Morgunblaðið - 20.02.2006, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 B 3
BARCELONA og Real Madrid
hrósuðu bæði sigri í spænsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu um
helgina. Börsungar komust á
sigurbrautina á ný þegar þeir
burstuðu Real Betis, 5:1, á Nýv-
angi. Juan Melli, varnarmaður
Betis, varð fyrir því óláni að
skora sjálfmark og það í tvígang
en Henrik Larsson, Ronaldinho
og Leo Messi gerðu sitt markið
hver. Ronaldinho var svo sann-
arlega í e-ssinu sínu en þessi
magnaði Brasilíumaður fór fyrir
liði Barcelona. Hans var sárt
saknað af Börsungum í leikjun-
um tveimur á undan en Barce-
lona tapaði báðum þeim leikjum.
Real Madrid er á mikilli sigl-
ingu en liðið vann sjötta deild-
arleik sinn í röð þegar það lagði
Alave, 3:0. Guti, Robinho og Cic-
inho gerðu mörk Madridarliðs-
ins. Valencia er í öðru sæti, sex
stigum á eftir Barcelona, eftir
sigur á Real Sociedad í gær-
kvöldi, 2:1. Mario Reguiero var
hetja Valenciumanna en Úrú-
gvæinn skoraði bæði mörk sinna
manna eftir að Daninn Skoubo
náði forystunni fyrir Soceidad
eftir aðeins 12 sekúndna leik.
ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke varð af
miklum fjármunum í gær þegar lið-
ið tapaði fyrir Birmingham, 1:0, á
heimavelli í 16 liða úrslitum ensku
bikarkeppninnar. Finnski fram-
herjinn Mikael Forsell skoraði sig-
urmarkið á 47. mínútu og tryggði
þar með Birmingham sæti í 8 liða
úrslitunum í fyrsta sinn í 22 ár.
Stoke fékk mörg góð marktæki-
færi í leiknum en tókst að finna leið
framhjá Mike Taylor, markverði
Birmingham, sem varði eins og
berserkur. Hannes Þ. Sigurðsson
lék síðustu 20 mínúturnar fyrir
Stoke sem hefur gengið illa eftir
áramótin en liðið er í 16. sæti í 1.
deildinni.
,,Þessi leikur var alveg eins og
við reiknuðum með. Við þurftum
svo sannarlega að berjast til síð-
asta manns enda veitti Stoke okkur
mjög harða keppni. Þetta var ekki
beint fögur knattspyrna sem við
sýndum en mínir menn börðust
hetjulega og uppskáru sigur sem
er ég ánægður með,“ sagði Steve
Bruce, knattspyrnustjóri Birm-
ingham.
Preston, sem hafði spilað 25
leiki í röð án taps, varð loks að játa
sig sigrað en liðið beið lægri hlut á
heimavelli fyrir Middlesbrough,
2:0. Nígeríumaðurinn Yakubu
skoraði bæði mörk „Boro“ sem er á
góðu skriði þessa dagana.
Taylor bjargvættur
Birmingham gegn Stoke
ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren
á erfitt uppdráttar þessa dag-
ana. Þjálfari liðsins, Aine
Antheunis, er í veikindafríi, og
liðinu gengur illa. Lokeren
tapaði á laugardagskvöldið
fyrir Sint-Truiden, 2:1. Rúnar
Kristinsson skoraði mark
Lokeren á 18. mínútu. Sint-
Truiden jafnaði úr vítaspyrnu
tíu mínútum síðar og stund-
arfjórðungi fyrir leikslok
tryggðu gestirnir sér sigur.
Rúnar var besti maður
Lokeren í leiknum, Davíð Þór
Viðarsson sat á bekknum allan
tímann en Arnar Grétarsson
er frá vegna meiðsla.
Indriði Sigurðsson var með
betri mönnum Genk sem mátti
þola 1:0 tap fyrir Zulte.
Rúnar
skoraði
Undir lok leiksins fótbotnaði AlanSmith, miðjumaður Manchest-
er United, mjög illa og var hugur
manna hjá Smith eftir leikinn.
,,Við áttum sigurinn skilinn. Við
skoruðum markið sem réð úrslitum
og sköpuðum okkur nokkur færi en
það gerði Manchester United ekki.
Við fengum ótrúlega mikinn stuðn-
ing frá okkar stuðningsmönnum og
það hjálpaði okkur mjög mikið í
leiknum.Við erum allir mjög leiðir
yfir því sem kom fyrir Smith og við
finnum mikið til með honum,“ sagði
Rafael Benitz, knattspyrnustjóri
Liverpool, eftir leikinn.
,,Þetta er mikilvægasta markið
sem ég hef skorað á ferlinum og að
gera það á heimavelli á móti Man-
chester United í bikarkeppninni
gerist ekki betra. Við vorum í sárum
þegar við fengum á okkur mark
undir lok leiksins á móti Manchester
United á Old Trafford í deildinni og
það kom ekki annað til greina en að
bæta fyrir það,“ sagði Crouch eftir
leikinn.
,,Það er mjög slæmt fyrir okkur
að missa Smith og það var hræðilegt
að sjá þessi meiðsli hans. Ég get
ekki sagt að leikur Liverpool hafi
heillað mig en við gerðum bara ein-
faldlega ekki nóg til eð eiga mögu-
leika á sigri. Eftir að Liverpool
skoraði lagðist liðið enn aftar á völl-
inn og við náðum því miður ekki að
finna smugur á vörn þeirra. Það var
áfall fyrir okkur að Rio Ferdinand
gat ekki spilað og því miður féllu
hlutirnir ekki fyrir okkur að þessu
sinni. Við réðum algjörlega ferðinni í
seinni hálfleik þó án þess að ná veru-
lega að skapa hættu fyrir framan
mark Liverpool,“ sagði Sir Alex
Ferguson, stjóri United.
Hermann Hreiðarsson var í liði
Charlton gegn gömlu félögunum í
Brentford. Charlton lagði 2. deild-
arliðið sannfærandi, 3:1, með mörk-
um frá Darren Bent, Jay Bothroyd
og Bryan Hughes.
,,Ég var ánægður með leik minna
manna. Við vissum að Brentford er
gott lið og því var mikilvægt að
mæta til leiks með rétt hugarfar.
Það var gott að ná marki á þá í upp-
hafi leiks og ég fann að markið létti
mjög pressunni af mínum mönnum,“
sagði Alan Curbishley, knattspyrnu-
stjóri Charlton.
Kieron Dyer tryggði Newcastle
farseðilinn í 8 liða úrslit keppninnar
þegar hann skoraði eina markið í
viðureign Newcastle og Southamp-
ton á St. James Park. Fyrstu deildar
liðið veitti Newcastle harða keppni
en Newcastle hefur nú unnið alla
þrjá leiki sína frá því Glenn Roeder
tók við stjórn liðsins af Graeme
Souness.
,,Við þurftum að hafa mikið fyrir
þessum sigri og verð að hrósa þessu
unga liði Southampton. Við hefðum
alveg getað lent undir og það var
mjög ánægjulegt að ná að skora
markið sem tryggði okkur áfram,“
sagði Dyer.
Bolton og West Ham gerðu
markalaust jafntefli á Reebock vell-
inum í Bolton og liðin mætast aftur
á heimavelli West Ham, Upton
Park. Bæði lið fengu fín færi en leik-
menn liðanna voru ekki á skotskón-
um. Reyndar skoraði Grikkinn Stel-
ios mark fyrir Bolton sem dæmt var
af vegna rangstöðu sem reyndist
rangur dómur. ,,Okkur tókst ekki að
vinna vegna þess að menn fóru illa
með færin sín. Við gerðum okkur
erfitt fyrir því við eigum fyrir hönd-
um strembinn útileik á móti West
Ham,“ sagði Sam Allardyce, stjóri
Bolton.
AP
Peter Crouch fagnar marki sínu ásamt samherjum sínum hjá Liverpool en markið reyndist vera
sigurmark leiksins og það sem fleytti Liverpool áfram í 8 liða úrslit ensku bikarkeppninnar.
Crouch var hetja
Liverpool á Anfield
LIVERPOOL vann langþráðan
sigur á Manchester United í
ensku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu á laugardaginn. Liver-
pool hafði betur, 1:0, með
skallamarki frá hinum hávaxna
Peter Crouch. Þetta var fyrsti
sigur Liverpool á United í bik-
arkeppninni í 85 ár og ríkti mik-
ill fögnuður á Anfield þegar
Howard Webb dómari flautaði til
leiksloka. Sigur Liverpool var
sanngjarn en vörn liðsins gaf fá
færi á sér og áttu liðsmenn
United afar erfitt með að finna
glufur á vörn heimamanna.
Ronaldinho
kom Börs-
ungum á
sigurbraut
EIÐUR Smári Guðjohnsen fylgd-
ist með félögum sínum í liði
Chelsea úr áhorfendastúkunni á
Stamford Bridge þegar Englands-
meistararnir lögðu 2. deildarlið
Colchester, 3:1, í 16 liða úrslitum
bikarkeppninnar í gær.
Eiður var hvíldur og fyrirliðinn
John Terry tók út leikbann svo
þeir ættu að verða ferskir þegar
Chelsea tekur á móti Barcelona í
Meistaradeildinni á miðvikudags-
kvöldið.
Fyrir leikinn var rætt um við-
ureign Davíðs gegn Golíats og
óhætt er að segja að smáliðið hafi
komið stórliðinu til að skjálfa því
það tók Chelsea 79 mínútur að ná
forystunni í leiknum. Ricardo
Carvalho varð fyrir því óláni að
skora sjálfsmark á 28. mínútu en
rétt áður hafi boltinn smollið í
markstöng Chelsea-marksins.
Paulo Ferreira jafnaði metin níu
mínútum síðar og á síðustu 10
mínútum leiksins bætti Joe Cole
við tveimur mörkum.
,,Við vissum vel að það yrði á
brattann að sækja en við vorum
svo sannarlega í draumaheimi
þegar við náðum forystunni. Það
var svekkjandi að fá á sig jöfn-
unarmarkið og það drap svolítið í
okkur en við náðum verðskuldað
forystunni í leiknum. Við bárum
virðingu fyrir Chelsea sem hefur
nokkra af bestu leikmönnum í
heimi í sínu liði en við hræddumst
þá ekki neitt,“ sagði Wayne
Brown, hinn trausti varnarmaður
Colchester, eftir leikinn.
,,Lið Colchester á hrós skilið
fyrir frammistöðuna. Liðið spilaði
fyrri hálfleikinn virkilega vel og
við vorum kannski bara heppnir
að vera ekki undir í hálfleik. Fólk
reiknaði með því að við myndum
vinna stórsigur en liðin í neðri
deildunum eru sífellt að verða
sterkari og sum þeirra myndu vel
sóma sér í hvað deild í heimi sem
er,“ sagði Joe Cole, bjargvættur
Chelsea, en hann og Frank Lamp-
ard voru sendir á vettvang í
seinni hálfleik og tókst þeim að
glæða lífi í leik sinna manna til
muna.
Chelsea lengi að brjóta
Colchester niður