Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í LEIÐARA Morgunblaðsins
laugardaginn 25. mars sl. er gerð að
umtalsefni heimsókn norskra jeppa-
manna til Íslands. Í
leiðaranum segir að
akstur um skóga og
fjöll sé bannaður í
Noregi og virðist höf-
undur telja æskilegt
að svipaðar reglur
gildi hér, þ.e. akstur á
fjöllum við hvaða að-
stæður sem er verði
bannaður með öllu.
Í samanburði við
reglur um akstur í
óbyggðum í Noregi
eru hinar íslensku
reglur nokkuð víðar
og aðstæður um margt ólíkar. Þó er
rétt að hafa í huga að þar eru að-
stæður aðrar og bakgrunnur ferða-
laga ólíkur því sem hér gerist.
Reglugerð frá árinu 2005 fjallar
um takmarkanir á umferð í náttúru
Íslands. Reglugerðin miðar að því að
vernda náttúruna en jafnframt að
gefa almenningi færi á að ferðast um
hana. Það er grundvallarþáttur í
reglunum að akstur utan vega er
bannaður. Á Íslandi höfum við mikið
úrval fjölbreytilegra vegslóða um há-
lendið sem gerir öllum almenningi
mögulegt að upplifa hina sérstöku
náttúru Íslands yfir
sumartímann, komast í
návígi við eyðisanda og
jökla, gróðurvinjar, heit-
ar uppsprettur, dul-
arfulla hveradali, lit-
skrúðugt líparít, beljandi
jökulár og hin ósnortnu
víðerni. Þú þarft ekki að
vera þrautþjálfaður
göngugarpur til að nálg-
ast þessi undur því
jeppafærar slóðir færa
þig í návígi við undrin og
ferðalagið sjálft hefur
allt á sér ævintýrablæ.
Á veturna eru aðstæður aðrar en
þá komum við að undanþáguákvæði í
reglugerðinni sem heimilar akstur á
snævi þakinni og frosinni jörð.
Ferðalög um hálendið í vetrarskrúða
hafa ekki síður aðdráttarafl en sum-
arferðir. Snjóbreiður í ósnortnu víð-
erni á sólríkum vetrardegi vekja sér-
staka tilfinningu og fegurð fjalllendis
nær nýjum víddum á slíkum degi.
Það spillir ekki fyrir að ferðalög á
jeppum geta verið fyrirtaks fjöl-
skyldusport og margar ferðir þess
eðlis að lítið vandamál er að taka
stálpuð börn með. Þá gefst færi á að
kynna þeim landið og náttúruna og
án nokkurs vafa búa þau að því vega-
nesti alla ævi.
Það er sérstaða hér á landi að
heimur sem þessi sé aðgengilegur al-
mennum ferðamönnum og ekki að
undra að erlendir ferðamenn komi
hingað til að upplifa þetta. Það að
telja þessi ferðalög snúast aðeins um
útrás fyrir áhuga á torfæruakstri er
stórkostleg einföldun og byggist á
vanþekkingu. Góð snjóbrekka sem
reynir á aksturshæfni freistar sjálf-
sagt margra, en er fjarri því að vera
meginhvati vetrarferða á jeppum.
Leiðarahöfundur leggur til að
settar verði upp sérstakar torfæru-
brautir þar sem „…eigendur jeppa
geti fengið útrás…“. Það eru honum
kannski nýjar fréttir að slíkar braut-
ir hafa verið til í áratugi og á þeim
stunduð keppni í torfæruakstri. Það
er hins vegar allt annað en fólk er al-
mennt að sækjast eftir. Sjálfsagt
væri jákvætt að fjölga slíkum braut-
um og sníða þær að hinum almenna
jeppaeiganda. Það er hins vegar
klárt mál að ég rek ekki jeppa til að
aka eftir slíkum brautum og allt ann-
ars konar „útrás“ sem ég sækist eft-
ir. Það hygg ég að eigi við um flesta
jeppaeigendur.
Við eigum að vernda það frelsi sem
við höfum til að upplifa íslenska nátt-
úru innan þess ramma sem núgild-
andi reglur leyfa. Öll umferð um
náttúruna getur orsakað álag á hana
þó mismikið sé. Akstur á snjó og fros-
inni jörð skilur þó aðeins eftir sig um-
merki í skamman tíma. Næst þegar
vind hreyfir hverfa ummerkin. Það
væri því einkennilegt að þrengja að
þar sem síst er hætta á skemmdum.
Það er svo annað mál að akstur ut-
an vega á auðri jörð á ekki að líða,
hvorki að vetri né sumri. Ætla mætti
af umræddum leiðara að slíkt sé
leyfilegt hér á landi en svo er alls
ekki. Því miður eru dæmi þess að ein-
staka ferðamenn á jeppum virða ekki
lög og reglur um þessi efni og eflaust
eru dæmi þess einnig til í Noregi. Til
þeirra þarf að ná með fræðslu og
áróðri og jafnframt mætti hugsa sér
mun meira eftirlit með lögbrotum af
þessu tagi. Ferðaklúbburinn 4x4 hef-
ur á 22 ára starfstíma sínum staðið
fyrir ýmiskonar aðgerðum og áróðri
gegn ólöglegum utanvegaakstri og
talað fyrir ábyrgri ferðamennsku í
náttúrunni. Á snjóléttum vetrum
verða jeppaeigendur að sætta sig við
að aðstæður til ferðalaga eru ekki
alltaf fyrir hendi og á vorin í leys-
ingum lokast hálendið af nátt-
úrulegum aðstæðum fyrir allri um-
ferð. Vanir ferðamenn þekkja þetta
og flestir gera sér grein fyrir að
frelsi fylgir ábyrgð og fylgja þess
vegna þeim lögum og reglum sem í
gildi eru. Það er vafamál hvort bann
við skaðlausum akstri á snjó og fros-
inni jörð myndi auka ábyrgð og lög-
hlýðni ferðamanna á hálendinu eða
hvort áhrifin yrðu í aðra átt. Í dag
ríkir almenn sátt um þær reglur sem
í gildi eru og brot á þeim eru almennt
litin hornauga. Ein besta leiðin til að
berjast gegn utanvegaakstri er að
rækta það andrúmsloft.
Ef akstur á snjó og frosinni jörð
væri bannaður hefði það umtalsverð
áhrif á ferðamöguleika þeirra sem
sækja í hverskonar ferðalög um há-
lendi Íslands og margir yrðu af upp-
lifunum á náttúrunni sem á sér enga
hliðstæðu. Þetta á ekki aðeins við um
það sem almennt kallast jeppaferðir
heldur einnig um hverskonar ferða-
lög á hálendinu þar sem notast er við
jeppa til flutninga á fólki og vistum.
Hálendisferðir
Skúli H. Skúlason gerir
athugasemd við leiðara
Morgunblaðsins
’...ferðalög á jeppumgeta verið fyrirtaks fjöl-
skyldusport...‘
Skúli H. Skúlason
Höfundur er formaður Ferðaklúbbs-
ins 4x4 og framkvæmdastjóri Ferða-
félagsins Útivistar.
ÉG HNAUT um það í blaði um
daginn að einn af okkar ástsælu
listamönnum, leikkonan Edda
Björgvins, hafði flutt
í Hafnarfjörð. Þetta
var meira að segja í
Mogganum en ekki
Séð og heyrt. Í
sjálfu sér er það
ekkert merkilegt
hvar frægur lista-
maður býr, nema
fyrir það í þessu til-
felli að Edda var
ekki alveg ánægð.
Álverið í Straumsvík
var henni þyrnir í
augum og helst vildi
hún að þessi ljóta
verksmiðja yrði rifin og þetta fal-
lega svæði yrði notað undir eitt-
hvað „mannbætandi og upp-
byggilegt“.
Reyndar fjallaði pistillinn sem
ég rak augun í um það hvort vit
væri í að stækka verksmiðjuna,
hvort um það ætti að kjósa og að
Edda hafi ákveðið að styðja
vinstri græna héðan í frá. Það er
önnur saga, en allt þetta vakti
mig til umhugsunar um það að
svo virðist að flestir listamenn
þjóðarinnar séu á móti orkufrek-
um iðnaði. Til þess að listir
blómstri í landinu og til þess að
hér sé hægt að halda uppi öflugu
menntakerfi og heilbrigðiskerfi
þarf undirstöðuatvinnuvegi, sem
framleiða vörur sem
seldar eru til útlanda.
Það heitir gjaldeyr-
isöflun og ég lærði
það í mínu ungdæmi
að gjaldeyrisöflun
væri meginatriði fyrir
þjóðina.
Orkufrekur iðnaður
er útflutningsiðnaður,
nákvæmlega eins og
fiskiðnaður, ferðaiðn-
aður, hátækniiðnaður
og fleira. Við lifum
hér í miðju Atlants-
hafinu og flytjum inn
flestar okkar nauðsynjar nema
mjólkina, kjötið og grænmetið.
Við borgum fyrir cheerios á
morgnana með gjaldeyri, líka fyr-
ir reiðhjólin, að ég tali nú ekki
um tónleika með Kiri Tekanawa.
Álverið í Straumsvík selur ál fyrir
rúma 25 milljarða króna á ári.
Stór hluti teknanna fer í hráefn-
iskaup, en álver á Íslandi skilja
eftir um ríflega þriðjung í landinu
fyrir kaup á rafmagni, þjónustu,
íslenskum skipaflutningum, skött-
um og launum til starfsmannanna,
sem allir eru íslenskir, 500 manns
vinna í álverinu í Straumsvík.
Sama gildir um áverið í Hval-
firði, það verður töluvert stærra
en verksmiðjan í Straumsvík inn-
an tíðar og sama gildir um álverið
í Reyðarfirði sem verður helmingi
stærra en álverið í Straumsvík og
tekur til starfa næsta ár. Þá
verða útflutningstekjur í þessari
atvinnugrein líklega um 120 millj-
arðar króna á ári, sem er svipað
og af öllum fiskútflutningi lands-
manna. Eins og áður sagði mun
Gjaldeyrir þjóðarinnar vex
ekki á rifsberjarunnum
Sigurður St. Arnalds
skrifar um gildi
gjaldeyrisöflunar ’Til þess að listirblómstri í landinu og
til þess að hér sé hægt
að halda uppi öflugu
menntakerfi og heil-
brigðiskerfi þarf und-
irstöðuatvinnuvegi,
sem framleiða vörur
sem seldar eru til út-
landa.‘
Sigurður St. Arnalds
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
skipað nefnd undir forsæti Sigurðar
Einarssonar sem ætlað er að skoða
möguleika á því
að gera Ísland að
alþjóðlegri fjár-
málamiðstöð.
Aukið frelsi í
viðskiptum og
nýjar tækni-
lausnir hafa
skapað gríð-
arlegt tækifæri
fyrir Ísland til að
sækja fram á
þessu sviði. Ein helsta forsenda
þess að draumur forsætisráðherra
geti ræst er að við höfum yfir að
ráða nægum mannauði með færni
og þekkingu á sviði fjármála og al-
þjóðaviðskipta til að geta þjónustað
viðskiptavini þeirra fjármálafyr-
irtækja sem gera mundu landið að
slíkri miðstöð.
Samkvæmt gögnum LÍN leggja
yfir 1.000 Íslendingar nú stund á
háskólanám í viðskiptafræðum, í
grunn- og framhaldsnámi. Ef miðað
er við að ¾ þeirra séu í þriggja ára
grunnnámi og fjórði hver í tveggja
ára meistaranámi má áætla að 400
viðskiptafræðingar komi út á vinnu-
markaðinn á ári hverju. Ef marka
má viðtökur atvinnulífsins við nýút-
skrifuðum viðskiptafræðingum frá
Háskólanum í Reykjavík þá eru
verkefnin næg miðað við núverandi
aðstæður. Gangi framtíðarsýn for-
sætisráðherra eftir má ætla að eft-
irspurn eftir þekkingu á þessu sviði
aukist verulega og gæti þá orðið
skortur á viðskiptafræðingum til
starfa í íslensku atvinnulífi áður en
langt um líður.
Viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík býður upp á viðskipta-
fræðinám bæði í grunnnámi (BSc)
og framhaldsnámi (MSc/MBA). Þá
hefur deildin undanfarin 5 ár boðið
upp á viðskiptafræðinám meðfram
starfi (háskólanám með vinnu) sem
gerir fólki kleift að bæta við sig við-
skiptafræðimenntun án þess að
draga sig út af vinnumarkaði. Þeir
stúdentar sem hafa áhuga á að taka
þátt í uppbyggingu alþjóðlegrar
fjármálamiðstöðvar hér á landi ættu
að byrja nú þegar að afla sér þeirr-
ar verðmætu og eftirsóttu háskóla-
menntunar sem viðskiptafræðinám
er.
ÁSTA BJARNADÓTTIR,
forstöðumaður BSc-náms
í viðskiptafræði við
Háskólann í Reykjavík.
Mannauður í fjármálamiðstöð
Frá Ástu Bjarnadóttur:
Ásta Bjarnadóttir
GÓÐ SAGA FRÁ ÍSLANDI 1979–2006
1979
Flugleiðir taka upp nafnið
Icelandair á erlendum markaði
1987
Undirritaðir samningar við
Boeing-verksmiðjurnar um
endurnýjun millilandaflugflota
Flugleiða.
1992
Fluglotinn innanlands er
endurnýjaður með nýjum
Fokker 50 skrúfuþotum.
1996
Sérstakt dótturfélag Flugleiða,
Flugfélag Íslands, tekur við öllu
innanlandsflugi en Flugleiðir sjá
um millilandaflug.
1999
Nýtt útlit er hannað og tekið
í notkun á einkennisbúningum,
fánum og flugvélum Flugleiða.