Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 20
Eyjafjarðarsveit | Barnaleik-
ritið Kardimommubærinn eftir
Thorbjörn Egner sem nú er
sýnt í Freyvangsleikhúsinu í
Eyjafjarðarsveit hefur slegið
rækilega í gegn og hefur verið
uppselt á flestar sýningar til
þessa. Leikritið hefur ekki
verið á fjölum norðlenskra
leikhúsa um nokkurt skeið og
því hefur vaxið upp kynslóð
barna sem ekki hefur haft
tækifæri til að kynnast þeim
kumpánum, Kasper, Jesper og
Jónatan ásamt hinni siða-
vöndu og ákveðnu Soffíu
frænku og fleiri íbúum þessa
ágæta bæjar.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Kardemommubærinn slær í gegn
Ræningjar
Höfuðborgin | Suðurnes | Akureyri |Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Handverksfólk opnar búð | Nokkur
hópur handlaginna Seyðfirðinga hefur nú
tekið höndum saman og stefnir að opnun
vinnustofu og handverksverslunar hinn 8.
apríl nk. Handverkshópurinn hefur fengið
neðri hæð Austurvegar 30 á Seyðisfirði til
afnota og unnið hörðum höndum und-
anfarið við að undibúa húsnæðið, sem staðið
hefur autt um nokkurt skeið.
Safn fær styrk | Á aðalfundi Félags
verslunar- og skrifstofufólks sem haldinn
var á dögunum var ákveðið að styrkja
Iðnaðarsafnið um 250.000 krónur. Ný-
lega fór stjórn félagsins á safnið og af-
henti styrkinn. Sigrún Björk Jak-
obsdóttir, formaður stjórnar Iðnaðar-
safnsins, og Jón Arnþórsson, frum-
kvöðull að stofnun safnsins, tóku á móti
stjórninni og fóru með þeim um safnið,
en Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fram-
kvæmdastjóri afhenti styrkinn.
Helgi Teitur Helgason,
útibússtjóri Landsbank-
ans á Akureyri, staðfesti
það, bankinn hefði trú á
framtíðaráformum Norð-
lenska og því sem gert
hefði verið í fyrirtækinu
að undanförnu.
Umskipti hafa orðiðí rekstri Norð-lenska, hann mun
skila hagnaði fyrir liðið
ár. Samningur milli Norð-
lenska og Landsbankans
sem felur í sér endur-
fjármögnun bankans á
birgða- og rekstrarlánum
fyrirtækisins hefur verið
undirritaður.
Sigmundur E. Ófeigs-
son, framkvæmdastjóri
Norðlenska, sagði að það
að tekist hefði að snúa
rekstri félagsins við á
undanförnum misserum
væri ekki hvað síst frá-
bæru starfsfólki félagsins
að þakka. Hann nefndi að
endurfjármögnun Lands-
bankans væri til marks
um að fyrirtækið upp-
fyllti væntingar hans
varðandi rekstur og að
hann hefði trú á framtíð-
aráætlunum félagsins.
Norðlenska er stærsti
sláturleyfishafi landsins,
heildarmagn kjöts úr
slátrun hjá félaginu var
3.850 tonn á liðnu ári en
til viðbótar keypti það um
600 tonn frá öðrum slát-
urleyfishöfum.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Sigmundur Ófeigsson, Norðlenska, og Helgi Teitur
Helgason, Landsbankanum, skrifa undir.
Samningur um
endurfjármögnun H
jálmar Frey-
steinsson leggur
út af gam-
algrónu kvæði í limru:
Á eyðisandi einn um nótt ég
sveima
erindinu löngu búinn að
gleyma,
Norðurlandið týnt,
telja má einsýnt
að nú á ég hvergi nokk-
urstaðar heima.
Björn Ingólfsson tekur
upp þráðinn:
Afi minn fór eitthvað suðrá
bæi
enda er karlinn meiriháttar
gæi
með þriggja korna brauð
þeysti hann á Rauð
og sokkarnir hans sinn af
hvoru tagi.
Loks er það Hermann
Jóhannesson sem tekur til
máls:
Fljúga snjóhvít fyrir utan
glugga
fiðrildin svo þétt að ber á
skugga.
Hér aldrei áður var
svo afleitt veðurfar,
sífellt þessi sama fjandans
mugga.
Gamalt og nýtt
pebl@mbl.is
Íslandspóstur
gefur út þrjár frí-
merkjaraðir í dag.
Myndefnin á þeirri
fyrstu tengjast bíó-
sýningum og kvik-
myndagerð á Ís-
landi. Smáörk kemur út í
samnorrænu röðinni Goða-
fræði og er þetta er í annað
sinn sem Norðurlöndin
gefa út frímerki sameigin-
lega um þetta efni. Loks
eru gefin út tvö hefti þar
sem myndefnið er fyrstu
jepparnir sem fluttir voru hingað til lands.
Fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi,
Fjalakötturinn, sem einnig var þekkt með-
al þjóðarinnar sem Reykjavíkur Biograf-
theater eða einfaldlega Bíó, var opnað með
pomp og prakt 2. nóvember 1906. Áhugi Ís-
lendinga á kvikmyndum er enn þann dag í
dag mikill og kvikmyndahús vel sótt og því
þótti Íslandspósti vel við hæfi að minnast
þessara tímamóta með útgáfu þriggja frí-
merkja með tilvísun í íslenskar kvikmyndir
og kvikmyndahúsamenningu.
Hany Hadaya, grafískur hönnuður,
teiknaði frímerkin.
Náttúruvættir
Norðurlanda-frímerkin svonefndu,
tengjast norrænni goðafræði og eru í
þremur hlutum sem koma út á tveggja ára
fresti. Þemað í öðrum hlutanum sem nú
kemur út eru „Náttúruvættir“. Vættirnir,
þar á meðal álfar og huldufólk, sem er
þema íslensku smáarkarinnar, eru goð-
sagnakenndar verur úr germanskri goða-
fræði sem lifað hafa í norrænum þjóðfræð-
um. Hönnuður smáarkarinnar er Dagur
Hilmarsson, grafískur hönnuður á auglýs-
ingastofunni EnnEmm, en höfundur mál-
verksins er Jóhann Briem.
Fyrstu jepparnir
Fyrsti fjórhjóladrifni bíllinn sem kom til
Íslands var þýskur herjeppi af Tempo Vi-
dal gerð. Í seinni heimsstyrjöldinni lét
bandaríski herinn nokkra aðila smíða til-
raunabíla til nota í hernaði, m.a. Willys
verksmiðjurnar. Bíllinn skyldi vera léttur
og fjórhjóladrifinn. 1942 komu fyrstu Wil-
lys jepparnir hingað á vegum hersins en
árið 1946 veitti ríkisstjórnin innflutnings-
leyfi á jeppum til almennra borgara.
Hlynur Ólafsson, grafískur hönnuður,
teiknaði frímerkin sem koma út í tveimur
fjögurra frímerkja heftum.
Bíó og jepp-
ar á nýjum
frímerkjum
Nýr sambandsstjóri | Jóhanna Erla
Jónsdóttir var kjörin sambandsstjóri (for-
maður) Ungmennasambands Borgar-
fjarðar á sambandsþingi sem haldið var á
Bifröst á dögunum. Torfi Jóhannesson gaf
ekki kost á sér áfram í stöðu sam-
bandsstjóra en hann verður varasambands-
stjóri.
Aðrir í stjórn eru Bragi Rúnar Axelsson
gjaldkeri, Guðrún Ebba Pálsdóttir ritari og
Guðmundur Sigurðsson varagjaldkeri.
Fram kemur á vef UMFÍ að þingstörf
gengu vel en þingfulltrúar voru yfir 50 tals-
ins. Starfið innan UMSB er blómlegt um
þessar mundir og líta menn þar á bæ björt-
um augum fram á veginn.
Fagna Nýsköpunarmiðstöð | Byggðar-
ráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stað-
setja höfuðstöðvar Ný-
sköpunarmiðstöðvar Ís-
lands á Sauðárkróki.
Málið var rætt á fundi
ráðsins í gærmorgun, og
þar var þessi bókun gerð,
en í fyrradag tilkynnti iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra
að höfuðstöðvar nýrrar
Nýsköpunarmiðstöðvar sem taka á til
starfa um næstu áramót yrði á Sauð-
árkróki.
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
TILBOÐ 22.900
STOKKHÓLMUR
*KR.
Ferðatímabil til loka september. Sölutímabil: 29. mars–2. apríl.
Þetta tilboð gefur 3.000 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6
Safnaðu
Vildarpunktum