Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Keflavík | „Þetta er mitt innlegg í að efla menninguna á Hafnargöt- unni. Ég lít á þetta sem samstarfs- verkefni og ég hef fengið mjög góð viðbrögð,“ sagði Björk Þorsteins- dóttir, verslunareigandi við Hafn- argötu í Reykjanesbæ, í samtali við Morgunblaðið. Hún býður lista- mönnum og handverksfólki að sýna verk sín í verslun sinni Bling-Bling. Björk Þorsteinsdóttir opnaði verslunina Bling-Bling seint á síð- asta ári og selur þar skart og fylgi- hluti. Eftir að hentugt húsnæði losnaði við Hafnargötuna flutti hún verslunina þangað til að geta verið í hringiðu bæjarlífsins. Formleg opn- un var í byrjun mars og um leið hófst myndlistarsýning á verkum mæðgnanna Ingu Bjarnadóttur glerlistakonu og dóttur hennar, Ír- isar Rósar Þrastardóttur málara. „Þegar ég var að vinna við að standsetja húsnæðið datt mér í hug að það gæti orðið skemmtileg við- bót að hafa sýningar í versluninni. Ég sá að ég hefði nóg af veggplássi sem myndi nýtast vel en auðvitað mega listamenn líka sýna skúlptúra og hvaðeina sem þeir eru að vinna með. Ég þekki líka nokkra skápa- málara og mér finnst þetta góður vettvangur fyrir þá að koma sér á framfæri, auk þess sem mig langar mikið til að hafa barnasýningu. Þetta er ekki sýningarsalur og það er greinilega markaður fyrir svona aðstöðu því ég hef nú þegar bókað fimm mánuði,“ sagði Björk í sam- tali við blaðamann og bætti við að sér þættu verkin mikið prýði fyrir búðina og ykju umganginn. Vinna verk í fyrsta sinn saman Mæðgurnar Inga og Íris Rós voru fyrstar til að sýna í Bling-Bling en Björk sagðist hafa viljað byrja á listamönnum sem hún þekkti. „Mér finnst þetta frábært framtak og góð viðbót við þá aðstöðu sem fyrir er í bænum,“ sagði Íris Rós sem er út- litshönnuður að mennt og starfaði lengi við þá iðn. Undanfarin ár hef- ur hún vakið athygli fyrir skemmti- leg málverk, þar sem frauðkúlur spila stórt hlutverk en nú hefur hún bætt hrosshári í myndir sínar. Inga tók í sama streng og bætti við að nú væri komið aukið svigrúm fyrir listamenn og handverksfólk af öllum gerðum, þar sem sýning- arsalir væru oft lokaðir þeim sem ekki væru menntaðir listamenn. Inga nam glerlist í Danmörku og hefur alfarið unnið að list sinni. Verkin í Bling-Bling eru bæði myndverk til að hengja upp á vegg en eins glerskúlptúrar bæði í glugga og til að hafa úti við. Fyrir þessa sýningu unnu þær mægður nokkur verk saman, sem þær hafa aldrei gert áður. Íris Rós málaði mynstur á glermyndir móður sinn- ar. Sýning Ingu og Írisar Rósar stendur fram í byrjun apríl en þá mun Dagmar Róbertsdóttir, Dalla, sýna í Bling-Bling. Kaupmaðurinn í Bling-Bling við Hafnargötuna leggur sitt af mörkum til menningarlífsins í bænum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Aukið menningarlíf Björk Þorsteinsdóttir býður listamönnum og handverksfólki að sýna verk sín í versluninni Bling Bling. Hér er hún ásamt mæðgunum Írisi Rós Þrastardóttur og Ingu Bjarnadóttur sem riðu á vaðið. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur „Þekki mikið af skápamálurum“ SUÐURNES HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ isvænan og heilsusamlegan hátt. Ekki er vitað hvert þetta fólk sem gekk um Laugardalinn var að fara, en dalurinn er fjölsóttur sumar, vetur, vor og haust, og ekki spillir fyrir að trén veita skjól fyrir næð- andi vindinum. Reykjavík | Þó veður hafi verið fremur napurt á landinu undanfarna daga, og fátt sem bendir til þess að vorið sé á næsta leiti, er alltaf hressandi að fá sér göngutúr til að sleppa frá amstri dagsins, eða bara til að komast á milli tveggja staða á umhverf- Morgunblaðið/ÞÖK Gönguferð í Laugardalnum Reykjavík | Stofnaður hefur verið stýrihópur um staðsetningu bensín- stöðva í Reykjavík, en Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þessa ráð- stöfun á fundi sínum sl. fimmtudag. Stýrihópnum er ætlað að marka stefnu í sambandi við úthlutun lóða, en í skýrslu sem unnin var á vegum skipulags- og byggingasviðs um málefni bensínstöðva í borginni, kemur fram að heildarsýn og stefnumörkun fyrir fjölda og stað- setningu bensínstöðva í borginni hafi lengi skort. Stýrihópurinn verð- ur skipaður þremur fulltrúum, ein- um úr skipulagsráði, einum úr um- hverfisráði og einum úr framkvæmdaráði. Þá munu embætt- ismenn viðkomandi sviða starfa með hópnum. Á fundi sínum synjaði borgarráð Bjarna Geir Alfreðssyni veitinga- manni um leyfi til að setja upp bens- ínafgreiðslu við Umferðarmiðstöð BSÍ í Vatnsmýrinni. Bjarni sótti um leyfið á þeim forsendum að þar hefði verið bensínafgreiðsla í áratugi sem svo var lokað vegna mengunar- hættu. Olíufélagið hefði nú fengið úthlutað lóð undir bensínstöð á sömu slóðum og því hlyti mengunar- hættan að vera úr sögunni. Borg- arráð vísaði í umsögn sviðsstjóra framkvæmdasviðs sem telur engin gögn sýna umhverfisógn vegna bensínafgreiðslu á þessum slóðum. Hins vegar hafi umsækjandinn ekki umboð frá lóðareigendum til að sækja um bensínafgreiðslu við BSÍ. Reglur fyrir bensínstöðvarlóðir ÓFAGLÆRT starfsfólk á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum byrj- aði sólarhrings langt setuverkfall á miðnætti í gærkvöldi. Vill starfsfólkið með því leggja áherslu á kröfur sínar um að laun þess verði hækkuð svo að þau verði sambærileg við nýlega kjarasamninga Reykjavíkurborgar. Aðgerðin nær til um 900 starfs- manna á Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfirði, Vífilsstöðum og Víðinesi, ásamt dvalarheimilunum Grund, Ási í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ. Álfheiður Bjarnadóttir, forsvars- maður starfsmannanna, segir að með- an á aðgerðunum standi muni starfs- menn aðeins veita lágmarksþjónustu. „Við munum ekki aðstoða fólk við að klæða sig, við að koma fram í borðsal- inn og fleira í þeim dúr.“ Starfsfólkið sinnir umönnun íbúanna, auk þess að sjá um eldhús, þvottahús og ræsting- ar. Kröfur starfsfólksins eru einfaldar: „Við viljum fá sömu laun fyrir sömu vinnu og þeir sem vinna hjá Reykja- víkurborg,“ segir Álfheiður. Hún bendir á að samkvæmt kjarasamn- ingum fái ófaglært starfsfólk á þeim vinnustöðum sem gripið er til aðgerða á 104 þúsund krónur í byrjunarlaun, en Reykjavíkurborg greiði tæplega 135 þúsund krónur. Álfhildur segir að það muni fá að ráðast eftir daginn í dag hvort gripið verði til frekari aðgerða, engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Hún segist finna fyrir miklum stuðn- ingi frá íbúum hjúkrunar- og dvalar- heimilanna, þeir standi með starfs- fólkinu og styðji það í baráttunni. Ófaglært starfsfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum í sólarhringsverkfall Veitir aðeins lágmarks- þjónustu við íbúa andi borgarstjórnarkosningum, auk þess sem fundarmenn fengu kynn- ingu um byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhúss við Austurhöfnina frá fulltrúa Portus hf. Reykjavík | Aðalfundur Þróun- arfélags miðborgarinnar fór fram í gær. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa kynntu fulltrúar stjórn- málaflokkanna stefnumál sín í kom- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kynntu stefnu flokkanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.