tíma og þannig tók það þá félaga heilt ár að taka upp fyrstu breiðskífuna, The Violet Hour, sem kom út 2003. Annar háttur var hafður á þegar kom að því að taka upp næstu plötu, enda var sveitin þá með út- gáfusamning í höndunum og smá pening. Ekki var því bara haldið í fyrsta flokks hljóðver heldur var ráðinn upptökustjóri sem fékk að ráða ýmsu. Eitt af því sem sá upp- tökustjóri vildi var að upptökur gengju hratt, að menn væru ekki að nostra of mikið við hlutina og því var Strange Geometry unnin á mettíma, ekki fóru nema tvær vik- ur í upptökur. Það kemur þó ekki niður á hljómi á plötunni eða frá- gangi laga því þeir félagar voru búnir að spila úr lögunum alla óvissu og því lítið annað að gera en stinga í samband og telja í. Tónlist The Clientele hljómar nokkuð gamaldags við fyrstu hlustun, minnir á gamalt ísúrt popp. Leiðtogi sveitarinnar, Alasdair MacLean, gefur þó frat í þá sem segja sveitina hálfgerða hermisveit, slíkar yfirlýsingar bendi ekki til annars en að menn þekki ekki tónlistarsöguna. The Clientele hefur gengið flest í haginn með Strange Geometry, en skífan hefur selst vel víða í Evrópu og eins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það er ekki útséð um hvort sveitin geri aðra plötu því eins og MacLean lýsir því þá þurfa menn alltaf að gera það upp við sig áður en haldið er af stað í upp- tökur hvort þeir hafi eitthvað að segja, það sé ekkert varið í að gera plötur með ekkert inntak. Hvort hann hafi eitthvað frekar að segja segist hann ekki vita sem stendur, það komi ekki í ljós fyrr en hann fari að semja lög að nýju eftir tón- leikaferðir og söluumstang. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Rokk og rómantík Ýmsar góðar rokkskífur komu út á síðasta ári og hér verður sagt frá tveimur sem rötuðu oft á fóninn í haust. Önnur er með breskri sveit, The Clientele, og hin frá Kanada, The Constantines. The Constantines frá Kanada. Enska sveitin The Clientele. Frá Óskarsverðlauna leikstjóranum Roman Polanski kvikmyndir.is mynd eftir steven spielberg Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ DERAILED kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára. DERAILED VIP kl. 5:45 - 8 - 10:20 MUNICH kl. 6 - 9:15 B.i. 16 ára. PRIDE AND PREJUDICE kl. 8 - 10:40 OLIVER TWIST kl. 2 - 5 B.i. 12 ára. RUMOR HAS IT kl. 8 CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 3 - 5 KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 2 - 4 DOMINO kl. 10:20 B.i. 16 ára. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 2 - 5 B.i. 10 ára. SAMBÍó ÁLFABAKKA SAMBÍó KRINGLUNNI ***** L.I.B. Topp5.is **** G.E. NFS/Fréttavaktin **** S.U.S. XFM 91,9 **** kvikmyndir.is **** Ó.Ö. DV „Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla.“ ***** S.V. Mbl. DERAILED kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára. MUNICH kl. 6 - 8:15 - 10 B.i. 16 ára. OLIVER TWIST kl. 12 - 2.30 - 5 B.i. 12 ára. HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 12 - 3 B.i. 10 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 12 - 3 eeeeL.I.N. topp5.iseeeeH.J. Mbl. eeeS.K. DV eeeM.M.J. kvikmyndir.com Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 3Tilnefningar Til ÓskarsverÐlaunaFörðun, hljómblöndun, sjónrænar brellur. 4Tilnefningar Til ÓskarsverÐlaunaM.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley),bestu listrænu leikstjórn og tónlist. MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI TilnefnD Til ÓskarsverÐlauna Bestu listræna stjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.