Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 7
Nú eru árshátíðirnar og þorrablótin í fullum gangi. Þetta er tíminn sem allar konur geta notið þess að vera prinsessur en á sama tíma er líka mik- ill pirringur og spenna í gangi sem snýr að því hvort maður fíli sig sem prinsessa eða hvort maður sé nógu fínn eða of fínn og allt það. En það skiptir mestu máli að manni líði vel í dressinu en sé þó ekki alveg hversdagslegur. Það eru nú ekki allt of mörg tækifæri sem maður fær til að fara í flott- asta kjólinn sem maður á og njóta þess að vera sæt og fín. Þú slærð pottþétt í gegn á ballinu ef þú færð þér dragsíðan hlýralausan kjól. Einhvern sem lítur út eins og hann eigi heima á rauða teppinu í Holly- wood. Það getur samt verið erfitt að skemmta sér í slíkum kjól og því getur verið betra að fá sér einn sem nemur rétt við hnén. Kjól sem er með hlýrum eða hlýralaus, einhvern glæsilegan og helst með einhverju skrauti eins og glimmeri. Til að vera sem flottust skaltu velja þér blágrænan, skærbleikan, fjólubláan, bláan, sinnepsgulan eða silfraðan. Við fallegan kjól passa helst kvenlegir háhælaðir skór. Pinnahælar eru að detta út svo það getur verið betra að fá sér skó með aðeins breiðari hæl eða skó sem eru með þykkum sólum í 1970 stíln- um. Það er gaman að breyta til og skella sér í skó sem eru ekki svartir heldur frekar einhverja sem eru áberandi og flottir eins og appelsínugula, rauða, silfraða eða gyllta. Ef þú velur þér kjól sem er vel skreyttur skaltu halda þér við einfalda skartgripi eins og einfalt hálsmen í viktoríutímabils-stíl, litla eyrnalokka eða flott breitt armband. Ef kjóllinn er hins vegar frek- ar látlaus þá skaltu skreyta þig aðeins meira og setja á þig langa og skrautmikla eyrnalokka eða íburðarmikið hálsmen með perlum. Til að vera ekki með úttroðna vasa með lyklum, snyrtibuddunni og öllu hinu sem er „nauðsynlegt“ að hafa með sér þá borgar sig að fá sér flott veski. Til að toppa prinsessu-útlitið skaltu fá þér veski sem er lítið og ílangt. Eitthvað sem þú getur hald- ið á eða eitthvað sem er mjög fínlegt og fyrirferð- arlítið en samt hægt að skella á öxlina. Prinsessa ætti helst að ganga í pels og vera þá al- gjör hefðardís en fyrir þær sem vilja ekki pelsinn þá getur falleg dragsíð eða millisíð ullarkápa verið glæsileg. Þú getur líka farið milliveginn og fengið þér kápu með eilitlum loðkraga. En annars eru kápur sem eru í fallegum litum eins og græn- bláum, bleikum, rauðum eða bláum lit líka sætar. Einu sinni voru allar konur á fínum böllum með svakalega uppsett hár sem olli því að þær voru svo stífar að þær gátu varla hreyft sig. Samkvæmt Sæ- unni hjá hárgreiðslustofunni Unique er það ekki lengur málið. Nú er hægt að fara á ballið með slegið hár en þá er gaman að setja einhverjar krullur eða bylgjur í það – jafnvel bara í toppinn og halda hinu sléttu. Sæunn mælir með flottum beinum, stífum og kvenlegum klippingum og þá er ekkert mál að blása hárið fyrir ballið, fá þá mikla lyftingu í það og jafnvel túpera það. Málið er að líta til 6. áratugarins og Audrey Hepburn, Di- or og Channel og þá verðurðu glæsileg. Það er kvenlegur einfaldleiki í hártískunni og það sama gildir um förðunina. Ekki mæta stríðsmáluð held- ur veldu frekar að undirstrika t.d. bara augun eða mest varirnar. Blanda af t.d. brúnum og appels- ínugulum eða grænleitum og svörtum getur verið mjög flott í augnförðunina, nota eilítinn kinnalit og svo er ráð að velja ekki of rauðan varalit því annars gætirðu lent í að þurfa að fara stöðugt á salernið til að laga litinn og halda honum glæsilegum. Það sem skiptir máli er að skreyta sig ekki of mikið, held- ur velja sér eitthvað eitt sem er mest áberandi og svo er bara að klæða sig, greiða sér og mála sig þannig að manni líði vel og geti skemmt sér sem prins- essa. ÁRSHÁTÍÐARPRINSESSUR SLÁÐU Í GEGN Á BALLINU! 2 Umsjón Laila Pétursdóttir 1. Grænblár kjóll frá Monsoon 2. Fallegur síður kjóll frá Monsoon 3. Gullarmband með demöntum frá Kenneth Jay Lane 4. Gulleyrnalokkar með laufum og blómi frá Julie Sandlau 5. Bróderað veski með perlum frá East 6. Grá falleg loðkápa frá Antik Batik 7. Blár prinsessukjóll frá Debenhams 4 1 6 7 5 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.