Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ A llar tilnefningarnar og verðlaunin sem Capote hefur þegar hlotið er efni í heila grein en bæði myndin og leikur Phil- ips Seymour Hoffman í titilhlutverk- inu kemur við sögu allra eftirsóttustu kvikmyndaverðlaunanna í ár og er að finna á listum flestra virtustu gagn- rýnenda um heimsbyggðina yfir tíu bestu myndirnar. Meðal verðlauna sem myndin hefur þegar hlotið ber hæst BAFTA og Golden Globe verð- laun Hoffmans fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Hoffman var einnig verðlaunaður af samtökum gagnrýn- enda í Boston, ásamt handritshöfund- inum Dan Futterman og Catherine Keener fyrir bestan leik í aukahlut- verki sem rithöfundurinn Harper Lee, sem var hægri hönd Capotes við gerð In Cold Blood. Hoffman hirti verðlaun gagnrýnenda í Dallas-Fort Worth, Vancouver og Chicago, þar sem leikstjórinn Bennett Miller fór einnig með sigur af hólmi. Hoffman, Keener og Futterman stóðu uppi sem verðlaunahafar Samtaka gagnrýn- enda í Los Angeles, Bennett voru veitt verðlaun Samtaka gagnrýnenda í New York fyrir bestu frumraun árs- ins og þá vann Hoffman til verðlauna National Board of Review og enn frekar Screen Actor Guild, sem gefur til kynna að hann á góða möguleika í keppninni um Óskarinn í ár. Fjöldamorðin í Kansas Capote spannar árin sex sem hug- ur skáldsins var meira og minna bundinn við viðfangsefnið, fjölda- morðin í Kansas, sem settu óhug að heimsbyggðinni. Það var í nóv- embermánuði 1959 að Truman Ca- pote (Hoffman) rak augun í frétt á baksíðu The New York Times. Tveir ógæfumenn, Terry Smith (Clifton Collins, Jr.) og Richard Hickock (Mark Pellegrino), fengu rangar upp- lýsingar um fjársjóð sem átti að vera í peningaskáp á heimili Herberts og Bonnie Clutters, kunnra dugnaðar- forka í landbúnaðarhéraðinu Hol- combe í Kansas. Þegar til kom reynd- ust verðmætin, sem hjónin höfðu undir höndum, örfáir tugir dala. Engu að síður drápu tvímenningarnir hjónin og börn þeirra tvö á tánings- aldri með köldu blóði. Eitthvað við fréttaklausuna vakti óskipta athygli skáldsins, sem þá var orðinn þekktur metsöluhöfundur (Breakfast at Tiff- any’s), og í fremstu röð „fræga fólks- ins“. Capote kveikir áhuga tímaritsins The New Yorker á málinu, það kaup- ir hugmyndina og ræður hann til að skrifa grein af vettvangi. Hann vill kanna viðbrögð samfélagsins syðra og finna áhrifin sem morðin hafa á trúaða íbúa sléttunnar. Capote heldur til Kansas ásamt hjálparhellu sinni, Harper Lee (Cat- herine Keener), og bernskuvini frá Alabama. (Lee hlaut fáeinum mán- uðum síðar Pulitzerverðlaunin fyrir fyrstu bók sína, To Kill a Mock- ingbird og varð í framhaldi af því leyndardómsfyllsti einnar bókar höf- undur Bandaríkjanna, ásamt J.D. Salinger.) Þrátt fyrir litríkt orðspor, barns- lega rödd og frjálslegan klæðaburð, er Capote fljótur að ávinna sér traust íbúanna, ekki síst rannsóknarlög- reglustjórans Alvins Dewey (Chris Cooper) og konu hans. Dewey hefur fljótlega hendur í hári morðingjanna, þeir eru fluttir til Kansas, þar sem réttarhöldin fara fram og þeir að lok- um, fimm árum síðar, dæmdir til dauða. Á þeim tíma kynnist Capote morð- ingjunum og fyrr en varir fær hann staðfestingu á gruni sínum að hér sé ekki aðeins efni í tímaritsgrein, held- ur nýja gerð skáldsögu. Morðingjarnir eru hengdir 1965, að Capote viðstöddum og hefur atburð- urinn geysileg áhrif á hann, In Cold Blood verður síðasta langa verkið hans. Bókin Með In Cold Blood, bjó Truman Capote til nýtt bókmenntaform, sem hann kallaði „Non-Fiction novel“. Markmið hans var að flétta saman skáldsagnatækninni – listrænni sköp- un og auga rithöfundarins fyrir veiga- miklum smáatriðum, við heimildar- vinnu sagnfræðinnar. Hann vildi sanna að sönn frásögn gæti verið engu síður grípandi lesning en spennusaga. Glæsilegur árangurinn blasir við á fyrstu síðum bókarinnar, þegar höfundurinn flytur lesandann í örfáum orðum á slétturnar miklu í vesturhluta Kansas: „Landslagið er marflatt og útsýnið ógnarlega víð- femt. Hestar, nautgripahjarðir, hvítar þyrpingar kornturna rísa í tign grískra hofa, löngu áður en ferða- langurinn kemur að þeim.“ Á þriðju blaðsíðu, þegar fjögur hagla- byssuskot rjúfa næturkyrrð víðátt- unnar, er hugur lesandans fangaður. „Fullkomnasti höfundur samtíð- arinnar,“ sagði Norman Mailer um Capote og In Cold Blood sannar að Mailer var ekki að ýkja. Það er einnig erfitt að gera of mik- ið úr þeim áhrifum sem In Cold Blood hafði á aðra rithöfunda. Fram til þess tíma er bókin kom út, töldu flestir umtalsverðir höfundar skyldu sína að feta í fótspor Fitzgeralds, Hem- ingways og Faulkners, og skrifa skáldverk. Skáldskapur sem flokk- aðist ekki undir fagurbókmenntir, töldu þeir að ætti best heima í hönd- um sagnfræðinga, blaðamanna og annarra slíkra. Capote opnaði nýjar leiðir, á komandi áratugum leituðu margir af fremstu pennum Banda- ríkjanna í síauknum mæli að umfjöll- unarefni í hörðum heimi raunveru- leikans. Capote gefur innsýn í tíma þegar rithöfundar voru baðaðir ámóta frægðarljóma og poppstjörnur sam- tímans. Bækur voru mun meira lesn- ar þá en nú og skiptu meira máli. Aukinheldur fæddist Capote með ómælda hæfileika til að stela senunni á réttum stað og stund, og greiddi götu dægurstjarnanna sem slíkt stunda í dag. Frægð hans spannaði allar greinar, frá hámenningu til lág- menningar, frá menningarvitum til þotuliðsins. Nafn hans var sífellt í fjölmiðlunum, sjónvarpi, tímaritum og dagblöðum. Hann var virtur og dáður í öllum stéttum þjóðfélagsins. Innan sömu stétta var einnig að finna fjölda einstaklinga sem þoldu hann ekki; Vegna raddarinnar, orðheppn- innar, sem gat verið hvöss og vel- gengninnar, en eins leið hann fyrir fordóma gegn samkynhneigð. 1967, eða ári eftir að bókin kom út, var leikstjórinn Richard Brooks mættur á söguslóðir að kvikmynda verkið. Brooks reyndi eftir megni að forðast dæmigerða Hollywood- glansmyndagerð og tók sína mynd í svart/hvítu (líkt og Clooney með Good Night and Good Luck) og not- aði óþekkta leikara í hlutverk morð- ingjanna Perry Smith (Robert Blake) og Dick Hickock (Scott Wilson). Hann réð hins vegar John Forsythe, þekktan kvikmynda- og sjónvarps- leikara, til að fara með hlutverk Deweys, rannsóknarlögreglustjóra. Myndin var tekin í húsi fjölskyld- unnar og á öðrum söguslóðum og fékk Brooks m.a. böðulinn til að taka þátt í kvikmyndinni. Truman Capote mætti í Holcomb á meðan á tökum stóð og dró að sér slíka athygli al- mennings og umfjöllun í fjölmiðlum að Brooks bað hann að koma sér sem lengst í burtu. Capote hlýddi, eftir að hann fékk mynd af sér ásamt Blake og Wilson á forsíðu Life tímaritsins. Kvikmyndin var frumsýnd síðla árs 1967 og hlaut góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og bíógestum, var m.a. tilnefnd til nokkurra Óskars- verðlauna. Bókin var kvikmynduð fyrir sjónvarp árið 1996, af Jonathan Kaplan (The Accused). Hún er að mörgu leyti athyglisverð, vel leikin af Eric Roberts og Anthony Edwards í hlutverkum morðingjanna og Sam Neill leikur Dewey. Höfundurinn Truman Streckfus Persons fæddist í New Orleans árið 1924. Faðir hans, Arch Persons, var smákrimmi, móð- irin, Lillie Mae Faulk Persons, sem þótti forkunnarfögur, var úr smá- bænum Monroeville í Alabama. Lillie Mae varð fyrir vonbrigðum með Arch og fór fljótlega að leggja lag sitt við aðra karla og hjónabandið endaði með skilnaði. 1930. Þegar Truman nálgaðist sex ára aldurinn var hann sendur til ætt- ingja í Monroeville. Þar tengdist drengurinn Sook, frænku sinni sem gekk honum í móður stað, sterk- ustum böndum. Stelpa í næsta húsi, Harper Lee að nafni, varð besti vinur hans. Í bók sinni, To Kill a Mock- ingbird, notar hún Truman sem fyr- irmynd sögupersónunnar Dill. Lillie Mae flutti til New York 1931, breytti nafninu í Nina og giftist Jo- seph Capote, kúbanskættuðum kaup- sýslumanni. Hún fékk Truman til sín frá Monroeville og ættleiddi Joseph hann árið 1935. Fjölskyldan fluttist um sinn í auðmannahverfi í Connecti- cut en flutti aftur til New York 1942, og settist að meðal efnamanna við Park Avenue. Truman var bráð- skarpur en stundaði ekki lang- skólanám, fór þess í stað í vinnu sem snattstrákur hjá því virta tímariti, The New Yorker. Þó hann væri neð- arlega í metorðastiganum á tímarit- inu er hans minnst sem glæsilegs fyr- irbrigðis, litríks fiðrildis sem flögraði um stofur og ganga. Þrátt fyrir að samkynhneigð þýddi nánast útskúfun úr samfélaginu í Bandaríkjum þessa tíma, var Truman hvergi banginn en glaðbeittur og fjallbrattur hommi. Truman var búinn að vera sískrif- andi smásögur frá unga aldri og von- aði að starfið hjá The New Yorker mundi hjálpa sér eitthvað áleiðis, en svo varð ekki. Móttökurnar voru betri hjá kvennablöðunum Mademoiselle og Harper’s Bazaar, sem birtu fyrstu smásögur höfund- arins á prenti. Hann komst síðan á samning hjá Random House, sem gaf út Other Voices, Other Rooms, frum- raun hans á skáldsagnasviðinu. Á þessum tíma var Truman í nánu sambandi við Newton Arvin, prófess- or í bókmenntum við Smith College í Massachusetts. Hann var tuttugu og fjórum árum eldri en Truman, tígu- legur höfundur sem varð manna fyrstur til að vinna The National Book Award fyrir aðrar ritsmíðar en fagurbókmenntir, en verkið var ævi- saga Hermans Melville. Truman sagði síðar að Arvin hefði verið sér bæði Yale og Harvard. Other Voices, Other Rooms, sem kom út 1948, skipaði Truman á stall með efnilegustu höfundum eftir- stríðsáranna. Bókin seldist „temmi- lega“ en fékk því betri viðtökur gagn- rýnenda. Haustið 1948, eftir sumarlanga dvöl í Evrópu, kynntist Truman rithöfundinum Jack Dunphy, sem varð lífsförunautur hans til dauðadags. Þeir settust að í Taormina 1950, aldarfjórðungi eftir að Halldór Laxness lauk þar við Vef- arann mikla frá Kasmír. Líkt og hjá nóbelsskáldinu okkar, fór andi Trum- ans á flug í Taormina, uppskeran var The Grass Harp (’51), önnur skáld- saga höfundarins og fékk góða dóma. Næsta, umtalsverða verkefni Trumans var kvikmyndahandritið Beat the Devil, sem hann vann með John Huston, leikstjóra myndar- innar. Truman tókst miklum mun betur upp við kvikmyndagerð The Turn of the Screw, eftir Henry James. Hún var filmuð undir nafninu The Innocents (1961) og er tímamóta- verk í sögu hryllingsmynda. Breakfast at Tiffany’s (1958), er næstþekktasta verk Trumans Capote og myndin sem gerð var eftir bókinni naut feikilegra vinsælda með Audrey Hepburn í hlutverki kvenhetjunnar Holly Golightly. Í nóvember 1959 las Capote um Clutter-morðin, sem var upphafið að In Cold Blood (1966). Eftir að björn- inn var unninn og bókin komin út eft- ir sex ára strit og raunir, hélt Capote eitt sögulegasta samkvæmi sem um getur, Svart/hvíta dansleikinn á Plaza-hótelinu í New York. Boðs- gestir voru um 500, allir úr fremstu röð fagra og fræga fólksins. Það hófst að kvöldi 28. nóvember 1966, og stóð fram að morgunverðartíma daginn eftir. Á meðan Capote vann að In Cold Blood, jók hann drykkju og lyfja- neyslu og fór að missa fótanna. Hann tilkynnti að næsta stórvirki yrði skáldsagan Answered Prayers, og umfang hennar jafnaðist á við verk Prousts. Annað kom í ljós þegar fyrsti kafli bókarinnar birtist í tíma- ritinu Esquire árið 1975. Fjöldi vina hans fylltust reiði þegar þeir sáu sig illa dulbúna á síðum bókarkaflans og neituðu að umgangast hann eða fyr- irgefa. Capote hlaut fyrir bragðið við- urnefnið Litla hryðjuverkið – „The Tiny Terror“ hann varð hornreka í þjóðfélaginu og leið hans niður á við varð óstöðvandi. Þrátt fyrir sukkið, þunglyndi og fé- lagsleg áföll var Capote ekki af baki dottinn. Árið 1980 kom út bókin Mu- sic for Chameleons, smásagnasafn sem hver rithöfundur gæti verið stoltur af. In Cold Blood færði Truman Ca- pote gífurlega frægð, fé og virðingu. Á hinn bóginn markaði hún einnig upphafið á niðursveiflu höfundarins, hún var síðasta langa sagan hans en Capote lést 1984, tæplega sextugur að aldri, af ofnotkun áfengis og eitur- lyfja. Enn og aftur eru það verk úr röðum „litlu myndanna“, sem standa upp úr þegar kvikmyndaárið 2005 er gert upp. Má t.d. nefna að af þeim fimm sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem „besta mynd ársins“, koma fjórar úr hópi ódýrra mynda úr óháða geiranum. Ein þeirra er Capote, Sæbjörn Valdimarsson komst að því að myndin, sem frumsýnd verður nú um helgina, fjallar um afmarkað en þýðingarmikið tímabil í lífi skáldsins. Árin sem hann varði í að rannsaka baksvið og aðalpersónur metsölubókarinnar og tímamótaverksins In Cold Blood – Með köldu blóði. Capote og Kansasmorðin Capote gefur innsýn í tíma þegar rithöfundar voru baðaðir ámóta frægðarljóma og poppstjörnur samtímans. Capote heldur til Kansas ásamt hjálparhellu sinni, Harper Lee (Catherine Kee- ner) og þrátt fyrir litríkt orðspor er Capote fljótur að ávinna sér traust rann- sóknarlögreglustjórans Alvins Dewey (Chris Cooper). saebjorn@heimsnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.