Alþýðublaðið - 18.10.1922, Page 4

Alþýðublaðið - 18.10.1922, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Lögtak á ógreiddura te%ju- og eig'iaskítti, fast'ignaskatti, ieítagjaldi, feunda. skatti og el!iit},rktarsjóð;gjö!dt!m, er féllu f gjafddaga á manntals- þingi 1922, bifreiðaskatli, er féll f gj’lddaga 1. júl! þ. á, og kirkju sókaar- og kirkjugsrðigjö’dam, aem fél u f gjalddaga 31. desrœber 1921, á íram að faia Og verðsir lögtakið framkvseiiit «6 S úögunu liðnum frá bittlngu þessarsr suglýsingar. Bæjsríógetinn í Reykjavík, 14, okt. 1922 Jóh. Jóhannesson. a n i f as“ Kgl. hirðsali Allir beztu kaupmenn og kanpfclög selja nú Sanitas sætsaft. RalplnpaF. Við höfpm nú fasgíð feikna úrvei af Ijósnkrónnm, borðlðmpam Og kðgarlömpum, ásarat ýœaum tegunduca af liengilömpum. Þar sem vcíðið á þessum nýju iömpum er mikið fægra en- áður hrfir verið, ættuð þér að kosa og ífti á úrvaiið og heyra verðið, Hf. Rafmf. mti & Ljé» Laugaveg 20 B. Sími 830. Hjftlparstðð HJúkrunaifélíigsíss 2 Lfkft er opin :am hér segir: Sdlánudaga. , . . k!. si—12 í. fe. Þriðjudaga ... — 5 — 6 0, fe, Miðvikudaga . , — 3 — 4 e. fe föstudaga .... — S — 6 e. k Laugárdaga ... — 5 —■ 4 ® i*. ÞvottUf er tekinn og strsu ingar eru teknar á Þársg. 26 A Kanpendur „Yerkamaausíns4? feér í bæ e»u vinramiegast bíðGÍr &ð greiða feið íyrata ársgjaidsð 5 kr„ á *ígri Álþýðublaðains. Rltstjsri og ábyrgð&riaaSar; Öia/ur Friðrikssm. Preatsmiðjas Gaíenberf, Bdgar Rict Burrougks: Tarzansaýr aftnr. i ’Baltimore. Hún hafði ýmis undanbrögð, og þegar Tennington lávarður bauð þeim að koma með sér í siglingu kringum Afríku, lét hún 1 ljósi gleði sína yfir hugmyndinni, eh neitaði harðlega að giftast, fyr en þau kæmu aftur til Lundúna. Þar eð ferðin átti að taka heilt ár, því viðstöður voru á allmörgum stöðum, bölv- aði Clayton þessari hlægilegu ferð Tenningtons. Það var ætlun Tenningtons, að fara um Miðjarðar- haf, og Rauðahaf til Indlands-sævar, og suður með austurströndinni, og koma við á hverri höfn, sem ein- hvers virði var. Þannig stóð á þvf, að einn góðan veðurdag mættust tvö skip 1 Gíbraltarsundi. M,inna skipið var hvít snekkja og stefndi í austur. Á þilfari þess sat ung kona, sem starði sorgþrungnum augum á demantsgreypt nisti, er hún fitlaði við. Hún var með hugahn langt 1 burtu, í dimmum, laufguðum hitabeltisskógi — og hjarta benn- ar fylgdi huganum. ' ,» Hún var að hugsa um, hvort maðurinn, sem hafði gefið henni þennan dýrgrip, væri aftur tkominn til skóganna. Og á þilfari stærra skipsins, sem var farþegaskip á vesturleið, sat maðurinn hjá annari ungri stúlku þau horfðu á, hve. tlgulega snekkjan klauf undirölduna. Þegar snekkjan var farin þjá, héldu þau áfram sam- talinu, sem þau um stund höfðu felt niður. „Já", mælti hann, „mér fellur vel við Ameríku, eða öllu heldur við Amerikumenn, þvl landið og þjóðin er í raun og veru eitt. Eg hitti þar mjög skemtilegt fólk. Einkum minnist eg, einnar fjölskyldu úr sveit yðar, ungfrú Strong, sem mér féll sérstaklega vel í geð — Porter prófessor og dóttur hans". „Jane Porterl" hrópaði stúlkan. „Segið þér, að þér þékkið Jane Pórter? Og hún, sem er bezta vinstúlka mín. Við vorutn ieiksystur — við höfum þekst í mannsaldra". „Einmitt það!‘‘ syaraði hann brosandi. „Yður mundi ganga illa að færa þeim manni heim sanninn úm það, sgm hefir séð ykkur báðar". „Eg skal sýna yður það", svaraði hún hlægjandi. „Við höfum þekst tvo mannsaldra — hennar og minn. En við erum hvor annari eins kærar og systur, og mig tekur það mjög sárt, að vera nú að missa hana". „Að missa hana?" mælti Tarzan. „Hvað eigið þér við? Nú, já, eg skil. Þér eigið við, að þegar hún sé gift og sest að í Englandi, sjáist þið sjaldnar eða aldrei". „Já“, svaraði hún-, „og hryggjilegast er, að hún giftist ekki manninum, sem hún ann. Það er skelfilegt. Að giftast af skylduhvöt! Eg held það sé skammarlega gert, og eg sagði henni það. Mér hefir fallið þetta svo þungt, að þó eg væri eina manneskjan, utan skyld- menna, sem boðið hefði verið að vera við giftinguna, vildi eg ekki láta bjóða mér, því eg kærði mig ekki um að vera sjónarvottur að sllkri uppgerð. En Jane Porter er einkennilega ákveðin. Hún þykist vís um, að hún geri það sem réttast sé, og ekkert mun fá hana ofan af því, að ganga að eiga lávarðinn af Greystoke, nema hann sjálfur, eða dauðinn". „Eg kenni í brjóst um hana", mælti Tarzan. „Og eg kenni 1 brjóst um manninn, sern hún ann", sagði stúlkan, „því hann ann henni. Eg hefi aldrei séð hann, en eftir sögusögn Jane hlýtur hann að vera mjög dásamleg manneskja. Svo er að sjá, sem hann hafi fæðst í Afríku, og hafi verið alinn upp af viltum mann- öpum. Hann hafði aldrei séð hvítan mann eða konu fyr en Porter prófessor og samferðafólk hans var sett á land af uppreistarmönnum á ströndinni; rétt við kofa hans. Hann bjargaði þeim hvað eftir annað undan villidýrum og sýndi þar furðulegustu hreysti, og til þess að kóyóna alt saman varð hann ástfanginn af Jane og hún af honum, þó hún vissi það aldrei til fulls, fyr en hún hafði lofast lávarðinum af Greystoke". „Furðulegt", tautaði Tarzan, og braut heilann uo einhverja ástigðu til þess að breyta um umræðuefni. Honum þótti gaman að heyra Hazel Strong tala um Jane, en þegar hún fór að tala um hann fél) honum allur ketill í eld. En hann komst brátt hjá þessu, þvl móðir stúlkunnar kom til þeirra og umræðuefnið varð almeunara. Næstu dagar liðu viðburðarlaust. Stöðugt var logn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.