Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 27 2006 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is Ó sk að ef tir til ne fn in gu m Hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs HvatningarverðlaunVísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma með tilnefningar til verðlaunanna.Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum.Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd og eiga eftirtaldir einstaklingar sæti í henni: Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, Svanhildur Óskarsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar, SteinunnThorlacius, sérfræðingur hjá Urði Verðandi Skuld, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15.mars 2006. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is. P R [p je e rr ] gagnrýnendur hafa líkt Match Point við eldri og sígildar bandarískar glæpamyndir á borð við A Place in the Sun eftir George Stevens frá 1951 og An American Tagedy eftir Josef von Sternberg frá 1931. Eink- um þykir Scarlett Johansson minna sláandi mikið á Shelley Winters í A Place in the Sun. Er hugsanlegt að myndin sé óður til þessara mynda? „Nei. Ég hef að sjálfsögðu séð þessar myndir og þær hafa eflaust haft einhver áhrif á mig enda áhrifa- ríkar myndir. En ég hafði þær aldrei í huga þegar ég skrifaði fléttuna.“ Johansson segist hafa séð A Place in the Sun og líti á það sem mikið hól að sér skuli líkt við Winters. London Tökustaður Match Point, Lundún- ir, hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að þar á Woody Allen í hlut, sá sem ekki hefur hingað til vilj- að vinna annars staðar en í New York. Hefur þetta vakið ýmsar spurningar, eins og t.d. hvers vegna hann hafi kosið núna fyrst að söðla um og hvort hið breytta vinnuum- hverfi hafi breytt honum sjálfum sem listamanni og hvernig hann vinnur myndir sínar. „Sagan hefði getað átt sér sögu- svið í hvaða stórborg sem er; New York, París eða London. Ég gerði myndina í London einfaldlega vegna þess að það hentaði mjög vel, ekki bara fyrir söguna heldur stóðu mér þar til boða kjörvinnuaðstæður. Bak- hjarlar myndarinnar eru breskir og þeir reyndust mér einstaklega vel, voru örlátir og sýndu mér fyllsta traust, gáfu mér færi á að gera kvik- myndina án þess að skipta sér af með nokkrum hætti. Sem orðið er býsna sjaldgæft í kvikmyndaheiminum í dag skal ég segja ykkur, tala nú ekki um í Hollywood. Síðan hljómar enska mállýskan svo afskaplega vel í eyrum okkar Kana að ég stóðst ekki mátið að nota breska leikara – fyrir utan þá staðreynd að ég þurfti að gera það samkvæmt breskum lögum, sem segja að myndir sem gerðar eru með opinberum styrkjum verði víst að skarta að meirihluta heimaöldum listamönnum. Ekki spillti svo fyrir hvurslags fagmenn þar reyndust vera. Það rann upp fyrir okkur þegar við vorum að klippa myndina í New York að hver einasti leikari, niður í smæstu hlutverk, skilaði flekklausu verki. Jafnvel þeir sem áttu tvö orð í myndinni hljómuðu dásamlega í okk- ar Kanaeyrum. Ég var því himinlif- andi yfir útkomunni. Þetta reyndust vera hinar ákjósanlegustu aðstæður; umvafinn breskum fagmönnum, allt frá húsvörðum og sendlum upp í leik- ara og framleiðendur, og með Scar- lett í aðalhlutverki. Skothelt.“ En í ljósi þessara ummæla og þeirrar staðreyndar að hann vinnur nú að annarri mynd sinni í Lundún- um, getur virkilega verið að líkt og svo mörg önnur ástarsambönd Al- lens í gegnum tíðina sé hans langlíf- asta af þeim öllum, ástarsambandið við New York, nú einnig runnið út í sandinn og hér eftir muni hann gera myndir sínar í Lundúnum? „Það er satt að það reyndist mér svo vel að gera mynd í London að ég ákvað strax að gera aðra mynd þar en það þýðir þó ekki að ég sé fluttur þangað fyrir fullt og allt. Að sjálf- sögðu mun ég gera aðra mynd, og vonandi myndir, í New York. Þar á ég heima og þar líður mér best. En það kom mér bara svo mikið á óvart hversu gott var að vinna í London. Meira að segja veðrið þar hentar mér miklu betur. Hitinn og sólin í New York eiga til að fara óskaplega illa í mig. En í London var svalt. Og him- inninn grár. Sem er fullkomið fyrir mig.“ Hér bætir smásmugulegur bresk- ur blaðamaður inn í að ekki séu allir leikararnir í myndinni breskir; Rhys- Meyer sé t.a.m. írskur og tali líka þannig, þegar grannt er hlustað. „Veistu. Ég, og að ég held margir landar mínir, greini ekki muninn á ensku, írsku, áströlsku, skosku, velsku eða kanadísku. Þetta hljómar allt svo vel í okkar eyrum.“ Bréfpokar Það er orðin ísköld staðreynd að Woody Allen, eitthvert mikilvægasta kvikmyndaskáld Bandaríkjanna fyrr og síðar, nýtur ekki lengur nægilegs trausts í heimalandinu til að geta skapað listaverk sín þar óáreittur. Eins og kunnugt er tilheyrir hann þeim fámenna hópi kvikmyndagerð- armanna sem fer fram á að hafa fullt listrænt frelsi, að geta unnið að verk- um sínum óáreittur og án afskipta framleiðendanna. Sem er nokkuð sem bandarískir framleiðendur og fjárhagslegir bakhjarlar kvikmynda þar í landi geta ekki lengur sætt sig við, að sögn Allens, þeir treysti ekki listamönnum lengur fyrir fjármun- um sínum. „Þeir vilja skipta sér af ráðningu leikara, útliti myndarinnar, endinum og næstum öllu því sem á að teljast til verksviðs leikstjórans, höfundar listaverksins. Ég hef hins vegar aldr- ei unnið þannig og get það ekki. Ég vil ráða alfarið handritsskrifunum og leikaravalinu. Er svo gamaldags að ég vil fá afhenta peninga í brúnum bréfpoka og skila af mér fullkláraðri bíómynd tveimur mánuðum síðar. Ég get útvegað mér fjármagnið í Bandaríkjunum, en það hangir meira á spýtunni en ég sætti mig við. Sam- starfsmenn mínir í London uppfylltu allar þessar skrítnu kröfur sérvitr- ingsins frá Ameríku.“ Allen segist hafa farið svo sam- viskusamlega eftir reglunum um að ráða aðeins breskt starfsfólk að hann hafi í fyrstu haldið að hann þyrfti að láta breska leikkonu fara með hlut- verk bandarísku konunnar, sem Scarlett Johansson átti síðan eftir að leika. Fregnir bárust einmitt af því að Kate Winslet hefði tekið hlutverk- ið að sér en einhverra hluta vegna – sem Allen vildi greinilega ekki fara út í – vék Winslet fyrir Johansson. „Svo vildi til að Scarlett var á lausu þegar verið var að ráða í hlutverkin og mér til mikils láns var hún til í tuskið og reiðubúin að vinna fyrir þau smávægilegu laun sem við höfð- um svigrúm til að greiða. Kvik- myndagerðin mín er mjög lýðræðis- leg, enginn fær greitt neitt,“ gantast Allen. „Og enginn er stjarna, allir í stafrófsröð. Ég hafði séð hana í tveimur myndum og þótti hún hreint einstakleg þroskuð leikkona miðað við aldur. Síðan komst ég að því að hún hefur áhuga á að vinna með álf- um eins og mér, vegna þess að hún er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig brennandi áhuga á kvik- myndagerðinni sjálfri og lætur sig varða alla þætti hennar. Og vegna hennar og allra hinna sem ég var svo lánsamur að ná í held ég að myndin hafi komið býsna vel út. Ég er mjög gagnrýninn á myndir mínar og ég er bara ekki frá því að þessi sé með mín- um betri.“ Og gott ef þessi ameríski sérvitringur í London hefur ekki bara rétt fyrir sér. Meðferð En nú þegar Allen stendur á sjö- tugu, á að baki 35 myndir og gerir myndir reglulegar en flestir aðrir, er það enn ástríðan sem drífur hann áfram eða gamall vani? „Kvikmyndagerðin dreifir athygl- inni. Heldur mér við efnið. Ef ég geri ekki kvikmyndir fer allt í flækju og ég lendi í alls kyns glímum við vá- gesti sem eru sál minni óhollir; eins og þunglyndi, kvíða, ótta. Það er eins og á geðsjúkrahúsunum; á meðan sjúklingum er haldið uppteknum við að föndra eða vinna í höndunum eru þeir yfirvegaðir og í jafnvægi. Sama gildir um mig ef ég er stöðugt að; að skrifa, leika, leikstýra, klippa. Þetta er meðferð. Ef fólk kemur og hefur áhuga á að sjá útkomuna er ég himin- lifandi. Ef ekki, þá held ég samt áfram. Ég bara verð, andlegrar heilsu minnar vegna, og minna nán- ustu. Ég kann best við mig í skáld- heimum mínum. Um leið og ég þarf að snúa aftur til raunheima kem ég mér oftar en ekki í klípu sem ég fæ ekki við bjargað.“ skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.