Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 23 MINNSTAÐUR ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 1 8 0 0 0 3 /2 0 0 6 PUNKTAÐU NIÐUR FERÐALAGIÐ! Safnaðu Vildarpunktum Nú geta handhafar vildarkorta VISA og Icelandair nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í hvaða flugfargjald sem er með áætlunarflugi Icelandair, fyrir hvern sem er og ferðast hvenær sem er. Fáðu nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is og punktaðu niður ferðina um 5.500 kr. Gildir til 1. maí n.k. Hellissandur | Frá því að Ísland byggðist lá alfaraleiðin til og frá verstöðvabyggðunum undir Jökli um fjöruna undir Enni. Sæta varð sjávarföllum. Ekki varð komist þar um á flóði því þá féll sjórinn upp að bjarginu. Árið 1963 var sprengt fyrir vegstæði og vegur gerður í Ennið. Sá vegur þótti ekki góður. Stöðugt grjóthrun var á veginn úr fjallinu og ef eitthvað snjóaði féllu á hann snjóflóð. Sumarið 1983 var núverandi veg- ur undir Enni opnaður til umferð- ar. Sá vegur er á grjótfyllingu í fjörunni og er sérstaklega vel gert mannvirki. Nú þurfa Sandarar, Rifsarar og Ólsarar og aðrir þeir sem fara þessa leið ekki að óttast ofanhrun né að sjórinn grípi þá. Vegurinn er langt frá rótum fjalls- ins og hann er varinn fyrir ágangi sjávarins með öflugum brimvarn- argarði. Þau sem fara þarna um geta í rólegheitum skoðað múkk- ann og rytuna á klettasyllunum og notið margbreytileika Ennisins. Þetta fjall er aldrei eins. Það tek- ur stöðugum breytingum. Stundum vefur það sig þoku niður fyrir miðj- ar hlíðar. Það er allt öðruvísi í frosti en frostleysu. Það hengir á sig skraut og listaverk þegar fryst- ir. Síðustu daga hefur það verið að auka skrautið dag frá degi. Það er svolítið skrítið að þetta skraut skuli heita grýlukerti – það er ekkert grýlulegt við þau. Alltaf bætist við skrautið Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Vegaskraut Grýlukertabreiða er við veginn um Enni, utan við Forvaðann. Eftir Hrefnu Magnúsdóttur LANDIÐ AKUREYRI „ÞETTA var stór stund, virkilega gaman, því er ekki hægt að neita, enda hefur biðin verið löng,“ segir Ásta Ásmundsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Léttis, en skrifað hefur verið undir samning milli félagsins og Akureyrarbæjar um byggingu reiðhallar í Hlíð- arholtshverfi, hesthúsahverfi í Lög- mannshlíð. Reiðhöllin verður um 3.200 fer- metrar að stærð, þar verður auk reiðsvæðis, áhorfendasvæði, sem tekur um 800 manns í sæti, fé- lagsaðstaða, hesthús, salerni og fleira, en að sögn Ástu er ætlunin að reiðhöllin muni geta nýst fleir- um en hestamönnum, „við stílum upp á að þetta verði fjölnotahús og komi fleirum en hestamönnum að gagni“. Akureyrarbær mun greiða félag- inu 90 milljónir króna vegna bygg- ingarinnar og þá segir Ásta að sótt verði um fjármagn í sjóð sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kynnti fyrir skömmu og hefur þann tilgang að styrkja byggingu reið- halla, reiðskemma og reiðhúsa. „Við vonumst til að fá 30 milljónir króna úr þeim sjóði, en það er stefnan hjá okkur að höllin kosti ekki meira en um 120 milljónir, það fé sem við munum vonandi hafa handa á milli,“ segir Ásta. Svæði undir reiðhöll í Lögmannshlíð er sýnt í deiliskipulagi sem nú er til umfjöllunar, „og við bíðum eigin- lega bara eftir að það verði sam- þykkt, þá getum við hafist handa“. Gangi allt upp hjá hestamönnum mun reiðhöllin rísa á árinu, „það er ekki svo fjarlægur draumur að við tökum nýja reiðhöll í notkun um áramót eða í snemma á næsta ári,“ segir Ásta. Félagsmenn í Létti eru um 650 talsins og hlakka menn mjög til að fá nýtt og glæsilegt hús í notkun, „það mun bæta mjög aðstöðu til hestamennsku í bænum, hún hefur ekki verið neitt sérstök, en nú ganga menn um með stór áform, við höfum hug á að byggja upp vall- arsvæði okkar og gera ný samhliða þessum framkvæmdum.“ Breyting til batnaðar Ásta kveðst fullviss um að með tilkomu reiðhallar muni áhugi á hestamennsku aukast til muna í bænum, þá muni góð aðstaða draga að atvinnumenn og keppnisfólk sem aftur leiði til þess vekja áhuga almennings á hestaíþróttum. „Þetta gefur okkur tækifæri til að vera með starfsemi allt árið, við horfum fram á bjarta tíma í þessum efnum, þetta verður rosaleg breyting til batnaðar,“ segir Ásta og leynir því ekki að barátta hestamanna fyrir því að reist verði reiðhöll í bænum hafi sett mark sitt á félagsstarfið undanfarin ári, „það var orðið erf- itt að halda upp öflugu og jákvæðu félagsstarfi, en nú er annað uppi á teningnum“. Hestamannafélagið Léttir og Akureyrarbær undirrita samning um reiðhöll Stór stund eftir langa bið Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Stóra stundin Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Ásta Ásmundsdóttir, formaður Léttis, takast í hendur að lokinni undirritun samningsins. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Anna Baldvina ráðin | Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar leggur til að Anna Baldvina Jó- hannesdóttir verði ráðin skóla- stjóri nýs sameinaðs grunnskóla í Dalvíkurbyggð. Frestur til að sækja um rann út fyrir skömmu og bárust þrjár umsóknir. Á fundi fræðsluráðs var rætt um hvort heppilegra væri að ráða að auki aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra eða tvo aðstoð- arskólastjóra, en hinn nýi grunn- skóli er starfræktur á Dalvík ann- ars vegar og Árskógssandi hins vegar. Einnig var rætt um hvort auglýsa beri stöðurnar eða hvort bjóða eigi fráfarandi skólastjóra Árskógsskóla og fráfarandi að- stoðarskólastjóra Dalvíkurskóla stöðurnar. Fræðsluráð mælir með því að umræddar stöður verði boðnar fráfarandi stjórnendum.    Ekki frítt | Pétur Björgvin Þor- steinsson, djákni í Glerárkirkju, ósk- aði eftir því við íþrótta- og tóm- stundaráð að fá styrk í formi Akureyrarkorts, þ.e. ókeypis notkun á strætó ásamt öðrum fríðindum, vegna erlendra sjálfboðaliða. Íþrótta- og tómstundaráð gat ekki orðið við erindinu en vísaði ósk um frían aðgang að Strætisvögnum Ak- ureyrar til framkvæmdaráðs. Hraðlína | Kynningarfundur fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla, sem vilja hefja nám í Mennta- skólanum á Akureyri í haust, verð- ur haldinn í dag, 29. mars kl. 17.30 í Kvos Menntaskólans. Mennta- skólinn á Akureyri fékk á síðasta ári leyfi ráðuneytis til að bjóða öfl- ugum nemendum sem höfðu lokið 9. bekk grunnskóla að koma rak- leitt í MA. Þar taka þessir nem- endur allt námsefni 1. bekkjar skól- ans og að auki nokkuð af námsefni 10. bekkjar. Með þessu móti ná þeir að flýta námi sínu um eitt ár og ljúka því stúdentsprófi yngri en flestir aðrir.    Samráð | Pétur Bolli Jóhannesson, skipulags- og byggingarfulltrúi Ak- ureyrarbæjar, hefur sent skólanefnd erindi, þar sem hann óskar eftir samráði við skólayfirvöld vegna hug- myndar um byggingu 60 íbúða fyrir eldra fólk í fjölbýlishúsum austan Langholts. Skólanefnd fól formanni og deildarstjóra að ræða við Pétur Bolla um málið.    VIÐHORF starfsfólks leikskóla á Akureyri er yfirleitt mjög jákvætt að því er fram kemur í könnun sem kynnt var á fundi skólanefndar í vik- unni. Trausti Þorsteinsson, forstöðu- maður skólaþróunarsviðs HA, kynnti niðurstöður en markmið hennar var að leitast við að fá fram svör við spurningunni: „Hvert er viðhorf starfsfólks leikskólanna til eigin starfs og starfsaðstæðna.“ Flestallir svarenda voru ánægðir í starfi að því er fram kemur í könn- uninni „þó að líðan mætti stundum vera betri, einkum þegar álag er mik- ið, t.d. vegna forfalla“, eins og segir í bókun skólanefndar. Samskipti starfsfólks við stjórn- endur annars vegar og foreldra barnanna hins vegar virðast yfirleitt í mjög góðu horfi. Flestir svarenda í könnuninni láta yfirleitt vel af þjón- ustu þeirra stoðdeilda sem leikskól- arnir geta leitað til og eru einnig ánægðir með frammistöðu bæjar- félagsins varðandi umgjörð leikskóla- starfsins. „Í heildina virðist því hægt að full- yrða að þessi könnun á viðhorfi starfs- fólks á leikskólunum á Akureyri gefi til kynna að þar fari fram markvisst og öflugt uppeldis- og kennslustarf,“ segir skólanefnd í bókun sinni. Starfsfólk leikskóla ánægt í starfi Káfaði á konu | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðs- bundið fangelsi fyrir að káfa á konu í strætisvagni á Akureyri. Maðurinn var ákærður fyrir að káfa á læri stúlku upp í klof og á rassi þar sem þau voru í stræt- isvagni. Fram kemur í dómnum að maðurinn viðurkenndi brot sitt. Manninum var gert að gangast undir geðrannsókn og var krafinn um rúmlega 277 þúsund króna greiðslu vegna kostnaðar við rann- sóknina. Dómurinn segir að ekki verði talið að brot mannsins hafi ver- ið svo alvarlegt að gefið hafi tilefni til slíkrar rannsókn og var kostn- aður vegna hennar látinn falla á rík- issjóð.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.