Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti vor, gerði mikið úr útrás íslenska skyrsins ekki alls fyrir löngu, enda er hér afbragðsafurð sem á sér fáar hlið- stæður á erlendri grundu. Taldi hann líkur á því að brátt yrði farið að framleiða íslenskt skyr erlendis með er- lendu hráefni, þar sem innlend framleiðsla hef- ur varla undan að fram- leiða fyrir heimamark- að. Þó vissulega megi fagna góðum viðtökum erlendis ber að fara var- lega hér. Ég tel mjög varhugavert að mark- aðsetja matvæli sem ís- lensk, sem ekki eru úr íslenskum hráefnum. Ímynd Íslands Ísland hefur ímynd hins hreina, tæra og ósnortna í hugum flestra út- lendinga sem einhverjar hugmyndir hafa um Ísland. Þegar kemur að mat- vælum, er þessi ímynd gríðarlega verðmæt. Fátt skiptir meira máli við mat á gæðum matvæla en hreinleiki, ferskleiki og að allt í kringum vöruna sé á sem umhverfisvænlegastan hátt. Þetta gerir það að verkum að auðvelt ætti að vera að selja íslenskar náttúru- afurðir eins og fisk, skyr, lambakjöt, vatn, rækjur, ost eða hvaða aðra nátt- úruafurð. Einhverja hnekki hefur hin ósnorta íslenska náttúra beðið með virkjunarframkvæmdum en mikilvægt er að gera fólki erlendis grein fyrir því að öll nýting á auðlindum landsins sé með umhverfissjónarmið í huga – og að virðing fyrir náttúrunni sé ekkert minni hjá þeim sem lifi af henni en hin- um sem horfi bara á hana. Eftir að hafa búið erlendis árum saman og kynnst „gæðum landsins“ annars staðar, geri ég mér betur grein fyrir þeirri miklu auðlind sem felst í sérstöðu Íslands. Hinu tæra vatni, bláa himni og ósnortnu náttúru. Þessa ímynd ber að nota til þess að selja ís- lenskar afurðir erlendis sem umhverf- isvænar, ferskar afurðir af hæstu mögulegu gæðum. En til þess að gera það, þarf að sjálfsögðu líka að gæta þess að varan og meðhöndlun hennar sé af hæstu gæðum. Mér hefur þótt sorglegt að sjá fyrsta flokks lambakjöt og íslenskt vatn selt langt undir kostn- aðarverði í lágvöruverslunum erlendis eins og einhverja afgangsafurð eða brottkast. Það er mjög mikilvæg ábending sem forsetinn kom með í skyrræðunni sinni, um takmarkaða framleiðslugetu á hinum ágætu afurðum okkar. Þegar eftirspurn fer langt fram úr fram- boði er tvennt að gera. Annars vegar er að auka framleiðsluna, og hins vegar er að hækka verð- ið. Þar sem um takmark- aða auðlind er að ræða er ekki hægt að auka framleiðsluna innan- lands nema upp að vissu marki og eftir það þarf að framleiða vöruna er- lendis. En þá er um leið farið að framleiða vöru sem ekki uppfyllir kröfur ímynd- arinnar og ólíklegt er að standi undir sömu gæðum. Og þegar varan stenst ekki kröfurnar, þá er verið að gjald- fella íslensku framleiðsluna með því að framleiða sömu vöru erlendis í lakari gæðum. Því er mun ráðlegra fyrir ís- lenska framleiðendur að einfaldlega hækka verðið. Þeim mun erfiðara sem er að nálgast vöruna, þeim mun eft- irsóknarverðari er hún. Gullið, olían eða kavíarinn væri ekki mikils virði ef allir ættu nóg af því. Íslenskar vörur eru af mjög háum gæðum, en tryggja þarf að þær séu af hæstu gæðum. Ímynd Íslands og ís- lenskra matvæla eru nátengdar og, sé þeim rétt spilað saman styrkja hvora aðra. Vænting neytandans er að land jafn hreint og tært og Ísland er, fram- leiði náttúrulegar og umhverfisvænar afurðir af hæstu gæðum. Matvælin ber jafnframt að markaðssetja sem slík. Íslenska lambið er ekki alið í pínu- litlum fuglabúrum heldur frjálst á heiðum og lifir eingöngu á því sem vex villt. Það er því nánast um villilamb að ræða. Slíkt kjöt á ekki að finnast nið- urgreitt og niðurgrafið í frystiborðum lágvöruverslana í Evrópu heldur í sér- vöruverslunum, „gourmet“ verslunum sem sérhæfa sig í árstíðabundnum eð- almatvælum, á dýrum veitingastöðum og heimsklassa hótelum. Sama á við um allar aðrar íslenskar náttúru- afurðir. Mikilvægt er að allir fulltrúar Ís- lands og íslenskra matvæla geri sér grein fyrir mikilvægi þess að kynna sömu ímyndina. Því miður vill oft brenna við að íslensk matvæli séu kynnt sem hákarl og súrsaðir hrúts- pungar eins og Svanhildur kynnti kvenfólkið um heim allan hjá Oprah Winfrey á dögunum. Slík matvæli vekja vissulega viðbrögð og athygli en hún er neikvæð, hún er ekki í sam- ræmi við íslenskan raunveruleika og hún er skaðleg íslenskum útflytj- endum ferskra, hágæða matvæla. Það finnst engum hákarl eða súrsaðir hrútspungar góðir. Þetta eru matvæli sem brot þjóðarinnar skolar niður einu sinni á ári með einum og hálfum lítra af óblönduðu brennivíni til að uppfylla einhvern þjóðernisrembing. Síðan hef- ur fólk verið að segja frá þessu erlend- is til að sýna hvað Íslendingar séu miklir víkingar og til að breiða yfir þá fátækt sem ríkt hefur í íslenskri mat- reiðslu í gegnum aldirnar. Málið er að við þurfum ekkert að fela íslenska matreiðslu í súrum legi lengur. Íslensk matreiðsla í dag byggir á framúrskar- andi hráefni sem við getum verið stolt af og eigum mun frekar að monta okk- ur af en hinu sem enginn borðar. Ég legg því til að fólk sammælist um það að segja ekki nokkrum manni frá því að súrsaðir hrútspungar og úldinn há- karl sé étinn hér nema þá að skýrt komi fram að um þjóðernislega helgi- athöfn sé að ræða en ekki matvæli sem við leggjum okkur til munns dags dag- lega. Segjum fólki frekar frá tærleika vatns og lofts, ósnortinni náttúru og aldalöngum hefðum í umhverfisvernd sem elur af sér villt fjallalömb, hrein- asta vatnið, ferskasta fiskinn og besta skyrið. hjortur@scope.is Útrás íslenskra matvæla Hjörtur Smárason fjallar um gæði og sérstöðu íslensks hrá- efnis í matargerð ’...þá er verið að gjald-fella íslensku framleiðsl- una með því að framleiða sömu vöru erlendis í lak- ari gæðum. Því er mun ráðlegra fyrir íslenska framleiðendur að einfald- lega hækka verðið.‘ Hjörtur Smárason Höfundur er framkvæmdastjóri Scope Communications ehf., ráðgjaf- arfyrirtækis á sviði markaðssetningar og ímyndaruppbyggingar. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Falleg 119,5 fm endaí- búð á 3ju hæð (2 hæðir upp). Íbúðin er 4ra herb. fallega innréttuð og vel skipulögð. Svefnherb. eru stór, þvottahús er í íbúðinni, kar og sturtu- klefi í baðherbergi og stórar suð/vestur svalir. Vel umgengin íbúð og sameign. Verð kr. 28,0 millj. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 GALTALIND 9 OPIÐ HÚS Í DAG kl. 13:30-15:30 - SUNDLAUGAVEGUR 28, REYKJAVÍK Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Mjög falleg og björt 100 fm sérhæð á 1. hæð í þríbýlishúsi auk sérbyggðs 28 fm bílskúrs. Komið er inn í flísalagða forstofu, parketlagt miðrými með tveimur skápum, parketlögð stofa og borðstofa, tvö parketlögð svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með baðkari og glugga og flísalagt eldhús með góðri viðarinnréttingu og borðkrók. Mjög góð eign. Verð 25.900.000. Ástríður tekur á móti ykkur í dag milli kl. 13:30 og 15:30. Um er að ræða fallega og mikið endurnýjaða 65 fm, 3ja herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Eldhús með nýlegri innréttingu. Nýtt rafmagn. Parketflísar. Íbúðin er laus til af- hendingar. Verð 14.5 millj. Stefán tekur vel á móti ykkur NJÁLSGATA 72 - REYKJAVÍK Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG SKÓGARÁS 9 Sýnum í dag mjög bjarta og vel skipulagða 130 fm 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð ásamt risi í þessu húsi sem er nýviðgert og málað. Aðalhæðin er með tveimur herbergjum, rúmgóðu bað- herb., stofu, suðurvölum og stóru eldhúsi. Í risinu er stór stofa, lítið undir súð m/parketi, rúmgott her- bergi og þvottahús með sturtuklefa. MJÖG FJÖLSKYLDUVÆN EIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ MEÐ FALLEGU ÚTSÝNI. Verð 27,9 millj. ÍBÚÐIN ER LAUS FLJÓTLEGA. Sveinn Eyland sölumaður hjá fasteign.is fasteignasölu tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16. Glæsilega samt. 144,3 fm efri sérhæð við Gnípuheiði í Kópavogi. Endaíbúð í klasahúsi. Sérinng., forstofa, skápur, flísar. Sjónvarpssk., björt stofa, útgangur á suðursvalir. Glæsilegt eldhús með vönduðum innr, flísar á gólfi í eldhúsi og á milli skápa, vönduð tæki í eldhúsi. Bjartur útsýnisskáli við eldhús, útgangur á svalirnar. Gott þvottah. með skápum og vaska- borði. Mjög fallegt baðh., baðkar með sturtu, góður sturtuklefi, vönduð innrétting, flísar á gólfi og veggjum, gluggi. Rúmgott svefnh. með skáp upp í loft. 2 góð barnaherb. Parket á gólfum í stofu, sjónvarpsskála og her- bergjum. Hiti í gólfi útsýnisskála og baðherbergi. Góður bílskúr, rúmgóð sérgeymsla í sameign. Óvenju glæsilegt útsýni. Frábær staðsetning. Myndir á netinu. Jón Ingi og Svanhvít bjóða ykkur velkomin. Verð 37,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Suðurhlíðar Kópavogs - Sérhæð með bílskúr Opið hús í dag í Gnípuheiði 1, Kópvogi frá 14:00 til 16:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.