Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 27 MENNING ÞRIÐJA árið í röð stendur Ís- lenska óperan fyrir Óperustúdíói. Það er verkefni þar sem söng- og tónlistarskólanemendum á höf- uðborgarsvæðinu stendur til boða að taka þátt í óperuuppfærslu sem er unnin á allan hátt eins og at- vinnumannauppfærslur Óper- unnar. Að þessu sinni varð óperan Nótt í Feneyjum eftir Johann Strauss fyrir valinu og verður hún frumsýnd í kvöld. Fimmtán ein- söngvarar taka þátt í sýningunni ásamt ellefu manna kór. Hljóm- sveitina skipa tæplega fjörutíu tónlistarskólanemendur úr tónlist- arskólum af höfuðborgarsvæðinu. „Sýningin er öll samsett af nem- endum,“ segir Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri. Daníel er að læra hljómsveitarstjórnun í Þýskalandi og var fenginn til að taka þetta verkefni að sér. „Ég er einn af mjög fáum ungum íslensk- um hljómsveitastjórum og hef ver- ið að vinna í Óperunni sem aðstoð- armaður Kurts Kopeckys. Það lá kannski beint við að ég tæki þetta að mér en þetta er í fyrsta skipti sem ég er hljómsveitarstjóri.“ Sýn inn í atvinnuheiminn Daníel segir Strauss-óperur mjög skemmtilegar. „Strauss er þekktastur fyrir Leðurblökuna og Sígaunabaróninn, sem hafa báðar verið settar upp hér á landi, og svo Nótt í Feneyjum sem aldrei hefur sést á fjölunum hér. Nótt í Feneyjum er hálfgerður farsi með flókinn söguþráð þar sem allir eru skotnir í öllum og þykjast vera einhverjir aðrir en þeir sjálfir. Þetta er samt ekki hádramatískt verk heldur létt og áhyggjulaust og tónlistin endurspeglar það,“ segir Daníel sem finnst Vínar- tónlistin í verkinu sjarmerandi og skemmtileg. Hann segir alla sem koma að sýningunni mjög efnilega og þetta sé stórt verkefni með mikilli kennslu fyrir þátttakendur. „Þetta er alveg eins og að setja upp alvörusýningu nema að það eru eingöngu nemendur sem koma að þessu og þar af leiðandi er þetta nýtt fyrir öllum. Söngv- ararnir fá þarna innsýn í þennan heim, hvernig hann er í raun og veru: Hvernig er að setja upp óperusýningu, hvað þarf til, hvernig ferlið er og hvernig þarf að undirbúa sig, þannig að ef þau eru í einhverjum vafa um hvað þau eru að fara út í ættu þau ekki að vera það lengur. Þetta er fyrsta skrefið inn í þennan al- vöruheim óperusöngvarans. Hljómsveitarfólkið fær einnig að spila ofan í gryfju og það finnst öllum voðalega gaman.“ Mikill áhugi Daníel segir þetta lærdómsríkt en einnig krefjandi og skemmti- legt fyrir sig. „Það er í mörg horn að líta og búið að vera mjög gam- an að vinna með krökkunum og fylgjast með hvað allir taka mikl- um framförum.“ Áhuginn meðal söngnema var mikill fyrir Óperustúdíóinu að þessu sinni og mættu yfir fimmtíu manns í áheyrnarprófið. Daníel valdi svo nemendur í hljómsveitina með aðstoð tónlistarskólanna. Æfingar hafa staðið yfir síðan í lok febrúar en leikstjóri er Uschi Horner. Daníel segir verkið Nótt í Feneyjum hafa orðið fyrir valinu vegna þess að það sé mikið af hlutverkum í því fyrir söngvara og stórt hlutverk fyrir kórinn, auk þess sem það bjóði upp á mikla möguleika. „Það var líka tími til kominn að leyfa Íslendingum að sjá þetta verk eftir Strauss. Áhorfendur mega eiga von á miklu fjöri og mikilli skemmtun.“ Tónlist | Óperustúdíó söng- og tónlistarskólanema setur upp Nótt í Feneyjum í Íslensku óperunni „Þetta er fyrsta skrefið inn í þennan alvöru heim óperusöngvarans. Hljóm- sveitafólkið fær einnig að spila niðri í gryfju og það finnst öllum voðalega gaman.“ „Fyrsta skrefið inn í alvöru- heim óperu- söngvarans“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Nótt í Feneyjum er hálfgerður farsi með flókinn söguþráð þar sem allir eru skotnir í öllum og þykjast vera einhverjir aðrir en þeir sjálfir.“ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is www.opera.is Tvöfaldir Vildarpunktar fyrir þá sem bóka flugferð með Icelandair frá og með 29. mars til 5. apríl. Sífellt fleiri viðskiptavinir njóta þeirra fjölmörgu möguleika sem aðild að Vildarklúbbnum veitir. Korthafar safna Vildarpunktum fyrirhafnarlaust í viðskiptum sínum við Icelandair, systurfyrirtæki þess og fjölmarga samstarfs- aðila. Vildarpunktarnir eru fljótir að safnast og félagar Vildarklúbbsins nota þá til að ferðast oftar og lengra hvenær sem þeim hentar. Félagar fá einnig reglulega glæsileg ferðatilboð. 135 ÞÚSUND ÍSLENDINGAR SJÁ KOSTINA ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 1 8 3 0 0 3 /2 0 0 6 Safnaðu Vildarpunktum Vildarklúbbsfélagar fá allar nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is. VILDARBÖRN 2.500 Íslendingar hafa gefið Vildarpunkta til ferðasjóðs Vildarbarna og þannig gert fjölmörgum fjölskyldum langveikra barna og börnum sem búa við sérstakar aðstæður kleift að fara í ógleymanlega draumaferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.