Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JÓHANN R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, tilkynnti nýlega að öryggisreglur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar yrðu hertar. Samkvæmt forsíðugrein Frétta- blaðsins þann 12. febrúar síðastliðinn felur það í sér að fólki verði meinað að fylgja þeim inn í flugstöðina sem af einhverjum ástæðum komast ekki hjálparlaust í og úr flugi, svo sem börn- um, fötluðum og öldr- uðum. Allmargir Íslend- ingar eru í þeirri að- stöðu að þurfa að senda börn sín á milli landa til að heimsækja foreldri í öðru landi, ömmur og afa eða önnur skyld- menni. Í nútíma samfélagi er mjög algengt að börn búi ekki hjá báð- um foreldrum en réttur barna til umgengni við foreldra sína er ekki umdeildur. Samkvæmt reglum flugfélaganna mega börn, sem hafa náð 6 ára aldri, ferðast ein. Fram að þeim aldri þurfa þau fullorðinn fylgdarmann. Flug- félögin hafa brugðist við þörfum barna, sem ferðast ein, með mikl- um sóma og bjóða upp á þá þjón- ustu að annast börnin í fluginu gegn þóknun. Forráðamenn barnanna hafa fengið leyfi til að fylgja þeim inn í flugstöðina, að brottfararhliði og hafa beðið með þeim fram að brottför. Jafnframt hefur það verið krafa að forráðamaður yf- irgefi ekki flugstöðv- arbygginguna fyrr en flugvélin er farin í loftið. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel fyrir foreldra og börn. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að það er álag fyrir börn að ferðast ein. Þau þurfa að sitja ein í margra klukkutíma flugi og fara í fylgd ókunnugra að töskufæribandinu þar sem þau þurfa að finna sína tösku sjálf. Nú boðar sýslumaður aukið álag á börn og foreldra með því að banna foreldrum að fylgja barninu í gegnum flugstöðvar- bygginguna og að flugvélinni. Allir sem fara inn á brottfar- arsvæði flugstöðvarinnar hafa hingað til farið í gegnum vopnaleit, hvort sem viðkomandi er á leið úr landi eða ekki. Hvaða sérstök ógn stafar öryggi flugumferðar af fylgdarmönnum barna, umfram flugfarþega? Það hefur ekki verið útskýrt á annan hátt en að krafan komi frá alþjóðlegum eftirlits- aðilum. Hingað til hefur verið nógu erf- itt fyrir börnin að fljúga ein og að- standendur þeirra að senda þau ein í flugi og nú er ætlunin að þau verði einsömul á flugvellinum í allt að 2 klukkustundir fyrir brottför. Nefna má einnig að börn, sem alast upp að miklum hluta erlend- is, eru ekki endilega fullfær í ís- lensku og vantreysta sér á því sviði. Án fylgdar foreldra í gegn- um flugstöð er óvíst að börnin treysti sér til að ferðast ein og for- eldrarnir telji forsvaranlegt að senda þau fylgdarlaust á milli landa. Kostnaður við að fullorðinn þurfi að fljúga með barninu í hverri ferð er umtalsverður og getur reynst mörgum fjölskyldum ofviða. Það hefur síðan áhrif á möguleika og rétt barnsins til að umgangast báða foreldra sína og skyldmenni. Ég er í sömu aðstöðu og fjöl- margir aðrir. Barnið mitt á móður og lögheimili í öðru landi en kemur til Íslands 3–4 sinnum á ári til að hitta mig og fjölskyldu sína hér. Fyrstu ferðirnar, sem barnið var eitt í flugvélinni, voru mjög erfiðar fyrir barnið. Það er ekki tryggt að þetta barn geti flogið eitt á milli landa ef boðaðar breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar koma til framkvæmda. Ég hefði haldið að stefna okkar í lýðræðislegu fjöl- skyldusamfélagi ætti að ýta undir samneyti skilnaðarbarna við það foreldri sem börnin búa ekki hjá. Slíkt samneyti eflir sjálfstraust barnanna og öryggiskennd. Það er býsna kaldhæðnislegt ef alþjóðlegt flugöryggi á Keflavíkurflugvelli verður sú hindrun sem nú er útlit fyrir. Ef fyrir liggja lausnir á hvernig tekið verður á móti börn- um sem ferðast ein hefur þeim ekki verið komið á framfæri. Það eina sem sýslumaðurinn á Kefla- víkurflugvelli virtist hafa áhyggjur af, ef tekið er mið af fyrrnefndri grein í Fréttablaðinu, er aukinn kostnaður embættisins við breytt fyrirkomulag. Það er ósk mín með þessu bréfi að koma af stað umræðu um þetta mál. Ég sendi þetta bréf til fjöl- miðla og líka til þeirra sem hljóta að eiga að svara fyrir þessa ákvörðun. Eru fylgdarmenn barna ógn- un við alþjóðlegt flugöryggi? Gunnlaugur P. Pálsson fjallar um flugöryggi og börn ’Nú boðar sýslumaðuraukið álag á börn og for- eldra með því að banna foreldrum að fylgja barninu í gegnum flug- stöðvarbygginguna og að flugvélinni.‘ Gunnlaugur P. Pálsson Höfundur á barn, hvers móðir býr í öðru landi. EINN af herrum íslenzku ráð- stjórnarinnar boðaði fagnaðar- erindi 5. janúar sl. í Blaðinu undir heitinu ,,Gleðilegt gengisfelling- arár“. Maðurinn bar þar ein- göngu fyrir brjósti framleiðslu sjávarútvegs og erfiðleika hennar vegna hins háa gengis íslenzku krónunnar. Fyrir fleiru þóttist maðurinn ekki þurfa að hugsa. Ráðstjórnarmenn hæla sér af því að hafa lækkað erlendar skuldir ríkissjóðs, en láta þess auðvitað ógetið að skuldir þjóð- arbúsins hafa margfaldazt hin síðari árin svo háskasamlegt hlýt- ur að teljast. Enda hafa bank- arnir dælt erlendu fé inn á ís- lenzkan markað og hirt gífurlegan vaxtamun vegna lágra vaxta erlendis en hárra hér. Þess eru mýmörg dæmi að bankar hafi lánað fólki allt að 100% til kaupa á húsnæði – með fullri geng- isáhættu að sjálfsögðu auk verð- tryggingar. Ekki áttu nýársóskir ráðherrans heima hjá þeim lán- takendum. Gengisfall íslenzku krónunnar, sem maðurinn þráir, mun þegar í stað valda hækkun neyzluverðs, sem mun skila sér fyrr og ræki- legar í verðlagi en hækkun gengis hin síðari árin. Og vísitalan mun komast á skrið. Ekki geta þeir, sem gengizt hafa undir klyfjar vísitölubund- inna lána glaðst yfir nýárskveðju ráðherrans. Spurning: Hversvegna skyldu lénsherrar fiskveiðanna ekki hafa lagzt fastar á árar um gengisfell- ingu? Það skyldi þó aldrei vera vegna níðþungra skuldabagga, sem þeir hafa bundið sér erlendis? Það er hérumbil sama hvar borið er niður: Nýárssýn ráð- herrans er óvitatal ætlað til þess eins að koma ár sinni fyrir borð hjá sægreifunum, sem hann vill þjóna til borðs og sængur. Senni- lega er þó sú þjónusta að þessu sinni á hæpnum forsendum, en allur er maðurinn af vilja gerður. Á hinu háa gengi ber rík- isstjórnin alla ábyrgð – og rær raunar öllum árum að viðhaldi þess. Undir einni árinni situr svo stjórnmálafræðingurinn, með há- skólapróf í blekkingum, og sendir landsmönnum nýársóskir um verðhrun íslenzka gjaldmiðilsins! Sverrir Hermannsson Óvitatal Höfundur er fv. formaður Fjálslynda flokksins. Fasteignasalan Bifröst · Vegmúla 2 · 104 Reykjavík · Sími 533 3344 · Pálmi B. Almarsson löggiltur fasteignasali Krókabyggð - 270 Mos. Pálmi B. Almarsson löggiltur fasteignasali Áhugasamir hafi samband við Halldór í síma 840 2100 eða á skrifstofu Bifrastar í síma 533 3344 Mjög glæsilegt 230 fm einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr og verðlaunagarði. Húsið, sem stend- ur á hornlóð, er teiknað af Jóni Guðmundssyni og inn- anhússarkitekt er Finnur P. Fróðason. Allar innréttingar, skápar og hurðir, eru sérsmíðaðar úr lerki, innfelld halogen-lýsing er í öllu húsinu og sérstaklega góð loft- hæð. Lagnakjallari er undir húsinu og geymsluloft. Gegnheilt parket úr hlyn og granítflísar eru á gólfum. Þetta er einstaklega fallegt og vel skipulagt hús þar sem ekkert hefur verið til sparað. Tilboð óskast Sölusýning í dag milli 14 og 15 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Glæsilegar sérhæðir með útsýni við Andarhvarf Um er að ræða glæsilegar 134,3 fm sérhæðir ásamt 25-27 fm bílskúr- um. Íbúðirnar afhendast fullfrá- gengnar án gólfefna. Frábært skipulag með tveimur baðherbergj- um, sérlóð með íbúðum neðri hæð- ar og svölum með íbúðum efri hæðar. Verð 35,9 millj. Gvendargeisli glæsileg raðhús á einni hæð Glæsileg 140 fm raðhús á einni hæð ásamt 28,6 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett og er stutt í grunn- skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Glæsilegar sérsmíðaðar innrétting- ar. Baðherbergi er flísalagt á gólfi og upp á veggi. Eldhús er með há- skápum og eyjuinnréttingu með helluborði og eyjuháf sem nær upp í loft. Stofa og borðstofa eru með stórum og björtum gluggum og útgengt er úr eldhúsi á verönd úr timbri sem auðvelt er að stækka. Við veröndina er lögn fyrir vatn og rafmagn (s.s. fyrir heitan pott o.fl.). Timburverönd 25 fm fylgir hverri eign í suður. Garðar snúa í suður. Frábær staðsetning í botnlanga- götu og stutt út í náttúruna. Verð frá 38,7-39,8 millj. Tröllateigur glæsilegar sérhæðir í Mosfellsbæ Nýjar og glæsilegar 116 fm 4ra herbergja sérhæðir á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar afhendist fullfrágengn- ar án gólfefna en húsið, lóð og bíla- stæði fullfrágengin. Sérverönd og sérafnotaréttur á lóð fylgir íbúðum neðri hæðar en góðar svalir fylgja íbúðum á efri hæð. Íbúðirnar eru til afhendingar í byrjun mars 2006. Verð 24,8-26,9 millj. Rauðavað - til afhendingar strax Glæsilegar 2ja herbergja 92 fm, 3ja herb. 108,5 fm og 4ra herb. 120 fm íbúðir í glæsilegum sex íbúða fjöl- býlishúsum á hagstæðu verði. Inn- réttingar eru frá HTH. Sérinngangur er í íbúðirnar af lokuðum svala- gangi. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Bílastæði og lóð verða frágengin. Verð á 2ja herbergja frá 19,5 m. á 3ja herb. 22,8 m. og á 4ra herb. 25,9 m. Selvað - glæsilegt lyftuhús með innangengt í bílskýli Um er að ræða glæsilegt 4ra hæða lyftuhús á fallegum útsýnisstað í Norðlingaholtinu. Flestum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu. 20 fm svalir fylgja með efstu hæðinni. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólf- efna og flísa á baði. Öll sameign, lóð og bílastæði, skilast frágengin. Um er að ræða 3ja, 4ra og 5 her- bergja íbúðir. Glæsilegar innréttingar frá Brúnási. Bjarkarás, Garðabæ glæsilegar sérhæðir Í einkasölu nýjar, glæsilegar sér- íbúðir, samtals 30 eignir í sjö 2ja hæða húsum á þessum einstaklega góða stað í Garðabæ. Gert er ráð fyrir að eignirnar verði afhentar full- búnar án gólfefna með vönduðum innréttingum og flísalögðu glæsi- legu baðherb. Mjög skemmtilega teiknuð hús. Lofthæð á neðri hæð er 2,95 m og á efri hæð 2,6 m. Íbúðirnar eru frá 96,7 fm upp í 186,6 fm og fylgir stæði í bílskýli 22 af 30 íbúðum. Fullfrágengin sérverönd fylgir íbúð- um neðri hæðar og svalir, frá 7,5-57 fm, fylgja íbúðum efri hæðar. Glæsi- legt útsýni er úr mörgum íbúðanna. Lóð afhendist fullfrágengin með öllum gróðri en án leiktækja. Byggingaraðili er Tré-mót ehf. Sjáið glæsilegan vef um eignina með öllum upplýsingum á www.nybyggingar.is. Hamrakór - einbýlishús/tengihús á frábæru verði Í einkasölu glæsileg, vel skipulögð 228 fm hús á tveimur hæðum með innbyggðum 41,2 fm tvöföldum bíl- skúr. Húsin afhendast tilbúin til innréttinga að innan og fullbúin að utan með grófjafnaðri lóð. Verð á endahúsi 39,9 millj. og á miðjuhúsi 39,5 millj. Sjá myndir og skilalýs- ingar á öllum ofangreindum eignum á www.nybyggingar.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.