Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORVARNARHÚS er nýtt verkefni sem tryggingafélagið Sjóvá stendur fyrir. Stefnt er að Forvarnarhúsið muni hefja starf- semi sína í lok maí nk. og verði í svonefndri papp- írsgeymslu Morgunblaðs- hússins í Kringl- unni. Forvarnar- húsið er að sögn Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár, fræðslumiðstöð þar sem gestir fá meðvitund um þau lífs- gæði sem felast í forvörnum á marg- víslegum sviðum. Stefnt er að því að halda þar nám- skeið og kynningar fyrir ökunema, grunnskólanema og foreldra en jafn- framt fyrirtæki. „Það eru dæmi um að erlend tryggingafélög séu með mjög góða aðstöðu fyrir námskeið í tengslum við forvarnir og fyrirtæki. Meðal annars verktakafyrirtæki og margvíslega iðnaðarstarfsemi,“ seg- ir Þór. „Þar er reynt að kenna starfs- mönnum umgengni við ýmsan for- varnarbúnað og fleira í þá veruna.“ Jafnframt er stefnt að því að For- varnarhúsið verði með búnað sem að hluta til er færanlegur og reiknað er með að vera með uppákomur úti á landi næsta sumar. Þá verður ein- blínt á forvarnir sem tengjast at- höfnum sumarsins, allt frá bílstólum til útivistar. Forvarnir spennandi tækifæri Ætlunin er að Forvarnarhúsið starfi sjálfstætt og leitað verði sam- starfsaðila sem víðast. „Stóra verk- efnið er að treysta Forvarnarhúsið í sessi og gera það sjálfstætt. Við telj- um að það sé verulegur grundvöllur fyrir því að gera forvarnir að spenn- andi tækifæri og koma þeirri hugsun frá að það sé fyrst og fremst góð- gerðarstarfsemi,“ segir Þór sem býst við jákvæðum viðtökum við þessu viðamikla verkefni. „Það hafa aðilar sýnt þessu áhuga og þó svo að við séum í forystu í þessu verkefni viljum við hleypa öðr- um aðilum að og verða frekar jafn- fætis fleirum í framtíðinni til að tryggja að Forvarnarhúsið nái til breiðari hóps og hafi fleiri bak- hjarla,“ segir Þór. Meðal þess sem áhersla verður lögð á eru ökunemar og geta þeir m.a. komið og prófað hvernig er að lenda í árekstri á sex kílómetra hraða í bílbelti, ásamt því að upplifa bílveltu. Þá verður ungu fólki boðið að prófa svonefnda körtu- bíla. Næsta haust er ennfremur stefnt á að bjóða öllum elstu nemendum grunnskóla að koma í heimsókn ásamt því að sérstök áhersla verður áfram lögð á ungt fólk sem er að ljúka bílprófi. Þór segist finna fyrir miklum áhuga hjá viðskiptavinum og starfs- fólki félagsins á forvörnum og er Forvarnarhúsið til að koma til móts við hann. Forvarnarhús Sjóvár í pappírsgeymslu Morgunblaðshússins Námskeið fyrir ein- staklinga og fyrirtæki Þór Sigfússon BALLETTDANSARAR framtíð- arinnar sýndu góð tilþrif í Borg- arleikhúsinu í gær, þar sem Ball- ettskóli Guðbjargar stóð fyrir tveimur sýningum. Að sjálfsögðu aðstoðuðu foreldrar við undirbún- inginn og tryggðu að allt gengi snurðulaust. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungir ballettdansarar í Borgarleikhúsinu GEIR H. Haarde utanríkisráðherra átti langan og efnismikinn fund með þýskum starfsbróður sínum, dr. Frank-Walter Steinmeier, í Berlín í gær. Hittust þeir síðdegis í þýska utanríkisráðuneytinu. Steinmeier tók við embætti sínu í nóvember í fyrra og situr í sam- steypustjórn „kanslaraynjunnar“ Angelu Merkel. Steinmeier, sem er úr Jafnaðarmannaflokknum (SPD) var lengi vel hægri hönd Gerards Schröders, fráfarandi kanslara og þekktur sem hálfgerður huldumað- ur í þá daga. Ferill hans þykir flekk- laus, eljusemi hans hefur verið lofuð í hástert, bæði af stuðningsmönnum og andstæðingum, og hefur hann lýst því yfir að Þýskaland ætti að taka að sér meiri ábyrgð á alþjóða- vettvangi og ætti að vera til muna sýnilegra þar en verið hefur til þessa. Geir sagði í samtali við Morgun- blaðið að fundurinn hefði gengið ljómandi vel. „Það var mikið og margt rætt og fundurinn dróst nokkuð á langinn. Undir endann var hálfpartinn verið að reka á eftir okk- ur.“ Varnarmál Íslands, sem eru nú í uppnámi eftir undangengnar yfir- lýsingar Bandaríkjanna, komu eðli- lega snemma upp. „Hann spurði mig út í þau mál strax í upphafi fundar,“ segir Geir. „Hann vildi vita hvernig staðan væri núna gagnvart Bandaríkjun- um. Ég fór yfir þau mál og gerði honum grein fyrir því sem hefur gerst í þeim efnum að undanförnu og þeim viðræðum sem framundan eru. Ég lýsti fyrir honum að ég teldi nauðsynlegt að stöðugleiki og fyr- irsjáanleiki ríkti á Norður-Atlants- hafi og að Íslendingar hefðu lág- marksvarnir eins og aðrar þjóðir. Og að þetta væri ennfremur hags- munamál fleiri þjóða en Íslendinga,“ sagði Geir. „Steinmeier var býsna fróður um þessi mál og þekkti sögu Vallarins nokkuð vel. Þjóðverjar eru náttúru- lega frá fornu fari miklir og góðir vinir okkar og það kom skýrt fram á þessum fundi. Ég tel að ef varn- armálin koma til kasta NATO verði Þjóðverjar boðnir og búnir að leggja okkur lið eins og þeir hafa aðstöðu til.“ Evrópusambandið enginn dans á rósum Geir segir að mörg málefni, sem snúa að sameiginlegum hagsmunum þjóðanna, hafi verið rædd. „Okkar samband er nú mjög gott og það eru engin sérstök vandamál uppi. Í gegnum árin hefur verið lögð mikil áhersla á menningarsamskipti á milli landanna og nú er nýlokið hinni miklu menningarhátíð í Köln, Isl- andbilder. Hún var mjög vel sótt og fékk einkar jákvæða umfjöllun í hér- lendum blöðum. Upp kom sú hug- mynd eða sá möguleiki að Ísland yrði svokallað gistiland (Gastland) á bókamessunni í Frankfurt einhvern tíma á næstu árum. En það voru umræður á mjög almennum nótum og ekki hægt að fastsetja neitt um það ennþá.“ Ráðherrarnir ræddu og um ferða- mennsku og fjárfestingar. „Þjóð- verjar hafa áhuga á því að íslensk fyrirtæki í jarðhitamálum láti til sín taka í landinu. Og eðlilega er áhugi á að efla fjárfestingar, viðskipti og ferðamennsku – sem er þó mikil fyr- ir.“ Geir segir að þeir hafi einnig kom- ið inn á þýskukennslu í íslenskum skólum. „Og jafnframt ræddum við íslenskukennsluna hér í Þýskalandi. Hvort tveggja á nú aðeins undir högg að sækja miðað við það sem áður var. Við lýstum báðir yfir áhuga á því að standa fastar að baki þeim aðilum sem um þau mál sjá.“ Evrópska efnahagssvæðið kom auk þess til tals og staða Íslands innan þess. „Ég sagðist þeirrar skoðunar að það samstarf hefði gengið mjög vel og væri okkur mik- ilvægt og gagnlegt og hefði verið all- an tímann. Hann ræddi þá um stækkun Evrópusambandsins og sagði það ferli ekki vera eintóman dans á rósum.“ Geir og Steinmeier sneru sér því- næst að alþjóðamálum í stærra sam- hengi. M.a. var komið inn á Samein- uðu þjóðirnar og umbætur í starfi Öryggisráðsins. „Þar hafa Íslend- ingar oftar en einu sinni lýst op- inberlega yfir stuðningi við það að Þjóðverjar ásamt fleirum fái fast sæti í Öryggisráðinu og Steinmeier þakkaði fyrir þann stuðning. Hann greindi síðan frá því að fyrra bragði að Þjóðverjar litu með velvilja til okkar framboðs í Öryggisráðið fyrir árin 2009 og 2010 þó að þeir hefðu ekki tekið endanlega ákvörðun í því máli ennþá. Mér fannst hann þó vera mjög jákvæður í því máli.“ Mörg ljón í veginum vegna kjarnorkuáætlunar Írans Íransmálið var þá næst á dagskrá, harðlínustefna stjórnvalda þar og hin nýtilkomna kjarnorkuvopna- áætlun. „Þjóðverjar hafa verið mjög virkir í því að fá þjóðir heims til að bregðast við og beita sér í þeirri vá. Steinmeier upplýsti mig um gang mála í þeim efnum, sagðist bjart- sýnn um leið og hann gerði sér grein fyrir því að það væru mörg ljón í veginum. Þjóðverjar eiga heiður skilinn fyrir framgöngu sína í því að leysa þetta flókna og hættulega mál sem er komið upp gagnvart Íran.“ Geir segir að lokum að hann hafi þakkað Steinmeier kærlega fyrir þennan fund og notað tækifærið og boðið honum í heimsókn til Íslands. „Þessi fundur var haldinn í mikilli vinsemd og einkenndist af þeirri hlýju sem hefur verið í samskiptum Íslands og Þýskalands um langt ára- bil. Það var mikil, gagnkvæm virð- ing í gangi en Þjóðverjar eru senni- lega sú þjóð, fyrir utan okkar nánustu frændþjóðir á Norðurlönd- um, sem hefur sýnt mesta ræktar- semi gagnvart íslenskri menningu, þá bæði að fornu og nýju. Bæði gamli menningararfurinn er í há- vegum hafður og svo samtímalistin eins og kom glögglega fram í Köln í haust.“ Dagurinn í dag er þéttbókaður frá morgni til kvölds. Geir mun m.a. eiga fund með formanni utanríkis- málanefndar þingsins og mun jafn- framt ræða við fleiri þingmenn. Hann mun ennfremur slíta yfirlits- sýningu á verkum Louisu Matthías- dóttur í sameiginlegum sal norrænu sendiráðanna í Berlín og einnig heldur hann ávarp í Utanríkismála- stofnun Þýskalands. Líta með velvilja til framboðs Íslands til Öryggisráðs SÞ Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands funduðu í Berlín Eftir Arnar Eggert Thoroddsen í Berlín arnart@mbl.is Reuters Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, Geir H. Haarde og dr. Frank- Walter Steinmeier, ræddust við í Berlín í gær. LÖGMENN stóru olíufélaganna þriggja, Olíufélagsins (Ker), Olíu- verzlunar Íslands og Skeljungs hafa allir lagt fram matsbeiðni í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd skjólstæðinga sinna og bárust síðustu beiðnirnar í gærmorgun. Þar er óskað eftir að kvaddir verði til óháðir matsmenn til að fara yfir útreikninga samkeppnisyfirvalda vegna ákvörðunar um háar fjár- sektir vegna ólöglegs verðsamráðs. Er því haldið fram að útreikningar samkeppnisyfirvalda séu rangir og í raun hafi olíufélögin tapað á sam- ráðinu. Í kjölfarið óskaði lögmaður Samkeppniseftirlitsins, Heimir Örn Herbertsson hdl, eftir því að málinu yrði frestað fram í næstu viku og var það samþykkt. Jafnframt kom fram við þinghald að lögmenn Skeljungs og Sam- keppniseftirlitsins hafa fellt niður ágreining vegna samantektar frá Samkeppniseftirlitinu sem lögð var fram sem svar við samantekt Skelj- ungs, þar sem fram komu ýmsar at- hugasemdir við niðurstöðu sam- keppnisyfirvalda um brot Skelj- ungs. Matsmenn fari yfir útreikninga SÍMINN og Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafa átt í viðræðum und- anfarnar 2–3 vikur um samnýtingu á ljósleiðaranetum fyrirtækjanna, með það í huga að leita samlegð- aráhrifa við rekstur netanna tveggja. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri OR, segir ekkert gefið upp um gang viðræðnanna, né um það hver hafi haft frumkvæðið að þeim. Hann segir að ekkert liggi fyrir um að annað hvort fyrirtækið taki al- farið yfir rekstur netsins, mögulegt sé að samið verði um aðgang fyr- irtækjanna hvors að neti hins. Eins sé ekki víst að nokkuð komi út úr viðræðunum á þessu stigi. OR hefur þegar samið við Reykjavík, Seltjarnarnes, Akranes og Hveragerði um uppbyggingu ljósleiðaranets í sveitarfélögunum, og rekur ljósleiðarakerfi til fyr- irtækja á höfuðborgarsvæðinu. Ljósleiðaranet Símans, sem byggt hefur verið upp undanfarin 20 ár, nær víða um land, og eru nánast öll heimili á landinu tengd því á einn eða annan hátt, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur í gær. Ljósleiðaranet Símans og OR samnýtt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.