Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MET hefur verið slegið í British Museum í London, þegar kemur að miðasölu fyrirfram á sýningar sem hafa enn ekki verið opnaðar. Á nýja sýningu um ítalska endurreisnarlistamanninn Michelangelo, sem opnaði í safninu í síðustu viku, seldust meira en 11.000 miðar fyrirfram. Fyrra metið á sýning um Persíu sem stóð yfir í fyrra, en þá seldust 3.670 miðar fyrirfram. Óþolinmóður kennari Sýningin ber heitið Michelangelo Drawings: Closer to the Master og inniheldur 90 verk eftir listamann- inn, sem koma frá British Museum, Ashmolean- safninu í Oxford og Teyler-safninu í Hollandi. Þetta mun vera fyrsta sýningin í Bretlandi á verkum Mich- elangelo í 30 ár. Á sýningunni gefur meðal annars að líta portrett- myndir af listamanninum og styttu af honum – þar sem hann er með brotið nef. Gestir fá líka að berja augum teikningar sem Michelangelo notaði til að kenna nemendum sínum, sem og teikningar nemend- anna sjálfra.Á sumum þeirra er að finna skondin skilaboð úr smiðju meistarans; „Teiknaðu, Antonio, teiknaðu, Antonio, teiknaðu og ekki eyða tímanum,“ stendur á einni þeirra, sem gefur til kynna að Mich- elangelo hafi ekki verið sérlega þolinmóður kennari. Með nokkrum öðrum skissum og teikningum á sýn- ingunni, sem gerðar voru í aðdraganda skreytinganna í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu, er sýnt bréf frá Michelangelo til föður síns, þar sem hann segir m.a.: „Ég hef klárað kapelluna sem ég var að mála. Páfinn er mjög ánægður.“ Teiknaðu, Antonio, teiknaðu AP Starfsmaður British Museum skoðar portrettmynd af Michelangelo, sem gestir geta skoðað á sýningunni. Hluta af loftfreskunni í Sixtusar-kapellunni er varpað í loft British Museum í London um þessar mundir. Myndlist | Michelangelo slær met í British Museum Michelangelo-sýningin í British Museum er til 25. júní. Sú var tíðin að Íslendingarheyrðu ekki aðra músík enþá sem þeir sjálfir sköpuðu sín á milli, kenndu hver öðrum og lærðu af förufólki og flökkurum. Tónleikar voru strjálir framan af síðustu öld, og oft veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki hreinlega verið eins og geim- skipslending í dag, þegar Fíl- harmóníusveitin í Hamborg kom og spilaði hér undir stjórn Jóns Leifs árið 1926. Það væri magnað að geta í dag rýnt í huga þeirra Íslendinga sem heyrðu þá tón- leika. Útvarpið kom árið 1930 og þá fór fólk að heyra erlenda tónlist – og líka íslenska. En útvarpið var auðvitað bara útvarp, og þótt upplifun tónlistarinnar hljóti að hafa verið góð fyrir þá sem kunnu að njóta hennar, hlýtur að hafa verið enn merkilegra fyrir þá sem þyrsti í tónlist þegar tón- leikum fór að fjölga svo eitthvað kvað að.    Í dag er öldin önnur og ekkertlát á tónleikahaldi á Íslandi. Tónlistarmenntun þjóðarinnar er á góðu róli, og hér starfa fínir at- vinnumenn og frábærir talentar á öllum sviðum tónlistar. Því, að hlusta á tónlist á tón- leikum, eða í öðrum „lifandi“ kringumstæðum, verður ekki líkt við neina aðra upplifun. Það er sama hversu tækninni og græju- dótinu fleygir fram í gæðum – það verður aldrei eins að hlusta á tónlist á þann hátt. Sumar ástæð- urnar eru augljósar. Það sem hlustað er á í græjum, eru yf- irleitt upptökur og tónlistarflutn- ingur í stúdíói lýtur allt öðrum lögmálum en flutningur sem verður að lukkast í þetta eina sinn í vitna viðurvist. Og einmitt þar geta undrin gerst. Í lifandi tónlistarflutningi skapast stemmning – einhvers konar tján- ing milli flytjenda og hlustenda. Orkan sem gengur milli þessara tveggja póla getur verið dauf og allt að því andvana, en þegar vel tekst til getur hún magnast upp og orðið beinlínis rafmögnuð. Þetta hafa allir upplifað sem sótt hafa góða tónleika. Vel heppn- aðir tónleikar standa ekki bara og falla með góðum flutningi – það kemur vissulega fyrir að maður upplifir góða músík og firnavel flutta, sem nær þó ekki að hreyfa við þeim sem hlusta. Kjarni upplifunarinnar liggur í kemistríunni milli tónlistarinnar, flytjendanna og áheyrenda. En eins og góður flutningur þarf ekki að vera ávísun á góða upp- lifun; þá geta aðrir þættir en snilldar spilamennska líka kveikt neistana sem gera upplifunina af lifandi tónlist einstaka. Þess vegna má kannski líkja því að sækja tónleika við eins konar óvissuferð. Maður veit aldrei fyrr en á hólminn er komið, í hvaða hæðir upplifunin ber mann.    Og stundum gerist það aðstóru kikkin vara ekki nema augnablik – það sem gerir tón- leikaferðina þess virði að maður lagði af stað. Og það er aldrei á vísan að róa með það hvað það gæti orðið. Það er kannski bara ein undursamlega fallega túlkuð hending hjá söngvara, ögrandi hljóðheimur nýs verks, „geðveikt grúv“ í gömlum slagara, eða – jú, það verður að viðurkennast að það getur líka verið kikk að upp- lifa einhverja óútskýranlega virtúósíska fingra- eða raddfimi. En með auknu framboði á tón- leikum, fjölgar ekki bara góðum tónleikum. Miðlungsgóðum tón- leikum og lélegum tónleikum fjölgar líka. Það verður æ erf- iðara að ramba á það sem er ein- hvers virði hvað snertir nautnina af músíkupplifuninni. Eins og upplifun af því að hlusta á tónlist getur verið djúp og nærandi, þá er annar val- kostur sem er æ vanmetnari í dag. Það er að upplifa þögnina. Raunverulega þögn. Ég set hana í annað sæti á eftir músíkupplif- uninni sem snertir við manni og gefur einhverja lífsfyllingu. Það er varla það fyrirtæki sem ekki ælir yfir mann óumbeðið ein- hverjum óskapnaði úr símakerfi sínu meðan beðið er eftir sam- bandi. Það er ekki tónlist; bara eitthvað sem eyðir þögninni. Í öll- um óyndis skarkalanum sem er í umhverfi okkar, er orðið erfitt að finna þögnina. En hún er þarna líka. Hennar má svo njóta á sama hátt og tónlistarinnar, og ef mað- ur leggur sig fram, getur hún verið alveg jafn merkileg óvissu- ferð og tónleikaferðin. Að fara á tónleika ’ Þess vegna má kannskilíkja því að sækja tón- leika við eins konar óvissuferð. Maður veit aldrei fyrr en á hólminn er komið, í hvaða hæðir upplifunin ber mann. ‘ Morgunblaðið/Jim Smart begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir KARLAKÓRINN Stefnir heldur vortónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.00 og í Hlégarði á föstu- dagskvöld á sama tíma. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og píanóleikari Árni Heiðar Karlsson. Stefnir mun síðan í samvinnu við Karlakór Hreppamanna halda tvenna sameiginlega tónleika hinn 1. apríl næstkomandi. Fyrri tónleik- arnir verða í Hveragerðiskirkju og hefjast kl. 17.00, en þeir síðari verða í Félagsheimili Hrunamanna kl. 21.00. Stjórnandi kórs Hreppamanna er Edit Molnár, en píanóleikari er Miklós Dalmay. Einsöngvarar og hljóðfæraleik- arar eru úr hópi kórfélaga. Vortónleikar Stefnis og Hreppa- manna Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karlakórinn Stefnir heldur tvenna tónleika á eigin vegum fyrir helgina og aðra tvenna í samvinnu við Karlakór Hreppamanna hinn 1. apríl. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 1 8 0 0 0 3 /2 0 0 6 + Bókaðu flug á www.icelandair.is NÝTT – BEINT FLUG Í HAUST! VERÐ FRÁ 32.880 ST. PÉTURSBORG * KR. Safnaðu Vildarpunktum Ferðatímabil til loka september. Þetta tilboð gefur 3.600 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.