Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁLVERÐ STÓRHÆKKAR Álverð hefur stórhækkað á málm- markaði í London undanfarna mán- uði og var í tæpum 2400 Bandaríkja- dölum tonnið í gær eftir að hafa farið hæst vel yfir 2600 dali tonnið í byrjun þessa mánaðar, en þessi verð eru þau hæstu sem sést hafa á þess- um markaði í meira en hálfan annan áratug. Byggðastofnun tapar Tap Byggðastofnunar á síðasta ári nam rúmum 270 milljónum króna, sem er rúmum eitt hundrað milljónum króna minna tap en árið 2004 þegar tapið nam 385 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall hefur farið lækkandi og nam um áramót 8,2%, en áskilið er í lögum að eigið fé lána- stofnana megi ekki vera lægra en 8%. Jákvætt skref á Sri Lanka Fulltrúar stríðandi fylkinga á Sri Lanka hafa orðið ásáttir um að end- urnýja vopnahlé í landinu og halda áfram viðræðum sínum um frið. Sameiginleg yfirlýsing deilenda að loknum tveggja daga fundi í Sviss þykir jákvætt skref, en óttast hefur verið að friðarferlið á Sri Lanka væri um það bil að fara endanlega út um þúfur. Tuttugu féllu í Írak Meira en tuttugu manns týndu lífi í þremur árásum í Írak í gær sem þýðir að a.m.k. 150 hafa beðið bana í ofbeldi í landinu í vikunni, þ.e. eftir að hvelfing eins helsta helgidóms sjía-múslíma, í borginni Samarra, var eyðilögð í sprengingu. Út- göngubann var í gildi í Bagdad á föstudag og virtist það hafa dugað til að slá á ofbeldið; í gær fór hins vegar allt í sama farið, sem fyrr seg- ir. Mokafli á l ínu Mokafli er þessa dagana hjá smá- bátum sem róa frá Sandgerði, en aflinn fæst fyrst og fremst á línu. Margir bátar hafa verið að koma með fullfermi í land. Töluverð lönd- unarbið er þó fimm kranar séu not- aðir til löndunar við höfnina í Sand- gerði. Museveni sigraði í Úganda Yoweri Museveni verður áfram forseti Úganda en forsetakosningar fóru fram í landinu sl. fimmtudag. Museveni, sem hefur verið forseti í Úganda í tuttugu ár, fékk ríflega 60% atkvæða en helsti keppinautur hans, Kizza Besigye, fékk 36%. Stuðningsmenn Besigye segja kosn- ingasvindl hafa einkennt fram- kvæmd kosninganna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 58/61 Fréttaskýring 8 Myndasögur 66 Svipmynd 28 Dagbók 66/71 Sjónspegill 34 Víkverji 66 Forystugrein 40 Velvakandi 67 Reykjavíkurbréf 41 Staður og stund 69 Menning 442/43 Leikhús 70 Brids 44 Bíó 74/77 Umræðan 45/57 Sjónvarp 78 Bréf 57 Staksteinar 79 Hugvekja 58 Veður 79 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÁBYRGÐ á útgáfu almennra vega- bréfa færist frá Útlendingastofnun til Þjóðskrár og dómsmálaráðherra getur ákveðið að fingraför umsækj- anda skuli skönnuð og varðveitt í vegabréfinu, samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vegabréf, sem kynnt hefur verið í ríkisstjórninni. Þá verður sam- kvæmt frumvarpinu stafræn mynd af umsækjanda varðveitt í vegabréf- inu og heimild til útgáfu vegabréfs til barns á grundvelli umsóknar frá öðru tveggja forsjárforeldra þrengd frá því sem nú er. Þá verður gild- istími almenns vegabréfs almennt fimm ár frá útgáfudegi en heimilt er að lengja þennan tíma. Þjóðskrá skal halda skrá, skilríkjaskrá, um öll útgefin vegabréf og önnur skilríki sem Þjóðskrá er falið að annast út- gáfu á. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru í frum- varpinu lagðar til nauðsynlegar breytingar vegna alþjóðlegra krafna um rafræn lífkenni í vegabréf. Notk- un rafrænna lífkenna í vegabréfum sé einkum ætlað að auka nákvæmni auðkenningar og þar með öryggi og skilvirkni í landamæraeftirliti. Bandaríkin hafi sett fram þær kröfur að ríki sem vilja halda stöðu sinni í Visa Waiwer Program, þ.e. að borgarar þeirra geti ferðast til Bandaríkjanna án áritunar, gefi út vegabréf með örflögu sem í séu stöðluð rafræn lífkenni eftir 26. október 2006. Eftir þann dag geti Íslendingar ekki ferðast til Banda- ríkjanna án vegabréfsáritunar nema þeir hafi vegabréf með tölvulesan- legum lífkennum. Samkvæmt reglugerð frá 2004, skulu aðildarríki Evrópusambands- ins hefja útgáfu nýrra vegabréfa með örflögu sem bera lífkennaupp- lýsingar eigi síðar en 28. ágúst 2006. Reglugerðin er bindandi fyrir Ís- land og Noreg vegna Schengen- samstarfsins. Þjóðskrá mun taka við útgáfu allra vegabréfa KJARAVIÐRÆÐUM sjúkra- húss- og heilsusgæslulækna og ríkisins var á dögunum vísað til ríkissáttasemjara, en kjara- samningar læknanna hafa verið lausir frá áramótum, að sögn Sigurðar E. Sigurðssonar, for- manns samninganefndar Læknafélags Íslands. Sigurður segir að samningaviðræðurnar hafi gengið eðlilega fyrir sig. Fulltrúar lækna og samninga- nefnd ríkisins hafi tekið ákvörð- un um það í sameiningu að vísa málum til ríkissáttasemjara og sú ákvörðun hafi ekki verið tekin vegna ósættis milli viðsemjenda. Spurður um kröfugerð lækna segir Sigurður að hann vilji ekki ræða hana ítarlega að svo komnu máli. Kröfurnar taki mið af því sem aðrir hópar í sam- félaginu hafi náð fram í kjara- samningum. Sigurður segist ekki geta sagt til um hvenær samningaviðræð- unum ljúki. „Báðir aðilar eru sammála um að það væri æski- legt að reyna að ljúka þessu sem fyrst, en þetta verður að taka þann tíma sem þarf,“ segir Sig- urður og bætir við að eins og er séu menn vongóðir um fram- haldið. Kjaraviðræðum lækna vísað til sáttasemjara ENN einum leitarleiðangrinum að Goðafossi, sem sökkt var undan Garðskaga í seinni heimsstyrjöld- inni, var hleypt af stokkunum í gær. Þar voru á ferð skipverjar af sjó- mælingabátnum Baldri sem freista þess að finna flak hins stóra milli- landaskips. Goðafossi var grandað af þýskum kafbáti um hádegisbil 10. nóvember 1944, þegar skipið átti aðeins eftir um tveggja klukkustunda siglingu til Reykjavíkur. Um borð voru 43 skip- verjar og farþegar auk 20 Breta sem nýbúið var að bjarga af brennandi olíuskipi. Rúmlega 40 manns fórust í árásinni. Áhöfnin á Baldri hefur reynt að fara út að flakinu áður í vetur en þær tilraunir hafa runnið út í sandinn vegna brælu. Í gær var sléttur sjór og hægur vindur og því voru skip- verjarnir fjórir bjartsýnir. Með þeim eru fjórir farþegar og því sjö manns um borð. Að sögn Sigurðar Ásgrímssonar leiðangursstjóra telur hann áhöfnina hafa betri upplýsingar um staðsetn- ingu Goðafoss en áður. Mikið er um skipsflök á þessum stað og þarf að fá staðfest hvort flakið af Goðafossi er hið rétta. Búist var við 12–20 tíma leiðangri. Enn leitað að flaki Goðafoss Morgunblaðið/Árni Sæberg Ágúst Magnússon, skipstjóri á Baldri, ásamt Gunnari Alfonssyni stýrimanni og Benedikt Svavarssyni vélstjóra. ÁRS- og vetrargildi svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs eru með lægra móti nú, miðað við það sem verið hefur frá því að mælingar hófust í Reykjavík árið 1990, og var gildi loftmengandi efna tölu- vert lægra í fyrra en árið 1995. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrir árið 2005, sem Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá Mengun- arvörnum Umhverfissviðs er að vinna að. Í frétt á vef umhverfissviðs segir að niðurstaðan komi eflaust mörgum á óvart, enda myndist um 75% svifryks vegna uppspænds malbiks og sóts í umferðinni og bílaflotinn í Reykjavík hafi vaxið á undanförn- um árum. Haft er eftir Lúðvík Gústafssyni deildarstjóra mengunarvarna, að flókið samspil nokkurra þátta sé líkleg skýring á þessu. Þessir þættir séu vaxandi úrkoma, sem dregur úr svifryki, hækkandi hita- stig og vindhraði. Auk þess megi nefna minni hraða á bifreiðum í borginni og betri mengunarbúnað í þeim. „Aftur á móti hefur bílafloti Reykvíkinga þróast á þann veg að stærri og aflmeiri fólksbifreiðar eru nú á götum borgarinnar í meira mæli en áður og vegur það á móti því sem vinnst með betri mengunarvörnum,“ segir á vef um- hverfissviðs. Svifryk þrisvar sinnum yfir heilsuverndarmörk í febrúar Á vefnum kemur einnig fram að svifryk hefur þrisvar sinnum farið vel yfir sólarhrings-heilsuverndar- mörk í febrúar í ár. Hefur þetta gerst í stillum og á þurrum dögum en einnig hefur vindasamur dagur þyrlað upp ryki sem hefur safnast saman eða borist hingað frá nátt- úrulegum uppsprettum. Í mars í fyrra fór svifryk í níu skipti yfir heilsuverndarmörk. Alls fór svifryk í 21 skipti yfir sólar- hrings-heilsuverndarmörk á árinu 2005 og í 29 skipti árið 2004. Köfn- unarefnisdíoxíð fór aldrei yfir sól- arhrings-heilsuverndarmörkin 2005 en gerði það hinsvegar sjö sinnum árið 2004. Það er hámark þeirrar tíðni sem æskileg er talin. Mengun í borginni með minna móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.