Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSBJÖRN réðst á grunnbúðir níu breskra fjall- göngumanna við Gunnbjörnsfjall á Austur- Grænlandi seint að kvöldi laugardagsins 11. mars síðastliðins. Þeim tókst að fæla björninn frá búðunum og sluppu óskaddaðir. Björninn gjöreyðilagði eitt tjald af fimm og felldi tvö önn- ur. Twin Otter-skíðaflugvél Flugfélags Íslands, undir stjórn Bjarka Hjaltasonar flugstjóra, sótti leiðangursmennina á Grænlandsjökul síðastlið- inn sunnudag og flutti þá hingað til lands. Þykir mjög óvenjulegt að ísbjörn skyldi leggja leið sína á þessar slóðir í Watkinsfjöllum, í meira en 2.000 metra hæð yfir sjó og 60 km frá ströndinni í beina loftlínu. Skelfileg lífsreynsla Ísbjörninn kom í grunnbúðirnar klukkan 23.30 um kvöldið, að sögn Pauls Walkers, leið- angursstjóra og eiganda ferðaskrifstofunnar Tangent Expeditions International. Hann segir að árás bjarnarins hafi verið skelfilegasta lífs- reynsla sín til þessa. Björninn skemmdi þrjú af fimm tjöldum og gjöreyðilagði eitt þeirra. Sem betur fer var tjaldið, sem hann eyðilagði, mann- laust því fjórir leiðangursmanna voru á þeirri stundu í öðru tjaldi að spila Trivial Pursuit. Tvö tjaldanna reif björninn við inngangana, en hægt verður að gera við þau. Walker varð björnsins fyrst var þegar hann slæmdi hramminum í tjald hans. Walker hróp- aði til félaga sína: „Strákar, það er ísbjörn í búð- unum – Mér er alvara, strákar!“ Bangsi kíkti síðan inn um tjalddyrnar hjá Barry Roberts, að- stoðarleiðangursstjóra og Everestfara, og fé- laga hans Adrian Pedley. Þeir öskruðu sem mest þeir máttu og grýttu öllu lauslegu í björn- inn til að fæla hann frá tjaldinu og bjarga lífi sínu. Walker notaði tækifærið og stökk í birgða- tjaldið að sækja rakettublys. Fyrr en varði voru allir leiðangursmenn komir út að skjóta blysum að birninum og berja saman pottum til að hræða hann á brott. Nóttin sem í hönd fór var ekki næðissöm, samkvæmt lýsingu leiðangursmanna. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvort björninn hefði lagt á flótta enda myrkur á jöklinum. Kveikt var á öllum tiltækum prímusum og þeim raðað í kringum tjöldin. Eins var stungið niður skíðum til að girða tjöldin af. Svo stóðu félagarnir vakt- ina og framleiddu hávaða sem mest þeir máttu í 25°C frosti, þar til birti tíu tímum síðar. Til vara var vafið sokkum um endann á skíðastöfum og eldsneyti haft tiltækt til að útbúa kyndla ef björninn gerðist aftur nærgöngull. Hann kom einu sinni um nóttina í um 100 metra fjarlægð frá búðunum, en var hrakinn á brott með sko- teldum. „Leiðangursmenn stóðu allir saman og við er- um fegnir að hafa sloppið lifandi,“ segir Walker. „Þetta hefði vel getað farið illa. En þetta dregur ekki úr því afreki okkar að verða fyrstir til að klífa tind Gunnbjörnsfjalls að vetri til.“ Mjög óvænt heimsókn Walker sagði í samtali við Morgunblaðið að heimsókn ísbjarnarins hefði komið leiðang- ursmönnum mjög á óvart. „Við bjuggumst ekki við að sjá ísbjörn svo hátt, í meira en 2.000 metra hæð yfir sjó, og 60 km frá ströndinni. Björninn hefur ekki komist beina leið frá ströndinni að grunnbúðunum svo hann hefur lagt að baki minnst 80–90 km að búðunum. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Walker kvaðst hafa skipulagt meira en 130 fjallgönguferðir og skíðagönguferðir til Græn- lands á síðustu 20 árum. „Við höfum aldrei fyrr séð ísbjörn eða ísbjarnaspor uppi í fjöllunum, en höfum séð ísbjarnaspor á hafísnum við strönd- ina,“ sagði Walker. Hingað til hefur Walker ávallt tekið með riffil sér til varnar í leiðangra til Grænlands. Leið- angursmenn urðu sammála um að sleppa því að taka riffilinn að þessu sinni. „Þessi leiðangur var svo krefjandi og við þurftum að hafa sem léttastar byrðar. Við vissum að við gætum ekki burðast með fimm kílóa riffil og skotfæri á jökl- inum. Þar eð þetta svæði hefur verið talið eitt hið öruggasta á Grænlandi varðandi þá ógn sem stafar af ísbjörnum ákváðum við í fyrsta sinn að taka ekki með riffil. Það var sameiginleg ákvörðun okkar. Hitastigið var -30°C og fór nið- ur fyrir -40°C. Við vissum að það yrði erfitt að ferðast með það allra nauðsynlegasta og urðum að sleppa ýmsu og riffillinn var eitt af því. En við munum taka með riffil ef við förum aftur að vetri. Við vorum engu að síður með annan bún- að til að fæla frá birni, margar gerðir af blysum og skoteldum. Það virkaði og hræddi björninn.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Walker fer að vetrarlagi í Watkinsfjöll, mesta hálendi Græn- lands. Leiðangursmenn urðu fyrstir til að klífa Gunnbjörnsfjall, sem er 3.693 m hátt og hæsta fjall á norðurslóðum, að vetri til. Þá varð Barry Roberts fyrstur til að svífa af fjallinu í svifvæng (paraglide). Lagði hann upp í svifið rétt neðan við tindinn, í 3.500 m hæð, og lenti við grunn- búðirnar um 1.100 m neðar. Bað um flugvél sem fyrst Walker hafði samband við Friðrik Adolfsson, sölustjóra leiguflugs hjá Flugfélagi Íslands, af jöklinum sagði að veðrið hefði verið svo gott að leiðangursmenn hefðu lokið öllu sem þeir ætl- uðu að gera fyrr en þeir ætluðu. Bað hann því um að heimflutningi yrði flýtt en upphaflega var ætlunin að sækja leiðangursmenn 17. mars. Síð- degis laugardaginn 11. mars hafði Walker sam- band og þá sagði Friðrik honum að veðurútlit væri ekki nógu gott fyrir sunnudaginn en þokkalegt útlit á mánudag. Þeir myndu reyna að koma þá. „Svo hringdi hann í mig um miðnætti á laug- ardagskvöld og sagði að bangsi hefði komið í búðirnar og ráðist á þá. Bað hann um að við kæmum eins fljótt og við gætum. Hann hringdi svo aftur klukkan sjö á sunnudagsmorgun og endurtók að þeir yrðu sóttir sem fyrst. Þá setti ég allt í gang,“ sagði Friðrik. Skíðaflugvél Flug- félags Íslands fór frá Akureyri á sunnudag og lenti á jöklinum við Gunnbjörnsfjall. Þaðan var haldið til Ísafjarðar með leiðangursmennina. Friðrik sagði að þeir hefðu flogið fyrir Walker á Grænlandsjökul allt frá 1987. Friðrik segir að ísbjörn hafi verið skotinn, ekki langt frá þessum stað, að sumri til 1988 eða þar um bil. Ísbjörn réðst á breska fjallgöngumenn á Grænlandi Walker hrópaði til félaga sinna: „Strákar, það er ísbjörn í búðunum – mér er alvara, strákar!“ Bangsi kíkti síðan inn um tjalddyrnar hjá Barry Roberts og félaga hans, Adrian Pedley. Ljósmynd/Paul Walker Paul Walker fjallgöngukappi á tindi Gunn- björnsfjalls, hæsta fjalls Grænlands. Þetta var í fyrsta sinn sem fjallið er klifið að vetri til. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is UM 370 skráðar efnislegar athuga- semdir höfðu borist vegna endur- skoðunar á aðalskipulagi Akureyrar, sem gilda á til ársins 2018, þegar frestur rann út á föstudag. Hópur fólks var þar saman kominn skömmu áður en fresturinn rann út og voru forsvarsmönnum bæjarins afhentar formlega ýmsar athugasemdir og undirskriftalistar vegna skipulagsins. Líklegt er að sögn Guðmundar Jó- hannssonar formanns umhverfisráðs bæjarins að þetta sé mesti fjöldi at- hugasemda sem borist hefur vegna aðalskipulags. Um helmingur athuga- semdanna er vegna tengibrauta, einkum Dalsbrautar og einnig Mið- húsabrautar. Ragnar Sverrisson kaupmaður af- henti undirskriftalista með nöfnum tæplega 700 íbúa vegna miðbæjarins og einnig frá stýrihópi um verkefnið Akureyri í öndvegi, en sú athugasemd snýst um að íþróttavallasvæðið sé skilgreint í skipulagstillögunni ein- göngu undir íbúðabyggð og útivistar- svæði. Bendir hópurinn á að vilji íbúa bæjarins sé í þá veru að verslun rísi við jaðar miðbæjarsvæðisins. Friðbjörn Möller formaður For- eldraráðs Brekkuskóla afhenti lista með nöfnum rúmlega 720 manns, íbúa á Brekkunni og í Naustahverfi þar sem mótmælt er harðlega að fallið verði frá lagningu Dalsbrautar. Einnig hafði hann í fórum sínum lista með nöfnum 150 manna sem mótmæla því harðlega að Miðhúsa- braut verði færð upp fyrir Mjólkur- samlag. Þá hafði Kristján Víkingsson dreift mótmælabréfi til íbúa í Teiga-og Naustahverfum og íbúa við Mýrar- veg, alls um 600 manns, en hann vakti athygli á áhrifum þess á umferð um hverfin, að Dalsbraut verði ekki lögð. Jón Ívar Rafnsson afhenti lista með nöfnum 60 íbúa við Þórunnarstræti sem telja að verði ekki af lagningu Dalsbrautar muni það valda stórauk- inni umferð um götuna með aukinni slysahættu, en umferðarþungi sé nú þegar orðinn alltof mikill á álagstím- um. Því fylgi aukin mengun; hávaði, svifryk og efnamengun. Ármann Jóhannesson sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs tók við at- hugasemdunum og þakkaði bæjarbú- um þann áhuga sem þeir sýndu að- alskipulaginu og kvaðst hann vona að farsælar lausnir fyndust á þeim mál- um sem þær einkum snerust um. At- hugasemdir verða flokkaðar og skráð- ar og þeim svarað að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar deildarstjóra skipulags- og byggingadeildar og síð- an sendar umhverfisráði til umfjöllun- ar. Þá verða teknar ákvarðanir innan bæjarkerfisins hvort tillit verði tekið til athugasemda og þær að nýju lagð- ar fyrir bæjarstjórn. Pétur Bolli sagði að þessi ferill þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur, það færi m.a. eftir fundatíma ráðsins og bæjarstjórnar. Aldrei fleiri at- hugasemdir borist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.