Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 31
UMRÆÐAN
NÝLEGA hefur verið auglýst sam-
þykkt skipulag fyrir
tveimur stórfram-
kvæmdum í miðborg
Reykjavíkur. Annars
vegar vegna tónlistar-
húss og uppbyggingar
þar í kring, hins vegar
vegna íbúðabyggðar við
Mýrargötu. Þó svo að
báðar þessar uppbygg-
ingar séu í eðli sínu já-
kvæðar fyrir miðbæinn
langar mig að benda á
nokkra galla í skipulagi
á báðum svæðum svo og
hugmyndum til að end-
urbæta svæðið í heild sinni.
Varðandi skipulag vegna Tónlistar-
húss og þeirri uppbyggingu (TRH:
Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hót-
el, ásamt höfuðstöðvum Landsbankans
o.fl.) finnst mér ótrúlegt að skipulags-
ráð hafi samþykkt að taka akandi um-
ferð yfir gangandi umferð í þessu
skipulagi. Að hugsa sér að leiða þessa
hröðu umferð sem kemur vestur Sæ-
braut inn í Kvosina um Geirsgötu á
ökubrú þar sem gangandi vegfar-
endum er stungið í jörðina í undir-
göngum til að komast milli TRH og
miðbæjar. Þetta er gersamlega út í
hött að láta þessa hröðu
umferð um miðbæinn
hafa forgang fyrir gang-
andi fólki. Hvað varð um
hlýlegan miðbæ með líf-
legum torgum, götum og
skemmtilegum göngu-
tengslum þeirra á milli? Í
þessu skipulagi er gert
ráð fyrir undirgöngum í
miðborginni til að tengja
saman stærstu uppbygg-
ingu í miðbænum fyrr og
síðar og gamla bæinn. Er
sú göngugata mjög
óspennandi og það skort-
ir alla hugmyndafræði. Einnig á hávaði
og mengun í bílum eftir að gera þessa
gönguleið mjög óvistlega. Skora ég
hérmeð á höfunda skipulagsins og
skipulagsyfirvöld að endurskoða þenn-
an hluta skipulagsins. Tel ég að auðvelt
væri að leysa þetta með göngubrú í
stað undirganga eða einfaldlega að
blanda saman gangandi og akandi um-
ferð á gönguljósum eins og gert er víða
í stærri borgum með miklu meiri um-
ferð svo sem Kaupmannahöfn eða
Stokkhólmi þar sem svona vitleysa
finnst ekki. Ímyndið ykkur ef það væri
undirgöng og akstursbrú yfir til að
komast frá Ráðhústorginu á Strikið í
Kaupmannahöfn!
Einfaldast væri að sjálfsögðu að
hægja á umferðinni um Kvosina og
jafnvel leiða gegnumakstur um miðbæ-
inn annað, hugsanlega um brú eða
stokk eins og skipulagsdæmin sýna
vestar í miðbænum, við Mýrargötu.
Annars væri auðvelt að breyta Geirs-
götu í miðbæjargötu með hægri um-
ferð og tengsl gangandi vegfarenda við
TRH og höfnina væri um breiða gang-
braut á gönguljósum. Sambland af fólki
og bílum er stór þáttur í lífi miðborga,
að kunna að takast á við þessa blöndun
og leysa vel er nokkuð sem hefur ger-
samlega gleymst í þessu skipulagi
TRH.
Mýrargötuskipulagið er af öðrum
toga. Þar er skipulög íbúðabyggð sem
er framlenging af gamla bænum og
tengir hann einnig við höfnina. Að mínu
mati er þetta jákvætt fyrir miðbæinn
þar sem líf hans byggist af þeim sem
dvelja þar. Skipulagið er í sjálfu sér
ágætt og vel leyst, þó leynist þar stór
galli sem tengist umferðarmálum enn
og aftur. Þegar ekið er um Geirsgötu
og Mýrargötu er í skipulaginu ekið um
neðanjarðar stokk. Ofan á stokknum er
svo gata sem ekið er í báðar áttir og er
væntanlega gert ráð fyrir hægri mið-
bæjar umferð þar en hröðum gegn-
umakstri í stokknum. Tel ég svo að
þetta leysi ekki vandamálið sem stafar
af gegnumakstri í miðbænum því að
þetta er aðeins hluti af umferðaræð-
inni. Einnig er hringtorg vestan stokks
og flöskuháls austan stokks við gömlu
verbúðirnar. Með þessu er verið að
setja neðanjarðar hraðbraut á milli
tveggja flöskuhálsa að mínu mati.
Skipulagsmistökin í heild sinni eru í
fyrsta lagi að taka hraðakstur í gegnum
miðbæinn eins og bæði þessi dæmi
sýna. Í öðru lagi ef hraðakstur er tek-
inn í gegnum bæinn, að setja akst-
ursbrú í miðborgina í einum enda og
neðanjarðar stokk í hinum enda sömu
akstursbraut. Þetta er ótrúleg van-
hugsun, göng og brú í sömu götu, götu
sem sker í sundur öll tengsl miðborgar
og hafnar. Þetta er lýsandi dæmi um
skammtímastefnu Reykjavíkurborgar
og að sjá ekki vandamálin í heild sinni.
Af hverju eru þessi svæði ekki skoðuð
saman og umverðarvandinn leystur
saman. T.d. Væri einfaldast að taka
akstursleiðina um miðbæinn undir
hann eða utan við hann með brú frá
Sæbraut yfir í Örfirisey og mynda þar-
með hlið inn í Reykjarvíkurhöfn. Önn-
ur hugmynd væri að taka gegnumakst-
urinn í stokk, undir höfnina á svipuðum
stað. Að taka umferðina í gegnum
miðbæinn, eins og gert er ráð fyrir í
framangreindum dæmum, á að gera
rétt, vel og vandlega í stað skamm-
tímalausna sem er erfitt að taka til
baka, ökubrú og stokkur í miðborgina
er einmitt það.
Dæmin erlendis sýna okkur hvernig
svona vandamál eru leyst. Einfaldlega
með réttri blöndun á gangandi og ak-
andi umferð, þar sem gegnumakstur í
miðborgum er alltaf hægur en stöð-
ugur, en gangandi vegfarendur hafa
alltaf forgang. Tel ég að þessi kostur
hafi aldrei verið skoðaður að neinu viti
varðandi skipulag á fyrrnefndum
svæðum. Látum ekki umferðarmann-
virkin ráða ríkjum í miðbænum, gerum
ekki önnur mistök eins og færslu
Hringbrautar. Endurskoðum skipu-
lagið í miðbænum áður en það verður
of seint!
Stöðvum skipulagsslys
Freyr Frostason fjallar
um skipulagsmál og
uppbyggingu í miðbænum
’Látum ekki umferð-armannvirkin ráða ríkj-
um í miðbænum, gerum
ekki önnur mistök eins
og færslu Hringbrautar.‘
Freyr Frostason
Höfundur er arkitekt
(B-arch, M-arch).
ÞANN 4. október sl. skrifaði
undirrituð stutta grein um Félag
íslenskra félagsliða, eins og það
heitir í dag. Félagið var stofnað í
apríl 2003 og er enn í mótun. Nú í
vor munu útskrifast
fjölmargir nýir fé-
lagsliðar frá að
minnsta kosti þrem
skólum, Ísafirði, Egils-
stöðum og Borg-
arholtsskóla. Allt þetta
fólk er þegar starfandi
eða mun leita eftir
störfum í ýmsum
stofnunum sem hafa
með aðhlynningu fólks
að gera. Er þá um að
ræða, fatlaða, þroska-
hamlaða, aldraða, fólk
með geðraskanir og
fleiri. Það er flestum kunnugt að
umræða um félagslega einangrun
hefur verið mjög ofarlega á baugi í
samfélaginu undanfarið og full þörf
á að sú umræða lognist ekki út af
heldur bretti fólk upp ermarnar og
vinni í málinu.
Félagsliðar fá m.a. menntun í
siðfræði og taka minnst 6 einingar í
sálfræði, uppeldisfræði, öldrunar-
fræði, og fatlanir eru einnig þarna
inni og svo er val um táknmál, ofl.
Margir velja svo að sérhæfa sig
frekar á einhverju ákveðnu sviði
m.t.t. starfsvals. Félagsliðar munu
margir hverjir sækjast eftir að
auka og efla menntun sína og sér-
hæfingu. Félagsliðar eru stétt sem
þjóðfélagið þarf á að halda. Þeir
geta komið svo víða að, þar sem
þörf er fyrir faglega umönnun og
nærveru. Þjónustumiðstöðvar
þurfa og ættu að hafa
stöðugildi fyrir fé-
lagsliða. Þær gætu þá
betur sinnt þeim hópi
fólks, sem þarf nær-
þjónustu við daglegar
athafnir, áhugamál og
fleira.
Það þarf að vera
metnaðarmál þjóð-
félags eins og við
byggjum að leitast við
á allan hátt að rjúfa
félagslega einangrun
og tryggja mannsæm-
andi líf fyrir alla, ekki
síst þá sem lokið hafa langri vinnu-
ævi eða orðið að hægja á vegna
heilsubrests og/eða slysa. Með fjöl-
mennara félagi getum við betur
skilgreint okkur sem faghóp. Fé-
lagsliðar eru úti um allt land og í
hinum ýmsu stéttarfélögum. Það er
engu að síður nauðsynlegt fyrir þá
að eiga sinn eigin samnefnara og
landsfélag, helst með eigin heima-
síðu og netvædd tengsl. Þar mætti
setja inn efni, sem beinlínis skiptir
félagsliða máli, svo sem fræðslu, til-
boð um námskeið og eins mætti
hugsa sér fyrirspurnasíðu og skoð-
anaskipti milli þeirra sem málið
viðkemur, allt innan siðferðilega
réttra marka, auðvitað, og með fag-
legum hætti eins og sæmir meðvit-
uðu fagfólki.
Ekkert félag er sterkara en hóp-
urinn sem þjappar sér saman og
styður sína stjórnendur í að halda
utan um starfið. Mikið sjálfboða-
starf er ávallt unnið í stjórnum
slíkra félaga og er Félag íslenskra
félagsliða þar engin undantekning.
Til að geta unnið fyrir sína aðild-
arfélaga þarf að vera til fjármagn.
Það kemur einvörðungu að heita
má frá félagsgjöldum en þakka ber
þó þá styrki og fyrirgreiðslu sem
félagið hefur notið í þeirri viðleitni
að koma því af stað og halda fundi.
BHS og SFR eiga þakkir skildar
fyrir allan stuðning. Félagsgjöld
sem ekki skila sér eru því miður allt
of mörg. Þess vegna getur stjórnin
ekki lagt út í kostnað eins og kynn-
ingar eða stofnun heimasíðu fyrr en
úr rætist.
Það er von mín og trú að allir fé-
lagsliðar sem vilja vera í kjarna-
félagi undir nafni, sem auðkennir
þá sem sjálfstæðan faghóp, vilji
leggja sitt af mörkum svo að vel
takist til.
Þann 29. mars nk. verður haldinn
félags- og fræðslufundur sem á er-
indi til allra félagsliða. Þar kemur
m.a. Ása Atladóttir hjúkrunarfræð-
ingur frá embætti landlæknis. Ása
er verkefnisstjóri í sambandi við
sóttvarnir. Hún mun fræða fundinn
um hættur og viðbrögð vegna
fuglaflensu og hvernig bregðast
þarf við ef til hættuástands kæmi.
Efni þetta ætti að vera okkur öllum
mikið áhugamál þar sem við störf-
um í svo nánum tengslum við fólk í
okkar vinnu. Fleira efni verður
einnig fjallað um eins og fram kem-
ur í fundarboði sem sent er til fé-
lagsmanna og hvet ég því alla sem
eiga þess kost að fjölmenna á fund-
inn sem haldinn verður eins og síð-
ast í fundarsalnum á 4. hæð að
Grettisgötu 89, SFR-salnum. Veit-
ingar verða léttar og góðar og tæki-
færi til að bera upp fyrirspurnir.
Mætum vel og stundvíslega kl. 20.
Félagsliðar, hvað gera þeir?
Þórdís Malmquist fjallar
um félagsliða ’Það er von mín og trúað allir félagsliðar sem
vilja vera í kjarnafélagi
undir nafni, sem auð-
kennir þá sem sjálf-
stæðan faghóp, vilji
leggja sitt af mörkum svo
að vel takist til.‘
Þórdís Malmquist
Höfundur er formaður Félags
íslenskra félagsliða, FÍF.
að því að hjón og sambýlisfólk geti
búið saman eða með börnum sínum.
Draga þarf úr stofnanatilfinningu og
falla frá hugmyndum um sérstök
þorp fyrir aldraða. Fremur þarf að
berjast gegn sundrung og einangrun
einstaklinga og fjölskyldna með því
að búsetukostir séu á ólíkum stöðum
í hverfum. Samfara því þarf að efla
félagsstarf og aðkomu einkaaðila að
ýmissi þjónustu. Málshátturinn hvað
ungur nemur gamall temur ætti að
vera til hliðsjónar til að ýta undir
aukin samskipti kynslóðanna.
Horfum til framtíðar
og vinnum að úrbótum
Íslendingar þurfa að hugsa til
framtíðar og ímynda sér framtíð
sína sem eldri borgarar. Þeir sem
eldri eru eiga skilið að þessi framtíð-
arsýn sé sett í framkvæmd strax í
dag. Reykjavík hefur sem sveitarfé-
lag lagaskyldu um að eiga frum-
kvæði að uppbyggingu stofnana eða
því hvaða aðili skuli vera ábyrgur
fyrir því að þessi þjónusta sé fyrir
hendi. Stefnumótun með hags-
munaaðilum er tímabær og nauðsyn-
leg til þess að hefja áætlanagerð um
búsetukosti fyrir eldri borgara. Við
stefnumótun þarf að taka mið af
ólíkum fjárhagslegum, félagslegum
og heilsufarslegum þörfum og að-
stæðum aldraðra. Öll úrræði á
hverju þessara sviða skulu saman
miðast að því að aldraðir geti búið
sem lengst á eigin heimili. Tryggjum
öldruðum frelsi til að velja í Reykja-
vík.
Höfundur er í 6. sæti framboðslista
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
1945
Flugfélag Íslands byrjar millilanda-
flug til Skotlands (Largs Bay) og
Danmerkur (Kaupmannahafnar).
1947
Loftleiðir byrja millilandaflug.
1955
Loftleiðir hefja áætlunarflug milli
Bandaríkjanna og Lúxemborgar
með viðkomu á Íslandi.
1967
Fyrsta flotan í eigu Flugfélags
Íslands, Gullfaxi, Boeing 727,
kemur til landsins.
1973
Eignarhaldsfélagið Flugleiðir
stofnað og Flugfélag Íslands og
Loftleiðir sameinast undir merkjum
Flugleiða.