Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLINN áAkureyri er 60 ára og afþví tilefni verða tón-leikar í Glerárkirkju ídag, sunnudaginn 26. febrúar kl. 16 þar sem nemendur sem langt eru komnir í námi leika með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Tónlistarskólinn á Akureyri er stærsti tónlistarskólinn utan höfuð- borgarsvæðisins og gegnir mikil- vægu hlutverki í bæjarfélaginu seg- ir Kaldo Kiis starfandi skólastjóri. Nemendur eru um 460 talsins og er starfseminni skipt upp í tvær deild- ir, áfangadeild þar sem eru 344 nemendur og almenna deild en á þeirri fyrrnefndu er kennt eftir námsskrá og meiri kröfur gerðar til nemenda. Flestir byrja á almennu brautinni, þar sem þeim gefst kost- ur á að kynnast tónlistarnámi og fá að feta sig áfram og leita eftir hvaða hljóðfæri á best við viðkom- andi. Kaldo segir að eftir því sem áhugi nema aukist, þeir sýni fram- farir, færni og ástundun geti þeir færst yfir á áfangabrautina þar sem kröfur til þeirra aukist til muna og þeim gert að sækja tíma í kjarna- greinum, samspili og leika í hljóm- sveitum. „Þá er líka ætlast til þess að nemendur komi fram á tónleik- um og lengra komnir nemar fá tækifæri til að spreyta sig með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir Kaldo. Þá er einnig boðið upp á tónlist- arforskóla í öllum grunnskólum bæjarins, fyrir nemendur í 1. og 2. bekk en að auki er gott samstarf við framhaldsskólana í bænum, Tónlist- arskólinn starfrækir tónlistarbraut- ir í samvinnu við þá. Kennt er á öll hljóðfæri sem eru í virkri notkun í tónlistarlífi samtím- ans segir Kaldo en einnig er hægt að nema allar nauðsynlegar tón- fræðigreinar. Þá rekur skólinn öfl- uga söngdeild og nýverið hófst kennsla í djass- og dægurlagasöng við skólann. Þá má nefna að við skólann er alþýðutónlistardeild, sem er að sögn skólastjóra fremur fátítt í rekstri tónlistarskóla hér á landi. Deildin hefur vaxið ört á liðn- um árum en áhersla er þar lögð á popptónlist og djass. Kaldo segir að við skólann starfi hæfir kennarar, en þó sé oft erfitt að fá gott fólk til starfa. Með til- komu Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands skapist fleiri tækifæri til að takast á við ögrandi verkefni og það auðveldi að fá færa kennara til starfa. „Samstarf milli tónlistarskól- ans og hljómsveitarinnar hefur alla tíð verið náið og það eflir starfsemi beggja, kennarar fá gott tækifæri til að koma fram og spila á vett- vangi þar sem ríkir metnaður og vandað er til allra hluta. Það virkar hvetjandi fyrir hljóðfæraleikarana og eykur möguleika okkar á að fá góða kennara norður,“ segir Kaldo. Menningarmiðstöð á Norðurlandi Tónlistarskólinn hefur á þeim 60 árum sem liðin eru frá stofnun hans fóstrað marga meðlimi í bæði Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og fjöl- marga tónlistarmenn aðra sem þekktir eru á sínum vettvangi. Lausleg könnun sem gerð var árið 1998 leiddi í ljós að meira en eitt hundrað nemendur frá Tónlistar- skólunum á Akureyri höfðu hljóð- færaleik eða tónlistarkennslu að að- alstarfi sínu um lengri eða skemmri tíma. „Tónlistarskólinn er menningar- miðstöð á Norðurlandi, við eigum samskipti við fjölmarga hér á svæð- inu og starfsemi er mjög mikilvæg hér í bæjarfélaginu,“ segir Kaldo. „Skólinn og starfsemi hans hefur sett mikinn svip á bæjarlífið í þau 60 ár sem hann hefur verið starf- andi, kennarar og nemendur hafa verið bakhjarlar þess öfluga tónlist- arlífs sem blómstrar í bænum.“ Skólinn hafi í áranna rás breyst líkt og samfélagið allt en til að hann nái að vaxa og dafna og blómstra sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt að allir vinni vel saman, nemendur, kennarar, stjórnendur og stjórn- málamenn. Það samstarf megi bæta að hans mati. „Síðast en ekki síst þarf skólinn að eiga gott samstarf við foreldra, það er afar mikilvægt. Þegar foreldrar sýna áhuga og að- hald við tónlistarnám barna sinna næst mun betri árangur en ef þess nyti ekki við. Þátttaka foreldra og samtaka þeirra er skólanum gríð- arlega mikilvæg, þeir eru mjög ötul- ir m.a. í æfingabúðum, ferðalögum og öðrum uppákomum sem efnt er til og skapa skólanum nauðsynleg og mikilvæg tengsl við samfélagið,“ segir Kaldo. Hann nefndi sem dæmi að for- eldrafélag blásaradeildar muni taka þátt í að skipuleggja Norðurlands- mót blásarasveita í byrjun apríl, en slíkt mót var haldið í fyrsta sinn í fyrra og tókst vel. Annars nefndi Kaldo að aðsókn að blásaradeild tónlistarskólans hafi minnkað, það sé þó ekki bara vandamál nyrðra, heldur um land allt. Nú sé í tísku að læra á gítar, einkum rafmagnsgítar og slagverk, „þær deildir eru yfirfullar og færri komast að en vilja,“ segir hann en nú eru t.d. um 30 nemendur á bið- lista eftir að komast að til að læra á gítar. „Það hafa margir áhuga fyrir að leika í hljómsveit, nú þykir frek- ar hallærislegt að læra á blásturs- hljóðfæri, en töff að spila á gítar. Við verðum að hvetja fleiri krakka til að læra og spila á blásturshljóð- færi og sýna þeim fram á að það getur verið afar skemmtilegt.“ Haldið upp á 60 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri með tónleikum í Glerárkirkju Skólinn gegnir mikil- vægu hlutverki í bænum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Æft af kappi: Hluti nemenda skólans, sem leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikunum, æfir sig í vikunni. Kaldo Kiis: Afar mikilvægt að skólinn eigi gott samstarf við foreldra nemenda. maggath@mbl.is Tónlistarskólinn á Akureyri er menningarmiðstöð á Norðurlandi. Margrét Þóra Þórsdóttir spjallaði við Kaldo Kiis, starfandi skóla- stjóra, í tilefni 60 ára af- mælis skólans. HNIGU heilög vötn af him- infjöllum.“ Þessa tilvitnun í Völs- ungakviðu notaði Þórarinn Björns- son, fyrsti formaður skólastjórnar Tónlistarskólans á Akureyri, í ávarpi sínu við fyrstu skólasetningu hans. Kvaðst hann vona að þegar tímar liðu mætti heimfæra tilvitn- unina upp á þau áhrif sem skólinn myndi hafa á tónlistarlíf og menn- ingu bæjarins. Ljóst er af þeim já- kvæðu áhrifum sem skólinn hefur haft á þeim vettvangi að tilvitnunin átti vel við. Starfsemi Tónlistarskólans á Ak- ureyri hófst 20. janúar árið 1946. Þremur árum fyrr, 1943, var Tón- listarfélag Akureyrar stofnað en á stefnuskrá þess var m.a. að stofna og reka tónlistarskóla. Ef til vill má rekja upphafið að Tónlistarskól- anum til ársins 1922, en þá rak Mús- íkfélag Akureyrar tónlistarskóla í bænum sem starfaði í eitt og hálft ár undir leiðsögn og stjórn þýska pí- anóleikarans Kurt Haser. Árangur þess starfs hefur eflaust ýtt undir stofnun núverandi skóla. Tónlistar- félagið auglýsti eftir kennara og nemendum fyrir tónlistarskólann haustið 1945, en einmitt á sama tíma hafði Karlakórinn Geysir unnið að stofnun tónlistarskóla í bænum. Ým- is tónlistarfélög í bænum stofnuðu sameiginlega rekstrarfélag, Tón- listarbandalag Akureyrar sem átti að vera ábyrgt fyrir rekstri og stjórnun skólans og þannig var skól- inn rekinn, sem sjálfeignarstofnun, allt til ársins 1986. Það ár tók Ak- ureyrarbær alfarið við rekstri og stjórn Tónlistarskólans á Akureyri með sérstakri skólanefnd sem skip- uð var fulltrúum allra flokka í bæj- arstjórn. Yfirstjórn skólans var svo flutt til skólanefndar Akureyrar ár- ið 1998. Fyrsti skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akureyri var Margrét Eiríks- dóttir píanókennari, en á fyrsta starfsárinu var 27 nemendum kennt á píanó. Margrét gegndi starfinu í fjögur ár en þá tók Jakob Tryggva- son við, hann var skólastjóri allt til ársins 1974. Soffía Guðmundsdóttir var skólastjóri 1972-73, Jakob fékk þá starfsleyfi. Jón Hlöðver Áskels- son var svo skólastjóri frá 1974 til ársins 1982, Atli Guðlaugsson tók við næstu tvö ár eða þangað til Jón Hlöðver sneri aftur til starfa, en hann lét svo af starfi skólastjóra ár- ið 1991. Þeir Kristinn Örn Krist- insson og Roar Kvam leystu Jón af vegna veikinda hans, en Michael Jón Clark var settur skólastjóri 1991-92. Þá um haustið var Guðmundur Óli Gunnarsson ráðinn skólastjóri og gegndi stöðunni í fimm ár. Atli Guð- laugsson var skólastjóri um tveggja ára skeið en frá árinu 1999 hefur Helgi Þ. Svavarsson verið við stjórn- völinn. Æfingin skapar meistarann. Nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri æfa fyrir afmælistónleikana í dag. Hnigu heilög vötn af himinfjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.