Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 13 FRÉTTIR ÞRÁTT fyrir kaldranalega veð- urspá fram yfir helgi bíða margir stangveiðimenn spenntir eftir laugardeginum 1. apríl, en þá hefst stangveiðin að nýju. Veiði hefst þá í völdum silungsám og -vötnum sunnanlands og vestan, og er að sögn veiðileyfasala upp- selt á sum veiðisvæðin nú í apríl og fáar stangir lausar annars stað- ar. Varmá og Þorleifslækur í Ölfusi er vinsælt veiðivatn á vorin, en þar eiga veiðimenn von á að setja í sjó- birting, bleikju og á síðustu árum einnig regnbogasilung. „Það er fullt af fiski í Varmá,“ sagði Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. „Það var maður að merkja veiðistaði um daginn og hann sá mikið af fiski, suma veru- lega væna.“ Uppselt er í Varmá fyrstu dagana en nokkrar stangir eru lausar frá og með 4. apríl. Önnur helstu veiðisvæði sem verða opnuð á laugardaginn kemur eru Vatnamótin, Tungulækur, Tungufljót og Minnivallalækur, en nokkrar stangir eru lausar þar í apríl, Steinsmýrarvötn og Stóru- Ármót í Hvítá. Í Soginu hefst sil- ungsveiði á svæðum Bíldsfells, Al- viðru og Ásgarðs, og á Vesturlandi má nefna sjóbirtingsveiði í Grímsá, sem eitthvað er enn laust í, silungasvæðið í Andakílsá og Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Upp- lýsingar um laus veiðileyfi hjá stærstu söluaðilum má nálgast á vefsíðum þeirra. Sums staðar þar sem kastað er fyrir sjóbirting, eins og í Tungu- fljóti og Grímsá, er skylt að sleppa veiddum fiski, en annars má gera ráð fyrir því að gæftir fari að miklu leyti eftir tíðarfarinu. Þegar hlýnar glæðist takan. En að vanda eiga veiðimenn eftir að standa á bökkum vatnanna, þrátt fyrir frost og hraglanda. Boðum var komið til SVFR Varðandi frásögn í pistli á laug- ardag, um tilboðsferlið er SVFR missti Svartá í Húnavatnssýslu til Lax-á á dögunum, en þar kom fram að stjórn SVFR hefði ekki verið látin vita af lyktum mála, hefur formaður veiðifélagsins, Ágúst Sigurðsson, komið fram í viðtali á vefmiðlinum votnogveidi- .is og sagt að það sé ekki rétt. „Það liðu varla tólf klukkustundir frá því tilboðin voru opnuð að ég hringdi í Gylfa Gaut Pétursson og tjáði honum að ég hefði engar gleðifréttir fyrir hann eða stjórn SVFR, tilboð Lax-ár væri það gott að því yrði ekki hafnað. Svona var þetta og það þýðir ekkert að rjúka upp og segja að menn hafi ekki verið látnir vita,“ sagði Ágúst. Af þessum ummælum má ljóst vera að Ágústi finnist símtalið til Gylfa Gauts, varaformanns SVFR, í byrjun þessa ferils hafa dugað, en stjórn SVFR telur ekki svo vera þar eð ferlið lengdist er fé- lagið lagði umbeðið inn frekari gögn og útfærslur. Stangveiðin hefst á laugardaginn Morgunblaðið/Einar Falur veidar@mbl.is STANGVEIÐI MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni: „Ágæti ritstjóri. Mánudaginn 20. mars 2006 birtist á bls. 4 í blaði yðar grein um framleiðslu á ís í hlöðu á bænum Holtsseli í Eyja- fjarðarsveit. Þar sem fram koma í greininni mjög alvarleg og villandi ummæli um mig og mínar embættisfærslur, þá hlýt ég að gera þá kröfu að þér birtið leiðréttingu á jafn áberandi stað í blaði yðar. Málavextir eru þeir að haft er eftir bóndanum á bænum Guðmundi J. Guðmundssyni að hann sé mjög undr- andi á viðbrögðum yfirdýralæknis sem hafi tafið málið mikið og reynt hrein- lega að koma í veg fyrir að verkefnið yrði að veruleika. Ég hef nú rætt við bóndann og hann upplýsir að þetta sé ekki rétt eftir sér haft, heldur sé túlkun fréttaritara á viðtali við hann. Hið rétta í málinu er að bóndinn í Holtsseli sækir um með bréfi dagsettu þann 15. apríl 2005 til Heilbrigðiseft- irlits Norðurlands eystra, að hefja ís- gerð í hlöðu. Búið sé að innrétta sér- stakt rými á efri hæð í hlöðunni, en á neðri hæð sé búið að koma fyrir básum fyrir kálfauppeldi. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendir erindið til Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn stofnunarinnar um málið. Þar sem mál þetta var hið fyrsta sinnar tegundar og að það var embætti yf- irdýralæknis (nú hluti af Landbúnað- arstofnun) sem fer með eftirlit í mjólk- ur- og nautgripakjötsframleiðslu, þá vísaði Umhverfisstofnun málinu til Matvælaráðs og þar er það fyrst tekið fyrir á fundi ráðsins þann 21. apríl 2005. Matvælaráð starfar samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og í því eiga sæti fulltrúar þeirra stofnana sem fara með matvælaeftirlit á Íslandi, þ.e.a.s. embætti yfirdýralæknis, Fiski- stofu og Umhverfisstofnunar. Málið var því sett í faglega og rétta málsmeðferð og hefur eðlilega tekið nokkurn tíma, því eins og áður sagði þá var það hið fyrsta sinnar tegundar og ekki einfalt að ákveða undir hvaða eft- irlitsaðila það skyldi heyra. Það er því alrangt að ég hafi reynt að tefja málið eða reynt að koma í veg fyrir að það yrði að veruleika. Það þurfti einfaldlega að skoðast mjög vel, af réttum aðilum og því eðlilegt að málsmeðferðin tæki nokkurn tíma og ekki hjálpaði til hið flókna kerfi sem við búum við hér á landi að matvælaeftirlit sé á hendi þrettán mismunandi stofn- ana, en ekki einnar eins og í mörgum nágrannalöndum okkar, svo sem í Noregi og Danmörku. Ég get hins vegar skilið að bónd- anum hafi fundist málið taka langan tíma að fara í gegnum kerfið og að hann hafi ekki fengið nógu góðar upp- lýsingar um ferli málsins, en það á sín- ar rætur að rekja til þess sem að ofan er getið, en ekki til illvilja af minni hálfu. Ég óska því bóndanum og fjölskyldu hans í Holtsseli alls hins besta með þessa nýju framleiðslu. En ég harma hins vegar að Morg- unblaðið skuli ekki hafa við vinnslu fréttar þessarar óskað eftir sjónarmið- um mínum varðandi málið og látið það koma fram í sömu frétt og þykir mér að þar sé ekki um nægilega vönduð vinnubrögð að ræða og tel því eðlilegt að ofangreindar staðreyndir þessa máls verði birtar sem leiðrétting á um- ræddri frétt.“ Aths. ritstj. Vegna athugasemdar yfirdýralækn- is hafði Morgunblaðið samband við Guðmund J. Guðmundsson bónda á Holtsseli. Sagði Guðmundur að það sem stæði í umræddri frétt væri rétt eftir sér haft af fréttaritara og hann gerði enga athugasemd við það sem í fréttinni stæði. Ísgerð á Holtsseli í Eyjafjarðarsveit KVÖRTUNUM almennings til Landlæknisembættisins vegna heil- brigðisþjónustu fjölgaði nokkuð árið 2005 frá árinu á undan, eða úr 244 ár- ið 2004 í 290 skráðar kvartanir og kærur. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er um að ræða mál sem eru misjafnlega um- fangsmikil og misjafnlega alvarleg, allt frá kvörtunum yfir hnökrum í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og yfir í alvarleg mál vegna mistaka. Algengasta umkvörtunarefni fólks er að hafa fengið ranga eða ófull- nægjandi meðferð, en kvörtunum um aðgengi að heilbrigðisþjónustu hefur nokkuð fjölgað frá fyrra ári. Flest tilvik, sem kvartað er yfir, tengjast Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, eða 86, en hlutfallslega hefur þeim heldur fækkað frá því í fyrra. Því næst koma einkastofur, en þar er einkum um að ræða stofur sérfræðilækna, þótt í flokkinn falli einnig stofur sjálfstætt starfandi heimilislækna, sálfræðinga og sjúkraþjálfara. Kvartanir á hendur dvalar- og hjúkrunarheimilum eru heldur fleiri en áður og segir land- læknisembættið á heimasíðu sinni, að líklega eigi umræðan um aðgengi og aðbúnað eldra fólks á sjúkrastofn- unum þar nokkurn hlut að máli. Flestar vegna geðdeildar Flestar kvartanir vegna LSH voru á hendur geðdeild, en næstflestar á hendur skurð- og lyflækningadeild- um ásamt bráða- og slysalækninga- deild og þar næst koma kvensjúk- dóma- og fæðingardeild. Af málunum 290 hafði 241 verið lokið í febrúarlok og þar af voru kvartanirnar staðfestar í 91 tilfelli, sem er hærra hlutfall en árið 2004. 49 málum var ólokið. Í tveimur tilvikum á síðasta ári var lagt til við ráðherra að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður skyldi svipt- ur starfsleyfi. Í þremur tilvikum árið 2005 var heilbrigðisstarfsmanni veitt lögformleg áminning í framhaldi kvörtunarmáls og var afrit sent til ráðherra eins og lög gera ráð fyrir. Nokkuð algengt er að landlæknir finni alvarlega að störfum heilbrigð- isstarfsmanns án þess að ástæða sé til að áminna hann samkvæmt lög- um. Slíkar aðfinnslur voru 32 á síð- astliðnu ári. Vægasta aðgerð Land- læknisembættisins er að benda á það sem betur mætti fara. Slíkar ábend- ingar voru 64 árið 2005. Í 145 málum þótti ekki ástæða til neinna aðgerða. Fleiri kvart- anir vegna heilbrigð- isþjónustu Seyðisfjörður | Bæjarráð Seyðis- fjarðar hefur samþykkt að óska eftir fundi með starfandi sýslu- manni á Seyðisfirði vegna um- mæla sem fram hafa komið í fjöl- miðlum um að hann telji bæjaryfirvöld á Seyðisfirði ekki marktækt stjórnvald. Kemur þetta í kjölfar þess er lögregla var að skipan sýslu- manns látin fjarlægja allt áfengi af veitingastaðnum Kaffi Láru á Seyðisfirði, en veitingamaðurinn hafði undir höndum bráðabirgða- vínveitingaleyfi frá bæjaryfir- völdum, sem sýslumaður taldi ekki marktækt. Var áfenginu skilað aftur þegar veitingamað- urinn hafði skilað inn formlegri beiðni um vínveitingaleyfi til bæj- arins og það komið til umsagnar sýslumanns. Jafnframt hefur bæjarráð bók- að að óska skuli eftir fundi með starfandi sýslumanni á Seyðis- firði vegna þess ófremdarástands sem löggæslumál staðarins eru komin í, eins og segir í fund- argerð. Óánægja með laka löggæslu Tryggvi Harðarson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að sýslumaður hefði látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að stjórnvöld á Seyðisfirði væru ekki marktæk vegna útgáfu á vínveitingaleyf- um. „Við erum ekki mjög hressir með það,“ segir Tryggvi. „Mál standa þannig að verið er að ganga frá nýrri lögreglusam- þykkt og verður hún til síðari umræðu nk. mánudag og vænt- anlega staðfest af ráðuneytinu í framhaldinu. Á meðan verið er að ganga frá þessu höfum við gefið út bráðabirgðaleyfi til vínveit- inga. Leyfisveitingar koma til með að byggjast á hinni nýju lög- reglusamþykkt.“ Tryggvi segir jafnframt að mikil óánægja hafi verið á Seyð- isfirði með lakari þjónustu lög- gæslu en verið hefur undanfarin ár. „Hér hafa verið litlar eða eng- ar vaktir oft á tíðum og tekið langan tíma að fá lögreglu á stað- inn þegar eitthvað hefur komið upp á, sama hvort um ræðir slys, árekstra eða innbrot. Þetta stafar af því að svo virðist að ekki megi kalla út heimamann ef þeir eru ekki á vakt. Þá þarf að bíða og það stundum lengi, eftir að menn komi ofan af Egilsstöðum til að sinna málum. Vaktafyrirkomulag er haft svona í sparnaðarskyni væntanlega, sem þýðir lakari lög- gæslu. Ríkisvaldið virðist í þessu efni sem fleirum hafa vanmetið mjög kostnaðarauka sem fylgir framkvæmdum á Austurlandi. Við viljum fara í gegnum þessi mál með sýslumanni og málin hafa verið rædd við bæði dóms- málayfirvöld og alþingismenn.“ Tryggvi segir jafnframt óþol- andi það misræmi sem ríki milli sýslumanna í framkvæmd varúð- arreglna varðandi t.d. vínveit- inga- og skemmtanaleyfi. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur undanfarið ár starfað hjá Tollstjóranum í Reykjavík, en er væntanlegur aftur til starfa á Seyðisfirði 1. maí nk. segir Tryggvi. Settur sýslu- maður í fjarveru hans er Ástríður Grímsdóttir. Bæjarráð vill fund með sýslumanni vegna ummæla SCOTRENEWABLES-fyrirtækið frá Orkneyjum, sem vinnur að virkj- un sjávarfalla, vann svonefnd Shell Springboard-verðlaun í London ný- verið. Verðlaunin sem Scotrenewa- bles hlaut voru heimsókn til Íslands að skoða vetnisstöð Shell í Reykjavík. Scotrenewables var í hópi sex smá- fyrirtækja sem komust í úrslit sam- keppni Shell um aðgerðir til að hamla loftslagsbreytingum af mannavöld- um. Áður höfðu fyrirtækin sigrað í þremur svæðisbundnum keppnum fyrirtækja á þessu sviði. Hvert fyr- irtækjanna sex, sem komust í undan- úrslit, hlaut 40 þúsund sterlingspund til þróunar og markaðssetningar framleiðsluvöru sinnar. Scotrenewables er að þróa sjávar- fallahverfil (SRTT) sem flýtur í sjón- um og virkjar orku sjávarfalla. Barry Johnston, framkvæmda- og tækni- stjóri Scotrenewables, sagði verð- launin mikla viðurkenningu. Hann telur að sú tækni sem fyrirtækið er að þróa geri kleift að virkja orku sjáv- arstrauma með hagkvæmum hætti. Vetnisstöðv- arheimsókn í verðlaun ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.