Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 4
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Garðar Örn Úlfarsson,
fyrrverandi ritstjóra vikuritsins Hér
& nú, til að greiða tónlistarmanninum
Bubba Morthens 700 þúsund krónur í
miskabætur fyrir myndbirtingu af
Bubba með vindling í munni undir
fyrirsögninni „Bubbi fallinn!“ í 4.
tölublaði 1. árgangs vikuritsins. Um-
mælin voru ennfremur dæmt dauð og
ómerk. Garðar Örn var jafnframt
dæmdur til að greiða 500 þúsund
krónur í málskostnað. 365-prentmiðl-
ar voru hins vegar sýknaðir af sömu
kröfum.
Í máli Bubba kom fram að um-
ræddar myndir, á forsíðu og einnig
inni í ritinu Hér & nú, hefðu verið
teknar án hans vitundar og samþykk-
is. Í vali á fyrirsögn hefði falist æru-
meiðandi aðdróttun í hans garð og að-
eins til þess að vekja athygli og auka
sölu. Þar að auki segist Bubbi hafa
viðurværi af ímynd sinni og heimili
hann notkun hennar og komi fram í
auglýsingum. Hann starfi talsvert í
sjónvarpi, m.a. í þáttum sem höfði til
yngra fólks og barna og því nauðsyn-
legt að ímynd hans bíði ekki hnekki.
Bubbi fór fram á 20 milljóna króna
skaðabætur og taldi það nauðsynlega
upphæð með hliðsjón af almennum og
sérstökum varnaðarsjónarmiðum.
Vikuritið væri gefið út í hagnaðar-
skyni og hvatir á bakvið umfjöllun um
hann væru aðeins hagnaðarvon. Þá
væri útgefandinn stöndugt fyrirtæki
og að baki því stæði enn öflugra fyr-
irtæki.
Engin tilvísun í vímuefnaneyslu
Í málflutningi stefndu kemur fram
að Bubbi sé „almannapersóna“ og þá
stöðu hafi hann skapað sér sjálfur.
Fjallað hafi verið um tónlist, neyslu-
venjur, fjölskyldu og lífstíl hans á op-
inberum vettvangi og hann hafi á öll-
um ferli sínum nýtt sér fjölmiðla til að
kynna sig. Þá hafi hann opinberlega
tjáð sig um baráttu sína við eiturlyf,
áfengi og tóbak. Því hafi það þótt
fréttnæmt að birta myndir af Bubba
þar sem auðséð var að hann væri
byrjaður að reykja aftur. Textinn
þótti einnig vel við hæfi og af mynd-
inni hefði hverjum manni verið það
ljóst að Bubbi hefði fallið á tóbaks-
bindindi. Einnig kom fram í máli
stefndu að sögnin að falla merkti m.a.
að rjúfa bindindi og að í íslenskri
orðabók kæmi ekki fram tilvísun til
merkingarinnar að hefja vímuefna-
neyslu á ný.
Stefndu byggðu jafnframt á því að
myndatakan og birting hennar hefði
verið heimil. Myndin hefði ekki verið
tekin úr launsátri og stefnandi hefði
ekki notið réttar til friðhelgi einkalífs
á þeim stað er hann var staddur. Slík-
ar myndbirtingar væru ennfremur
alvanalegar og ekkert í lögum sem
bannaði þær. Fréttin hefði og ekki
verið röng og fæli ekki í sér gildisdóm
eða ærumeiðingu.
Óheimilt að taka mynd
af einstaklingi í bíl
Í niðurstöðu héraðsdóms segir að
allflestir Íslendingar þekki lista-
mannsnafnið Bubbi og þekki hann á
myndum. Þorra þjóðarinnar sé það
kunnugt að hann hafi neytt ólöglegra
vímuefna á árum áður og að hann sé
hættur þeirri neyslu. Í þessu sam-
bandi sé því ekki unnt að skilja fyr-
irsögn Hér & nú öðruvísi en svo að
fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að
neyta vímuefna.
Þar segir jafnframt að tóbaksnotk-
un Bubba hafi aldrei verið mikið til
umfjöllunar og því ekki hægt að fall-
ast á þá fullyrðingu að augljóslega sé
vísað til þess að Bubbi sé byrjaður að
reykja aftur. Eins og hún hafi verið
sett fram feli hún í sér aðdróttun og
ljóst sé að hún hafi verið höfð uppi
gegn betri vitund og verið dreift op-
inberlega.
Jafnframt segir að telja verði að
myndataka af manni sem situr í bif-
reið sé óheimil á sama hátt og mynda-
taka á heimili hans, en tekið er fram
að við sérstakar aðstæður kunni hún
að vera heimil. Ekki sé hægt að telja
ökuferð Bubba eða dvöl hans í
Reykjavík sérstaklega fréttnæma og
hún hafi ekki þýðingu í almennri
þjóðfélagsumræðu. Sama segir dóm-
urinn um þær staðreyndir að hann
var að tala í farsíma og með vindling í
munni. Myndatakan og birting
myndanna er því dæmd tilefnislaus.
Héraðsdómarinn Jón Finnbjörns-
son kvað upp dóminn. Sigríður Rut
Júlíusdóttir hdl. sótti málið fyrir
Bubba en Einar Þór Sverrisson hdl.
varði Garðar Örn Úlfarsson og 365-
prentmiðla.
Bubba Morthens dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur vegna brots á friðhelgi
Ummælin „Bubbi
fallinn“ dæmd ómerk
4 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BUBBI Morthens var ekki við-
staddur dómsuppkvaðninguna í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
dag en hann er staddur erlendis.
Hann hafði því ekki lesið dóms-
orðin þegar Morgunblaðið náði af
honum tali en sagðist hafa rætt
við Sigríði Rut Júlíusdóttur, lög-
fræðing sinn, sem tjáði honum
inntak dómsins.
„Eins og dómurinn kemur mér
fyrir sjónir er hann alla vega
skilaboð og mjög kröftug skila-
boð til þessara manna,“ sagði
Bubbi og bætti við: „Fyrir mér
myndi ég túlka dóminn sem
kjaftshögg á þessa ritstjórn-
arstefnu.“
Bubbi fór fram á 20 milljónir
króna í miskabætur en upphæðin
nam að lokum 1,2 milljónum
króna. Þrátt fyrir talsvert minni
upphæð var Bubbi ánægður með
dóminn. „Ég er afskaplega glaður
með þennan dóm. Það finnur hver
venjulegur maður fyrir því að
greiða rúma milljón og fyrirtæki
meira að segja líka. Sigríður Rut
fór fram á stóra og mikla upphæð
en engu að síður rekur mig ekki
minni til þess að svona há upphæð
hafi verið dæmd í samskonar máli
á Íslandi,“ segir Bubbi og bætir
við að stórkostlegt sé að ummælin
á forsíðu ritsins séu dæmd dauð
og ómerk.
„Ég get ekki verið annað en
sáttur og sérstaklega vegna fram-
komu þeirra við okkur þegar
reynt var að fá fyrirsögninni
breytt eða afsökunarbeiðni. Þá
var hrokinn svo yfirgengilegur að
það var hálfleiðinlegt,“ segir
Bubbi sem lofaði störf Sigríðar
Rutar og sagðist alltaf hafa borið
gæfu til að velja rétt fólk til að
vinna með í gegnum ævina.
Bubbi segist
telja að málinu
verði áfrýjað
og mun taka
því eins og
öðru. „Ef þeir
vilja leika
þennan leik, þá
spila ég með.
Þeir byrjuðu
og ég tók dans-
inn við þá. Nú er búið að segja að
þeir kunni ekki sporin og nú verð-
um við að sjá hvort þeir þrjóskist
við.“
Stefnumarkandi dómur
Einar Þór Sverrisson, verjandi
Garðars Arnar Úlfarssonar og
365-prentmiðla, segir enga
ákvörðun hafa verið tekna um
hvort dómnum verði áfrýjað. Far-
ið verður yfir málið á næstu dög-
um og ákvörðun væntanlega tek-
in í kjölfarið. „Þetta er nátt-
úrulega stefnumarkandi dómur
og er að kveða upp úr um ákveðin
atriði eins og myndatöku á förn-
um vegi, sem ekki hefur verið
gert áður. Þannig að ég teldi ekki
óeðlilegt að fá niðurstöðu Hæsta-
réttar,“ segir Einar Þór sem telur
dæmdar miskabætur jafnframt
mjög háar og nánast sambæri-
legar við alvarlegar líkamsárásir.
Spurður um túlkun dómsins um
myndatökur af einstaklingum
inni í bifreiðum og að dómarinn
skuli leggja það að jöfnu við heim-
ili segir Einar það umdeilanlega
niðurstöðu. „Það er á hreinu að
fjölmiðlar vilja ekki vinna í and-
stöðu við lög og lagatúlkanir í
samfélaginu en ég ítreka það að
ég á eftir að fara ítarlega yfir nið-
urstöðu dómsins með skjólstæð-
ingi mínum,“ segir Einar Þór.
Kjaftshögg á
ritstjórnarstefnuna
Bubbi Morthens
KRISTILEGA sjónvarpsstöðin
Gospel Channel sem starfrækt er í
tengslum við sjónvarpsstöðina
Omega hefur keypt Ljósafossskóla í
Grímsnesi ásamt íþróttahúsi og
þremur íbúðarhúsum. Þangað er
fyrirhugað að flytja starfsemina
sem nú er á Grensásvegi 8 í Reykja-
vík.
Grímsnes- og Grafningshreppur
tók í haust í notkun nýjan grunn-
skóla á Borg í Grímsnesi og eftir
það var Ljósafossskóli auglýstur til
sölu. Hafa verið viðræður við ýmsa
tilboðsgjafa, þangað til nú að eign-
irnar voru seldar Gospel Channel
fyrir milligöngu Fasteignakaupa.
Söluverðið er ekki gefið upp.
Margrét Sigurðardóttir sveit-
arstjóri segir að sveitarfélagið hafi
í þessu söluferli fyrst og fremst litið
til þess hvaða verð fengist fyrir
eignirnar en tekur fram að ekki
spilli fyrir að fá nýja starfsemi inn í
sveitarfélagið.
Gospel Channel sjónvarpar
kristilegu efni um Evrópu og Mið-
Austurlönd í tengslum við kristi-
legu sjónvarpsstöðina Omega hér á
landi.
Kristileg sjónvarps-
stöð á Ljósafossi
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
HÓPFERÐIR
FERÐUMST SAMAN
Verðdæmi á www.icelandair.is/hopar.
Hafið samband á hopar@icelandair.is
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6
Hópadeild Icelandair hefur mikla reynslu af að
skipuleggja utanlandsferðir fyrir hópa sem vilja
lyfta sér upp og fara saman til útlanda.
Lágmarksþátttaka er 20 manns.
Safnaðu
Vildarpunktum
ICELANDAIR Group hefur keypt
allt auglýsingarými í Morgunblaðinu
í dag, að undan-
teknum smáaug-
lýsingum og rað-
auglýsingum.
Blaðið er prent-
að í 120 þúsund
eintökum í dag
og því dreift um
land allt, svo og
stærra upplagi
en vanalega í
flugvélum Ice-
landair. Jón Karl Ólafsson, forstjóri
Icelandair, segir að þessi auglýs-
ingapakki í Morgunblaðinu í dag sé
upphafið að auglýsinga- og ímynd-
arherferð fyrirtækjanna innan Ice-
landair Group sem standa á næstu
vikur og mánuði.
„Við erum sífellt að leita nýrra
leiða til að kynna starfsemi okkar og
við ákváðum að fara þessa leið. Við
þurftum að finna góðan auglýsinga-
miðil til að spila þetta með okkur og
Morgunblaðið var til í það,“ sagði
Jón Karl ennfremur. „Við vonumst
til þess að auglýsingarnar veki at-
hygli og að sem flestir sjái þá nýju
sýn sem verið er að kynna og nýtt út-
lit.“
Kynna þátt fyrirtækisins
í íslensku samfélagi
Jón Karl segir að auglýsingarnar í
blaðinu í dag snúist um að kynna
þann þátt sem fyrirtæki Icelandair
Group eiga í íslensku samfélagi.
Einnig sé verið að auglýsa leiðakerfi
Icelandair og áfangastaði, ýmis til-
boð, hversu margar flugvélar séu í
rekstri og þar fram eftir götunum.
„Við erum stórt fyrirtæki á íslenskan
mælikvarða, með 2.500 til 3.000
starfsmenn, flytjum milli fjögur og
fimm þúsund farþega á dag og fyr-
irtækið er með árlega veltu upp á um
50 milljarða króna,“ segir forstjórinn
einnig. Hann segir sífellt leitað leiða
til að koma á óvart í kynningarstarf-
semi fyrirtækisins og vekja þannig
athygli á starfsemi þess. „Við von-
umst til að ná til nánast allra Íslend-
inga með þessu og erum að setja í
gang ákveðna auglýsingaherferð í
kjölfarið sem á eflaust eftir að
standa í nokkra mánuði.“
Fjárfest í kynningu
Jón Karl sagði herferðina, bæði
auglýsingarnar í Morgunblaðinu í
dag og það sem siglir í kjölfarið,
kosta sitt en var ekki tilbúinn að til-
greina kostnaðinn. Leggja þyrfti í
ákveðna fjárfestingu til að kynna
fyrirtækið á nýjum grunni, eina ís-
lenska flugrekandann. Hann sagði
hugmyndina að auglýsingapakkan-
um í Morgunblaðinu hafa kviknað
fyrir um mánuði og að herferðin öll
væri unnin í samstarfi við Íslensku
auglýsingastofuna og erlenda aðila. Í
einni auglýsingunni skrifar forstjór-
inn ávarp til lesenda þar sem hann
segir að Icelandair Group búi að
þekkingu og reynslu í ferða- og flug-
þjónustu sem spanni sjö áratugi. Nú
sé verið að leggja upp til móts við
nýja framtíð og fyrirtækjunum hafi
verið mörkuð ný stefna og ný viðhorf
í samræmi við breytta heimsmynd.
Icelandair Group með
allar auglýsingar
Morgunblaðsins í dag
Jón Karl Ólafsson
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is