Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Kynningarfundir samgönguráðherra um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 Raufarhöfn Hótel Norðurljós Mánudagur 27. feb kl. 20:00 Vopnafjörður Félagsheimilið Þriðjudagur 28. feb kl. 20:00 Djúpivogur Hótel Framtíð Þriðjudagur 7. mar kl. 20:00 Höfn Hótel Höfn Miðvikudagur 8. mar kl. 20:00 ÓHÆTT er að segja að básúna og túba séu óvenjuleg hljóðfærasam- setning á tónleikum – að minnsta kosti ef hið klassíska dúó fiðla og pí- anó er haft til samanburðar, að ekki sé talað um píanó og söngrödd. Túba og básúna eru sönglúðrarnir sem blásið verður í í Norræna húsinu á morgun kl. 16, á tónleikum Texas- búans Timothys Buzbees og Jessicu Wiklund frá Svíþjóð. Timothy Buzbee tók við stöðu túbuleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands á liðnu hausti ásamt því að sinna afleysingum við Sænsku út- varpshljómsveitina. Hann segir mik- ilvægt að fólk átti sig á því, ekki síst krakkar sem hyggist læra á hljóð- færi, að túban og básúnan séu alvöru hljóðfæri með sjálfstæðar raddir, en séu ekki bara til uppfyllingar í hljóm- sveitum. „Þetta eru fyrirtaks ein- leikshljóðfæri og henta vel til einleiks og samleiks, þótt þau hafi hingað til verið fremur sjaldséð í tónleikasölum í þeim hlutverkum. Það er nú þó sem betur fer að breytast, því æ meira er nú samið fyrir þessi hljóðfæri sér- staklega.“ Jessica Wiklund tekur undir þetta og segir að þónokkuð sé til af eldri verkum fyrir þessi hljóðfæri. „Lang- best er þó að fá tónskáld til að semja fyrir sig – það er alltaf gaman. En svo er sá möguleiki líka fyrir hendi að stela músík sem ætluð er öðrum hljóðfærum. Það er auðvelt að hnupla músík sem samin er fyrir önnur blásturshljóðfæri, og sellótónlist hentar þessum hljóðfærum sér- staklega vel upp á raddsviðið að gera. Við spilum til dæmis sónötu eftir Hin- demith sem samin er fyrir fagott og selló og svo erum við líka með verk samin fyrir tvö selló.“ Timothy Buzbee nefnir að auki nýtt verk, samið sérstaklega fyrir þau, af amerískum vini þeirra, tón- skáldinu James Meador, sem jafn- framt er prófessor í básúnuleik við háskólann í Louisiana. „Þetta er mjög sérstakt og skemmtilegt verk – mjög kúl,“ segir Buzbee. Verkið var frumflutt í Keflavík í fyrri viku, og heyrist því hér í annað sinn. Jessica Wiklund segir miklar breytingar hafa átt sér stað síðasta áratuginn á því hvaða hljóðfæri krakkar velji sér til að læra á. „Þegar ég var að byrja á básúnuna var ég eina stelpan í skólanum að læra á þetta hljóðfæri. Nú eru stelpur farn- ar að læra á hvaða blásturshljóðfæri sem er og hróður þeirra fer vaxandi. Það hefur líka skipt sköpum að það eru miklu fleiri afbragðs hljóðfæra- leikarar í dag sem leika á þessi hljóð- færi en var áður fyrr – fólk sem hefur sýnt hvers það eru megnugt.“ Buzbee segir að í Bandaríkjunum horfi þetta eilítið öðruvísi við, því þar sé túban gríðarlega vinsælt hljóðfæri, og miklu fleiri góðir túbuleikarar í boði en þær stöður sem hljómsveitir og skólar geti veitt þeim. „Þar er túb- an allt of vinsæl, öfugt við það sem hún hefur verið í þessum heimshluta. En þá er einmitt ráðið að skapa hljóð- færunum nýjan vettvang, eins og við erum að gera með okkar dúói. Við viljum leyfa þeim að njóta sín.“ Wiklund segir að verkin á tónleik- unum sýni fjölbreytni í stílbrigðum og spanni allt það litróf sem hljóð- færin tvö hafi upp á að bjóða. Tón- leikana kalla þau Heilvita – Frávita, og segja nafnið lýsa tónlistinni prýði- lega. „Þetta verður allt frá greg- orssöng fyrir básúnu, að músík sem er kolbrjáluð,“ segir Timothy Buz- bee. Jessica Wiklund spilar nú með Sin- fóníuhljómsveitinni í Gävle í Svíþjóð, en vonast til að fá starf hér á landi, þar sem þau vilji búa. Jessica er nemandi eins kunnasta básúnuleikara heims, Christians Lindbergs. Hún er meðlimur í The Civic Orchestra of Chicago þar sem hún hefur haft tækifæri til að vinna undir stjórn Daniel Barenboim og Pierre Boulez. Árið 2002 hlaut Jes- sica sænsku heiðursverðlaunin Krist- allen den fina fyrir flutning sinn á nú- tímatónlist. Í umsögn um hana sagði meðal annars: „Listrænir hæfileikar hennar njóta sín sérstaklega á sviði og kristaltær tónmyndun hennar er allt í senn mjúk, hlý, stór, sterk og ákveðin.“ Jessica hefur haldið tón- leika víða í Skandinavíu, Evrópu og Ameríku. Hún starfar nú sem fyrsti básúnuleikari við Sinfóníuhjómsveit- ina í Gävle. Á árunum 2001–2004 var Timothy fastráðinn sem fyrsti túbuleikari Singapore Sinfóníuhljómsveitarinnar en fram að því hafði hann starfað reglulega með sinfóníuhljómsveitum í Houston, Chicago, Acapulco og Dall- as í Bandaríkjunum. Það er ekki oft sem haldnir eru tónleikar þar sem leikin eru einleiks- og dúóverk fyrir túbu og básúnu og því má fullyrða að þetta sé einstakt tækifæri fyrir íslenska tónlistarunn- endur. Vetrarhátíð | Timothy Buzbee og Jessica Wiklund blása í sönglúðra Tónlistin er heilvita og frávita Morgunblaðið/ÞÖK Jessica Wiklund og Timothy Buzbee með gljáfægða lúðrana. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MEGAS er maður dagsins í Hall- grímskirkju, en á tónleikum þar klukkan fimm í dag flytur hann nokkra af Passíusálmum sínum auk veraldlegra kvæða eftir Hallgrím Pétursson og Matthías Jochumsson. Fjölmargir hljóðfæraleikarar koma fram auk Kammerkórs Biskups- tungna sem skipaður er ungu fólki. Flutningnum stjórnar Hilmar Örn Agnarsson. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir er framkvæmdastjóri tónleikanna, og tók sjálf þátt í flutningi Passíusál- manna með Megasi og kórnum sín- um í Skálholti 2001, og þekkir sálm- ana og lög Megasar því vel. Þótt hún sé vaxin upp úr kórnum tekur hún þátt í flutningnum nú – og leikur á blokkflautu í hljómsveitinni. Hún segir krakkana hafa mikið dálæti á Passíusálmunum og söngvum Meg- asar. „Jú, þeim finnst þetta sumt skrýtið, en um leið og farið er að tala um textana finnst þeim þeir skemmtilegir. Sjöundi sálmurinn, um Malkus sem missti eyrað, er í miklu uppáhaldi, og reyndar fleiri, sá fimmtándi og fertugasti og sjötti, Um teiknin sem urðu við Kristí dauða. Melódían er flott og krakk- arnir skynja vel hvað textinn er magnaður. Margir telja Passísálmana eiga við á öllum tímum, – þeir fjalli um mannlegt eðli, bresti mannsins og samvisku hans og gefi honum heil- ræði um hvernig eigi að lifa lífinu. Passíusálmalög Megasar voru síðast flutt í heild sinni af honum sjálfum og Kammerkórnum undir stjórn Hilmars í Skálholtskirkju á páskum 2001. Á næstunni kemur út tónleika- upptaka af þeim flutningi í viðhafn- arútgáfu. Hugarfarið til íslenskunnar breyttist „Mér finnst þetta mjög merki- legt,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um Passíusálma Megasar, „og full- yrði að ef Passíusálmarnir eigi að lifa, verði að koma þessum nýju lög- um að. Annars deyja þeir út. Ég fæ alveg gæsahúð þegar ég heyri unga fólkið í kórnum – fermingarkrakka syngja Passíusálmana – þau alveg í sæluvímu. Þá öðlast maður trú á æskunni. Þeim finnst auðvitað dásamlegt að syngja með Megasi. Þegar við fluttum Passíusálmana í Skálholti 2001 vorum við svo heppin að Megas bjó hjá okkur í Skálholti í viku, meðan við vorum að æfa, og var með krökkunum meira og minna alla vikuna. Sumir þessara krakka eru nú komnir í íslenskunám í Há- skólanum. Ég segi að það sé Megasi að þakka. Hugarfar krakkanna til ís- lenskrar tungu breyttist. Íslenskan varð svo skemmtileg. Jákvætt – já- kvætt – jákvætt! Í tímariti íslensku- nema er nú stór og flott ritgerð um texta Megasar. Hann hefur mikil áhrif, og þetta er örugglega eitt fal- legasta verkefni sem ég hef tekið þátt í,“ segir Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri í Skálholti. Í Skálholti verða tónleikar 8. apríl með sömu flytjendum, en þar verða einungis fluttir Passíusálmar. Vetrarhátíð | Passíusálmalög Megasar í Hallgrímskirkju Þá öðlast maður trú á æskunni Morgunblaðið/Ómar Megas æfir Passíusálmana í Hallgrímskirkju með hljómsveit og barnakór. LISTAMAÐURINN JBK Ransu opnaði á föstudag sýningu á verkum sínum í Gallerí Turpentine. Sýningin ber yfirskriftina „PopOp“ enda byggist sýningin annarsvegar á popplist og hins vegar á opplist, „opti- cal art. Snýst hið fyrra um iðnað og dægurmenningu en hið síðara um liti, form, ljós, hreyfingu og rými, eins og segir í tilkynningu. Í verkum sínum notar listamað- urinn sem grunn skotskífuformið, sem hann færir í skynvillandi búning. Ransu hefur áður sýnt „PopOp“- myndir á samsýningum í Reykja- nesbæ, Kópavogi og Þórshöfn í Fær- eyjum en þetta er fyrsta einkasýning listamannsins þar sem eingöngu eru sýnd verk af þessum toga. Sýningin stendur til 11. mars en Gallerí Turpentine er í Ingólfsstræti 5 og er opið frá þriðjudegi til föstu- dags kl. 12 til 18 og laugardaga kl. 11 til 16. Myndlist | Ransu sýnir í Turpentine JBK Ransu notar skotskífuformið til að framkalla skynvillu í verkunum. Skynvilla á skotskífum Í SUMAR mun Heimskór æskunnar (The World Youth Choir) starfa í júlímánuði. Kórfélagar hittast í Míl- anó á Ítalíu 9. júlí og dveljast þar í tvær vikur við æfingar og tónleika- hald. Síðan verður kórinn á tón- leikaferða-lagi á Ítalíu, í Frakk- landi, Belgíu og Þýskalandi þar sem ferðinni lýkur í Frankfurt 31. júlí. Stjórnendur kórsins í sumar verða Peter Broadbent frá Eng- landi og Gunnar Eriksson frá Sví- þjóð. Kórfélagar verða sjálfir að bera kostnað af ferðinni milli heima- lands og upphafs- og lokastaða ferðarinnar (Mílanó, Frankfurt). Ís- lenskum kórsöngvurum á aldrinum 17-26 ára gefst kostur á að þreyta inntökupróf í Heimskórinn um miðjan mars. Þorgerður Ingólfs- dóttir kórstjóri veitir nánari upp- lýsingar (thorgerdur @mh.is). Heimskór æskunnar (The World Youth Choir) var stofnaður árið 1989. Kórinn hefur starfað einn mánuð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kór- félagar eru 80 talsins á aldrinum 17-26 ára og eru valdir úr hópi þús- unda umsækjenda hvaðanæva úr heiminum. Þeir þurfa að hafa mjög góða kunnáttu í nótnalestri og raddbeitingu ásamt reynslu í kór- söng og kórstarfi. Nokkrir íslenskir kórsöngvarar hafa við góðan orðs- tír sungið með Heimskór æsk- unnar. Heimskór æskunnar á Ítalíu í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.