Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í UMRÆÐU síðustu missera
um málefni nýs háskólasjúkrahúss
hafa margir notað orðið „hátækni-
sjúkrahús“. Að tala
um hátæknisjúkrahús
er séríslenskt fyrir-
brigði.
Þó ég lesi og hlusti
víða á umræðu um
sjúkrahúsmál á er-
lendum vettvangi,
virðist notkun orða-
tiltækis sem á ensku
væri hægt að kalla
„high technology
hospital“ ekki vera til.
Þetta nýyrði er í of-
análag stundum notað
í tengslum við ein-
hvers konar úrtölu um Landspítala
– háskólasjúkrahús og reynt að
gera því skóna að ekki sé þörf á að
byggja upp fullkomið, alhliða há-
skólasjúkrahús í landinu, vegna
þess að það hljóti að vera svo dýrt
að hafa alla inni á „hátæknisjúkra-
húsi“. Væntanlega ætti þá að vera
til mótvægi sem mætti kalla „lág-
tæknisjúkrahús“, en hver vill svo-
leiðis fyrirbrigði?
Rétt er að benda á að flest sem
gert er á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi þarfnast ekki neinna
sérstakra tækniúrræða, heldur
fyrst og fremst góðs
fagfólks sem leggur
alúð í greiningu og
meðferð þeirra sem á
stofnunina leita. Þekk-
ing, menntun og skyn-
semi í notkun venju-
legra úrræða skiptir
langmestu í daglegu
starfi spítalans. Á því
sviði spítalans, sem
undirritaður stýrir,
eru algengustu at-
burðirnir, fæðingar,
fullkomlega eðlilegt
ferli og þarfnast ekki
sérstakra tæknilegra úrræða, um-
fram það sem allir vildu geta notið
á tækni- og tölvuöld sem við lifum.
Síritun á fósturhjartslætti telst
engin hátækni nú á tímum. Meiri-
hluti aðgerða á Landspítalanum
eru heldur ekki sérstaklega tækni-
væddar, t.d. verður ekki sagt að
keisaraskurðir eða viðgerðir á
kviðsliti, gallblöðru- eða botn-
langatökur krefjist meira en með-
altæknivæðingar. Þar eru notaðir
sjálfvirkir, tiltölulega einfaldir
blóðþrýstings-, púls- og hitamælar,
góð venjuleg skurðaáhöld, sauma-
efni eða kviðsjár af því tagi sem öll
sjúkrahús í vestrænum löndum
eiga. Þó ný bygging rísi þá mun sú
bygging ein og sér ekki breyta
meðferð sjúkdóma. Við notum alla
þá hátækni nú þegar sem mun
verða notuð í nýju húsi að teknu
tilliti til framtíðarþróunar. Ný
bygging breytir fyrst og fremst því
að öll aðstaða bæði fyrir heilbrigð-
isstarfsmenn og sjúklinga batnar.
Það á bæði við um venjulega með-
ferð og hátæknimeðferð. Barna-
spítalinn nýi er einmitt dæmi um
það hve vel getur tekist til í þess-
um efnum.
Ekki mundu menn vilja hafa
ástandið hér eins og það er, því
miður, víða í fátækum löndum
heims, þar sem starfsfólkið verður
að láta sér lynda að geta jafnvel
lítið gert til að hjálpa sjúklingum
af því öll venjuleg aðföng vantar.
Þar er skortur á tækni sem allir
vildu fegnir hafa. Tæknin er hins
vegar til staðar hér, ef á þarf að
halda. Þegar skurðaðgerð verður
erfið, þegar beita þarf sérstökum
stuðnings- og lífgunarúrræðum og
þegar þarf að nýta nútíma þekk-
ingu út í ystu æsar, þá eigum við
hér til það sem þarf. Er þá nokkur
sá, sem ekki vildi hafa aðgang að
þannig aðstæðum á vel búnu há-
skólasjúkrahúsi, þar sem starfs-
fólkið er í fremstu röð hvað varðar
þekkingu, menntun og færni?
Hjartaþræðingar og meðferð
kransæðastíflu eru dæmi sem allir
þekkja.
Í hugtakinu háskólasjúkrahús
felst staður þar sem menntun og
vísindi leiða þjónustuna við sjúk-
linga og halda henni þar með í
fremstu röð. Á þannig stöðum vilja
flestir Íslendingar geta leitað sér
lækninga þegar þarf og þeir vilja
líka að þar séu til tækniúrræði til
að tryggja þeim velfarnað. Um-
ræðan á að snúast um uppbygg-
ingu háskólasjúkrahúss sem stenst
samanburð við áþekkar stofnanir í
nágrannalöndunum, en ekki á að
nota orðskrípi sem er jafn illa skil-
greint og klisjukennt og „hátækni-
sjúkrahús“. Vilji menn vera há-
stemmdir væri nær að tala um
hágæða sjúkrahús í stað hátækni.
Fullkomin tækni er hluti af heim-
ilislífi flestra landsmanna á einu
eða öðru formi, sjálfsagður þáttur í
daglegu lífi. Tækni – stundum mik-
il og flókin tækni, er líka sjálfsagð-
ur hluti vel búinna heilbrigðisstofn-
ana og óaðskiljanlegur hluti
kennslu- og háskólasjúkrahúsa, þar
og þegar við á og alltaf í takt við
góð og líknandi mannleg samskipti.
,,Hátæknisjúkrahús“ eða hvað?
Reynir Tómas Geirsson
fjallar um hátæknisjúkrahús ’Tækni – stundummikil og flókin tækni,
er líka sjálfsagður hluti
vel búinna heilbrigð-
isstofnana og óaðskilj-
anlegur hluti kennslu-
og háskólasjúkrahúsa,
þar og þegar við á og
alltaf í takt við góð og
líknandi mannleg sam-
skipti.‘
Reynir Tómas Geirsson
Höfundur er prófessor og sviðstjóri á
kvennasviði Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hef-
ur þráfaldlega neitað því að skatt-
byrði fólks hafi
aukist í tíð þessarar
ríkisstjórnar. Það
hefur reyndar vakið
furðu margra hve
fjármálaráðherra er
forhertur að halda
slíku fram, þrátt
fyrir að ítrekað hafi
komið fram hjá
hagfræðingum og
ýmsum sérfræð-
ingum auk stjórn-
arandstöðunnar að
skattbyrðin hafi
aukist hjá öllum
nema þeim hæst
launuðu.
Nú hefur fjár-
málaráðherra étið
allt ofan í sig á Al-
þingi og viður-
kennir í svari við
fyrirspurn minni
aukna skattbyrði.
Þannig hefur hann
kyngt eigin staðhæfingu um að
skattbyrði hafi ekki aukist og í
reynd viðurkennt að hann hafi
farið með rangt mál.
Skattbyrði á
meðallaun tvöfaldast
Í svari ráðherrans er tekið
dæmi af hjónum með tvö börn
sem hafa í dag rúmar
211 þúsund króna mán-
aðartekjur sem er jafn-
gildi 100 þúsund króna
launa árið 1995 mælt
með þróun launa-
vísitölu. Þar kemur
fram að á árinu 2007
verða endurgreiðslur
vegna barnabóta ná-
lægt helmingi lægri en
þær voru á árinu 1995.
Einnig kemur fram að
skattbyrði hjóna með
tvö börn sem hafa í
mánaðartekjur um 317
þúsund í dag, sem jafn-
gilda 150 þúsund króna
mánaðartekjum árið
1995, hafi meira en tvö-
faldast milli áranna
1995 og 2006. Skatt-
byrði hjóna aftur á
móti með tvö börn og
tekjur sem í dag eru
rúmlega 2,1 milljón
króna, sem jafngilda 1 milljón
króna árið 1995, hefur lækkað um
25% á þessu tímabili. Í þessu
svari sést svart á hvítu að stjórn-
völd hafa markvisst beitt skatt-
kerfinu til að auka á misskipt-
inguna í þjóðfélaginu með því að
þyngja skattbyrði hjá öllum þorra
almennings en létta hana hjá há-
tekjufólkinu og forstjórunum með
ofurlaunin.
Mun ósannindavaðallinn
halda áfram?
Margir stjórnarliðar hafa farið
hamförum með fjármálaráðherr-
anum á Alþingi til að reyna að
kasta ryki í augu fólks með því
að þrástagast á að skattbyrði
fólks hafi lækkað. Þetta eru al-
varlegar blekkingar og ástæða
til að minna á að ráðherrar í
Danmörku sem uppvísir eru að
því að gefa þjóðþinginu rangar
eða villandi upplýsingar brjóta
gegn lögum um ráðherraábyrgð
og verða að segja af sér. Á Ís-
landi sitja ráðherrarnir aftur á
móti sem fastast og endurtaka
bara blekkingarnar blygðunar-
laust. Fróðlegt verður að fylgj-
ast með hvort fjármálaráðherra,
þrátt fyrir þetta svar um aukna
skattbyrði, heldur áfram að bera
á borð ósannindi um skattbyrð-
ina í valdatíð þessara stjórn-
arflokka.
Fjármálaráðherra viður-
kennir aukna skattbyrði
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifar um skattbyrði
’Stjórnvöld hafamarkvisst beitt
skattkerfinu til
að auka á mis-
skiptinguna í
þjóðfélaginu.‘
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er alþingismaður.
ÁHERSLUR frambjóðenda Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík eftir vel
heppnað prófkjör í
haust voru skýrar.
Frambjóðendur voru á
einu máli um að vinna
skyldi af heilindum og
af framkvæmdagleði
við að bæta það um-
hverfi og þá þjónustu
sem við bjóðum eldri
Reykvíkingum. Þeir
sem eldri eru eiga það
skilið frá okkur sem
yngri erum að tryggt
sé raunverulegt val
um eigin búsetu og
fjölbreytta valkosti í
þjónustu, aðstöðu og
umhverfi. Sjálfstæð-
isflokkurinn ætlar að
gjörbreyta þjónustu
Reykjavíkurborgar
við eldri borgara og
hefur nú kynnt
áherslur sínar í mála-
flokknum.
Áhersla á valkosti
Sjálfstæðismenn
standa fyrir hugmyndum um fjöl-
breytta valkosti og jafnan rétt ein-
staklinga að þjónustu þess opinbera.
Þessi hugmyndafræði er grundvöll-
ur ákvarðanatöku í öllum málaflokk-
um, jafnt í þjónustu við unga Reyk-
víkinga og við eldri Reykvíkinga. Í
Reykjavík ætla sjálfstæðismenn að
leggja áherslu á að eldri borgurum
verði gert kleift að búa á eigin heim-
ili svo lengi sem þeir kjósa með því
að efla og samræma
heimaþjónustu og
heimahjúkrun. Fyrir þá
sem eru tilbúnir til að
yfirgefa heimili sitt eða
þurfa meiri aðstoð
leggjum við áherslu á
aukið val um búsetu-
kosti fyrir eldri borgara
við gerð skipulags. Mik-
ilvægt er að hefjast
strax handa við að
tryggja einstaklingum
með afar brýna þörf
fyrir þjónustuíbúð eða
hjúkrunarrými viðeig-
andi úrræði í góðri sam-
vinnu við ríkið, sjálfs-
eignarstofnanir, sam-
tök eldri borgara,
sjúkrasjóði og lífeyr-
issjóði. Staðan í dag er
hreinlega óviðunandi.
Áhersla á fjölbreytni
Eldri Reykvíkingar
eiga að hafa sama val og
aðrir Reykvíkingar um
fjölbreytta búsetukosti. Hefja þarf
undirbúning að því að hjúkr-
unarheimili, þjónustuíbúðir, leigu-
íbúðir og almennar íbúðir verði
byggðar í hverfum og stuðla þannig
Hvar vil ég eldast?
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
fjallar um stefnu Sjálfstæð-
isflokksins í málefnum aldraðra
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
’Draga þarf úrstofnanatilfinn-
ingu og falla frá
hugmyndum um
sérstök þorp fyr-
ir aldraða.‘
GÓÐ SAGA FRÁ ÍSLANDI 1919–1973
1919
Flugið kemur til Íslands.
1937
Flugfélag Akureyrar er stofnað.
1943
Flugfélag Akureyrar breytist í
Flugfélag Íslands (Icelandair)
og flyst til Reykjavíkur.
1944
Þrír ungir menn
snúa heim frá
flugnámi í
Kanada
og stofna
Loftleiðir,
Icelandic
Airlines.
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6