Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 20
Eyjafjarðarsveit | Barnaleik- ritið Kardimommubærinn eftir Thorbjörn Egner sem nú er sýnt í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit hefur slegið rækilega í gegn og hefur verið uppselt á flestar sýningar til þessa. Leikritið hefur ekki verið á fjölum norðlenskra leikhúsa um nokkurt skeið og því hefur vaxið upp kynslóð barna sem ekki hefur haft tækifæri til að kynnast þeim kumpánum, Kasper, Jesper og Jónatan ásamt hinni siða- vöndu og ákveðnu Soffíu frænku og fleiri íbúum þessa ágæta bæjar. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Kardemommubærinn slær í gegn Ræningjar Höfuðborgin | Suðurnes | Akureyri |Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Handverksfólk opnar búð | Nokkur hópur handlaginna Seyðfirðinga hefur nú tekið höndum saman og stefnir að opnun vinnustofu og handverksverslunar hinn 8. apríl nk. Handverkshópurinn hefur fengið neðri hæð Austurvegar 30 á Seyðisfirði til afnota og unnið hörðum höndum und- anfarið við að undibúa húsnæðið, sem staðið hefur autt um nokkurt skeið.    Safn fær styrk | Á aðalfundi Félags verslunar- og skrifstofufólks sem haldinn var á dögunum var ákveðið að styrkja Iðnaðarsafnið um 250.000 krónur. Ný- lega fór stjórn félagsins á safnið og af- henti styrkinn. Sigrún Björk Jak- obsdóttir, formaður stjórnar Iðnaðar- safnsins, og Jón Arnþórsson, frum- kvöðull að stofnun safnsins, tóku á móti stjórninni og fóru með þeim um safnið, en Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fram- kvæmdastjóri afhenti styrkinn.    Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbank- ans á Akureyri, staðfesti það, bankinn hefði trú á framtíðaráformum Norð- lenska og því sem gert hefði verið í fyrirtækinu að undanförnu. Umskipti hafa orðiðí rekstri Norð-lenska, hann mun skila hagnaði fyrir liðið ár. Samningur milli Norð- lenska og Landsbankans sem felur í sér endur- fjármögnun bankans á birgða- og rekstrarlánum fyrirtækisins hefur verið undirritaður. Sigmundur E. Ófeigs- son, framkvæmdastjóri Norðlenska, sagði að það að tekist hefði að snúa rekstri félagsins við á undanförnum misserum væri ekki hvað síst frá- bæru starfsfólki félagsins að þakka. Hann nefndi að endurfjármögnun Lands- bankans væri til marks um að fyrirtækið upp- fyllti væntingar hans varðandi rekstur og að hann hefði trú á framtíð- aráætlunum félagsins. Norðlenska er stærsti sláturleyfishafi landsins, heildarmagn kjöts úr slátrun hjá félaginu var 3.850 tonn á liðnu ári en til viðbótar keypti það um 600 tonn frá öðrum slát- urleyfishöfum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigmundur Ófeigsson, Norðlenska, og Helgi Teitur Helgason, Landsbankanum, skrifa undir. Samningur um endurfjármögnun H jálmar Frey- steinsson leggur út af gam- algrónu kvæði í limru: Á eyðisandi einn um nótt ég sveima erindinu löngu búinn að gleyma, Norðurlandið týnt, telja má einsýnt að nú á ég hvergi nokk- urstaðar heima. Björn Ingólfsson tekur upp þráðinn: Afi minn fór eitthvað suðrá bæi enda er karlinn meiriháttar gæi með þriggja korna brauð þeysti hann á Rauð og sokkarnir hans sinn af hvoru tagi. Loks er það Hermann Jóhannesson sem tekur til máls: Fljúga snjóhvít fyrir utan glugga fiðrildin svo þétt að ber á skugga. Hér aldrei áður var svo afleitt veðurfar, sífellt þessi sama fjandans mugga. Gamalt og nýtt pebl@mbl.is Íslandspóstur gefur út þrjár frí- merkjaraðir í dag. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast bíó- sýningum og kvik- myndagerð á Ís- landi. Smáörk kemur út í samnorrænu röðinni Goða- fræði og er þetta er í annað sinn sem Norðurlöndin gefa út frímerki sameigin- lega um þetta efni. Loks eru gefin út tvö hefti þar sem myndefnið er fyrstu jepparnir sem fluttir voru hingað til lands. Fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi, Fjalakötturinn, sem einnig var þekkt með- al þjóðarinnar sem Reykjavíkur Biograf- theater eða einfaldlega Bíó, var opnað með pomp og prakt 2. nóvember 1906. Áhugi Ís- lendinga á kvikmyndum er enn þann dag í dag mikill og kvikmyndahús vel sótt og því þótti Íslandspósti vel við hæfi að minnast þessara tímamóta með útgáfu þriggja frí- merkja með tilvísun í íslenskar kvikmyndir og kvikmyndahúsamenningu. Hany Hadaya, grafískur hönnuður, teiknaði frímerkin. Náttúruvættir Norðurlanda-frímerkin svonefndu, tengjast norrænni goðafræði og eru í þremur hlutum sem koma út á tveggja ára fresti. Þemað í öðrum hlutanum sem nú kemur út eru „Náttúruvættir“. Vættirnir, þar á meðal álfar og huldufólk, sem er þema íslensku smáarkarinnar, eru goð- sagnakenndar verur úr germanskri goða- fræði sem lifað hafa í norrænum þjóðfræð- um. Hönnuður smáarkarinnar er Dagur Hilmarsson, grafískur hönnuður á auglýs- ingastofunni EnnEmm, en höfundur mál- verksins er Jóhann Briem. Fyrstu jepparnir Fyrsti fjórhjóladrifni bíllinn sem kom til Íslands var þýskur herjeppi af Tempo Vi- dal gerð. Í seinni heimsstyrjöldinni lét bandaríski herinn nokkra aðila smíða til- raunabíla til nota í hernaði, m.a. Willys verksmiðjurnar. Bíllinn skyldi vera léttur og fjórhjóladrifinn. 1942 komu fyrstu Wil- lys jepparnir hingað á vegum hersins en árið 1946 veitti ríkisstjórnin innflutnings- leyfi á jeppum til almennra borgara. Hlynur Ólafsson, grafískur hönnuður, teiknaði frímerkin sem koma út í tveimur fjögurra frímerkja heftum. Bíó og jepp- ar á nýjum frímerkjum Nýr sambandsstjóri | Jóhanna Erla Jónsdóttir var kjörin sambandsstjóri (for- maður) Ungmennasambands Borgar- fjarðar á sambandsþingi sem haldið var á Bifröst á dögunum. Torfi Jóhannesson gaf ekki kost á sér áfram í stöðu sam- bandsstjóra en hann verður varasambands- stjóri. Aðrir í stjórn eru Bragi Rúnar Axelsson gjaldkeri, Guðrún Ebba Pálsdóttir ritari og Guðmundur Sigurðsson varagjaldkeri. Fram kemur á vef UMFÍ að þingstörf gengu vel en þingfulltrúar voru yfir 50 tals- ins. Starfið innan UMSB er blómlegt um þessar mundir og líta menn þar á bæ björt- um augum fram á veginn. Fagna Nýsköpunarmiðstöð | Byggðar- ráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stað- setja höfuðstöðvar Ný- sköpunarmiðstöðvar Ís- lands á Sauðárkróki. Málið var rætt á fundi ráðsins í gærmorgun, og þar var þessi bókun gerð, en í fyrradag tilkynnti iðn- aðar- og viðskiptaráðherra að höfuðstöðvar nýrrar Nýsköpunarmiðstöðvar sem taka á til starfa um næstu áramót yrði á Sauð- árkróki.    HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is TILBOÐ 22.900 STOKKHÓLMUR *KR. Ferðatímabil til loka september. Sölutímabil: 29. mars–2. apríl. Þetta tilboð gefur 3.000 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 1 8 3 0 0 3 /2 0 0 6 Safnaðu Vildarpunktum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.