Morgunblaðið - 19.03.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 19.03.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 51 AUÐLESIÐ EFNI Banda-rísk stjórn-völd ákváðu á miðviku-daginn að minnka varnar-viðbúnað mikið á Keflavíkur-flugvelli. Þyrlur og her-þotur varnar-liðsins verða fluttar í burtu fyrir lok september. Banda-ríkin hafa haft varnar-lið hér síðan árið 1951. Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra segir á-kvörðunina hafa valdið vonbrigðum. Hann hefur sent George Bush, for-seta Banda-ríkjanna, bréf og beðið Jaap de Hoop Scheffer, fram-kvæmda-stjóra NATO, að ræða á morgun við Banda-ríkja-forseta um stöðuna sem hér er komin upp í varnar-málum. Geir H. Haarde utanríki-ráðherra segir að Banda-ríkja-stjórn hafi lengi viljað flytja orrustu-vélar sínar þangað sem meiri þörf er fyrir þær en hér á landi. Í staðinn vilja Banda-ríkja-menn bjóða upp á varnar-viðbúnað sem hentar betur nýjum tímum. Geir segir að full-trúar land-anna muni hittust til að ræða hvernig Banda-ríkin geti staðið við skuld-bindingar sínar sam-kvæmt varnar-samningnum. Í við-ræðunum verður rætt sér-staklega um nánara sam-starf um varnir gegn hryðju-verkum og alþjóð-legri glæpa-starfsemi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-maður Sam-fylkingar, segir þessa niður-stöðu Bandaríkja-manna ekki koma á óvart því að N-Atlants-hafið væri öruggasti hluti heimsins í dag. Herþotur og þyrlur fara Morgunblaðið/RAX Flug-völlur varnar-liðsins. Slobodan Milosevic, fyrr-verandi for-seti Júgóslavíu, fannst látinn í fang-elsi stríðs-glæpa-- dóm-stólsins í Haag, síðasta laugar-dag. Hann var 64 ára. Krufning benti til að hann hefði dáið úr hjarta-áfalli. Milosevic var á-kærður fyrir þjóðar-morð og glæpi gegn mann-kyninu í stríðinu á Balkan-skaga, og m.a. fyrir morð á 8.000 múslímum í Bosníu. Fjöl-miðlar í Serbíu og fjöl-skylda Milosevics segja dóm-stóllinn bera á-byrgð á dauða hans þar sem hann fékk ekki að fara til Rúss-lands í læknis-- með-ferð. Milosevic sagðist daginn áður en hann dó halda að eitrað hefði verið fyrir honum. Carla Del Ponte, aðal-sak-sóknari stríðs-- glæpa-dóm-stólsins, segir þetta sögu-sagnir. Hún sagði það líka „mikla synd fyrir rétt-lætið“ að Milosevic skyldi hafa dáið áður en réttar-höldunum lyki. Það svipti fórnar-lömbin rétt-læti sínu. Milosevic hefur verið lýst sem ó-freskju í manns-mynd. Hann stóð fyrir 4 styrj-öldum á Balkan-skaga, sem kostuðu um 200.000 manns lífið og 3 milljónir misstu heim-ili sín. Milosevic iðraðist aldrei og sagðist stoltur af gjörðum sínum. Stuðnings-menn Milosevics eru reiðir yfir því að hann hafi ekki fengið opin-bera viðhafnar-útför, en hann var jarð-settur í gær í heimabæ sínum Pozarevac. Slobodan Milosevic látinn Reuters Stuðnings-menn Milosevics við kistu hans í Byltingar-safn- inu í Bel-grad. Á miðviku-daginn fóru fram upp-tökur á mynd-bandinu við lagið „Til ham-ingju Ísland“ með Silvíu Nótt. Eins og allir vita keppir lagið fyrir hönd Íslands í Evró-visjón söngva-kepninni sem haldin verður í Aþenu 18. og 20. maí næst-komandi. Tökur fóru fram í Loft-- kastalanum í Reykja-vík og þeim stjórnaði Gaukur Úlfarsson. Hann var einnig samstarfs-maður Silvíu Nóttar við gerð sjónvarps-- þáttanna „Sjáumst með Silvíu Nótt“, auk þess sem hann samdi textann við lagið ásamt Silvíu Nótt. Þema mynd-bandsins er að „tíundi ára-tugurinn sé hinn nýi níundi ára-tugur“, og skiptir Silvía Nótt oft og mörgum sinnum um búninga á þeim 3 mínútum sem lagið er. Í mynd-bandinu fær Silvía Nótt auðvitað að-stoð frá vinum sínum Pepe og Romario, en einnig frá Ís-lenska dans-- flokknum. Mynd-bandið verður frum-sýnt hér á landi um miðjan apríl-mánuð. Silvía Nótt gerir mynd-band Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silvía Nótt og vinir í góðum gír á töku-stað. Héraðs-dómur Reykja-víkur sýknaði á miðviku-daginn alla sex ákærðu í Baugs-málinu, af öllum átta ákæru-liðum. Jón Gerald Sullenberger var lykil-vitni ákæru-valdsins í ákæru vegna tolla-laga-brota. Fram-burður hans þótti ekki sann-færandi þar sem vitað er að hann ber þungan hug til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl-skyldu hans. Banda-rískur bíla-sali, Ivan G. Motta, þótti heldur ekki trú-verðugt vitni. Þau sönnunar-gögn sem ákæru-valdið lagði fram í málinu, þóttu ekki vega upp ótrú-verðug-leika vitn-anna. Héraðs-dómur féllst heldur ekki á að fjórir á-kærðu hefðu sett fram rangar upp-lýsingar í árs-reikningum Baugs. Lánin sem forsvars-menn Baugs fengu frá félaginu, þóttu ekki eigin-leg lán. Sigurður Tómas Magnússon, settur sak-sóknari í málinu, segir að á næstu vikum verði á-kveðið hvort á-frýjað verði til Hæsta-réttar, og hvort gefin verði út ný á-kæra í þeim 32 liðum sem vísað var frá dómi. Hreinn Loftsson, stjórnar-formaður Baugs, segir að nú verði kannað hvort hægt sé að krefjast skaða-bóta frá yfir-völdum. Allir sýknaðir Morgunblaðið/ÞÖK Sigurður Tómas svarar frétta-mönnum. Samkomu-lag um vatna-lög Samkomu-lag náðist á þriðjudags-kvöld milli allra þing-flokka um frum-varpið til nýrra vatna-laga. Gildis-töku laganna er frestað til 1. nóvember 2007. Sam-fylkingin segist ætla að beita sér fyrir því að leitað verði sátta um breyt-ingar á lögunum eftir næstu kosningar. Vinstri hreyfingin – grænt fram-boð mun reyna að fá lögin af-numin. Eldur á Breiðdals-vík Á þriðju-daginn varð mikill eldur laus í frysti-húsinu á Breiðdals-vík. Tók 14 klukku-stundir að slökkva eldinn. Lík-legt er að bilun hafi orðið í rafmagns-búnaði tengdum dælunum. Miklar skemmdir urðu á eldri hluta hússins, m.a. er allt í véla-salnum ónýtt. Stefnt er að því að hefja starf-semina á ný strax eftir helgi, en þar starfa um 40 manns. Stúdentar mót-mæla Franska þingið sam-þykkti ný-lega lög um 2 ára ráðningar-samninga við fólk undir 26 ára aldri, þar sem vinnu-veitendur geta rift samningnum fyrir-vara-laust. Hundruð þúsundir stúdenta um allt Frakk-land hafa mótmælt lögunum. Lögreglan hefur hand-tekið mót-mælendur, beitt tára-gasi og öflugum vatnsdælum á þá, en þeir svara með því að kasta grjóti í lög-reglu og kveikja í bílum. Taka þarf á for-dómum Rio Ferdinand, mið-vörður Manchester United og enska lands-liðsins, segir að nú þurfi Alþjóða-knattspyrnu-sam- bandið, FIFA, og Knatt-- spyrnu-samband Evrópu, UEFA, að taka kynþátta-fordóma á knatt-spyrnu-völlum föstum tökum. Hingað til hafi verið tekið á málum með silki-hönskum. Stutt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.