Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 55 UMRÆÐAN RÍKIÐ ætti að skipta sér sem minnst af getnaðarmálum, og sé það gert, þá eingöngu vegna sjúkdóma eða skertrar frjósemi, eins og lög gera ráð fyrir í dag. Mér hrýs hugur við að heilbrigðiskerfið fari að sinna framleiðslu á þessu sviði eftir hent- ugleikum fullorðinna, en töluverð hætta er á því að sérstakir hópar muni þrýsta á sérhæfð- ar lausnir fyrir sig. Sama ætti að gilda fyrir samkynhneigða og aðra þegna varð- andi þessa þjónustu heilbrigðiskerfisins. Því ætti ríkið að skipta sér sérstaklega af getnaðarmálum þeirra fremur en annarra? Löggjaf- inn þarf að standa vörð um að ekki sé gert á hluta þeirra sem málið varðar – sérstaklega barnanna – og að sjálf frjóvgunaraðgerðin sé ekki siðlaus eða skaðleg. Þá þarf að hugleiða hvort leitt geti til krafna um öfgafullar tæknilausnir síðar, sem enginn hemill yrði á. Kem ég að því hér á eftir. Auðvitað eru óskir samkynhneigðra um barn- eignir skiljanlegar. Um það er ekki deilt. En eru samkynhneigðum kon- um allar bjargir bannaðar í þessum efnum; eru brotin á þeim réttindi? Algengast er að sæði komi frá karl- manni með venjulegum getnaði. Varla er það sérstakt réttindamál að sneiða framhjá því. Hin leiðin er tækni- frjóvgun frá gjafaþega sem gefur samþykki sitt og telst þá faðir barnsins, þótt uppeld- isforeldrar verði e.t.v. aðrir. Stutt í öfgafullar hugmyndir Sömu reglur ættu að gilda fyrir lesbískar konur og aðrar konur og það er varasamt for- dæmi að koma til móts við sérstæðar óskir þeirra um nafn- laust gjafasæði og forgang að tækni- frjóvgun umfram aðrar konur. Hugmyndir tæknisinna á þessu sviði eru vægast sagt orðnar öfga- fullar, þótt ekki sé það enn hér á landi. Mest til að uppfylla eigin þarf- ir og hafa fulla stjórn á eigninni – barninu sjálfu. Þannig stefnir í tækni sem gengur út á að kona láti frjóvga egg sitt með útvöldu nafnlausu sæði og setji síðan lífið, sjálfan fósturvísinn, í leg sam- býliskonu sinnar. Þið sjáið hugmyndaflug eigna- hyggjunnar, lesendur góðir. Þá eru mæðurnar tvær. Ein líffræðileg móðir sem leggur til helming gen- anna, en hin móðirin sem gekk með barnið. En faðirinn er nafnlausar kjarnsýrur, DNA. Í þetta stefnir og aðrar álíka útfærslur ef menn hafa enga skoðun á þessu og fara ekki með gát þegar í byrjun. Mikilvægi foreldra Spurt var í grein hér um daginn hvað væri foreldri og stóð ekki á svari. Ekki þarf að gera málið flókn- ara en það er, og frá fornu fari er tal- að um líffræðilega foreldra og upp- eldisforeldra. Ég get ekki séð að það séu rök að líffræðilegt foreldri skipti ekki máli lengur, heldur eingöngu uppalendurnir. Báðir skipta vita- skuld máli. Það er almenn vitneskja að barni sé mikilvægt að geta haft upp á líf- fræðilegu foreldri sínu, kynnst síðar umhverfi þess og ættmennum og speglað sig í uppruna sínum. Þetta er fyrir suma forsenda sjálfsþekk- ingar og sáttar við lífið. Það er ástæðulaust að sneiða hjá þessu skipulega og ríkið á ekki að taka þátt í því. Annað mál er hvað einstaklingar velja að gera. Nauðsynlegt getur verið vegna sjúkdóma að vita deili á blóðforeldri t.d. vegna ættlægra sjúkdóma. Málaferli eru fyrirsjáanleg vegna þessara hluta ef löggjafinn leggur grunn að lífi sem er sneytt mögu- leika á að kynnast erfðaforeldri sínu síðar á ævinni. Gæti þetta átt við ein- stakling sem teldi sér ekki hafa farn- ast vel. Það er mikill munur á að finna ekki foreldra sína t.d. í öðru landi eða standa frammi fyrir því að lög- gjafinn hafi með vilja sneytt mann möguleikum á tengslum við líf- fræðilegt foreldri. Annað er lífið eins og það kemur fyrir af skepnunni, hitt er framleiðsla. Ættleiðingar Lesbískar konur í samvist munu fyrst og fremst, eðli málins sam- kvæmt, leita eftir tæknifrjóvgun – síður ættleiðingu. Því það? Af öllum löndum heims leyfir aðeins Svíþjóð slíkar ættleiðingar og af þeim 26 löndum sem eru í ættleiðing- artengslum við Svía hefur ekkert þeirra landa tekið við umsókn fyrsta sænska parsins um ættleiðingu (síð- an 1. febr. 2003). Því eru litlar líkur á að um slíkar ættleiðingar verði að ræða í raun hér á landi. En á hinn bóginn töluverðar líkur á því, að lagasetning þessa efn- is geti skaðað hagsmuni para eða hjóna sem sækja um ættleiðingu, frá þeim ríkjum sem við erum þegar í góðu sambandi við. Á þetta síðast- nefnda bendir félagið Íslensk ætt- leiðing fyrir hönd þeirra ótal mörgu aðila sem síðar munu sækja um ætt- leiðingu. Hugsar íslensk móðir öðruvísi en erlend? Stæði íslensk móðir frammi fyrir því einhverra hluta vegna að láta dóttur sína eða son í ættleiðingu til fólks, og byðist tveir kostir: að láta barnið til tveggja kyntengdra karl- manna eða gagnkynhneigðs pars, hvað myndi hún gera? Láta sér fátt um finnast? Mér finnst það ekki lík- legt. Er hún þá haldin fordómum og fá- visku? Og mikilvægast; er það sjálf- gefið að hún hafi þar með sérstaka andúð á samkynhneigðum? Að sjálf- sögðu ekki. Ég tel að enginn hafi rétt á að ráð- ast á siðferðisgildi konunnar og segja henni hvað er rétt í þessu efni. Hins vegar efast ég ekki um að móð- irin velji það sem hún telur barninu fyrir bestu. Enn um hagsmuni barna Guðmundur Pálsson fjallar um tæknifrjóvgun og getnaðarmál ’Ég tel að enginn hafirétt á að ráðast á siðferð- isgildi konunnar og segja henni hvað er rétt í þessu efni.‘ Guðmundur Pálsson Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. FRAMSÓKN er og mun alltaf verða góður kostur fyrir ungt fólk, hann er flokkur sem leyfir ungum að segja sína skoðun og er ekki að reyna að þagga nið- ur í þeim. Eitt besta dæmið er þegar ungir framsóknarmenn fengu tvo menn kosna í prófkjöri Framsókn- arflokksins á Akureyri, þetta eru tvær öflugar konur í 3. og 6. sæti. Á meðan íhaldið telur að ekki sé tími á ungt fólk í stjórnmálum virðast framsóknarmenn treysta ungu fólki fyrir framtíðinni og treysta á að ungir framsókn- armenn tryggi flokknum nægan stuðning í næstu sveitarstjórn- arkosningum. Af hverju Framsókn fyrir ungt fólk? Ungt fólk hefur almennt ákveðnar skoðanir á því hvernig hlutirnir eigi að ganga fyrir sig í okkar ágæta þjóðfélagi. En það að mála sig út í horn með öfgum er ólíðandi, þannig fólki er ekki hægt að vinna með, eða tala við, hvað þá heldur hlusta á. Ungir framsóknarmenn bjóða upp á að það sé hægt að tala við þá á mál- efnalegum grunni og eiga von á því að skoðanir þínar sem einstaklings séu virtar. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur, nokkurn veginn skilgreindur sem félagslyndur frjálshyggjuflokkur. Ungir framsóknar- menn eru framtíðin þar sem þeir eiga mikið fylgi hjá almennum flokksmönnum og fá einnig mikinn stuðning við að kynna fólki flokkinn sem flokk sem boðar að ákvarðanir séu teknar út frá mál- efnalegum rökum en ekki einhverri hægri eða vinstri öfgastefnu. Við munum vinna Akureyri! Baráttuandi ungra framsókn- armanna á Akureyri hefur aukist til muna með sterkan foringja og ungt fólk ofarlega. Mikilvægt er að hafa foringja fyrir flokknum og hafa fáir Akureyringar jafn mikla reynslu og þekkingu á því hvernig á að vera í forystu og leiða til sigurs og Jóhann- es Bjarnason, bæjarfulltrúi og kenn- ari. Við verðum að tryggja það að Jóhannes fái nægan stuðning til að verða næsti bæjarstjóri Akureyrar enda er þetta maður sem á traust Akureyringa og framsóknarmanna. Til hamingju, ungir framsókn- armenn, með sigur á Akureyri Alex Björn Stefánsson fjallar um prófkjör framsóknarmanna á Akureyri Alex Björn Stefánsson ’Við verðum að tryggjaþað að Jóhannes fái næg- an stuðning til að verða næsti bæjarstjóri Ak- ureyrar enda er þetta maður sem á traust Ak- ureyringa og framsókn- armanna.‘ Höfundur er gjaldkeri ungra framsóknarmanna á Akureyri. Falleg sérhæð og bílskúr á þessum vin- sæla stað í vesturbæ Hafnarfjarðar. Sam- tals er eignin 143 fm, þar af er hæðin 112,5 fm og bílskúrinn 24,5 fm og garð- skáli 6,5 fm. Skipting eignarinnar: Neðri hæðin: Forstofa, 2 svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús með borðkróki, hol, baðherbergi og svalir. Efri hæðin er í dag eitt stórt rými, góður möguleiki á tveimur herbergjum þar. Auk þess er garðskáli, geymsla og bílskúr. Sérlega falleg eign sem vert er að mæla með. Verð 28 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Norðurbraut 33 - Opið hús í dag frá kl. 14-15 Guðbjörg býður ykkur velkomin. Pálmi og Jóhanna taka vel á móti gestum í dag frá kl. 16-18. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sérlega falleg um 80 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Tvö rúmgóð herbergi og stór suðurstofa. Parket á gólfum. Stórar suðursvalir. Góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu og skóla. Verð 17,5 m. OPIÐ HÚS Í DAG - FURUGRUND 18 smáauglýsingar mbl.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.