Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Herborg fæddist á Herríðarhóli í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu. Börnin voru mörg, eða 16 alls, svo margt var um manninn á æskuheimili HERBORG JÓNSDÓTTIR ✝ Herborg Jóns-dóttir fæddist á Herríðarhóli í Ása- hreppi í Rangár- vallasýslu 4. maí 1936. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 16. desem- ber. Herborgar. Þegar ég kynntist Herborgu var hún ung og hraust og var ein af 35 nemendum í hús- mæðraskólanum á Laugarvatni, sem var þá í Lindinni, gamla rauða húsinu sem okkur öllum þótti vænt um. Núna, rúmlega 50 árum seinna, eru sex látnar úr hópnum okkar. En 5. maí í vor tókst okkur að halda upp á 50 ára útskriftarafmæli okk- ar og þá var Herborg með okkur og engum datt í hug að svo yrði ekki áfram um margra ára skeið. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Herborg var alltaf hress og kát, jákvæð og í góðu skapi. Hún var hinn mesti dugnaðarforkur og lét aldrei sitt eftir liggja, þegar eitt- hvað stóð til. Við vorum allar ungar og bröll- uðum ýmislegt en aldrei neitt sem braut í bága við reglur skólans. Slíkt gerði uppeldi okkar. En þetta skólaár á Laugarvatni var það skemmtilegasta. Okkur líkaði öllum vel og ég er alveg viss um að það hefur átt við Herborgu líka. 50 ára afmælið var haldið í Lind- inni. Þangað mættum við 22 af þeim 30 sem þá lifðu. En nú erum við einni færri og eigum eftir að sakna Herborgar. Samúðarkveðjur okkar allra. Fyrir hönd skólasystra, Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Dalurinn þögli grætur (P.B.) Mér fannst ég snögglega eldast um mörg ár þegar ég heyrði um frá- fall fermingarsystur minnar, Þuríð- ar Jónsdóttur. Þótt söknuðurinn sé sár, þá grát- um ei. Gleðjum okkur við minningar ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Þuríður Jóns-dóttir fæddist í Grafardal í Hval- fjarðarstrandar- hreppi 31. janúar 1933. Hún lést á Landspítalanum miðvikudaginn 26. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík 2. nóvem- ber. um að hafa átt með henni samleið. Hvar sem hún fór skildi hún eftir góð áhrif og verk. Fyrstu minningar mínar um hana eru að mér var bent á hana sem fyrirmynd. Hún væri svo háttvís og prúð. Mér var reyndar svo oft bent á þetta að ég varð dálítið öfund- sjúk, rétt eins og þeg- ar fólk var að dást að henni litlu systur minni. Ég man þessa ljóshærðu telpu með fallegu brúnu augun og háa, hvelfda ennið. Hana sem alltaf mundi að bjóða góðan dag og þakka fyrir sig. Þannig byrjuðu barnaskólaárin og við kynntumst. Fljótlega urðum við einlægar vinkonur allar þrjár. Ég man þvílíkur léttir það var þegar ég áttaði mig á að vera stolt og ham- ingjusöm að eiga slíka vinkonu sem Þuru og eiga líka ljúfa og fallega litlu systur. Stundum hef ég orðað það svo að fjölmennustu útihátíðir bernsku og æsku minnar hafi verið vorsmala- mennskur í Grafardal. Í minningunni er líka oftast sól- skin, vorblíða og hiti. Þannig var veðrið allavega dag þann sem ég minnist nú á. – Vorum við Þura 13 eða 12 ára. Svo hafði atvikast að það hafði orðið að skilja eftir gemling í ullarhafti, frammi í dal. – Nú bað Jón dóttur sína að fara og finna hann. Ég bauð mig fram henni til fylgdar. – Svo fékk hann okkur sauðaklippur og hníf, því að ef við næðum gimbr- inni áttum við að rýja hana og hreinsa af henni ullarhaftið. Lagði hann ríka áherslu á að við hreins- uðum sárin á fótum hennar vel svo að þar yrði ekkert eftir af ullartægjum. Vissulega lögðum við okkur fram og til þess að hreinsa nú sárin til fulln- ustu sóttum við dýjamosa með krist- altærum vatnsdropum og þvoðum þau. Það voru stolt og kotroskin ung búkonuefni sem skiluðu Jóni bónda reyfi, klippum og vasahníf og hlutu hrós fyrir. Það liðu mörg ár þangað til ég heyrði Sigurð Brúnar segja frá því að Guðmundi Hannessyni, frænda hans, hefði hugkvæmst að nota dýjamosa til sótthreinsunar. Svona hefur móðir náttúra kennt börnum sínum að bjargast af gegn- um aldirnar. Þura fór í Gagnfræðaskólann á Akranesi. Þar vakti hún strax at- hygli fyrir góðar námsgáfur og með- ferð íslensks máls. Eftir gagnfræða- skólann fór hún í hjúkrunarnám og lauk því með prýði, starfaði síðan löngum sem hjúkrunarkona. Snemma á þeim ferli kynntist hún Sigurbirni Þorvaldssyni. Þau eign- uðust tvö börn, Margréti og Daníel. Tóku auk þess í fóstur unga frænku Sigurbjarnar, Ingibjörgu, bjuggu börnum sínum gott og traust heimili. Þura þekkti af eign raun hin nánu tengsl við landið og gróðurinn, þráði að geta kennt börnum sínum að njóta þess sama. Hún fékk aðstöðu í Vatnshorni, yfirgefnu æskuheimili mínu. Þar dvaldi hún með börn sín hluta úr ellefu sumrum. Þar kenndi hún þeim að bjargast við fábreytta aðstöðu og hlusta eftir og læra boð umhverfisins. Mér var ljúft að koma að Vatns- horni meðan fjölskyldan dvaldist þar. Viðtökurnar eins og ég væri aft- ur í foreldrahúsum. Veit að áhrif og minningar frá þessum sumardögum fylgja þeim sem nutu. Vissi hvað for- eldrum mínum þótti vænt um það samband sem hún rækti við þau. Man þegar pabbi sagði mér frá sjö- tugsafmæli sínu: „Hún Þura kom með rjómatertu á stærð við vænan tunnubotn.“ Þær mamma drifu upp veislu og buðu nánasta venslafólki og vinum. Þar eins og oftar tókst henni að skapa öðrum hamingjustund með dugnaði sínum og fórnfýsi. Ein af góðum gjöfum lífsins að hafa átt hana að vini frá bernsku til síðasta dags. Sendi samúðarkveðju öllum sem sakna. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Höskuldsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURLIÐI JÓNASSON, Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtudaginn 16. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 27. febrúar kl 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningarkort aðstandenda- félagsins Vinarhandarinnar á Seli. Jóna Aðalbjörnsdóttir, Eygló Sigurliðadóttir, Birgir Pálsson, Una Sigurliðadóttir, Þórir Haraldsson, Björn Sigurliðason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, JÓN ÞÓR ÓLAFSSON, sem lést í El Salvador sunnudaginn 12. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 28. febrúar klukkan 13.00. Breki Þór Jónsson, Ilmur Ösp Jónsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Svandís Geirsdóttir, Steingrímur Ólafsson, Marín Hrafnsdóttir, Gréta Björg Erlendsdóttir, Hannes G. Ingólfsson, Bjarnheiður Erlendsdóttir, Sigvaldi P. Gunnarsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA MARÍA AHRENS, áður til heimilis í Barmahlíð 19, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laug- ardaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 1. mars, kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeir sem vilja minnast hennar láti Félag aðstandenda Alzheimerssjúkra njóta þess, sími 898 5819. Georg Ahrens Hauksson, Ingibjörg Sveina Þórisdóttir, Erlendur Hauksson, Kristín Helgadóttir, Sonja Georgsdóttir, Ingi Haukur Georgsson, Sigrún Pétursdóttir, Ágústa Ruth Ahrens Georgsdóttir, Ragnar Páll Dyer, Ólafur Haukur Erlendsson, Sigrún Björgúlfsdóttir, Almar Þór Ingason, Annamaría Alesdotter, Haraldur Haukur Ingason og barnabarnabörn. Sendum öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður minnar og ömmu, SIGRÍÐAR EYJÓLFSDÓTTUR, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. hugheilar þakkir. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á Vífilsstöðum fyrir sérlega góða umönnun. Stella Meyvantsdóttir, Sigurður Þórarinsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför KOLBRÚNAR FRIÐÞJÓFSDÓTTUR kennara frá Litluhlíð á Barðaströnd. Jóhann Þorsteinsson, Sigurður Barði Jóhannsson, Valgerður Vésteinsdóttir, Steingerður Jóhannsdóttir, Árni B. Emanúelsson, Áróra Jóhannsdóttir, Friðþjófur Jóhannsson, Áslaug Ólöf Þórarinsdóttir, Júlíus Ragnar Pétursson, Renáta Pétursson og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ÞORSTEINS S. SIGVALDASONAR, Hraunbrún 34, Hafnarfirði. Guðleif K. Jóhannesdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, ARNVIÐ HANSEN (Alli). Guðmundur Hansen, Stefanía Hólm, Áslaug Kr. Hansen, Hilmar Snorrason, Inger Rut Hansen, Vigfús Mortens, Rósa Rögnvaldsdóttir, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar og fósturmóður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, INGUNNAR ELÍNAR ANGANTÝSDÓTTUR, Þingeyri. Nanna Magnúsdóttir, Jónas Ólafsson, Halldóra Magnúsdóttir, Kristján Haraldsson, Anton Haukur Gunnarsson, Hulda Sassoon, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.