Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 31
Aldahvörfum í Eyjum (útg. 1958). Árið 1912 voru gerðir út 58 vél- bátar, 4 til 12 rúmlestir að stærð. Ár- ið 1920 voru vélbátar í Vestmanna- eyjum 74, flestir minni en 12 rúmlestir. Árið 1930 voru vélbátarnir orðnir 97. Íbúatala Eyjanna óx einn- ig hröðum skrefum á þessum fyrstu árum vélbátanna. Ungt og þróttmik- ið dugnaðarfólk, flest sárfátækt, streymdi til Vestmannaeyja. Fólk kom af öllu Suðurlandi, flest úr nær- sveitum Rangárvallasýslu, Landeyj- um, Fljótshlíð, Eyjafjöllum, og úr Skaftafellssýslum, en einnig frá sjáv- arplássum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og frá Austfjörðum og Norðausturlandi. Íbúar í Vestmannaeyjum voru 607 talsins árið 1901 og árið 1906 um 650. Árið 1910 bjuggu þar rúmlega 1.300 manns; árið 1920 voru íbúar 2.426 manns og hafði íbúatalan því fjór- faldast á 20 árum. Árið 1930 bjuggu í Vestmannaeyjum um 3.400 manns og stóð íbúatalan nokkuð í stað næstu 20 árin en var 3.726 árið 1950. Upphafs vélbátaaldar minnst Þessara uppgangstíma og upphafs vélbátaaldar í Vestmannaeyjum er nú minnst með mjög merkilegri og fróðlegri sýningu sem haldin er á tveim stöðum í Vestmannaeyjum: Í Byggðasafni Vestmannaeyja með sýningu á bátavél frá fyrstu ára- tugum 20. aldar, fjölmörgum líkön- um og málverkum af bátum, dagbók- um og skjölum sem tengd eru þessum tíma, m.a. afladagbókum Þorsteins í Laufási. Önnur sýning er á veitingastaðnum Kaffi Kró sem Sigurmundur Einarsson og kona hans reka. Í Kaffi Kró sem er í einu af gömlu Tangahúsunum er sýning á fjölmörgum líkönum af Vestmanna- eyjabátum, sem Grímur Karlsson og Tryggvi Sigurðsson hafa smíðað, flest þeirra í eigu Sigtryggs Helga- sonar. Líkönin sýna vel þróun flotans en einnig er þar fjöldi ljósmynda af athafnalífinu í Eyjum á þessum tíma og vélbátur, Enok VE 123, sem sýnir vel bátalagið sem Ólafur Ástgeirsson í Litlabæ var þekktur fyrir. Einnig er þarna í gangi kvikmyndasýning um sjósókn og fiskvinnslu í Eyjum frá upphafi 20. aldar, sem Kristján Óskarsson hefur klippt í mjög skemmtilega og fræðandi sýningu. Við opnun sögusýningarinnar flutti Friðrik Ásmundsson fróðlegt erindi um upphaf vélbátaaldar í Vestmannaeyjum. Einar Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra flutti ávarp og rakti m.a. upphaf vélbátaútgerðar á Íslandi. Hann sagði að hinni merkilegu og þróttmiklu sögu atvinnuveganna og þá sérstaklega sjávarútvegsins hefði ekki verið gerð þau skil sem vert væri og þar með sýnt fram á hin miklu áhrif sem þróttmikill sjávar- útvegur hefði haft á stjórnmálasög- una og sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga. En einmitt um það leyti sem vélvæðing skipaflotans hefst, árið 1904, fá Íslendingar heimastjórn og framkvæmdavaldið flyst inn í landið. Með vélvæðingu bátaflotans hefst hin djarfa og mikla sókn bátaflotans á fjarlægari mið en áður var. Bergur Elías Ágústsson bæjar- stjóri opnaði síðan sýninguna en í máli hans kom fram að í samstarfi við Barnaskóla Vestmannaeyja og Framhaldsskólann í Vestmannaeyj- um verður börnum og unglingum þessara skóla kynnt sýningin og efnt verður til ritgerðasamkeppni. Að sýningunni standa, auk Byggðasafns Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar, Útvegs- bændafélag Vestmannaeyja, Viking Tours, Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Verðandi, og Vélstjórafélag Vestmannaeyja. Kristín Jóhannsdóttir, markaðs- fulltrúi Vestmannaeyjabæjar, sem stjórnaði samkomunni sagði að einn helsti hvatamaður að sögusýning- unni hefði verið Sigurmundur Ein- arsson, veitingamaður og ferðamála- frömuður í Kaffi Kró. Sýningin Upphaf vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum 1906–1930 verður opin til 30. apríl nk. og vil ég hvetja alla, bæði Vestmannaeyinga og þá sem sækja Eyjarnar heim, að skoða þessa merkilegu sýningu, en þeir sem hafa lagt fram krafta sína til að koma upp sýningunni eiga þakkir skildar. eyjum Þriðji vélbáturinn var Unnur VE 80. Myndin er úr safni Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð, teiknuð af Hauki Halldórssyni listmálara eftir tilsögn Eyjólfs Gíslasonar frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum. Eros VE 63 hét fyrsti vélbáturinn og kom hann til Vestmannaeyja vorið 1904. Myndin er úr safni Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð, teiknuð af Hauki Halldórs- syni listmálara eftir tilsögn Eyjólfs Gíslasonar frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum. Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Stýrimannaskólans í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.