Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækk- aði í mars og mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar. Aðspurðir neytendur í könnun Gall- up sem telja að efnahagsástandið sé gott eru fleiri en þeir sem telja að það sé slæmt, eða 48% á móti 13%. Þá telja 48% neytenda að atvinnu- möguleikar séu miklir en 16% neyt- enda telja að þeir séu litlir. Um 30% neytenda telja að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði. Hins vegar telja 13% neytenda að efna- hagsástandið verði betra eftir sex mánuði. Dregur úr væntingum ● SAMKVÆMT frétt Dagens Industri í Svíþjóð hefur eignarhaldsfélagið Fons, með Pálma Haraldsson í broddi fylkingar, aukið hlut sinn í ferðaskrifstofunni Ticket. Bættust nú við 3% og samanlagt eiga Fons- arar nú 28,3% í fyrirtækinu. Hafa þeir verið að auka hlutdeild sína jafnt og þétt á þessu ári, var 15% í janúar sl. Kaupin fóru fram með milligöngu Kaupþings banka. Fons eykur við sig í Ticket ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,85% og er 6001 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 4,2 milljörðum króna, þar af 1,2 milljörðum með bréf KB banka. Bréf Glitnis hækkuðu um 2,82%, bréf Vinnslustöðvarinnar um 2,5% og FL Group um 2,3%. Bréf Atlantic Petrolium lækkuðu um 3,54% og bréf Flögu um 2,21%. Hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands           ! "  # $%   %                       )*   $'  )*  )$   $'  &  +  $'  , "- %  ./  $'  . "  $'    0 '1" &   0+"  / #-  2 #    $ * . $  3   4&  ! .5!  -   6      ) $  $'  .   2 #  7&  #  7 '5   8* #*  $'  9: 5  ;<. ) * ; $ = >""" +  ?+    ! .# @>5 5   3! A " 3  #   "# $%  8B@C 3                     4   4 4 4 4 4   & >"  ! >    4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4  D EF D 4EF D  EF D EF D 4EF D EF 4 D  EF D 4EF D 4EF D EF D EF D 4EF D EF D 4EF D 4EF 4 D  EF 4 4 4 4 4 4 4 4 D EF 7# ' # " =-$  $ # "G 0 ' 3                               4   4 4  4 4 4                                             ?'  1%  )=7 H )"  .5+# '         4   4 4 4  4 4  GLITNIR banki hefur fyrstur ís- lenskra banka hlotið lánshæfismat hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Stand- ard & Poor’s. Glitnir fær einkunnina A- hvað langtímaskuldbindingar varðar og A-2 fyrir skammtímaskuld- bindingar. Horfur í mati S&P eru stöðugar. Glitnir hefur nú lánshæfismat frá þremur lánshæfismatsfyrirtækjum en Moody’s og Fitch hafa metið láns- hæfi bankans um nokkurt skeið auk þess að meta lánshæfi KB banka og Landsbanka Íslands. Í tilkynningu frá S&P segir að mat- ið endurspegli sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreif- ingu í eignarsafni bankans með vax- andi starfsemi í Noregi. Hagnaður bankans hafi verið stöðugur síðustu fimm árin þrátt fyrir samdrátt í ís- lensku efnahagslífi árið 2002 og lækk- un á gengi verðbréfa á árunum 2001– 2002. S&P telur fjárstýringu Glitnis góða ásamt því að gæði eignasafns bank- ans eru metin mikil. S&P segir þá þætti sem vegi nei- kvætt við ákvörðun um lánshæfis- flokk vera að bankinn hafi nokkra til- tölulega stóra lántakendur og það sé áhyggjuefni að einn þessara stóru lántakenda sé einn stærsti hluthafi Glitnis. Þá segir að hraður vöxtur eigna á undanförnum árum samhliða stefnumörkun sem mögulega auki áhættu sé áhyggjuefni auk þess hvað heildsölumarkaður vegi þungt í fjár- mögnun bankans í erlendum mynt- um. Aðstoðar við fjármögnun í Bandaríkjunum og Ástralíu Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segist hafa trú á því að láns- hæfismat S&P muni styrkja stöðu bankans. „Þetta hjálpar okkur sér- staklega á þeim mörkuðum þar sem S&P hefur afgerandi sterka stöðu, til að mynda í Bandaríkjunum og Ástr- alíu, þar sem fjölmargir fjárfestar þurfa að hafa lánshæfismat frá þessu fyrirtæki. Þannig að við höfum þá trú að þetta muni auka aðgang okkar að ákveðnum fjárfestahópum sem sam- kvæmt sínum fjárfestingastefnum þurfa að hafa lánshæfismat á sínum útgefendum,“ segir Bjarni. „Í öðru lagi held ég að þetta sendi jákvæð skilaboð út til markaðarins um sterka stöðu Glitnis, íslensks bankakerfis og íslensks hagkerfis, ekki hvað síst í ljósi þess að ýmsir sem skrifað hafa um greiningu á þessum aðilum hafa talið að við fengjum mun verri út- komu heldur en raun ber vitni. Við fáum mjög góða niðurstöðu og erum í A-flokki í öllum lánshæfismötum.“ Bjarni segir að sú álagslækkun sem varð á skuldabréfum bankans á eftirmarkaði í kjölfar tilkynningar- innar um lánshæfismatið sýni að það hafi jákvæð áhrif á hina íslensku bankana líka. Langt ferli Ingvar H. Ragnarsson, forstöðu- maður alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir að í byrjun árs hafi verið ákveðið að sækja um lánshæfismat hjá S&P. Í kjölfarið hafi farið í gang undirbúningur innan bankans fyrir fundinn með S&P sem var settur á um miðjan febrúar. Á fundinum sem fram fór hér á landi var farið mjög ít- arlega yfir starfsemi bankans. Síð- ustu sex vikurnar hefur S&P unnið að lánshæfismatinu og var niðurstaðan birt í gær. Glitnir fær A- hjá S&P Morgunblaðið/Ásdís BJARNI Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Einar Sveinsson stjórn- arformaður greiða tillögu um nýtt nafn atkvæði sitt á hluthafafundi Glitn- is. Tillagan um að breyta nafni bankans í Glitnir var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Nýtt nafn samþykkt ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI RÓBERT Wessman, forstjóri Actavis, fjallaði stuttlega um kaupin á rúm- enska lyfjafyrirtækinu Sindan á aðal- fundi Actavis í gær. Sagði Róbert að kaupin marki ákveðin tímamót fyrir félagið, þar sem Sindan opni leið Act- avis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf. „Fjöldi einkaleyfa fyrir krabba- meinslyf mun renna út á næstu árum og Sindan mun gera Actavis kleift að keppa á þeim markaði. Þá mun Sindan styrkja vöxt Actavis í Evrópu og gefa því góðan aðgang að vaxandi mörk- uðum í sölu á krabbameinslyfjum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni,“ sagði Ró- bert. Kaupverðið var 147,5 milljónir evra, eða 12,8 milljarðar íslenskra króna, og var það greitt með reiðufé. Búist er við að tekjur Sindan verði um 80 milljónir evra (6,9 milljarðar króna) á árinu 2006 og um 100 milljónir evra (8,7 milljarðar króna) á árinu 2007. Þá er búist við að EBITDA framlegð Sindan verði um 22% á árinu 2006 og um 23% á árinu 2007. Hækkanir án réttlætinga Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður, vék máli sínu að þróun mála á íslenskum fjármála- og hlutabréfamarkaði að undanförnu, þegar hann kynnti skýrslu stjórnar á fundinum. Sagði hann að svo virtist sem aukið fjármagn í umferð hafi þrýst upp gengi bréfa í félögum án sýnilegrar breytinga á starfsemi þeirra, sem gæti réttlætt svo mikla gengishækkun. „Við þessar aðstæður er hætta á að skammtímahagsmunir hafi óheppi- lega mikil áhrif á hlutabréfamark- aðinn. Mikil og hröð gengishækkun vegna ytri aðstæðna er ávísun á minni hækkun í framtíð. Tilefnislaus hækk- un í dag kemur í veg fyrir verðskuld- aða hækkun á morgun. Og þá er það nú svo að það sem hækkar hratt er lík- legt til að lækka hratt,“ sagði Björg- ólfur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalfundur Actavis Róbert Wessman, forstjóri Actavis, fjallaði um kaupin á Sindan á aðalfundi félagsins í gær og sagði þau styrkja stöðu Actavis. Actavis kaupir rúmenskt félag HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 1 8 0 0 0 3 /2 0 0 6 Ferðatímabil til loka september. Sölutímabil: 29. mars–2. apríl. Þetta tilboð gefur 3.000 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. TILBOÐ 22.900 OSLÓ *KR. Safnaðu Vildarpunktum 9 # I 3J;  #$%&' ($#)% *&+' *&+, E E .=3@ ,)K '$)%, '$-)( *&+, *&+. E E B)B L K '$('& ($&'% *&+# *&+. E E L K 0+ 9 %)# (,$,)& /&+( /&+# E E 8B@K ,$M N$ ,$&&( (($('' /&+) *&+) E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.