Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 14
14 SPURT OG SVARAÐ HLUSTENDA- VERÐLAUN Heiða, öðru nafni Heiða í Unun, er spyrill í spurn- ingaþættinum, Tíminn líður hratt – Hvað veistu um Söngvakeppnina? sem sýndir eru á RÚV á laug- ardagskvöldum. Hvernig hefurðu það? „Gott, mjög gott.“ Hvert er uppáhalds Evróvisjón-lagið þitt frá upphafi? „J’aime la vie.“ Hver er tilgangur Evróvisjón að þínu mati? „Að gleðjast og gera heiminn betri, og virkar líka sem hvatning fyrir lagahöfunda til að semja góða tónlist.“ Heldurðu að Silvía Nótt muni vinna þetta? „Já.“ Langar þig að keppa í Evróvisjón fyrir Íslands hönd? „Já, ég er alveg til í það.“ Hvert er uppáhalds íslenska Evróvisjón-lagið þitt? „Mín þrá.“ Hvað dreymdi þig í nótt? „Að ég flaug eins og Súpermann, með hægri hönd- ina upp í loft, og var að segja einhverjum frá því að þetta væri ekki bara í draumum sem ég gæti flog- ið, heldur gæti ég það alltaf. Svo sýndi ég viðkom- andi það, til sönnunar um að ég gæti það líka þótt mig væri ekki að dreyma. Mjög steikt!“ Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? „Að ég gæti keypt stóra íbúð í fallegu gömlu húsi fyrir fjölskylduna mína.“ Hver eða hvað er þín Músa? „David Bowie er ein þeirra.“ Ertu með eitthvert lag á heilanum? „Undarlegt en satt, ég er búin að vera með ,„La de FLÝGUR EINS OG SÚPERMANN HEIÐA EIRÍKSDÓTTIR swinge“ á heilanum í dag, í bland við eitthvert lag með Rammstein, bæði á sama tíma.“ Hverjir eru þínir helstu kostir? „Ég er bjartsýn og glaðlynd.“ Gallar? „Hef tilhneigingu til að fresta leiðinlegum hlut- um.“ Hvað hræðistu mest? „Að keyra út í vatn eða sjó, og komast ekki út úr bílnum.“ Sérðu eftir einhverju? „Engu.“ Hvenær ertu hamingjusömust? „Á sviði, að spila í góðu sándi, eða í hljóðveri að taka upp plötu.“ Hvaða hæfileika myndirðu helst vilja hafa? „Væri til í að geta flogið eins og í draumnum.“ Ef þú gætir ferðast aftur í tímann, til hvaða árs myndirðu fara og af hverju? „Ég myndi fara nógu langt aftur til að sjá Bítlana spila á tónleikum.“ Ef það væri gerð bíómynd um þig, hvern myndir þú kjósa til að leika þig? „Juliette Lewis.“ Guðbjörg Jakobsdóttir sem teiknaði myndina af Heiðu, er nemi í fata- hönnun í Listaháskóla Íslands. Hún vinnur einnig við að teikna „storyboard“ fyrir kvik- myndagerð. Email: goog@lhi.is FYRSTU tónlistarverðlaun X-FM verða veitt 23. febrúar í Austurbæj- arbíói. Auk verðlauna fyrir bestu plötu, besta myndband, besta vef o.fl. þá eru tíu lög sem nutu vinsælda á síðasta ári tilnefnd sem lög ársins. Málið ákvað að kynna sér lögin og gefa lesendum örstutt álit. Party at the White House – The Viking Giant Show Það áttu kannski fæstir von á því að Heiðar, kenndur við Botnleðju, færi að semja lag þar sem trommuheili og eins konar hálf-rapp væru í stóru hlutverki. Þegar komið er að viðlag- inu blekkir röddin hins vegar ekki og strákslegur textinn kemur líka upp um kappann. Maður spyr sig bara hvort lagið muni geta fengið ein- hverja útvarpsspilun í Bandaríkj- unum! Nasty Boy – Trabant Dónalegasta lag ársins. Þetta er týp- ískt lag til þess að blasta inni í her- bergi og ýta svo snarlega á pásu þeg- ar að mamma eða pabbi kíkja inn í herbergið – nú eða að vona bara að þau skilji ekki ensku nægilega vel. Þetta er sveitt, heitt, fremur feitt og mörgum mun þykja það mjög leitt ef „Nasty Boy“ vinnur ekki neitt. Breaking the Waves – Dikta Þetta var hálfgert stórstjörnuár hjá Diktu, Ace úr Skunk Anansie tók plötuna þeirra Hunting for Happi- ness upp, og myndir eftir Gabríelu Friðriksdóttur prýddu umslagið. Plat- an var stórt stökk fram á við fyrir hljómsveitina og „Breaking the Wav- es“ (eða „Brimbrot“ einsog ég kýs að kalla lagið) er kannski skýrasta dæm- ið um hljómsveit í stöðugri framþró- un. It’s Sexy – Dr. Spock Þó að það sé erfitt að hugsa um ann- að en hlébarðaskó með hálfs metra hæl og bleikar spandex-buxur þegar maður hlustar á Dr. Spock, þá er „It’s Sexy“ staðfesting þess að það er meira spunnið í sveitina heldur en einhverjir gætu gefið sér. Lagið end- urskilgreinir að vissu leyti hvað rokk og ról merkir og hlýtur þar með tit- ilinn næstdónalegasta lag ársins. Golden Age – Jeff Who? „Er þetta nýi Franz Ferdinand síng- úllinn?“ hugsuðu margir þegar „Gol- den Age“ fór að heyrast í haust. Svo var víst ekki, heldur rammíslenskt töffaraband sem fór loksins að gera músíkina sem ég hef verið að bíða eftir að nái ströndum Íslands svo mánuðum skiptir. Bassinn stekkur í áttundum, hái hatturinn er á sínum stað og ska-gítarinn svínvirkar. Slow Return – Ensími Ensími á sennilega einn flekklausasta rokkferil landsins. Hljómsveitin hefur kannski aldrei náð því að verða neitt rosalega stór eða umtöluð, en hún á My Delusions – Ampop „My Delusions“ er vafalaust eitt mest grípandi lag ársins. Allt frá því ég heyrði það á tónleikum með Am- pop í sumar hefur það ekki horfið úr innra minninu. Ampop er kannski Coldplay Íslands en tekur þeirri sveit fram að nær öllu leyti. Svo virkar svona marseringar-taktur alltaf vel, nær fram einhverjum illskilgrein- anlegum stríðskrafti. The Spell – Leaves Leaves tókst að losna við Coldplay samlíkinguna þó að stöku falsetta í ætt við Chris Martin komi fyrir í þess- ari fyrstu smáskífu af plötunni The Angela Test. „The Spell“ er miklu eft- irtektarverðara heldur en sú breska froða, hér koma hljómaskipti manni algjörlega í opna skjöldu, trommu- leikarinn er skemmtilega drífandi og sönglínan fetar slóðir sem erfitt er að sjá fyrir við fyrstu hlustun. Major Label – Hairdoctor Einhverra hluta vegna breiddist sá misskilningur út að fyrsta plata Hair- doctor héti „Major Label.“ Það er skiljanlegt, lagið sýnir hvers megn- ugir þessir fersku taktsmiðir og hár- greiðslumenn eru. Beck kemur óneit- anlega upp í hugann, en það er hrárri blær á þessu lagi og eintóna laglínan gerir á skemmtilegan hátt grein fyrir bransaköllum og gylliboð- um þeirra. Taktu þátt , hlustendur ráða alfarið ferðinni. Hægt er að kjósa á www.xfm.is gríðarlega tryggan aðdáendahóp sem tekur þeim opnum örmum. „Slow Return“ er ótrúlega svalt lag, riffið er grípandi, það kemur sér beint að efninu og rödd Hrafns Thor- oddsen er alltaf jafn heillandi. Jameson’s State – Lights on the Highway Hér er kassagítarinn og afslappaðri tónar í stærra hlutverki heldur en í flestum hinna laganna – hlustendur X-FM eru augljóslega miklir rokkarar. „Jameson’s State“ sækir meira vestur um haf heldur en til Bretlands eða annarra evrópskra strauma, og sér- staklega má heyra þess merki í söng Kristós. A Little Bit – Sign Sign spilar ekki lengur það þyngsl- arokk sem hún aðhylltist fyrir fáum árum. Í „A Little Bit“ má heyra sterk áhrif frá rokksveitum áttunda ára- tugarins í bland við rokk tíðarand- ans. Viðlagið er ótrúlega amerískt og maður sér fyrirhugaða ferð Sign til Texas í dýrðarljóma við að hlusta á þetta lag. I’ve Got a Date With My Television – Jakobínarína Það vita allir að Jakobínarína virkar á sviði, og þess vegna var gaman að fá að heyra hvernig dansinn tryllti myndi skila sér á upptöku. Það var líka fínt að fá að heyra um hvað söngvarinn Gunnar væri eiginlega að bulla eftir allt saman. Þetta er gríðarlega þétt, hefur heillað er- lenda umboðsmenn upp úr skónum, hlotið mikla umfjöllun og verður því að teljast sterkur kandídat. TÓNLISTARVERÐLAUN X-FM BESTU LÖGIN Texti Atli Bollason Að gleðjast og gera heiminn betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.