Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hverjir
græddu mest
í Kauphöllinni?
á morgun
Afkoma úrvalsvísitölu-
félaganna á síðasta ári
SIGURÐUR Georgsson,
hæstaréttarlögmaður,
lést í Reykjavík hinn 27.
mars sl., 59 ára að aldri.
Sigurður var fæddur 27.
september 1946 í
Reykjavík, en foreldrar
hans voru þau Georg
Sigurðsson, kennari, og
Ásta Bergsteinsdóttir,
húsfreyja. Sigurður læt-
ur eftir sig sambýlis-
konu, Heiðrúnu Báru
Jóhannesdóttur, þrjú
börn og þrjú barnabörn.
Sigurður útskrifaðist
sem stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1966, og lauk cand.juris prófi frá
Háskóla Íslands árið
1972. Hann varð hér-
aðsdómslögmaður
árið 1973 og hæsta-
réttarlögmaður 1986.
Hann rak málaflutn-
ingsstofu frá 1972 til
síðasta dags, sat í
varastjórn Lög-
mannafélags Íslands
frá 1975 til 1977, og
var jafnframt fram-
kvæmdastjóri
Tæknifræðingafélags
Íslands og Lífeyris-
sjóðs Tæknifræð-
ingafélags Íslands
um margra ára skeið frá árinu
1973.
Andlát
SIGURÐUR
GEORGSSON
ÞINGMENN Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs vilja að
Alþingi vísi frá frumvarpi iðn-
aðarráðherra um stofnun hluta-
félags um Rafmagnsveitu ríkisins.
Annarri umræðu um frumvarpið
lauk í gær. Með frumvarpinu er rík-
isstjórninni falið að stofna hluta-
félag sem taki við rekstri Raf-
magnsveitna ríkisins. Félagið
verður að fullu í eigu ríkisins. Gert
er ráð fyrir að eignir og skuldir nú-
verandi fyrirtækis renni til hins
nýja hlutafélags, Rarik hf.
Meirihluti iðnaðarnefndar þings-
ins mælir með því að frumvarpið
verði samþykkt, með fáeinum
breytingum. Þingmenn Samfylk-
ingarinnar taka undir það en leggja
þó til að fjármálaráðherra fari með
eignarhlut ríkisins í hlutafélaginu í
stað iðnaðarráðherra, eins og frum-
varpið gerir ráð fyrir.
Þingflokkur vinstri grænna vill
hins vegar að frumvarpinu verði
vísað frá, eins og áður sagði. Þing-
menn vinstri grænna segja m.a. í
frávísunartillögu sinni að hluta-
félagavæðing Rarik sé liður í yf-
irlýstum markmiðum stjórnvalda
um að einkavæða raforkukerfið og
búa orku- og dreifingarfyrirtæki
landsmanna undir sölu á almennum
markaði. „Þau áform eru andstæð
hagsmunum almennings í landinu,“
segja þingmennirnir.
Þingmenn VG vilja vísa frá frumvarpi
um hlutafélagavæðingu Rarik
SENDINEFND frá Georgíu heimsótti Alþingi í gær, en
í henni voru m.a. Giorgi Manjgaladze, varautanrík-
isráðherra Georgíu, og Konstantine Gabashvili, for-
maður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Þeir
báru forseta Alþingis heimboð frá forseta þings
Georgíu.
„Þetta var ánægjuleg heimsókn, en þetta er í fyrsta
skipti sem þessir gestir sækja Ísland heim,“ sagði Sól-
veig Pétursdóttir, forseti Alþingis.
Georgíska sendinefndin fundaði í utanríkisráðuneyt-
inu í gær, auk þess að ræða við íslenska þingmenn úr
utanríkismálanefnd, og fulltrúa úr íslandsdeild NATO-
þingsins. Sólveig segir ýmislegt hafa verið rætt á þess-
um fundum, m.a. hugsanlega aðild Georgíu að NATO.
Morgunblaðið/Eyþór
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, tók á móti Giorgi Manjgaladze, varautanríkisráðherra Georgíu, (til vinstri)
og Konstantine Gabashvili, formanni utanríkismálanefndar georgíska þingsins, þegar þeir komu í Alþingishúsið.
Fulltrúar Georgíu heimsóttu Alþingi
KURR er í þingmannaliði Sjálfstæð-
isflokksins vegna þess að ekki var
búið að afgreiða frumvarp Valgerðar
Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, um Nýsköpunarmiðstöð
úr þingflokknum, þegar ráðherra
boðaði fjölmiðla til fundar til að
kynna málið á mánudag.
Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir
það hafa verið regluna hingað til að
gefa þingflokkunum þann tíma sem
þeir þurfi til að afgreiða frumvörp
áður en farið er með þau í fjölmiðla,
og er ósáttur við þessi vinnubrögð
iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Ég
vona bara að þetta hafi verið fljót-
færni [hjá Valgerði],“ segir Einar
Oddur.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því
að Byggðastofnun, Iðntæknistofnun
og Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins sameinist í Nýsköpunar-
miðstöð Íslands. Þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins fékk frumvarpið í
gær, en á sama tíma og flokkurinn
ræddi frumvarpið sín á milli kynnti
Valgerður það fyrir fjölmiðlum.
Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi mál-
ið þó ekki á fundi sínum í gær, og
reiknar Einar Oddur með því að það
verði rætt aftur í þingflokknum í
dag, þingflokkurinn taki bara þann
tíma sem hann þurfi.
„Þarna er verið að fjalla um
Byggðastofnun, sem er mjög við-
kvæmt mál, og þarna er verið að
fjalla um það að sameina hana tveim-
ur öðrum stofnunum,“ segir Einar
Oddur. Hann sat fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins í nefnd sem fjallaði
um framtíð Byggðastofnunar, en
hann segir tillögur þeirrar nefndar
ekki endurspeglast á nokkurn hátt í
frumvarpi ráðherra.
„Ég tel það mjög brýnt að við-
halda Byggðastofnun, og tel að það
séu mörg svæði á landinu þar sem
byggð standi ákaflega höllum fæti,
og það sé lífsnauðsyn fyrir stjórn-
völd á hverjum tíma að hafa ein-
hverja stofnun sem getur komið og
aðstoðað veikustu byggðirnar,“ segir
Einar Oddur, sem segist afar ósáttur
við frumvarpið.
Full samstaða
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segist ekki
skilja gagnrýni Einars Odds, enda
hafi frumvarp um Nýsköpunarmið-
stöð Íslands verið kynnt rækilega
fyrir þingflokkunum áður en það var
rætt í ríkisstjórn, og full samstaða sé
um efni þess milli Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks.
„Ég undrast þessi ummæli hans,
því ég hef átt fjölda funda með ráð-
herrum Sjálfstæðisflokksins um
þetta mál, og þar að auki tekið það
marg oft upp í ríkisstjórn,“ segir
Valgerður. „Miðað við alla þessa
kynningu finnst mér þetta afar sér-
kennilegt útspil hjá honum.“ Hún
segir frumvarpið byggja á greinar-
gerð nefndar sem Einar Oddur átti
sæti í, sem skilað hafi sameiginlegri
greinargerð.
Búið að kynna vel
Spurð hvort ekki hefði verið rétt
að bíða með að kynna frumvarpið
fyrr en eftir að samstarsflokkurinn í
ríkisstjórninni hafi fjallað formlega
um málið sagði Valgerður: „Það eru
mjög mörg dæmi þess að mál séu
kynnt með þessum hætti, ekki síst
þegar búið er að kynna þau svona vel
í báðum stjórnarflokkunum, eins og
er í þessu tilviki. En á blaðamanna-
fundinum afhenti ég að sjálfsögðu
engin frumvörp, heldur fór yfir mál-
ið í stórum dráttum.“
Sjálfstæðismenn ósáttir vegna kynningar á frumvarpi
Ekki búið að afgreiða
frumvarpið úr þingflokki
STURLA Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði á Alþingi í gær að ekki
væri skynsamlegt að nema úr gildi
heimild Bandalags íslenskra leigubif-
reiðastjóra til þess að gefa út há-
marks ökutaxta leigubifreiða, en
samkvæmt úrskurði Samkeppnis-
eftirlitsins á að afnema þessa heimild
1. maí nk.
„Það hefur verið afstaða sam-
gönguráðuneytisins að ekki væri
skynsamlegt, við þessar aðstæður
þar sem leyfin eru takmörkuð, að af-
nema þetta hámarksgjald. Sam-
gönguráðuneytið hefur gert Sam-
keppniseftirlitinu það ljóst hver
afstaða ráðuneytisins er þannig að ég
hef talað alveg skýrt í þessu,“ sagði
Sturla.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, gerði þetta mál að
umtalsefni á Alþingi í gær. Hann
sagði m.a. að hámarkstaxtar hefðu
verið afnumdir í Svíþjóð í byrjun tí-
unda áratugar síðustu aldar með
þeim afleiðingum að neytendur hefðu
verið leiddir nánast inn í frumskóg-
inn, eins og hann orðaði það, þ.e. þeir
hefðu ekki átt neina vörn lengur í
samræmdu taxtakerfi.
„Norðmenn komu í kjölfarið,“
sagði hann, „og er athyglisvert að við
afnám hámarkstaxta rauk verðið upp
um rúmlega átta prósent og var þá
farið að setja ákveðnar reglur. Stað-
reyndin er nefnilega sú að samkeppn-
in í verði hefur oftar en ekki komið
neytendum illa.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði m.a.
að það væri algjörlega óljóst á þessari
stundu hvort fyrrgreind ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins yrði neytend-
um til hagsbóta og Guðmundur Hall-
varðsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, fagnaði orðum samgöngu-
ráðherra. „Við viljum auðvitað hafa
frjálsræði á sem flestum viðskipta-
háttum sem leiða til lægra vöruverðs
og ódýrari þjónustu. Því miður held
ég að við höfum ratað í ógöngur hér
og sjáum fram á að þetta muni ekki
verða til góðs fyrir almenning.“
Ekki skynsamlegt að nema
úr gildi hámarkstaxta