Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækk-
aði í mars og mælist nú 127,7 stig.
Mat neytenda á efnahagslífinu er nú
lægra en áður og á stærstan þátt í
lækkun vísitölunnar.
Aðspurðir neytendur í könnun Gall-
up sem telja að efnahagsástandið
sé gott eru fleiri en þeir sem telja að
það sé slæmt, eða 48% á móti 13%.
Þá telja 48% neytenda að atvinnu-
möguleikar séu miklir en 16% neyt-
enda telja að þeir séu litlir. Um 30%
neytenda telja að efnahagsástandið
verði verra eftir sex mánuði. Hins
vegar telja 13% neytenda að efna-
hagsástandið verði betra eftir sex
mánuði.
Dregur úr væntingum
● SAMKVÆMT frétt Dagens Industri
í Svíþjóð hefur eignarhaldsfélagið
Fons, með Pálma Haraldsson í
broddi fylkingar, aukið hlut sinn í
ferðaskrifstofunni Ticket. Bættust
nú við 3% og samanlagt eiga Fons-
arar nú 28,3% í fyrirtækinu. Hafa
þeir verið að auka hlutdeild sína jafnt
og þétt á þessu ári, var 15% í janúar
sl. Kaupin fóru fram með milligöngu
Kaupþings banka.
Fons eykur
við sig í Ticket
● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan hækkaði um 0,85% og er
6001 stig. Viðskipti með hlutabréf
námu 4,2 milljörðum króna, þar af
1,2 milljörðum með bréf KB banka.
Bréf Glitnis hækkuðu um 2,82%,
bréf Vinnslustöðvarinnar um 2,5%
og FL Group um 2,3%. Bréf Atlantic
Petrolium lækkuðu um 3,54% og
bréf Flögu um 2,21%.
Hlutabréf hækkuðu
í Kauphöll Íslands
! "
#
$%
%
)*
$'
)*
)$
$'
&
+ $'
,
"- %
./ $'
.
"
$'
0
'1" &
0+"
/
#-
2
#
$
* .
$
3
4&
! .5! -
6
) $ $'
.
2
#
7&
#
7
'5
8*
#* $'
9: 5
;<. )
* ; $
= >"""
+
?+
!
.# @>5
5
3! A
" 3
#
"#
$%
8B@C
3
4
4
4
4
4
4
& >" !
>
4 4
4
4 4 4 4 4 4
4
4
4
4
4
4
4
4
D EF
D 4EF
D EF
D EF
D 4EF
D EF
4
D EF
D 4EF
D 4EF
D EF
D EF
D 4EF
D EF
D 4EF
D 4EF
4
D
EF
4
4
4
4
4
4
4
4
D EF
7#
'
#
"
=-$ $ #
"G
0
' 3
4
4
4
4
4
4
?' 1%
)=7 H )"
.5+#
'
4
4
4
4
4
4
GLITNIR banki hefur fyrstur ís-
lenskra banka hlotið lánshæfismat
hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Stand-
ard & Poor’s. Glitnir fær einkunnina
A- hvað langtímaskuldbindingar
varðar og A-2 fyrir skammtímaskuld-
bindingar. Horfur í mati S&P eru
stöðugar.
Glitnir hefur nú lánshæfismat frá
þremur lánshæfismatsfyrirtækjum
en Moody’s og Fitch hafa metið láns-
hæfi bankans um nokkurt skeið auk
þess að meta lánshæfi KB banka og
Landsbanka Íslands.
Í tilkynningu frá S&P segir að mat-
ið endurspegli sterka stöðu Glitnis á
innanlandsmarkaði og bætta dreif-
ingu í eignarsafni bankans með vax-
andi starfsemi í Noregi. Hagnaður
bankans hafi verið stöðugur síðustu
fimm árin þrátt fyrir samdrátt í ís-
lensku efnahagslífi árið 2002 og lækk-
un á gengi verðbréfa á árunum 2001–
2002.
S&P telur fjárstýringu Glitnis góða
ásamt því að gæði eignasafns bank-
ans eru metin mikil.
S&P segir þá þætti sem vegi nei-
kvætt við ákvörðun um lánshæfis-
flokk vera að bankinn hafi nokkra til-
tölulega stóra lántakendur og það sé
áhyggjuefni að einn þessara stóru
lántakenda sé einn stærsti hluthafi
Glitnis. Þá segir að hraður vöxtur
eigna á undanförnum árum samhliða
stefnumörkun sem mögulega auki
áhættu sé áhyggjuefni auk þess hvað
heildsölumarkaður vegi þungt í fjár-
mögnun bankans í erlendum mynt-
um.
Aðstoðar við fjármögnun í
Bandaríkjunum og Ástralíu
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis, segist hafa trú á því að láns-
hæfismat S&P muni styrkja stöðu
bankans. „Þetta hjálpar okkur sér-
staklega á þeim mörkuðum þar sem
S&P hefur afgerandi sterka stöðu, til
að mynda í Bandaríkjunum og Ástr-
alíu, þar sem fjölmargir fjárfestar
þurfa að hafa lánshæfismat frá þessu
fyrirtæki. Þannig að við höfum þá trú
að þetta muni auka aðgang okkar að
ákveðnum fjárfestahópum sem sam-
kvæmt sínum fjárfestingastefnum
þurfa að hafa lánshæfismat á sínum
útgefendum,“ segir Bjarni. „Í öðru
lagi held ég að þetta sendi jákvæð
skilaboð út til markaðarins um sterka
stöðu Glitnis, íslensks bankakerfis og
íslensks hagkerfis, ekki hvað síst í
ljósi þess að ýmsir sem skrifað hafa
um greiningu á þessum aðilum hafa
talið að við fengjum mun verri út-
komu heldur en raun ber vitni. Við
fáum mjög góða niðurstöðu og erum í
A-flokki í öllum lánshæfismötum.“
Bjarni segir að sú álagslækkun
sem varð á skuldabréfum bankans á
eftirmarkaði í kjölfar tilkynningar-
innar um lánshæfismatið sýni að það
hafi jákvæð áhrif á hina íslensku
bankana líka.
Langt ferli
Ingvar H. Ragnarsson, forstöðu-
maður alþjóðlegrar fjármögnunar hjá
Glitni, segir að í byrjun árs hafi verið
ákveðið að sækja um lánshæfismat
hjá S&P. Í kjölfarið hafi farið í gang
undirbúningur innan bankans fyrir
fundinn með S&P sem var settur á
um miðjan febrúar. Á fundinum sem
fram fór hér á landi var farið mjög ít-
arlega yfir starfsemi bankans. Síð-
ustu sex vikurnar hefur S&P unnið að
lánshæfismatinu og var niðurstaðan
birt í gær.
Glitnir fær A- hjá S&P
Morgunblaðið/Ásdís
BJARNI Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Einar Sveinsson stjórn-
arformaður greiða tillögu um nýtt nafn atkvæði sitt á hluthafafundi Glitn-
is. Tillagan um að breyta nafni bankans í Glitnir var samþykkt með öllum
atkvæðum nema einu.
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
Nýtt nafn samþykkt
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
RÓBERT Wessman, forstjóri Actavis,
fjallaði stuttlega um kaupin á rúm-
enska lyfjafyrirtækinu Sindan á aðal-
fundi Actavis í gær. Sagði Róbert að
kaupin marki ákveðin tímamót fyrir
félagið, þar sem Sindan opni leið Act-
avis inn á ört vaxandi markað fyrir
samheita-krabbameinslyf.
„Fjöldi einkaleyfa fyrir krabba-
meinslyf mun renna út á næstu árum
og Sindan mun gera Actavis kleift að
keppa á þeim markaði. Þá mun Sindan
styrkja vöxt Actavis í Evrópu og gefa
því góðan aðgang að vaxandi mörk-
uðum í sölu á krabbameinslyfjum í
Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan,
Þýskalandi, Ítalíu og Spáni,“ sagði Ró-
bert.
Kaupverðið var 147,5 milljónir evra,
eða 12,8 milljarðar íslenskra króna, og
var það greitt með reiðufé. Búist er við
að tekjur Sindan verði um 80 milljónir
evra (6,9 milljarðar króna) á árinu
2006 og um 100 milljónir evra (8,7
milljarðar króna) á árinu 2007. Þá er
búist við að EBITDA framlegð Sindan
verði um 22% á árinu 2006 og um 23%
á árinu 2007.
Hækkanir án réttlætinga
Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður, vék máli sínu að
þróun mála á íslenskum fjármála- og
hlutabréfamarkaði að undanförnu,
þegar hann kynnti skýrslu stjórnar á
fundinum. Sagði hann að svo virtist
sem aukið fjármagn í umferð hafi
þrýst upp gengi bréfa í félögum án
sýnilegrar breytinga á starfsemi
þeirra, sem gæti réttlætt svo mikla
gengishækkun.
„Við þessar aðstæður er hætta á að
skammtímahagsmunir hafi óheppi-
lega mikil áhrif á hlutabréfamark-
aðinn. Mikil og hröð gengishækkun
vegna ytri aðstæðna er ávísun á minni
hækkun í framtíð. Tilefnislaus hækk-
un í dag kemur í veg fyrir verðskuld-
aða hækkun á morgun. Og þá er það
nú svo að það sem hækkar hratt er lík-
legt til að lækka hratt,“ sagði Björg-
ólfur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðalfundur Actavis Róbert Wessman, forstjóri Actavis, fjallaði um kaupin
á Sindan á aðalfundi félagsins í gær og sagði þau styrkja stöðu Actavis.
Actavis kaupir
rúmenskt félag
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
0
0
0
3
/2
0
0
6
Ferðatímabil til loka september. Sölutímabil: 29. mars–2. apríl.
Þetta tilboð gefur 3.000 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
TILBOÐ 22.900
OSLÓ
*KR.
Safnaðu
Vildarpunktum
9
#
I
3J; #$%&'
($#)%
*&+'
*&+,
E
E
.=3@
,)K
'$)%,
'$-)(
*&+,
*&+.
E
E
B)B LK
'$('&
($&'%
*&+#
*&+.
E
E
LK 0+
9
%)#
(,$,)&
/&+(
/&+#
E
E
8B@K ,$M N$
,$&&(
(($(''
/&+)
*&+)
E
E