Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 33 UMRÆÐAN REYKJAVÍK getur vel sett sér það mark að kallast heimsins besta höfuðborg. Hún mun auð- vitað aldrei hafa allt það besta sem fyrirfinnst í heiminum. En við getum byggt borg sem hefur svo marga samtvinnaða kosti að geta gert tilkall til þessa titils. Slík fram- tíðarsýn hvílir á þremur meginstoðum: mannlífi, umhverfi og efnahag. Gott mannlíf felst í menntun, menn- ingu og vellíðan Öryggi Reykvík- inga er mikið miðað við margar heimsborgir, ofbeldi og glæpir eru þrátt fyrir allt fátíðir, um- gjörð fyrir börn og aldraða er sterk, jafnréttismál í örri þróun. Við þurfum úrbætur: Þjónusta við aldraða á að komast á hönd borg- arinnar og verða fjölbreyttari. Þetta er öryggisþáttur og vellíð- unarmælikvarði. Borgin á að reka þrjú samfelld og gjaldfrjáls skóla- stig: Leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, og stefna að því að menntun ungmenna verði á heimsmælikvarða. Árangur grunnskóla Reykja- víkur á alþjóðlegum prófum er slíkur að við eigum stutt eftir að komast í allra fremstu röð. Gjald- frjáls leikskóli verður innleiddur á næsta kjörtímabili ef fé- lagshyggjufólk fær að ráða og flestum er nú ljóst að hann er fyrsta stigið á menntabraut. Fram- haldsskólinn á því miður lengra í land og fyllilega tímabært að borgin taki við rekstri hans til að flýta úrbótum sem ríkið ræður ekki við. Úrvals menntun fyrir öll ung- menni án tillits til stéttar, og vel- líðan og öryggi aldraðra eru mælikvarðar sem segja til um hvort borgin okkar getur gert til- kall til þess að vera „heimsins besta“. Við eigum alla möguleika í því efni. Þetta, ásamt traustum stoðum fyrir fjölskyldulíf, mun setja okkur í fremstu röð. Öflugt menningarlíf þar sem Reykjavík miðar sig aðeins við það besta sem býðst er órjúfanlegur hluti þessarar stefnu eins og við höfum þegar sannað. Umhverfisþátturinn skiptir máli Reykjavík er einstaklega vel í sveit sett gagnvart þeim verð- mætum sem æ fleiri láta sig varða: Nándinni við náttúru. Landið okkar er lítið, en góðar samgöngur eiga að tryggja borg- arbúum aðgang allan ársins hring að náttúruperlum sem ekki eiga sér hliðstæður. Innan borg- armarkanna eigum við græn svæði, strendur, vötn og ár sem eru fágæti, og útsýni til sjávar og fjalla sem er uppspretta andagift- ar. Við þurfum svo sannarlega að tryggja hreinna loft með því að draga úr mengun bíla og svifryki. Það á ekki að vaxa okkur í aug- um. Við höfum nú hreinsað strandlengjuna, heimsins besta höfuðborg á að státa af hreinasta lofti sem fólk andar að sér, rétt eins og besta vatni sem býðst. Auðsköpun á réttum forsendum Reykjavíkurborg á að taka for- ystu um að allt suðvesturhornið verði samfelldur atvinnumarkaður með fjölbreyttum tækifærum fyr- ir ólík fyrirtæki. Orkan sem við eigum er ódýr frá landsins hendi, en verður stöðugt verðmætari og má aðeins nýta með sjálfbærum hætti. Við liggjum vissulega í út- jaðri Evrópu, en erum ein- staklega vel í sveit sett milli heimsálfa, og með auknum flutn- ingum yfir Pólinn er Reykjavík komin í gott færi við alla helstu markaði. Stórhugur og metnaður eru lykilorð í samskiptum við um- heiminn. Þetta sýna íslensku út- rásarfyrirtækin sem við þurfum að hlúa vel að með „höfuðstöðva- stefnu“ sem veitir þeim góða heimilisfestu í borginni. Slíkt mun sanna fyrir erlendum fyrirtækjum sem við eigum að laða til borg- arinnar að „útrás“ er bara hin hliðin á æskilegri „innrás“ fjár- festa og fyrirtækja. Áform okkar um uppbyggingu í miðbænum þar sem stórframkvæmd eins og Tón- listar- og ráðstefnuhús ásamt fimm stjörnu hóteli sýna hvernig nálgast á verkefnið: Ekki hugsa í núverandi stærðum, heldur sam- kvæmt þeim möguleikum sem bjóðast ef metnaður ræður för. Að öllu samanlögðu … … eigum við mikla möguleika til þess að gera kall til þess að vera útnefnd heimsins besta höf- uðborg. Ekki í hrokafullu steig- urlæti, heldur af þeirri sannfær- ingu sem felst í því að gera alltaf sitt besta og vinna frábærlega úr þeim góðu tækifærum sem fram- undan eru. Heimsins besta höfuðborg Stefán Jón Hafstein fjallar um Reykjavík ’Að öllu samanlögðu eig-um við mikla möguleika til þess að gera kall til þess að vera útnefnd heimsins besta höf- uðborg.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs. Í borgarstjórnarkosningunum í vor höfum við óvenju skýra valkosti um þá framtíð sem við viljum sjá í samgöngumálum í Reykjavík. Annars vegar er það framtíð- arsýn þeirra sem vilja sífellt stærri og breiðari hraðbrautir með auknum umferð- arhraða. Hins vegar er sýn þeirra sem finnst nóg komið af dýrum og plássfrekum hrað- brautum í borginni og vilja þess í stað efla strætó og leggja meiri áherslu á göngu- og hjólabrautir. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík vill fleiri hraðbrautir. Þess vegna snýst hann öndverður gegn sjónarmiðum sem m.a. undirritaður hefur sett fram um að draga eigi úr umferð- arhraðanum í borginni og auka þar með umferðaröryggi. Framsókn- arflokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn keppast við að yfirbjóða Sjálf- stæðisflokkinn og vilja gera Sundabrautina að meiriháttar hrað- braut með mislægum gatnamótum, sem eru bæði plássfrek, dýr og lýti í umhverfinu. Í þessari umræðu vill oft gleymast hversu mikið rými samgöngu- mannvirki taka í borgarlandinu. Núna er hlutfall þeirra af byggðu landi í borginni 50%. Finnst fólki ekki nóg komið? Ekki síst vegna þess að við eigum aðra valkosti en að leggja stöðugt fleiri og plássfrekari hrað- brautir. Til dæmis að efla almenningssam- göngur. Nýtt strætó- kerfi er ótvíræð fram- för og gefur fleiri hópum tækifæri til að nota strætó. Væri ekki ráð að efla það enn frekar í stað þess að heimta bara stöðugt fleiri hraðbrautir? Það er skiljanlegt að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti sín að minnast ekki á al- menningssamgöngur í umræðunni um Sundabraut. Málflutningur sjálf- stæðismanna á yfirstandandi kjör- tímabili hefur einkennst af nei- kvæðni í garð almenningssam- gangnakerfisins. Þeim finnst flest það sem gert hefur verið til að efla það ómögulegt. Þegar er farin af stað áberandi síbylja af þeirra hálfu um að rekstur almenningssam- gangna sé að sliga borgarbúa. Að efla þjónustu heitir á máli þeirra að „þröngva henni upp á fólk“. Afleið- ingin af því verður auðvitað ekki önnur en sú að borgarbúum verður gert erfiðara fyrir að velja sam- göngumáta sem kostar þá rúmlega 3.000 kr. á mánuði og þess í stað hvatt til notkunar einkabíla sem kosta um 50–100.000 kr. á mánuði. Þetta er boðskapur sjálfstæð- ismanna til reykvískra heimila. Það fólk sem hagnast mest á betra al- menningssamgöngukerfi eru nefni- lega fjölskyldur með meðaltekjur eða lægri. Forystumenn Sjálfstæð- isflokksins, og raunar fleiri flokka, virðast líta til annarra en þessa hóps þegar þeir einblína á hraðbrautir í stað almenningssamgangna. Um- ræðan um framtíð borgarinnar snýst ekki síst um sjálfbæra nýtingu borg- arlandsins. Þess vegna hefur verið reynt að þétta byggðina og skipu- leggja ný hverfi, sem m.a. Sunda- braut er ætlað að þjóna. Augljóst er að hraðbrautastefnan gengur þvert á þessa pólitík. Þessu verður einfald- lega ekki komið heim og saman. Við í vinstrigrænum höfum skýra sýn á framtíðarskipulag í Reykjavík. Við viljum leggja meiri áherslu á byggð og minni á hraðbrautir. Þessi stefna verður hins vegar ekki fram- kvæmd nema aðrir valkostir en einkabíllinn séu í boði. Ef Sjálfstæð- isflokkurinn fær hreinan meirihluta í borginni í vor merkir það ekkert annað en fleiri hraðbrautir ásamt niðurskurði og sparnaði í almenn- ingssamgöngum. Þétting byggðar verður þá í raun og veru úr sögunni. Höfum það í huga. Hraðbrautir eða almenningssamgöngur? Árni Þór Sigurðsson fjallar um hraðbrautarskipulag og al- menningssamgöngur ’Við í vinstri grænumhöfum skýra sýn á fram- tíðarskipulag í Reykja- vík. Við viljum leggja meiri áherslu á byggð og minni á hraðbrautir.‘ Árni Þór Sigurðsson Höfundur skipar 2. sæti á V-listanum í Reykjavík og er formaður umhverfisráðs. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar rúmlega þriðjungur sitja eftir í landinu. Það er hægt að kaupa mikið cheerios fyrir það, mörg reiðhjól og heilu óperurnar frá frægustu listamönnum heims. Sú var tíðin að það var þröngt í búi í Hafnarfirði. Fyrir rúmum áratug fækkaði fólki á Vest- urlandi vegna atvinnuleysis. Og á Austurlandi hefur fólki fækkað um 1% á ári síðustu tvo áratug- ina, íbúarnir voru orðnir svart- sýnir á lífið og tilveruna og húsin þeirra voru verðlaus. Í öllum þessum landshlutum voru það áð- urnefndar verksmiðjur sem breyttu lífi fólks til hins betra, það varð til stöðug og örugg at- vinna. Nú brosa sóknarbörnin, sagði mér prestur af fjörðunum. Við skulum hugsa okkur að í næsta húsi við Eddu búi Bjössi verkstjóri í kerskálanum í Straumsvík. Hann er búinn að vinna þar í 36 ár á ágætum laun- um og hefur efni á að búa í þessu fína húsi með rifsberjarunnum allt um kring. En gjaldeyririnn sem hann eyðir í cheerios og allt hitt vex ekki á þessum rifsberj- arunnum. Hann aflar þessa gjald- eyris sjálfur með vinnu sinni í ál- verinu. Dóttir hans er tölvunar- fræðingur og vinnur við forritun og iðntölvustýringar í álverinu. Bróðursonur hans er ungur efna- verkfræðingur og vinnur á rann- sóknarstofu álversins. Er það „mannbætandi og uppbyggilegt“ að þetta góða fólk missi vinnuna sína? Höfundur er verkfræðingur. 2003 Flugleiðir hf. verða eignarhalds- félag 11 fyrirtækja í ferðaþjónustu og flugrekstri og nýtt dótturfyrirtæki, Icelandair, er stofnað til að taka við millilandaflugi. 2005 Nafni Flugleiða hf. breytt í FL GROUP og innan þess er Icelandair Group. Samið er um kaup á Boing 787 Dreamliner. 2006 Icelandair eykur við þjónustu sína þegar það bætir við 22. áfangastað sínum, Manchester.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.