Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 29
Úthlutun styrkja úr Háskólasjóði Eim-
skipafélags Íslands er sú fyrsta í kjölfar
sameiginlegrar viljayfirlýsingar sjóðsins og
Háskóla Íslands um að nýta sjóðinn til að
styðja við stúdenta í rannsóknatengdu fram-
haldsnámi við Háskóla Íslands. Til styrkj-
anna er varið stighækkandi hlutfalli af bók-
færðri hreinni eign Háskólasjóðs Eim-
skipafélagsins frá árinu 2006 til ársins 2009,
en frá og með því ári má ætla að sjóðurinn
muni veita styrki til doktorsnáms fyrir um
100 milljónir króna árlega. Sem kunnugt er
var sjóðurinn stofnaður til minningar um
alla þá Vestur-Íslendinga sem hlut áttu í
stofnun H/f Eimskipafélags Íslands á sínum
tíma.
g í skólastarfinu strax næsta vetur.
með þessari fyrstu úthlutun gefst fleiri
tum en nokkru sinni áður færi á að
sig doktorsnámi í fullu starfi við HÍ.“
hlutu tuttugu og tveir doktorsnemar
til ýmist eins, tveggja eða þriggja ára
sóknarverkefni sín. Þrír styrkir voru
til afmarkaðra rannsóknarverkefna í
n leiðbeinenda, þar sem auglýst verð-
r stúdentum. Einnig voru veittir tveir
r stúdentum í rannsóknartengdu
ranámi í raunvísindum. Sé skipting
reina skoðuð sést að í félagsvísindum
fjórir doktorsnemar styrk, sjö í heil-
svísindum, fjórir í hugvísindum og sjö
fræði og raunvísindum.
mskipafélags Íslands
m verða
farsældar“
Morgunblaðið/Eyþór
félagssjóðsins og formaður bankaráðs Landsbankans, ásamt styrkþegum.
amyndun.
hvernig
kni og
st ávallt í
rfi,“ seg-
nn sé sér-
ngu far-
á sl.
bæði
im tíma
þjóðin
rkurinn
a sér
ið að
sé nú
EDDA Sif Aradóttir hlaut
þriggja ára rannsóknarstyrk til
þess að vinna að doktorsverkefni
sínu sem snýr að efnaferlum ís-
lenskra jarðhitasvæða með sam-
tengdu efna- og forðafræðilíkani.
Verkefnið er unnið innan raunvís-
indadeildar Háskóla Íslands og
er leiðbeinandi
hennar Hannes
Jónsson, pró-
fessor í efna-
fræði við Há-
skólann.
„Þetta snýst
um það að
kúpla efnafræði
inn í forða-
fræðilíkön sem
notuð hafa verið víðs vegar um
heiminn á umliðnum árum,“ segir
Edda, en forðafræðilíkön eru
tölvulíkön sem herma eftir
vinnslu úr jarðhitakerfum og
upphaflega var þróað við Lawr-
ance Berkeley Livermore-
rannsóknarstofnunina í Kali-
forníu. Segir Edda slík líkön t.d.
veita upplýsingar um hversu
lengi hægt sé að nýta viðkomandi
vinnslusvæði. „Líkönin eru því
mikilvæg hjálpartæki í því að
gera vinnsluna úr jarðhitasvæð-
unum sjálfbæra,“ segir Edda og
bendir á að fram að þessu hafi
ekki verið notast við efnafræði í
líkönunum og því t.d. ekki verið
skoðað hvaða áhrif efnabreyt-
ingar geti haft á jarðhitakerfin.
Að sögn Eddu er rannsókn-
arverkefnið unnið í nánum
tengslum við vísindamenn í
Berkeley. „Það kostar auðvitað
mikla peninga að vera á flakki
milli tveggja staða, þannig að
styrkurinn er mér ómetanlegur
því hann gerir mér raunar kleift
að vinna að þessu verkefni sem
skyldi í nánum tengslum við
fremstu vísindamenn á þessu
rannsóknarsviði.“
Íslensk jarð-
hitasvæði til
rannsóknar
Edda Sif Aradóttir
talmeina-
annsókn-
torsverk-
t sem
ð stami
labarna
n vinnur
ækna-
Háskóla
s. Leið-
dur henn-
Roger J.
m, pró-
tal- og
rfræði
iforn-
Hjalta-
spítala –
markmið
. Í fyrsta
lagi sé ætlun hennar að kanna
hvort hægt sé að þróa mælitæki
sem geti greint og mælt stam. Í
öðru lagi að kanna hvort hægt sé að
greina einkenni stams óháð tungu-
máli þess sem talar eða hlustar. Í
þriðja lagi hvort hægt sé að kenna
foreldrum að þekkja einkenni
stams og greina þannig milli stams
og eðlilegs hökts í tali.
Og í fjórða lagi er markmið rann-
sóknarinnar að hanna kennslu-
myndband fyrir foreldra, hjúkr-
unarfræðinga, leikskólakennara og
aðra faghópa til að greina stam hjá
börnum á aldrinum þriggja til fimm
ára og kanna svo aftur áhrif
kennslumyndbandsins. Að sögn Jó-
hönnu má gera ráð fyrir að a.m.k.
4% allra barna og 1% fullorðinna
stami viðvarandi. Segir hún lyk-
ilatriði í meðferð við stami að
greina einkenni stams sem fyrst.
Aðspurð hvaða þýðingu styrk-
urinn hafi fyrir hana segir Jóhanna
hann breyta öllu. „Nú get ég loks
einbeitt mér af fullum krafti að
rannsókninni og lokið henni.“
RÍKISHÁSKÓLARNIR munu
verða annars flokks háskólar
verði ekki meira fé látið renna til
þeirra, að því er fram kom í máli
Margrétar S. Björnsdóttur, for-
stöðumanns Stofnunar stjórn-
sýslufræða og stjórnmála við HÍ,
á málþingi í gær um samkeppn-
ishæfni opinberu háskólanna á Ís-
landi. Málþingið fór fram sam-
tímis í Háskóla Íslands og
Háskólanum á Akureyri með
notkun fjarfundabúnaðar.
Margrét, sem unnið hefur hjá
HÍ í rúm 20 ár, sagði að eins og
er hefðu ríkisháskólarnir ákveðið
forskot en það myndi ekki endast
lengi. Hún ræddi sérstaklega um
Háskóla Íslands og sagði styrk-
leika hans marga. Nefndi hún
sem dæmi að skólinn væri stór,
breidd væri í námsframboði og
miklir möguleikar á þverfaglegu
samstarfi. Þá liti Háskólinn á sig
sem þjóðskóla sem væri öllum op-
inn og skólinn nyti mikils trausts
meðal landsmanna. Hann hefði á
að skipa vel menntuðum kenn-
urum og mikil aukning væri í
framhaldsnámi við HÍ. „Það er
styrkur en um leið veikleiki
vegna þess að hið opinbera borg-
ar ekki meira fyrir framhalds-
nema heldur en aðra nemendur
þó að almennt sé viðurkennt að
framhaldsnám, og sérstaklega
doktorsnám, kosti mun meira,“
sagði Margrét. Hún sagði að
ósveigjanleg lög um opinbera
starfsmenn yllu háskólanum einn-
ig vandræðum. Skólinn hefði ekki
nægilega möguleika til þess að ná
til úrvalsfólks með því að bjóða
sérkjör eða losa sig við þá sem
ekki væru í fremstu röð.
Þá væri það vandi að huglaus
stjórnvöld vörpuðu pólitískri
ábyrgð á stjórnendur HÍ, bæði í
skólagjaldamálum og hvað varð-
aði aðgangstakmarkanir. Stjórn-
völd menntamála hefðu sagt að
það væri alfarið mál HÍ að taka á
þessum málum. „Við höfum tekið
hundruð nemenda í HÍ án þess að
fá borgað fyrir það frá stjórnvöld-
um. Þetta höfum við gert vegna
þess að við lítum á þetta sem
þjóðskóla sem hafi skyldur við
þjóðina,“ sagði Margrét. „Þarna
eru tvö dæmi um að íslensk
stjórnvöld axla ekki pólitíska
ábyrgð,“ bætti hún við.
endum í háskólum hefði fjölgað
mjög undanfarin ár. Á árunum
2001–2004 hefði nemendum fjölg-
að um 11% að meðaltali, en lang-
tímaviðmið stjórnvalda gerðu ráð
fyrir 4% árlegum vexti. Ekki væri
nema von þótt fólk spyrði hvort
þörf væri á öllu þessu háskóla-
menntaða fólki, en háskólarnir
þyrftu hins vegar að geta tekið
við öllu því fólki sem þar vildi
stunda nám. Kjartan sagði að ef
háskólum væri raðað upp eftir
vexti undanfarin ár, kæmi í ljós
að þeir skólar sem heyrðu undir
landbúnaðarráðuneytið, á Hvann-
eyri og á Hólum, hefðu vaxið
hraðast. Þar á eftir kæmi Við-
skiptaháskólinn á Bifröst og svo
Háskólinn á Akureyri. Vöxt hans
mætti þó einkum rekja til fjölg-
unar nemenda í fjarnámi. Næstur
kæmi Háskólinn í Reykjavík, þá
Háskóli Íslands og vöxtur
Listaháskólans hefði orðið
minnstur. „Það gefur okkur til-
efni til þess að setja fram sam-
særiskenningu um að ríkisháskól-
arnir séu að vaxa minna en
einkaháskólanir,“ sagði Kjartan.
Kjartan sagði þá umræðu sem
fram færi um fjárhagsvanda há-
skólastigsins bæði rétta og ranga.
„Það er auðvitað fjárhagsvandi í
þeim skilningi að háskólarnir hafa
ekki nægilegt fé til þess að
mennta allt þetta fólk sem vill
koma í þá. En sú staðreynd að
fólk sækir í háskólana er eitthvað
sem ætti að vera þjóðinni gleði-
efni,“ sagði Kjartan.
Þarf að auka framlög um
4,8 milljarða á fimm árum
Ingjaldur Hannibalsson, for-
maður fjármálanefndar háskóla-
ráðs HÍ, flutti erindi á mál-
þinginu um fjármögnun háskóla-
náms á Íslandi. Benti hann meðal
annars á að hér á landi er það
fjármagn sem fer til háskólastigs-
ins á Íslandi úr opinberum sjóð-
um um það bil 1% af vergri lands-
framleiðslu, en í Danmörku, Sví-
þjóð og Finnlandi er þetta hlutfall
á bilinu 1,8–1,9%. Ingjaldur
minnti á það markmið sem Krist-
ín Ingólfsdóttir hefði sett, að HÍ
yrði í hópi 100 bestu háskóla í
heimi árið 2016. Á næstu fimm
árum væri stefnt að því að fimm-
falda fjölda útskrifaðra doktora
og það hefði verið metið að á
þessum tíma þyrftu framlög til
skólans að aukast um 4,8 millj-
arða króna. „Þetta myndi þýða
aukningu fjárveitingar um 3,2
milljarða króna og aukningu sér-
tekna um 1,6 milljarða,“ sagði
Ingjaldur. Hann benti á að þrátt
fyrir þetta myndi opinbert fram-
lag til háskólastigsins ekki ná
sama hlutfalli af landsframleiðslu
og nú væri í Danmörku og Sví-
þjóð.
Minni vöxtur í
ríkisreknu háskólunum?
Kjartan Ólafsson, sérfræðingur
við Rannsóknastofnun HA, flutti
erindi um þróun og stöðu háskóla
á Íslandi. Hann benti á að nem-
Málþing um samkeppnishæfni opinberu háskólanna á Íslandi
Morgunblaðið/Ásdís
Það fjármagn sem fer til háskólastigsins á Íslandi úr opinberum sjóðum er það bil 1% af vergri landsframleiðslu.
Ríkisháskólarnir eiga
á hættu að verða ann-
ars flokks skólar
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Ingjaldur Hannibalsson flutti erindi á málþinginu í gær.