Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 12
12 BOLLYWOOD HOLLYWOOD Í Magadanshúsi Josy í Ármúlanum er hægt að læra Bollywood dansa. Bol- lywood er Hollywood þeirra indverja og er bransinn stærri en sjálft Holly- wood og vinsældir Bollywood- mynda í hinum vestræna heimi er sí- fellt að aukast. Söguþráðurinn er hins vegar alltaf sá sami og fjallar um forboðnar ástir og fjölskyldu- hefðir. Á Indlandi ákveða nefnilega foreldrarnir ennþá hverjum börnin þeirra giftast. Þegar ástin bankar upp á er því voðinn vís og í Bolly- wood-myndunum bresta aðal- persónurnar alltaf annað slagið í söng og úr verða hin glæsilegustu dansatriði, sem Josy kennir núna ís- lenskum stelpum. Kvenlegir dansar Þær Anna Dóra og Heiða Dóra hafa dansað magadans í þrjú til fjögur ár en styttra er síðan var byrjað að kenna Bollywood. Heiða hafði áður verið í ballet, djassballet og afró en Anna Dóra hafði ekki stundað neina dansa áður. „Ég sá þær dansa í sjón- varpinu og þær voru í svo litríkum og fallegum búningum að mig lang- aði að vera eins og þær, þannig að ég skellti mér bara,“ segir Anna Dóra en hún vinnur núna í Maga- danshúsinu. Heiða byrjaði að dansa magadans eftir að hún fór til Egyptalands „Ég heillaðist af tónlist- inni og dansinum þar. Mér finnst þetta eiginlega skemmtilegra en aðrir dansar sem ég hef verið í.“ Heiða kennir líka litlu stelpunum, en núna stunda um 300 konur á öllum aldri magadans hjá Josy. Litríkir búningar, armbönd og hress tónlist „Bollywood er ekki orðið eins stórt og magadansinn en fer ört vax- andi,“ segir Anna Dóra en henni finnst skemmtilegra að dansa Bol- lywood heldur en hefðbundinn magadans. „Þetta er talsvert frá- brugðið magadansinum, það er svo mikið um svipbrigði og táknmál í dansinum og mjaðmirnar eru ekki eins mikið notaðar,“ útskýra þær. „ Í Bollywood eru meiri átök, maður svitnar alveg, á meðan magadansinn er mýkri,“ bætir Anna Dóra við. Magadans og Bollywood dansar eru mjög flottir og kvenlegir dansar, eitthvað sem vantar kannski í okkar menningu. Lopasjal og vikivaki er eins langt frá þessum menningar- straumum og hugsast getur enda hafa íslenskar konur tekið þessum dansafbrigðum opnum örmum. „Búningarnir og hreyfingarnar eru allar svo kvenlegar og fíngerðar. Maður sér alveg breytingar á konum sem eru búnar að vera hér lengi að þær verða kvenlegri í fasi,“ segir Heiða. Anna Dóra er með hrúgu af armböndum á handleggnum sem klingir í, “þessi armbönd hafa merk- ingu á Indlandi og því fleiri sem þú ert með því betri mann áttu“. Æfið þið í búningum? „Kannski ekki alveg en ég er oft með armböndin, það er soldið hresst, og magadansbeltin, það er betra að dansa með þau, maður finnur betur taktinn og það verður meira úr hreyfingunum,“ svara þær. „Þegar fólk er að æfa eitthvað fer það oft í æfingagalla og svo í sturtu á eftir. Þegar maður kemur hingað fer maður jafnvel í sturtu áður og setur á sig armbönd og glingur. Það er miklu skemmtilegra að vera fínn að dansa,“ segir Anna Dóra. Það er kannski ástæðan fyrir því að þetta er svona vinsælt að stelpur hafa gaman af því að klæða sig upp. Bollywood Í Magadanshúsinu er vídeóleiga með Bollywood-myndum sem stelpurnar horfa á „. Þetta er alltaf sama ást- arvellan. Þær eru misjafnar, en svo eru alltaf skemmtileg lög og hressir dansarnir inni á milli,“ svarar Heiða. En hlustiði á tónlistina? „Já, mér finnst hún ógeðslega skemmtileg, ég er komin með þetta í bílinn og hlusta mikið fyrir utan danstímana,“ svarar Anna Dóra en Heiða er ekki svo langt leidd. „Ég hlusta bara þegar ég er að dansa, en mér finnst þetta ógeðslega sæt og hress lög og maður fær þau á heil- ann. Það kemur manni bara í gott skap að hlusta á þessa tónlist og mann langar til að dansa.“ 2 1 INDVERSK STEMNING Í MAGADANSHÚSINU ANNA DÓRA OG HEIÐA DÓRA DANSA BOLLYWOOD-DANSA Texti Hanna Björk Mynd Árni Torfason 1. Anna Dóra og Heiða Dóra í Bollywood- búningum 2. Aishwarya Rai, fyrrum ungfrú heimur er vin- sælasta Bollywood- leikkonan í dag og af mörgum talin fegursta kona í heimi. Það er óhætt að fullyrða að aðstæður til kvik- myndaáhorfs eru með besta móti á Íslandi. Hér eru hlutfallslega mörg kvikmyndahús á hvern íbúa og miðaverð ekki mikið hærra en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Það er því heldur ekki skrýtið að Íslendingar eiga heims- met í kvikmyndaáhorfi miðað við hina frægu höfðatölu, hver íbúi fer að meðaltali 5 sinnum í bíó á ári. Það virðist því vera mikill kvikmyndaþorsti í landsmönnum og virðist engin breyting ætla að verða þar á. Íslenskir kvikmyndahúsagestir virðast því síður en svo þreyttir á Hollywood- kvikmyndum, en gera má ráð fyrir að 75% frumsýndra kvikmynda komi þaðan. Þrátt fyrir að Hollywood-kvikmyndir séu oft og tíðum af- ar góðar og líklega eitt fullkomnasta kvik- myndaform í heimi hlýtur öll fjölbreytni að vera af hinu góða. Sú tilbreyting sem staðið hefur íslenskum kvikmyndahúsagestum til boða hefur einkum verið á hinum og þessum kvik- myndahátíðum. Þær hafa sumar hverjar verið afar vel sóttar og augljós staðfesting á því að margt fólk þyrstir í „eitthvað annað“. Það er því mikið fagnaðarefni hversu tíðar kvik- myndahátíðir hafa verið síðustu misseri. En er það viðunandi að eiga þess einungis kost að sjá „öðruvísi myndir“ nokkrum sinnum á ári á þar til gerðum hátíðum? Væri ekki skemmtilegra að geta horft á slíkar myndir að jafnaði yfir allt árið? Er það kannski hægt einhvers staðar? Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir metn- aðarfullri kvikmyndadagskrá í Bæjarbíói í Hafn- arfirði. Þar eru tvær sýningar í viku en eðlilega er þar yfirleitt um að ræða eldri kvikmyndir, jafnan með nokkuð kvikmyndasögulegt gildi. Sýningar eru yfirleitt vel sóttar enda margir gullmolar sem Kvikmyndasafnið hefur til sýn- ingar. Á meðal áhugaverðra kvikmynda á næstu mánuðum má nefna Gay Divorce eftir Mark Sandrich, 14. og 18. febrúar. Foot Loose eftir Herbert Ross 21. og 25. febrúar. Húsið í leikstjórn Egils Eðvarðssonar 7. og 11. mars. Chaplin-þema í mars og Bergman-þema í apríl. Sýningar eru á þriðjudögum og laugardögum og kostar miðinn 500 krónur. Dagskrá er hægt að sækja á vef Kvikmyndasafnsins, www.kvik- myndasafn.is. Barnabíó í Norræna húsinu Norræna húsið hefur staðið fyrir barnabíói nokkra sunnudaga á hverjum vetri og þetta ár- ið er engin breyting þar á. Sýningar verðar sunnudagana 19. febrúar, 19. mars, 23. apríl og 7. maí. Sýningar hefjast klukkan 14.00 og er aðgangur ókeypis. Kvikmyndirnar eru af ýms- um toga en eins og fyrr segir eru þær ætlaðar börnum og unglingum og eru vitanlega allar norrænar. Einnig mun Norræna húsið standa fyrir samísku kvöldi á vetrarhátíð, 24. febrúar. Aðrir kostir Vafalítið má grafa upp áhugamannasýningar í hinum ýmsu kvikmyndahúsum hér og þar á landinu og vissulega eru mörg nemendafélög framhaldsskólanna með regluleg kvikmynda- kvöld. Það væri þó verðugt ef komið yrði á fót fastri aðstöðu þar sem kvikmyndaáhugafólk gæti notið nýrra „annars konar mynda“ í hverri viku allt árið um kring. Nú er uppi orð- rómur um að koma eigi á fót í Tjarnarbíói óháðu kvikmyndahúsi sem sýndi kvikmyndir sem venjulega fá aðeins að rata á kvik- myndahátíðir. Það væri vissulega fagnaðarefni og slíkt bíóhús myndi ábyggilega njóta mikillar aðsóknar. ÖÐRUVÍSI MYNDIR ALLT ÁRIÐ, TAKK Texti Hjörtur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.