Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Ólafur Hall-dórsson fæddist
í Reykjavík 25.
september 1929.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
14. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Elísabet Þor-
grímsdóttir, f.
20.12. 1901, d. 26.5.
1995, og Halldór
Guðmundsson, f.
29.11. 1900, d. 6.1.
1962.
Hinn 7. október 1953 kvæntist
Jón Guðrúnu Ragnheiði Júl-
íusdóttur, f. 16. júlí
1931. Synir þeirra
eru: Halldór Jóns-
son, f. 9.3. 1953,
maki Erla K. Magn-
úsdóttir; Sigurður
Júlíus Jónsson, f.
20.11. 1958, maki
Jenný K. Valberg;
og Jón Ragnar
Jónsson, f. 20.7.
1961, maki Auður
Björk Bragadóttir.
Barnabörnin eru
átta.
Jón verður jarð-
sunginn frá Bessastaðakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi og afi.
Í nokkrum orðum langar okkur að
kveðja þig og minnast allra stund-
anna sem við áttum saman í gegn-
um lífið. Allar þær stundir sem þú
gafst börnunum og okkur eru dýr-
mætar í minningunni nú þegar þú
hefur fengið frið eftir löng og erfið
veikindi.
Það er erfitt að segja frá einhverju
sérstöku en þegar horft er til baka
þá hafðir þú gaman af því að leika við
barnabörnin og við höfðum gaman af
því að heimsækja þig og ömmu í
Fögrubrekkuna.
Takk fyrir allt saman og hvíldu í
friði.
Jón Ragnar og fjölskylda.
Góður bróðir, Jón Ólafur, er fall-
inn frá eftir erfið veikindi.
Minningargrein er ekki auðvelt að
skrifa, en hvað er hún annað en sam-
antekt minninga? Þegar ég sit núna
við tölvuskjáinn og finn sólina skína
inn um gluggann verður mér hugsað
til uppvaxtarára okkar systkinanna í
Hafnarfirði. Það er svo margs að
minnast frá okkar æskuárum. Það
var þá sem sólin alltaf skein. Allt var
svo saklaust og gaman var að vakna
á morgnana og fara á vit nýrra æv-
intýra, sem nóg var af í þá daga.
Jón bróðir var eins og hver annar
strákur, dálítið stríðinn og fyrirferð-
armikill. Sérstaklega var það stóra
systir sem varð fyrir barðinu á hon-
um. Jón átti stóran kunningjahóp og
það glumdi oft í þegar þeir fóru um
hverfið. Jón var svo heppinn að alast
upp í Hafnarfirði, þar var nóg rými
til að hlaupa um og að vera í alls kon-
ar spennandi strákaleikjum. Til
dæmis á veturna röðuðu stóru
krakkarnir saman sleðum og svo var
brunað niður í lest frá klaustrinu í
Hafnarfirði niður Jófríðarstaðaveg-
inn og alla leið niður að Ásmunda-
bakarí. Oft var það Jón sem stýrði
allri rununni og fór það ekki fram hjá
neinum hvað var í gangi því hrópin
og köllin voru svo mikil.
Jón fór snemma að stunda sjóinn
JÓN ÓLAFUR
HALLDÓRSSON
✝ Þuríður SvalaJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
ágúst 1918. Hún lést
á Landspítalanum
15. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru þau hjónin
Dómhildur Ásgríms-
dóttir, f. 3. júlí 1887,
d. 4. apríl 1928, og
Jón Erlendsson, f. á
Rjúpnaseli í Mýra-
sýslu 6. október
1878, d. 27. nóvem-
ber 1967. Þau eign-
uðust þrjú börn, auk Þuríðar, Odd-
nýju Hlíf, f. 1. janúar 1920, d. 9. maí
1949, Ásu Huldu, f. 15. nóvember
1921, d. 17. janúar 1992, og Baldur,
f. 2. mars 1923.
Jón kvæntist árið 1931 Guðleifu
Bárðardóttur, f. 1. desember 1889,
d. 19. apríl 1983. Dóttir þeirra er
Katrín, f. 20. júlí 1933.
Þuríður stundaði
nám í Landakots-
skóla og gekk síðar í
Verzlunarskólann
og lauk námi þaðan
árið 1937. Nokkru
síðar fór hún til
starfa í Danmörku
og síðar til Þýska-
lands til náms og síð-
an til Danmerkur
aftur. Þuríður dvaldi
erlendis til ársins
1945. Nokkru eftir
heimkomuna hóf
hún störf hjá Heild-
verslun Helga Magnússonar og co.
Síðar vann hún hjá Vatnsvirkjan-
um hf., allt þar til hún lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Einnig var
hún um skeið leiðsögumaður fyrir
erlenda ferðamenn.
Útför Þuríðar verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Við kölluðum hana Þuríði frænku
mína aldrei annað en „Bíbí“. Nafnið
var ljúft eins og manneskjan. Það
hentaði einkar vel til að endurspegla
indæla og hlédræga lund hennar.
Ég bjó hjá afa mínum, Jóni Er-
lendssyni og fósturömmu minni Guð-
leif Bárðardóttur á Ránargötu 31 á
uppvaxtarárunum mínum meðan ég
var í barna- og menntaskóla.Nánast
allan þann tíma bjó Bíbí hjá okkur.Ég
minnist ótaldra ferða upp á loft til
hennar á kvöldin með námsbækurnar
til að njóta aðstoðar við lærdóminn.
Hjá henni ríkti alltaf hlýja og yndi.Ég
þakka henni að miklu leyti þann ár-
angur sem ég náði í skóla á þessum
árum. Hún var mér í þessu sem og
mörgu öðru sem góð móðir.
Bíbí var einstaklega greind, heil-
steypt og sjálfstæð manneskja. Hún
hafði ríka réttlætiskennd. Hún var
nákvæm, vandvirk og hög með af-
brigðum. Sígild tónlist var í miklu
uppáhaldi hjá henni. Hún las mikið og
átti vandað bókasafn.
Bíbí var mikil málamanneskja.
Þetta nýttist henni í störfum hennar
og frístundum.Hún ferðaðist oft til út-
landa og naut þess. Á seinni árum
gerðist hún leiðsögumaður fyrir
ferðafólk.
Nánast alla ævi lifði hún einkar
heilbrigðu lífi og var því heilsuhraust.
Hún gekk mikið og hjólaði. Skammt
er síðan hún fór hjálparlaust um bæ-
inn.
Bíbí kom oft á heimili okkar hjóna á
síðustu árin.Það var alltaf sérstakur
hátíðabragur yfir þessum heimsókn-
um. Börn voru henni alltaf sérstak-
lega kær. Börn mín nutu góðs af þess-
um eðliskosti hennar.
Undir það allra síðasta var heilsan,
sem hafði verið svo traust alla ævi,
farin að bila. Það var framandi að sjá
þessa sjálfstæðu manneskju verða
hjálparlitla og hjálparþurfi. En hin
blíða lund hennar breyttist ekki.
Megir þú hvíla í friði frænka mín
sem verið hefur mér og mínum stoð
og stytta, ljós og gleði um allt mitt
æviskeið.
Jón Erlendsson.
Okkur systurnar langar að minnast
í örfáum orðum góðrar frænku sem
nú er fallin frá.
Það var alltaf einhver dulúð sem
einkenndi hana Bíbí en hún var sann-
kölluð heimskona. Það fór ekki á milli
mála að hún var menntuð en að loknu
námi hér heima var hún búsett í út-
löndum við nám og störf. Hún talaði
reiprennandi dönsku og þýsku auk
þess að kunna frönsku. Hún bjó ein
en lét það ekki aftra sér frá því að
ferðast mikið erlendis. Bíbí var mjög
listhneigð, en hún var allt þar til heils-
unni fór að hraka fastagestur á tón-
leikum og myndlistarsýningum auk
þess sem hún fór ósjaldan í bíó. Mikill
náttúruunnandi var hún, sem lýsti sér
meðal annars í því að hún starfaði
sem leiðsögumaður um nokkurt
skeið. Hún átti ekki bíl, fór allra sinna
ferða gangandi, á reiðhjóli eða í stræt-
isvagni auk þess sem hún festi ekki
kaup á sjónvarpi fyrr en á efri árum.
Þjóðmálin skiptu Bíbí miklu máli en
hún var alla tíð með sterkar skoðanir
þó þær færu ekki mjög hátt. Bíbí var
ávallt mjög sjálfstæð og það voru tals-
verð viðbrigði fyrir hana að vera upp
á aðra komin þessi seinustu ár.
Áhrif hennar á okkur systurnar
voru ekki síst í gegnum tónlistina.
Frá unga aldri eða allt frá því að við
hófum tónlistarnám bauð Bíbí okkur
til skiptis með sér á tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands sem hún var
áskrifandi að til fjölda ára. Eru það
ógleymanlegar jafnt sem ómetanleg-
ar stundir.
Þakklæti er okkur efst í huga á
þessari stundu þegar við kveðjum
hana Bíbí. Blessuð sé minning henn-
ar.
Kristín og Anna Þóra.
ÞURÍÐUR SVALA
JÓNSDÓTTIR
✝ Ingvi ElíasValdimarsson
fæddist í Reykjavík
18. júlí 1921. Hann
lést á Landakots-
spítala 20. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valdimar
Guðlaugsson húsa-
smiður frá Þórðar-
koti í Selvogi og
kona hans, Arnþrúð-
ur Símonardóttir frá
Bjarnarstöðum í Ölf-
usi, en þau áttu
lengst af heima í
Reykjavík. Þau eignuðust 4 börn
og var Ingvi elstur. Systkini Ingva
eru Þóranna Rósa, býr í Reykjavík,
Unnur Áslaug búsett á Akranesi og
Karl Bergþór, látinn, bjó í Kópa-
vogi.
Ingvi kvæntist 31.10. 1942 Soffíu
Erlingsdóttur, f. á Haukalandi í
Reykjavík 24.9.1922, d. 16. júlí
2004. Foreldrar hennar voru Er-
lingur Filippusson grasalæknir og
búfræðingur, og Kristín Jónsdótt-
ir. Ingvi og Soffía eignuðust átta
kvæntur Elínu Hörpu Jóhannsdótt-
ur og eiga þau þrjú börn. Nú í sam-
búð með Lindu Villariasa.
Ingvi ólst upp í Reykjavík, gekk í
Austurbæjarskóla og lauk þaðan
fullnaðarprófi. Hann var 15 ára er
hann hóf nám í húsasmíði. Hann
lauk sveinsprófi í greininni 1941 og
varð meistari fjórum árum síðar.
Hann vann alla sína starfsævi við
iðn sína að undanskildum árunum
1951- 61 er hann, ásamt Karli bróð-
ur sínum, byggði nýbýli að Hellu-
vaði á Rangárvöllum. Þar vann
hann að gríðarmikilli uppbygg-
ingu, bæði á húsakosti og landi, og
rak fjölbreyttan búskap. Ingvi var
hagur í höndum og hafði mikla un-
un af að skapa, hvort heldur hann
fékkst við húsagerðarlist eða rækt-
un lands, garða eða gróðurs. Ingvi
og Soffía stofnuðu heimili í Reykja-
vík, fyrst á Grettisgötu, síðan á
Hringbraut en byggðu sér svo hús
við Drápuhlíð. Eftir dvölina á
Helluvaði keyptu þau hús í Steina-
gerði í Reykjavík og bjuggu þar í
20 ár. Þau áttu heima í Hveragerði
1981-86 en þaðan fluttu þau að
Álfaheiði 8a í Kópavogi þar sem
þau bjuggu til æviloka.
Útför Ingva verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15. Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
börn, þau eru: 1) Arn-
þrúður Kristín, f.
1942, gift Sigurjóni
Skúlasyni og eiga þau
þrjú börn. 2) Valdi-
mar, f. 1944, kvæntur
Guðbjörgu Jónu Sig-
urðardóttur. Þau
eignuðust þrjú börn
og eru tvö á lífi. 3) Að-
alheiður, f. 1947. Var
gift Þórhalli Karls-
syni, látinn 1983 og
eiga þau þrjú börn.
Núverandi eiginmað-
ur Kolbeinn Sigurðs-
son. 4) Unnur, f. 1949. Var gift
Friðþjófi Sigursteinssyni. Þau eiga
þrjú börn. Núverandi eiginmaður
Ævar Már Axelsson. 5) Erlingur, f.
1952. Var kvæntur Valgerði Vil-
bergsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Nú í sambúð með Birnu Róberts-
dóttur. 6) Sveinn, f. 1956, kvæntur
Guðlaugu Jónsdóttur og eiga þau
þrjú börn. 7) Rannveig f.1958. Var
gift Ásgeiri Egilssyni og eiga þau
fjögur börn. Nú í sambúð með Ian
Wilkinson. 8) Viðar, f. 1964. Var
Minningabrot sem um hugann
reika nú þegar við kveðjum þig pabbi
okkar elskulegur.
Öll höfum við börnin þín kynnst á
einn eða annan hátt elsku þinni og
umhyggju.
Pabbi á iði, var alltaf að vinna,
endalaust einhverju þurfti að sinna.
Pabbi sem hjálpaði að byggja og búa,
að börnunum var hann stöðugt að hlúa.
Pabbi af elju og einurð hann byggði,
aldrei var nokkuð sem á verk hans skyggði.
Pabbi að smíða með viljann sinn sterka,
sonunum kenndi hann öllum til verka.
Pabbi sem birtist ef biluðu fög,
með borvél, hamar, skrúfjárn og sög.
Pabbi með ótrúlegt þrek bæði og þor,
þakkaði Guði er nálgaðist vor.
Pabbi þá alltaf undi sér lengi,
örfoka lönd urðu akrar og engi.
Pabbi sem ræktaði garð sinn af gleði,
greru upp plöntur af fræjum í beði.
Pabbi svo ungur fann ástina hreinu,
ævilangt leiddust þau götuna beinu.
Pabbi sem lagði af mörkum svo mikið,
svo mömmu okkar liði vel fyrir vikið.
Pabbi af hjartans hlýju ei brást,
hjúkraði henni af alúð og ást.
Pabbi sem ávallt var öllum að liði,
elsku pabbi, – hvíl þú í friði.
(Sveinn Ingvason.)
Algóður Guð geymi þig um alla
framtíð.
Börnin.
Þá er komið að kveðjustund við
tengdaföður minn, eftir 45 ára sam-
fylgd.
Mig langar til að minnast Ingva
með nokkrum orðum og þakka hon-
um fyrir samferðina, og alla hjálp-
semina við okkur frá upphafi í okkar
búskap. Þökk fyrir aðstoðina við að
koma upp okkar fyrsta heimili í
Hveragerði sem var ómetanleg og
vinnugleðin og áhuginn á að ljúka
verkefninu var einstök.
Minningin um ferðalög innanlands
er ofarlega í huga og var einstakt að
fylgjast með áhuga Ingva á um-
hverfi, fuglalífi og náttúru landsins.
Áhugi hans var hvað mestur á vor-
in, þegar náttúran var að vakna til
lífsins. Þá var hugað að öllu því sem
til þarf, gróðurmold, áburði og öðru
sem tilheyrir ræktun.
Vinnutími Ingva var langur mesta
hans starfsævi, orka og vinnugleði
voru hans einkenni.
Það var einstakt að fylgjast með
honum á því tímabili sem hann
hjúkraði konu sinni á heimili þeirra
um árabil. Þar voru hlutir í einstöku
lagi og sinnti hann öllum heimilis-
störfum af natni. Eftir brotthvarf
Soffíu var eins og að ákveðinn lífs-
neisti slokknaði. Heilsu hrakaði hjá
þessum hrausta manni, og var hann
síðustu mánuðina í góðum höndum á
Landakotsspítala, þar sem hann lést.
Kveð ég hér með ástkæran
tengdaföður með virðingu.
Sigurjón Skúlason.
Í dag fylgjum við Ingva, elskuleg-
um tengdaföður okkar, til grafar.
Hann var orðinn hvíldarþurfi því sl.
september hrakaði heilsu þessa
hrausta manns skyndilega og hann
átti ekki afturkvæmt. Hann vissi þó
vel hvað heilsuleysi var því hann ann-
aðist veika konu sína í mörg ár og sá
þá um öll heimilisstörf. Þetta gerði
hann af kostgæfni og alúð og kvart-
aði aldrei. Hjá honum fékk maður
besta kaffið í bænum og meðlæti sem
hann bar fram með bros á vör.
Ingvi var alla tíð sérstaklega
hraustur maður og vel á sig kominn.
Hans heilsurækt var vinnan og tóm-
stundagamanið að rækta garðinn
sinn, sem var honum til mikils sóma.
Einkum er eftirminnilegur garður
þeirra hjóna í Steinagerði. Þar voru
jafnan ræktaðar matjurtir og á
haustin tók hann stjúpufræin og sáði
tímanlega fyrir næsta vor.
Fjölskyldan byggði og átti saman
sumarbústað í tæp tuttugu ár sem
var sannkölluð paradís fyrir okkur
öll. Eftir að Ingvi hætti að stunda
fasta vinnu við húsasmíðar átti sum-
arbústaðurinn „Ingholt“ löngum hug
hans. Hann plantaði fjölda trjáa og
gróðurinn fór ekki varhluta af natni
hans. Vinnudagurinn var oft langur
því ef einhverjar plöntur höfðu ekki
fengið áburð eða arfakló var ein-
hvers staðar ótekin var slíkt klárað
eftir kvöldmat. Oft dvöldu börn og
tengdabörn með þeim í bústaðnum
og ef vel stóð á með gróðurinn var
tekið í spil á kvöldin, Soffíu tengda-
móður okkar til mikillar ánægju.
Ingvi var einstakur hagleiksmaður
jafnt í sínu fagi sem og öðru sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann var
INGVI ELÍAS
VALDIMARSSON
Frænka mín,
GUÐRÚN BRYNJÚLFSDÓTTIR,
fædd 28.01.1904,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 17. mars.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða umönnun.
Útför hefur farið fram.
Lára Kristjánsdóttir.
Systir mín,
VILBORG TRYGGVADÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
Reykjavík,
áður til heimilis í Austurbrún 6,
lést mánudaginn 27. mars.
Valdimar Tryggvason.