Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÚTHLUTAÐ var í fyrsta sinn úr Há-
skólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands til
nemenda í rannsóknartengdu framhalds-
námi við Háskóla Íslands við hátíðlega at-
höfn í Hátíðasal skólans í gær. Samtals
hlutu tuttugu og sjö doktors- og meist-
araverkefni styrki að fjárhæð 60 milljónir
króna.
Björgólfur Guðmundsson, stjórnar-
formaður Eimskipafélagssjóðsins og for-
maður bankaráðs Landsbankans, tilkynnti
styrkþegana og sagði það ánægjuefni fyrir
bankann, sem hefði verið bakhjarl íslensks
atvinnulífs í 120 ár, að vera nú aðili að Há-
skólasjóðnum og taka þátt í fyrstu reglu-
bundnu úthlutun hans til fremstu íslenskra
vísindamanna af yngstu kynslóðinni. „Ég
hef lengi verið þeirrar skoðunar að öflug
menntun og fjölbreytt menningar- og vís-
indastarf sé á ábyrgð okkar allra, ein-
staklinga, atvinnulífs og opinberra aðila. Það
er nú svo að þeir ungu vísindamenn sem í
dag hljóta styrki sjóðsins eru að vinna störf
sem verða okkur öllum til farsældar. Því
vona ég að stuðningur sjóðsins hvetji þá til
frekari afreka,“ sagði Björgólfur.
Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektors
kom fram að stórefling doktorsnáms við Há-
skólann væri forsenda þess að skólinn næði
því langtímamarki sínu að verða meðal
hundrað bestu háskóla í heimi. „Við fögnum
hér í dag framsýni og skilningi forystu-
manna Háskólasjóðs Eimskipafélagsins sem
kjósa að beita kröftum sjóðsins til að efla
doktors- og meistaranám við Háskóla Ís-
lands,“ sagði Kristín.
Umsóknirnar þóttu
sérlega metnaðarfullar
Að mati Kristínar sýndi styrkveitingin og
hópur styrkþega að skólinn hefði ríkan efni-
við til að nálgast það markmið HÍ að skipa
sér í hóp hundrað bestu háskóla heims. „Það
markmið er mjög ögrandi en raunhæft,“
sagði Kristín og benti á að þeir sjö skólar á
Norðurlöndunum sem náð hefðu að skipa
sér í hóp bestu háskóla heims hefðu fyrst og
fremst gert það með rannsóknarvirkni og
öflugu doktorsnámi. „Þetta verður líka okk-
ar leið að þessu marki.“
Í máli dr. Lárusar Thorlacius prófessors
sýnileg
„Því m
stúden
helga s
Alls
styrki t
í ranns
veittir
umsjón
ur eftir
styrkir
meistar
milli gr
hlutu fj
brigðis
í verkfr
og formanns úthlutunarnefndar kom fram
að alls bárust Háskólasjóði 114 umsóknir.
„Það var sérlega ánægjulegt að sjá þann
fjölda framsækinna og spennandi rannsókn-
arverkefna sem sótt var um styrki til, en um
leið skyggði á að geta ekki geta ekki veitt
fleiri verðugum umsóknum brautargengi.
Umsóknirnar til sjóðsins sýna að við HÍ eru
stundaðar rannsóknir af krafti og metnaði.
Við erum komin með góðan vísi að því rann-
sóknarnámi sem við viljum byggja upp við
skólann og í mínum huga er enginn efi um
að aukin áhersla á rannsóknarnám við HÍ er
tímabær og með henni er mörkuð rétt
stefna fyrir Háskólann,“ sagði Lárus og
benti á að jákvæð áhrif Háskólajóðs yrðu
60 milljónum króna úthlutað úr Háskólasjóði Eim
„Vinna störf sem
okkur öllum til f
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Eimskipa
DAVÍÐ Bjarnason hlaut eins árs
rannsóknarstyrk til að ljúka dokt-
orsverkefni sínu í mannfræði sem
snýst um samspil
tækniþrónar,
samfélagsbreyt-
inga og menning-
ar. Leiðbeinandi
Davíðs er Gísli
Pálsson, prófess-
or í mannfræði
við Háskóla Ís-
lands.
Aðspurður
segir Davíð lykil-
spurningu rannsóknar sinnar snúa
að því hvernig tengsl mótist í kring-
um farsímatæknina við ólík svið
samfélagsins, ríkjandi gildi og ný.
Einnig velti hann fyrir sér hvernig
nýjar hugmyndir um samhengi
tækninnar og notkun hennar verði
til í kringum þessa tengsla
„Ég er í raun að skoða h
manneskjur vinna með tæk
nýsköpun, því tækni þróas
tilteknu menningarumhve
ir Davíð og bendir á að han
staklega að skoða innleiðin
símatækninnar hérlendis á
tuttugu árum og hvernig b
þjónustan hafi breyst á þei
sem og það samhengi sem
búi við.
Spurður hvaða gildi styr
hafi segir Davíð hann gera
kleift að einbeita sér alfari
doktorsnáminu, sem hann
þegar hálfnaður með. Samspil
menningar og
tækniþróunar
Davíð Bjarnason
HILDUR Gestsdóttir fornleifafræð-
ingur hlaut þriggja ára styrk til þess
að rannsaka gigt og þá sérlega slit-
gigt í fornum
mannabeinum
sem fundist hafa
við uppgröft hér-
lendis. Leiðbein-
andi Hildar í
doktorsverkefni
hennar er Orri
Vésteinsson,
lektor í forn-
leifafræði við
Háskóla Íslands.
Að sögn Hildar mun rannsókn
hennar ná til þeirra 800 beinagrinda
sem fundist hafa við fornleifaupp-
gröft hérlendis, þær elstu eru frá
upphafi Íslandsbyggðar og þær
yngstu frá 19. öldinni. „Slitgigt er
einn af fáum sjúkdómum sem sést á
beinum fólks. Orsök hennar er hvort
tveggja erfðafræðileg og vegna
vinnuálags,“ segir Hildur og bendir
á að áverkar á beinum muni þannig
gefa hugmynd um aðstæður og lifn-
aðarhætti þeirra sem verið er að
rannsaka.
„Þannig verður mögulegt að bera
saman bein og álagseinkenni fólks
sem uppi var á mismunandi tímabil-
um auk þess sem hægt verður að
bera saman álagseinkenni fólks í
ólíkum þjóðfélagshópum,“ segir
Hildur og bendir t.d. á að slitgigt-
areinkenni bænda og sjómanna sem
uppi voru á sama tíma eru ólík sem
og einkenni karla og kvenna, sem
benda hvort tveggja til þess að störf
þessara ólíku hópa hafi verið mis-
munandi.
Aðspurð segir Hildur ómetanlegt
fyrir sig að fá rannsóknarstyrkinn
þar sem hann muni gera henni kleift
að einbeita sér alfarið að náminu
næstu árin, í stað þess að þurfa að
deila tíma sínum milli náms og vinnu
sér til framfærslu.
Slitgigt gefur
upplýsingar
um aðstæður
til forna
Hildur Gestsdóttir
JÓHANNA Einarsdóttir t
fræðingur hlaut eins árs ra
arstyrk til að ljúka við dokt
efni sitt
snýr að
leikskól
sem hún
innan læ
deildar
Íslands
beinend
ar eru R
Ingham
fessor í
heyrnar
við Kali
íuháskóla, og dr. Haukur H
son, taugalæknir við Lands
háskólasjúkrahús.
Aðspurð segir Jóhanna m
rannsóknarinnar fjórþætt.
Styrkurinn
breytir öllu
Jóhanna
Einarsdóttir
EKKI EINFÖLD LAUSN
Dagur B. Eggertsson, oddvitiframboðslista Samfylkingar-innar, setti fram þá hug-
mynd á kosningafundi á Kjalarnesi í
síðustu viku að í stað þess að leggja
Sundabraut í áföngum og hafa fyrsta
áfangann, sem tengdi Sæbraut og
Grafarvog, tvöfaldan ætti að leggja
einfalda, tveggja akreina braut í ein-
um áfanga alla leið upp á Kjalarnes.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Dagur: „Kjarni málsins er sá
að tími stórra hraðbrauta í gegnum
rótgróin íbúðahverfi er liðinn.“ Dag-
ur talar sömuleiðis um Sundabraut-
ina sem „hefðbundna borgargötu“.
En er þetta kjarni málsins?
Sundabrautin þarf ekki sízt að svara
þörf Kjalarnesbúa og Grafarvogsbúa
fyrir betri tengingu við miðborgina.
Hún þarf líka að svara þörf margra
annarra borgarbúa fyrir greiðari
leið út úr borginni til norðurs. Og
Sundabraut og Sæbraut þurfa í sam-
einingu að svara þeirri þörf að fjölga
greiðum leiðum um borgina frá
vestri til austurs. Gera verður ráð
fyrir að strax í upphafi verði mikill
umferðarþungi á Sundabraut, eins
og umferð í höfuðborginni hefur
þróazt og spáð er að hún þróist.
Það, sem er fremur kjarni máls-
ins, er að stofnæðakerfi höfuðborg-
arinnar hefur ekki verið hugsað í
heild til að anna sívaxandi umferð.
Flöskuhálsarnir eru of margir. Fyrir
vikið leitar umferðin inn í íbúða-
hverfin, inn á „hefðbundnar borg-
argötur“ á borð við t.d. Lönguhlíð,
Bústaðaveg og Skeiðarvog og býr
þar til umferðarteppur og slysa-
hættu.
Til þess að létta umferð af íbúða-
hverfunum þarf einmitt greiðar leið-
ir þvert í gegnum borgina. Mikla-
braut og Hringbraut er ein þeirra,
en þar mætti augljóslega létta á um-
ferðinni líka með tvennu móti.
Annars vegar er þörf á greiðri leið
með norðurjaðri borgarinnar, um
Sundabraut og Sæbraut. Æskilegast
væri, eins og Morgunblaðið hefur
áður fjallað um, að framhald þeirrar
leiðar færi um göng eða stokk undir
miðborgina og vestur að Ánanaust-
um, til þess að skera ekki miðbæinn í
sundur með hraðbraut og einangra
hafnarsvæðið, sem verður í mikilli
uppbyggingu næstu árin, frá af-
ganginum af miðbænum.
Sunnanmegin í borginni þarf að
leggja áherzlu á að leggja Hlíðarfót í
göngum undir Öskjuhlíð, sem myndi
tengjast Reykjanesbraut.
Með þessum tveimur framkvæmd-
um myndi létta á núverandi meg-
inleið frá austri til vesturs, þ.e.
Miklubraut og Hringbraut – og má
jafnvel færa fyrir því rök að með
þessu móti hefði færsla og breikkun
Hringbrautarinnar verið óþörf. En
um það vill núverandi formaður
skipulagsnefndar í Reykjavík auð-
vitað sem minnst tala.
Það er þörf á heildarhugsun í sam-
göngumálum í Reykjavík. Greiðar
leiðir um stofnbrautir eru forsenda
þess að hægt sé að verja íbúðahverf-
in fyrir umferðarþunga og hrað-
akstri. Í því ljósi er hugmyndin um
einfalda Sundabraut ekki góð lausn.
Eins og ýmsir hafa orðið til að benda
á, myndi slíkur einfaldur vegur
sennilega einnig auka mjög á slysa-
hættu.
Hins vegar er það rétt hjá Degi B.
Eggertssyni að æskilegt er að
tryggja fjármögnun Sundabrautar í
heild. Það þarf að gefa borgarbúum
svör um það hvenær verður hægt að
ráðast í þessa mikilvægu samgöngu-
bót og ljúka henni.
AÐGERÐIR GEGN OFBELDI
Um helgina var bankað upp áhjá manni í Garðinum á
Reykjanesi þegar hann var að
borða kvöldmat á heimili sínu
ásamt börnum og hann spurður að
nafni. Þegar hann hafði sagt til
nafns var hann barinn niður og
komið fyrir í skottinu á bíl. Ekið
var með hann út fyrir bæinn og þar
var hann bundinn á höndum og fót-
um og barinn. Síðan var ekið um
með hann aftur í skottinu. Honum
tókst að losa sig og sleppa frá
árásarmönnunum. Þá hafði hann
verið sjö tíma í haldi ofbeldismann-
anna.
Þetta er í annað skipti á stuttum
tíma, sem lesa má fréttir af glóru-
lausum ofbeldisverkum. Ekki er
langt síðan ekið var margsinnis á
bifreið manns, sem ók eftir götu í
Reykjavík. Hefðu farþegar verið í
bílnum er ljóst að illa hefði farið.
Það er engu líkara en að lýður
hafi tekið völdin í þjóðfélaginu.
Ráðist er á fólk um hábjartan dag
eða það er numið brott af heimili
sínu. Þetta eru ekki lítilfjörleg til-
vik. Ákeyrslurnar voru tilræði við
manninn, sem sat undir stýri. Í
Garðinum var framið mannrán,
fórnarlambið svipt frelsi og beitt
líkamsmeiðingum.
Það er eins og orðið hafi rof í
þjóðfélaginu. Einstaklingum finnst
ekki tiltökumál að ryðjast inn í líf
annars fólks með ofbeldi. Fréttir
af hrottalegum ofbeldisverkum eru
allt of algengar. Nánast um hverja
helgi er sagt frá hnífstungum og
árásum og fórnarlömbin enda á
sjúkrahúsi. Þetta ástand er óvið-
unandi og við því verður að bregð-
ast. Ofbeldisverk eru ekki lítið
brot á friðhelgi einstaklingsins.
Líkamlegir áverkar kunna að gróa
og hverfa, en það getur tekið lang-
an tíma að jafna sig andlega eftir
líkamsárás og stundum jafnar
fórnarlambið sig aldrei. Enginn á
að komast upp með að beita annan
ofbeldi. Líkamsárás er ekki aðeins
alvarleg ef svo vill til að árás-
armaðurinn veldur varanlegum
skaða. Líkamsárás er alvarlegt mál
hvort sem afleiðingarnar eru var-
anlegar eða lítilfjörlegar. Íslenskt
þjóðfélag er ekki villta vestrið.
Borgararnir eiga að njóta verndar
fyrir ofbeldismönnum og ofbeldis-
mennirnir eiga að vita að verk
þeirra séu litin alvarlegum augum.