Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
þrjár milljónir manna hefðu
tekið þátt í um 130 mótmæla-
göngum í frönskum borgum.
Lögreglan sagði hins vegar
að rúm milljón manna hefði
tekið þátt í mótmælunum.
Mótmælendur halda hér á
spjöldum með myndum af
Villepin forsætisráðherra.
HUNDRUÐ þúsunda manna
tóku þátt í mótmælagöngum
í Frakklandi í gær gegn laga-
frumvarpi Dominique Villep-
ins forsætisráðherra um
breytingar á atvinnulöggjöf
landsins.
Talsmenn verkalýðs-
samtaka sögðu að tvær til
„Það er óhugsandi að for-
sætisráðherrann standi fast á
afstöðu sinni. Í okkar augum
kemur aðeins eitt til greina
og það er að breytingarnar
verði dregnar til baka,“ sagði
verkalýðsforinginn Bernard
Thibault þegar stærsta gang-
an hófst í París.
Þúsundir lögreglumanna
voru á götunum til að reyna
að koma í veg fyrir óeirðir.
Átök blossuðu upp milli mót-
mælenda og um hundrað
ungra manna sem réðust á
mótmælendur í París, stálu
farsímum og myndavélum.
Verkalýðsfélög efndu
einnig til verkfalla en þau
ollu minni truflunum á al-
menningssamgöngum en bú-
ist var við. Um 70% jarðlesta
og strætisvagna Parísar
gengu eins og venjulega.
Tvær af hverjum þremur
hraðlestum Frakklands og
helmingur annarra lesta
gengu samkvæmt áætlun.
Um þriðjungi flugferða frá
frönskum flugvöllum var af-
lýst, aðallega í innanlands-
flugi.
Skólar, opinberar skrif-
stofur, bankar og pósthús
voru lokuð og engin dagblöð
komu út.
AP AP
Hundruð þúsunda mótmæltu í Frakklandi
Minsk, Prag. AFP,
AP. | Einn leið-
toga stjórnarand-
stöðunnar í
Hvíta-Rússlandi,
Alexander Kozul-
in, hefur verið
beittur harðræði
síðan yfirvöld
hnepptu hann í
fangelsi sl. laug-
ardag. Þetta full-
yrti lögmaður Kozulins, Ígor Rynke-
vítsj, í gær. Þá fullyrtu samtökin
Blaðamenn án landamæra og Nefnd
um vernd blaðamanna að tuttugu
blaðamönnum fyrir ýmis erlend
blöð, sem handteknir voru og dæmd-
ir hafa verið fyrir þátttöku í mót-
mælum gegn Alexander Lúkasjenkó
forseta 19. mars sl., hafi verið mis-
þyrmt.
Minnst 150 handteknir
Kozulin var í framboði í forseta-
kosningunum fyrir rúmri viku, sem
Lúkasjenkó vann og tryggði sér þar
með þriðja kjörtímabilið í embætti.
Hann hefur ekki verið ákærður en er
rannsakaður á grundvelli laga um
bann við „skrílræði“ og gæti átt sex
ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sagt var frá því í gær að a.m.k. 150
væru í fangelsi vegna þátttöku í mót-
mælunum gegn Lúkasjenkó, en þar
af er fyrrverandi sendiherra Pól-
lands, Mariusz Maszkiewicz, og hef-
ur hann verið dæmdur til fimmtán
daga fangelsisvistar.
Lengi hefur verið grunnt á því
góða með pólskum og hvít-rússnesk-
um stjórnvöldum og hefur fangelsun
Maszkiewicz aukið enn á frostið í
samskiptunum. Pólverjar, sem
gengu í Evrópusambandið fyrir
nokkrum misserum, hafa beitt sér
fyrir mannréttindum í nágranna-
ríkinu Hvíta-Rússlandi og hafa
gagnrýnt Lúkasjenkó forseta og for-
dæmt framkvæmd forsetakosning-
anna í landinu. Það gera líka samtök,
sem Vaclav Havel, fyrrverandi for-
seti Tékklands, fer fyrir en Havel af-
henti sendiráði Hvíta-Rússlands í
Prag í gær bréf þar sem hvatt er til
að Lúkasjenkó segi af sér.
Segja fangana í Hvíta-
Rússlandi sæta harðræði
Vaclav Havel hvetur Alexander Lúka-
sjenkó forseta til að segja af sér
Alexander
Lúkasjenkó
Stokkhólmi. AP. | Svíinn Stig Wenn-
erström, sem njósnaði fyrir Sovét-
menn í 15 ár í kalda stríðinu, lést í
liðinni viku, 99
ára að aldri.
Wennerström,
eða „Örninn“ eins
og Sovétmenn
nefndu hann, var
árið 1964 dæmd-
ur í fangelsi fyrir
athæfi sitt en náð-
aður tíu árum síð-
ar.
Upp komst um
njósnarann 1963 þegar þjónustu-
stúlka, sem vann fyrir sænsku leyni-
þjónustuna er grunaði Wennerström
um græsku, fann ljósmyndir af leyni-
skjölum uppi á háalofti í húsi hans.
Mál Wennerströms er mesta
njósnahneyksli sem Svíar hafa þurft
að kljást við en hann var af þekktum
yfirstéttarættum. Gegndi hann
stöðu yfirmanns í flughernum og
notaði hann m.a. tækifærið er hann
starfaði við sendiráð Svía í Wash-
ington 1952–1957 til að afla upplýs-
inga um varnir Svía og samstarf
þeirra við Bandaríkin í þeim efnum,
afar viðkvæmt mál vegna hlutleysis
Svía út á við.
Njósnari
látinn
Stig Wennerström
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins kvaðst í gær ætla
að knýja farsímafyrirtæki til að
lækka verð fyrir notkun farsíma í
útlöndum, eða fyrir svokölluð
reikisímtöl. Framkvæmdastjórnin
sagði að verð slíkra símtala væri
oft „óréttlætanlegt“ og kvaðst ætla
að semja lög til að knýja fram
verðlækkun.
„Farsímanotendur ættu ekki að
þurfa að greiða hærri gjöld aðeins
vegna þess að þeir ferðast til út-
landa,“ sagði Viviane Reding, sem
fer með fjarskiptamál í fram-
kvæmdastjórninni. „Alþjóðlegu
reikigjöldin eru ótrúlega há, í eng-
um tengslum við kostnað fyrir-
tækjanna.“
Á vefsíðu framkvæmdastjórn-
arinnar eru birtar nýjar upplýs-
ingar um verðskrár farsímafyr-
irtækja samkvæmt alþjóðlegum
reikisamningum, þ.e. notkunar-
samningum við erlend farsímafyr-
irtæki sem þá veita aðgang að far-
símakerfi sínu. Á vefsíðunni kemur
fram að verð reikisímtala er mjög
mismunandi eftir löndum. Finnsk-
ir farsímanotendur þurfa til að
mynda aðeins að greiða sem sam-
svarar rúmum 17 krónum fyrir
fjögurra mínútna símtal heim frá
Svíþjóð en farsímanotanda frá
Möltu er gert að greiða 1.100 kr.
fyrir að hringja þangað frá Lett-
landi.
Hefur jafnvel hækkað
Framkvæmdastjórnin setti upp
sérstaka vefsíðu í september síð-
astliðnum til að gera farsímanot-
endum kleift að bera saman
verðskrár fyrirtækjanna og finna
ódýrasta kostinn. Síðan þá hafa
nokkur fyrirtækjanna hækkað
verð reikisímtala. Breskt fyrirtæki
hækkaði til að mynda verð símtala
til Bretlands frá öðrum löndum
Evrópusambandsins úr sem sam-
svarar 303 krónum í 430 krónur.
Fréttavefur BBC hafði eftir sér-
fræðingi að tekjur farsímafyr-
irtækja af reikisímtölum næmu um
8–15% af heildartekjum þeirra.
Munu hafa áhrif á Íslandi
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að fyr-
irhuguð lög gætu haft áhrif á
gjaldtöku fyrir farsímanotkun Ís-
lendinga hér heima og erlendis.
„Ef lögin verða samþykkt af að-
ildarríkjum ESB og fá svo sam-
þykki EES-ríkjanna munu þau
hafa áhrif á tekjur íslensku far-
símafyrirtækjanna,“ sagði Hrafn-
kell. „Þetta er mjög mikilvægt
skref fyrir neytendur, enda æski-
legt að verðlagning á farsímaþjón-
ustu færist í átt til raunkostnaðar.“
Vill knýja fram lægra
verð fyrir reikisímtöl
ESB boðar lög um gjöld fyrir notkun farsíma erlendis
Abuja. AFP. | Charles Taylor, fyrrver-
andi forseti Líberíu, er horfinn úr
húsakynnum sínum í Nígeríu þar
sem hann hefur dvalið frá því að hann
fór í útlegð frá
heimalandi sínu.
Þetta kom fram í
yfirlýsingu sem
stjórnvöld í Níg-
eríu sendu frá sér
í gær en Taylor er
eftirlýstur fyrir
stríðsglæpi og
forseti Nígeríu
sagði á laugardag
að hann myndi
framselja Taylor aftur til Líberíu ef
beiðni kæmi þar um.
Í yfirlýsingu Nígeríumanna í gær
kom fram að Taylor hefði yfirgefið
hús sitt í Calabar einhvern tíma á
mánudagskvöld. Hefur Olusegun
Obasanjo, forseti Nígeríu, greint frá
því að efnt verði til rannsóknar á
hvarfi Taylors. Sagði talsmaður
Obasanjos að allir öryggisverðirnir,
sem eftirlit höfðu með Taylor, hefðu
verið handteknir.
Mun rannsókninni ætlað að leiða í
ljós hver ber ábyrgð á hvarfi Taylors,
hvort hann slapp einfaldlega, eða
hvort honum hafi verið rænt.
Ákæra í sautján liðum
Hvarf Taylors gæti orðið neyðar-
legt fyrir Obasanjo einmitt er hann
er á leið í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna en bandarísk stjórn-
völd hvöttu til þess í vikunni að
stjórnvöld í Nígeríu sæju til þess, að
Taylor sætti réttarhöldum fyrir
meinta stríðsglæpi sína og ódæðis-
verk.
Taylor fór í útlegð til Nígeríu í
ágúst 2003 og komst þannig á vopna-
hlé í Líberíu eftir fjórtán ára borg-
arastyrjöld. Hann er sakaður um að
hafa stýrt morðöldu, ránum og grip-
deildum, pyntingum á fólki og nauðg-
unum á síðasta áratug síðustu aldar.
Hefur stríðsglæpadómstóll, sem er í
Sierra Leone, gefið út ákæru á hend-
ur honum í sautján liðum.
Segja
Charles
Taylor
horfinn
Charles Taylor