Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 24
Daglegtlíf
mars
N
emendur sem taka
samræmd próf við lok
10. bekkjar eiga kost
á því að velja, í sam-
ráði við foreldra sína,
hvaða próf þeir taka. Valið stendur
um sex próf, íslensku, stærðfræði,
ensku, dönsku og náttúrufræði.
Flestir framhaldsskólar taka mið
af einkunnum úr samræmdum próf-
um til jafns við skólaeinkunn þegar
þeir velja inn nemendur. Ljóst er að
samræmd próf eru að jafnaði mik-
ilvægur mælikvarði og góður und-
irbúningur skilar sér í betri árangri.
Á vef Námsmatsstofnunar er að
finna ýmsar gagnlegar upplýsingar,
góð ráð, ítarefni, leiðbeiningar og
upplýsingar um framkvæmd próf-
anna. Margir skólar halda einnig úti
heimasíðu þar sem hægt er að nálg-
ast upplýsingar sem koma að góðum
notum.
Kristrún Lind Birgisdóttir, að-
stoðarskólastjóri í Lindaskóla í
Kópavogi, segir að þátttaka foreldra
í námi barnanna geti skipt sköpum
fyrir árangurinn. Hún segir mik-
ilvægt að það ríki sátt milli foreldra
og barna um hvernig standa eigi að-
að undirbúningnum og rætt sé um
hvað skynsamlegt sé að gera. Sum-
um gagnist vel að gera skriflegan
samning þar sem jafnvel sé samið
um árangurstengda umbun af ein-
hverju tagi.
Lífið í föstum skorðum
Kristrún leggur áherslu á að bæði
foreldrar og börn haldi ró sinni en
fylgi fast eftir settum reglum og
samningum sem gerðir hafa verið.
Þótt samræmd próf séu mikilvæg
og geti haft áhrif á hvaða framhalds-
skóla barnið kemst inn í þá sé skyn-
samlegt að snúa ekki heimilislífinu á
annan endann. Barnið nái ekki betri
árangri finni það fyrir spennu og
kvíða foreldranna.
Fáðu barnið í lið með þér –
átök, þras og rifrildi skila litlu.
Hjálpaðu barninu að skipu-
leggja tímann, jafnvel með því að
útbúa stundaskrá. Meiri líkur eru
á að farið sé eftir skipulagi sem
sett hefur verið á blað.
Aðstoðaðu barnið við að setja
sér raunhæf markmið. Ekki ætla
barninu að gjörbreyta einkunnum
á stuttum tíma.
Ræddu við umsjónarkenn-
arann um markmið og hvaða
námsgreinar barnið eigi að leggja
mesta áherslu á. Skoðið
prófseinkunnir sem barnið hefur
fengið yfir veturinn og metið út frá
því.
Hvettu barnið til að nýta sér
aukatíma ef boðið er upp á slíkt í
skólanum. Gakktu úr skugga um
að barnið viti hvað það þarf að fá
út úr aukatímanum.
Passaðu að barnið fái nægan
svefn, borði vel, læri þegar það er
vel upp lagt og sinni tómstundum.
Sýndu vinnu barnsins áhuga og
gefðu þér tíma í spjall. Ísbíltúr
getur veitt góða hvíld, hún er
nauðsynleg líka.
Hikaðu ekki við að nýta þér að-
stoð námsráðgjafa og/eða sér-
fræðinga ef mikill prófkvíði gerir
vart við sig.
MENNTUN | Tíundubekkingar farnir að undirbúa sig fyrir samræmdu prófin
Stuðningur þýðingarmikill
Margir hlakka til að tak-
ast á við samræmdu próf-
in en aðrir fyllast kvíða.
Katrín Brynja Her-
mannsdóttir komst að
því að foreldrar geta með
einföldum hætti stutt
börnin sín.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sumum gagnast vel að gera skriflegan samning við unglinginn sinn.
Gagnlegar heimasíður:
www.namsmat.is
www.skolavefurinn.is
Fram að páskum býðst frí kynn-
ingaráskrift að Skólavefnum í eina
viku. Eftir að henni lýkur er hægt
að gerast áskrifandi að efni vefj-
arins fyrir 1.290 kr. á mánuði. Sími
Skólavefjarins er 551 6480.
Hægt er að nálgast upplýsingar
um prófkvíða á netinu með því að
slá inn leitarorðið prófkvíði.
MARGAR konur eru hræddar
um að þenjast út af vöðvum og
líta út eins og karlmenn ef þær
lyfta oft lóðum. En samkvæmt
www.fitlist.msnbc.com er næst-
um ómögulegt fyrir konur að fá
þungan vöðvamassa, eins og karl-
maður, nema þær noti einhverskon-
ar stera. Konur hafa einfaldlega
ekki þá hormóna sem þarf til að
láta vöðvana stækka eins og hjá
karlmönnum. Konur eiga að hætta
að óttast lóðalyftingar og horfa á
kosti þeirra, þær vilja hafa sterka
og langa vöðva og lögulega limi og
það fá þær með góðri lóðaþjálfun.
Hér kemur dæmi um eitt æf-
ingaplan sem er gott fyrir konur
sem vilja styrkja líkamann og hjart-
að.
Hitaðu upp í 3 til 5 mínútur með
því að sippa (eða á stigvél).
Gerðu 17 standandi setur meðan
haldið er á 2,5 eða 5 kg hand-
lóðum
Leggstu á bakið og gerðu 30
kviðæfingar.
Sippa í 2 mínútur (eða fara á
stigvélina).
17 góðar fótabeygjur á fóta-
beygjuvélinni, notaðu þyngd
sem þreytir vöðvana.
12 brjóstvöðvapressur á bekk
með handlóðum, um 5 kg.
þyngd.
12 þríhöfðaæfingar (aftan á upp-
handlegg) notaðu 5 til 10 kg lóð.
20 kviðæfingar
Leggstu á magann og gerðu 12
uppréttur fyrir neðra bak.
Sippa í eina mínútu.
Sestu niður og gerðu 12 axla-
pressur með 4 til 5 kg hand-
lóðum.
12 frambeygjur í röð með um 8
kg lóðum.
Teygðu á og þú ert búin.
Þetta eru góðar æfingar til
styrkingar.
Ef þú ert ekki viss um tæknina í
æfingunum skaltu tala við þjálf-
ara áður en þú byrjar.
HREYFING
Fáðu kven-
lega vöðva
„Á ÞESSUM tíma tíðkaðist ekki
að eiginmenn væru viðstaddir
fæðingu barna sinna eða væru
að hanga uppi á fæðingardeild.
Jóhann hefur því eflaust viljað
gleðja konu sína þegar hún
kæmi heim með þriðja barnið
þeirra og keypti þennan skáp
þegar hún var á fæðing-
ardeildinni,“ segir Sigríður
Tryggvadóttir um tengda-
föður sinn Jóhann Jónasson
sem fyrir meira en hálfri öld
kom með forláta skáp á heim-
ili sitt og Margrétar konu
sinnar á Bessastöðum þar
sem hann var þá bústjóri.
Nýfæddur sonur þeirra, Sig-
hvatur, varð seinna eig-
inmaður Sigríðar. „Mér
þykir vænt um þennan skáp
af því hvernig hann er til
kominn. Þeir hefðu báðir
orðið sextugir núna í apríl, skápurinn og Sig-
hvatur, en Sighvatur lést fyrir þremur ár-
um.“
Stofustássið geymir sparistellið
Sigríður segir litlu hafa munað að skápur
þessi færi á haugana, því af einhverjum
ástæðum varð hann eftir á Bessastöðum þeg-
ar Jóhann og Margrét fluttu þaðan í Sveins-
kot á Álftanesi árið 1956, þegar Sighvatur
var 10 ára. „Skápurinn hefur að öllum lík-
indum tilheyrt búinu fyrst þau fluttu hann
ekki með sér. En svo var það fyrir þó nokkuð
mörgum árum, þegar verið var að taka til á
Bessastöðum, að Sighvatur var beðinn að
henda þessum skáp sem þar fannst í rusla-
kompu, en hann var sendibílstjóri. En þar
sem hann þekkti söguna á bak við skápinn
kom hann með hann heim til okkar og hér
hefur hann verið síðan.“ Sigríður segist
halda að skápurinn hafi verið búinn til hér á
landi en hann er úr massífum við og mikið
stofustáss í hennar augum, þó hann sé farinn
að láta á sjá. „Þetta er spariskápurinn minn. Í
honum geymi ég sparistellið og á honum
standa dýrmætar fjölskyldumyndir, meðal
annars af Jóhanni og Margréti fyrrverandi
eigendum skápsins, móður minni, Sighvati og
sonum okkar.“
HLUTUR MEÐ SÖGU | Eiginmaðurinn keypti forláta skáp á meðan konan hans var á fæðingardeildinni
Morgunblaðið/Ómar
Sigríður við skápinn góða en fyrir ofan hann er mynd sem hún málaði sjálf af bát í vörinni, en
húsið stendur við Litlubæjarvör niðri við sjó.
Ljósmynd/Hans Malmberg
Margrét og Jóhann með fjögur elstu börnin
sín á Bessastöðum um 1950. Sighvatur er
annar frá visntri.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Átti að fara á ruslahaugana
Höfundur stundar MA nám í blaða-
og fréttamennsku við HÍ.