Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 56

Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 56
56 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN REYKJAVÍKURBRÉF frá 12. þ.m. kallar á viðbrögð, en þar er fjallað um frumvarp um réttarstöðu samkyn- hneigðra og umræðuna sem henni tengist. Ég undrast niðurstöðu höf- undar Reykjavík- urbréfsins þess efnis að það sé Þjóðkirkjunni fyrir bestu að ganga gegn kenningu sinni og þar talar höfundurinn nafnlaust í nafni Morg- unblaðsins og hælir sér af „fastheldni blaðsins við kristileg lífsgildi, stuðningi þess við kirkjuna og varðstöðu þess um hjónabandið og fjölskylduna sem grundvallarstofnanir í samfélagi okk- ar“. Þetta hljómar því miður sem öf- ugmæli. Réttarstöðu allra manna þarf að tryggja hvar í flokki sem þeir standa. Kynhneigð á ekki að vera áhrifavald- ur í því efni. Frumvarp það sem ligg- ur fyrir þinginu gerir meira en að jafna réttarstöðu, það býr til forrétt- indi til handa samkynhneigðum og vegur að grunngildum sem höfð hafa verið í heiðri um aldur og ekki að ófyrirsynju. Það eru aðallega tvær greinar frum- varpsins sem ég gagn- rýni, en þó má benda á að rík þörf er á að tryggja enn frekar rétt- arstöðu hjóna og verja þann hornstein með ráðum og dáð sem hjónabandið er. Hjóna- band er samkvæmd Orðabók Menning- arsjóðs „lögformlegt samband karls og konu“. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um ættleiðingu í þá veru að samkyn- hneigðum sé veittur sami réttur og öðrum til frumættleiðinga. Í skýrslu um réttarstöðu samkyn- hneigðra, sem unnin var fyrir for- sætisráðherra og er grundvöllur frumvarpsins, kemur í ljós að deildar meiningar eru um þetta atriði og fag- fólk hefur í frammi efasemdir um ágæti þessa. Taka verður undir þær efasemdir og spyrja hvort ekki sé með frum- varpinu verið að gera félagslegar til- raunir með börn? Einnig verður að spyrja hvort ekki sé verið að ganga á rétt barnanna til að heimila fólki sem ekki getur með náttúrulegum hætti fætt af sér börn að ala upp börn? Væntanlega er réttur barns til far- sældar og hagsældar ríkari en réttur samkynhneigðra til að ala upp börn. Það er ljóst að hér er verulegur vafi á ferðinni og barnið á að njóta vafans. Börn sem alast upp hjá sam- kynhneigðum eru sett í verulega áhættu. 1. Slík börn eiga það á hættu að alast upp við óvissu um kynhlutverk sitt. 2. Þau eru hneigðari til fjöllyndis. 3. Þau eru í meiri hættu á að missa foreldri (alnæmi, lyfjaneysla, sjálfs- víg). Ævilíkur samkynhneigðra karla eru aðeins um fjörutíu ár. 4. Þau eiga frekar á hættu að glíma við þunglyndi og önnur geðræn vandamál. 5. Hærra hlutfall barna sem alin eru upp með slíkum hætti verður samkynhneigt. 6. Samband samkynhneigðra er ekki eins varanlegt og gagnkyn- hneigðra, sérstaklega hvað homma áhrærir, og meðalsambúðartími þeirra er um þrjú ár. 7. Fjöllyndi er nánast lífsstíll homma og hefur það neikvæð áhrif á uppeldi barna. Það verður að teljast afar var- hugavert að fara fram með þetta frumvarp hafandi ekki faglegar for- sendur. Ákvæðið um tæknifrjóvgun verður að teljast gagnrýnivert. Sam- kvæmt frumvarpinu er tæknifrjóvg- un heimiluð með sæði frá sæðisgjafa sem nýtur nafnleyndar, en það geng- ur í berhögg við lög, sem vernda þann helga rétt hvers einstaklings að þekkja föður sinn og móður. Upphaf barnalaga frá 2003 er svona: „I. kafli. Móðerni og faðerni barns. 1. gr. Réttur barns til að þekkja foreldra sína. Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína. Móður er skylt að feðra barn sitt þegar feðrunarreglur 2. gr. eiga ekki við.“ Grein frum- varpsins um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun hlýtur að vera brot á Barnalögunum frá 2003. Læknisfræðilegt inngrip í getnað vegna kynferðislegs afbrigðileika þeirra er vilja þungun, en hafna nátt- úrulegum leiðum, hlýtur að vera veg- ur sem endar í vegleysu. Hér er verið að deila út forréttindum, sem vænt- anlega er ekki markmið löggjafans. Ég er þeirrar skoðunar að frum- varp þetta sé vanreifað og það verði að hyggja betur að þeim þáttum frumvarpsins sem lúta að börnum. Það er ekki hægt að samþykkja að gengið sé á rétt barna til að eiga föð- ur og móður í því skyni að fullnægt sé ímynduðum misrétti gagnvart samkynhneigðum. Barn á ávallt og undantekningarlaust föður og móður. Annað samhengi kallar á vanda. Bréf úr Kópavogi Gunnar Þorsteinsson fjallar um réttarstöðu samkynhneigðra ’...og það verði að hyggjabetur að þeim þáttum frumvarpsins sem lúta að börnum.‘ Gunnar Þorsteinsson Höfundur er forstöðumaður Krossins. SÍÐUSTU viku hefur Morg- unblaðið nær daglega birt greinar eftir mis-súra sjálfstæðismenn sem hafa haft þann sameiginlega tilgang að reyna að höggva í trúverðugleika minn og málflutning. Óheppnastur var án efa bæjarstjórinn í Garðabæ sem birti grein um velferðar- áherslur Garðabæjar beint ofan í fréttir allra fjölmiðla um saman- burð á kostnaði fjölskyldufólks í sveitarfélögum. Þar kom fram að hann væri 42–50% hærri í Garðabæ en í þeim sveitarfélögunum sem leggja á lægst gjöld samkvæmt nið- urstöðum könnunar ASÍ. Reykjavík er eitt þeirra ódýrustu. Bæjarstjór- inn hefði líklega átt að spara sér spjótalög í minn garð fyrir að halda því fram Garðabær dragi lappirnar í velferðarmálum. Óforskammaðasta greinin var þó eftir Hrafnhildi Björk Baldurs- dóttur, stjórnarkonu í hverfafélagi Sjálfstæðisflokksins í Grafarholti. Hrafnhildur lét þann virðulega titil raunar ekki fylgja heldur kallaði sig aðeins íbúa í hverfinu. Af hverju þessi feluleikur? Tilgangur grein- arinnar var að snúa út úr orðum mínum í borgarstjórn þar sem ég tilkynnti að með breytingum á hinu nýja leiðakerfi strætó myndi ný leið keyra úr Grafarholti í miðborgina. Breytingin tekur gildi innan skamms. Í stað þess að fagna ákvörðuninni gerir Hrafnhildur tor- tryggilegt að vagnarnir hafi ekki þegar hafið akstur! Það er aumt að sjá Morgunblaðið taka þennan útúrsnúning upp í Staksteinum. Það dæmir sig sjálft að Sjálfstæðisflokkurinn skipuleggi greinaskrif í aðdraganda kosninga þar sem hallað er réttu máli. Morg- unblaðið á hins vegar að vita betur enda hefur blaðið fjallað um breyt- ingarnar á leiðakerfinu í fréttum. Fyllsta ástæða er þó greinilega til að rifja þær upp. Jafnframt er sjálf- sagt að bjóða fulltrúum blaðsins í fyrstu ferðina úr miðbænum í Graf- arholtið. Og ekki er nema sjálfsagt að stjórn hverfafélags Sjálfstæð- isflokksins fái að fljóta með niðrúr. En mætti ekki biðja um að umræð- ur fulltrúa flokksins í aðdraganda borgarstjórnarkosninga verði á ögn hærra plani? Borgarbúar eiga það skilið. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að eiga eitthvert brýnna erindi við borgarbúa en útúrsnúninga og rangfærslur. Dagur B. Eggertsson Á Sjálfstæðisflokkurinn ekkert brýnna erindi? Höfundur er borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Á UNDANFÖRNUM vikum hafa fjölmiðlar séð ástæðu til að upplýsa þjóðina viðstöðulaust um áföll sem þekktar persónur á borð við alþingismenn hafa orðið fyrir. Í fyrra tilfellinu keyrði Steingrímur Sigfússon út af við erfiðar að- stæður norður í Húnavatnssýslu. Sjónvarpsstöðvarnar kepptust við að endurskapa óhappið á sem myndrænastan hátt með tilheyr- andi vangaveltum um orsakir slyssins. Sagt er að Steingrímur hafi ekki átt annarra kosta völ en að halda blaðamannafund á sjúkra- beðinum til að fá að halda meiðslum sínum fyrir sig og sína. Ferskari eru fréttir af hjartaáfalli Hjálmars Árnasonar. Dagblaðið, af alkunnri smekkvísi, fullyrðir að hann hafi verið endurlífgaður með raflosti. Ég skil vel hráefnisskort þessara fyrirtækja, en þessi látlausa endur- vinnsla á einkalífi og daglegum þjáningum fólks getur ekki verið mjög aðkallandi. Það hefur lengi verið svo að persónuleg áföll, sjúk- dómar eða slys sem ekki eru þjóð- ar- eða alþjóðaeign vegna umfangs, eru ákaflega mikil einkamál. Mað- ur á sjálfur heimtingu á að tilkynna nánustu vinum og ættingjum um óhöpp eða áföll sem henda mann áður en slíkt verður hluti af hlað- borði hinnar daglegu fjölmiðla- veislu. Það er viðurkennt að þátt- töku í opinberu lífi fylgir umfjöllun í fjölmiðlum, þetta á við opinbert líf, það er hins vegar ekkert op- inbert við slys eða veikindi sem henda fólk úr öllu samhengi við op- inberar skyldur þess. Það er aug- ljóst mál að linnulaus fréttaflutn- ingur daginn út og daginn inn krefst hráefnis og þess er leitað alls staðar. Það hlýtur þó að vera hægt að komast að samkomulagi um að einhverjar aðrar breytur ráði um- turnun samfélagsins en hagsmunir fjölmiðla og smekkleysa þeirra sem þar vinna. Við erum lítil þjóð og við höfum til þessa verið fullfær um að koma samúð okkar eða hluttekn- ingu á framfæri þar sem við á án íhlutunar fjölmiðla, ég held að það sé tilvalið að hafa það svo áfram. Mínar bestu kveðjur og óskir um skjótan bata til þeirra sem málið varðar. Kristófer Már Kristinsson Hörmungar í beinni Höfundur stundar nám við HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.