Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 35 MINNINGAR og fór oft til útlanda með pabba. Þá var nú gott að vera litla systir því Jón var mjög gjafmildur og gaf mér leikföng sem ekki fengust hér á landi í þá tíma. Eða þá tyggjóið sem ekki fékkst hér heldur. Ég mun aldrei gleyma þessum góðu æskuárum og minningar mínar lifa áfram. Jón tók oft utan um mig og hafði á orði hvað hann væri stoltur að hafa hjálpað mér í heiminn, en vegna fjarveru pabba hafði mamma beðið Jón um að ná í ljósmóðurina. Jón var glæsilegur maður, hress og glaður í bragði, sérlega mikið snyrtimenni, vel liðinn og með mikla útgeislun sem allir hrifust af. Guðrúnu Ragnheiði, börnum þeirra og fjölskyldum vottum við Al- bert samúð og biðjum algóðan Guð að blessa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þín systir, Maja Veiga. Afi var besti afi sem hægt er að hugsa sér. Ég á óteljandi minningar um samverustundir með afa mínum og allar góðar. Það var alltaf til- hlökkunarefni að afi kæmi að sækja mig um helgar þegar ég var lítill. Þá fór hann með mig í sund í Sundhöll- ina, sem var einn af okkar uppá- haldsstöðum. Eftir sundið var svo farið til langömmu þar sem alltaf voru nýbakaðar pönnukökur og aðr- ar kræsingar á borðum. Svo var farið í Fögrubrekkuna og þar tók amma á móti manni opnum örmum og Siggi og Raggi alltaf tilbúnir að leika við mann. Þá fór afi að stússast við að þrífa bílana eða slá grasið. Þetta eru með mínum kærustu æskuminning- um. Afi var að vinna á Loftleiðum í gamla daga og stundum þurfti hann að fara þangað um helgar. Þá fór ég með honum og fékk oft ís í eldhúsinu. Afi vann einnig í Landsbankanum og þá hjólaði ég oft til hans og hann gaf mér kók og Prins póló og við spjöll- uðum saman. Afa fannst gaman að ferðast, hann elskaði sólina og voru ferðirnar sem amma og hann fóru til Flórída ófáar enda var hann alltaf sólbrúnn og sæl- legur. Hann var sólbrúnni en flestir og þótti ekki leiðinlegt að bera sam- an sólbrúnkuna við aðra því það var keppni sem hann tapaði aldrei. Afi var ljúfur og góður maður sem tók öllum vel og var alltaf til í spjall og hafði óbilandi áhuga á því sem var að gerast hjá manni. Afi var alltaf bros- andi og glaður og ég kem til með að sakna hans sárt en ég veit að hann er kominn í sólina hinumegin. Jón Ólafur Halldórsson. Við fráfall kærs mágs, Jóns Ólafs Halldórssonar, kemur mér í huga mynd frá því er við hittumst fyrst á heimili verðandi tengdaforeldra minna. Hann hafði stundað sjó- mennsku frá unga aldri, verið á tog- urum með föður sínum, var orðinn stýrimaður og nýkominn úr einni veiðiferðinni. Hann var hár, þrek- lega vaxinn og bjartur yfirlitum. Hann brosti kankvíslega er hann tók í hönd mína, eins og hann langaði til að kreista hana svo að ég kveinkaði mér, en ákvað að hlífa verðandi mági. Jón Ólafur gegndi ýmsum störfum eftir að hann kom í land en fékk að lokum starf sem tengdi hann sjónum á ný. Hann varð þar fyrir áfalli en gerði ekki mikið úr því. Upp frá því fór heilsu hans hrakandi þar til yfir lauk. Ég kveð góðan dreng og sendi eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu Ragnheiði Júlíusdóttur, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Jónsson. sérstakt snyrtimenni og bar mikla virðingu fyrir verkfærum sínum og viðfangsefnum. Eftirminnilegt er hversu mikið jólabarn Ingvi var, og það færðist yf- ir hann sérstakur blær þegar leið að jólum. Þá tók hann fram jólaskrautið og málaði og skreytti greinar. Við eigum margar góðar minning- ar um samneyti við elskulega tengdaforeldra okkar. Við kveðjum nú heiðursmanninn Ingva E. Valdi- marsson og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Guðlaug Jónsdóttir. Mikill heiðursmaður hefur nú kvatt okkur eftir erfið veikindi og er mikil eftirsjá að honum. Ingvi var tengdafaðir minn og minnist ég hans sem trausts vinar sem ávallt var reiðubúinn ef til hans var leitað. Mörg átti hann handtökin í húsi sem við Heiða dóttir hans höfð- um fest kaup á í Kópavogi, en ekki hafði verið fullklárað. Hann hafði alla tíð verið við hesta- heilsu og unnið mikið um sína daga, nú var hann tekinn að reskjast og kominn á eftirlaun, en það verður að segjast eins og það er, að hann fór létt með þetta allt saman, var af- kastamaður og verklaginn svo af bar og eftir var tekið. Þekktur iðnaðar- maður sagði mér eitt sinn að hann væri orðlagður listasmiður, það voru orð að sönnu, ég sannreyndi það oft síðar, ekkert lét hann frá sér nema fullklárað og óaðfinnanlegt. Mér finnst rétt að nefna þetta, vegna þess að svona var þetta, sjálfur var hann hógvær og lét lítið yfir sér. Honum var margt fleira til lista lagt, var m.a. sjálfmenntaður garð- yrkjumaður og ræktaði allt sitt grænmeti sjálfur, sama mátti segja um blóma- og trjárækt, þar var hann á heimavelli. Hann starfaði lengst af í Reykjavík, en um árabil stundaði hann búskap, hafði stofnað nýbýli í Rangárvallasýslu ásamt bróður sín- um, byggt þar upp húsakostinn og ræktað landið, en þetta var löngu fyrir okkar kynni og munu aðrir verða til að rekja þá sögu, sem og aðra kafla í löngu lífi hans. Hann var gæfumaður í sínu einka- lífi, þau Soffía eignuðust átta börn sem öll lifa foreldra sína. Eftir að Soffía féll frá, en hana hafði Ingvi annast af mikilli umhyggju í hennar veikindum, var eins og lífsviljinn hyrfi hratt og nú er hann allur svona stuttu seinna. Ég vil að lokum þakka samfylgd- ina, Kolbeinn S. Ástkær afi okkar er látinn og vilj- um við minnast hans með nokkrum orðum. Afi var maður verka fremur en orða og sennilega kunni hann bet- ur við sig í vinnufötum en spari- dressi. Við eigum ótal dýrmætar minningar um hann afa og nánast all- ar eru þær tengdar afa við einhverja iðju með pensil, hamar, beðaklóru eða önnur verkfæri í höndunum. Þótt afi væri sífellt að og virtist óþreyt- andi við að fegra heimili og garð gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla við forvitið smáfólk. Hjá honum lærðum við um gullhnapp og fjólur, íslenska birkið og hollustu grænmetis, en afi var mikill áhugamaður um hvers- kyns ræktun. Á haustin var okkur börnunum boðið upp á nýupptekið grænmeti sem afi hafði ræktað og það var sko ekki fúlsað við því. Meira að segja grænkálið var gómsætt úr garðinum hjá afa. Afi var mikill hagleikssmiður og flest eigum við muni eftir hann. Það er minnisstætt hvað hann brýndi fyr- ir okkur að fara með gát í kringum verkfærin í skúrnum, en þar voru heilu innréttingarnar smíðaðar og margur fallegur gripur varð til. Þeg- ar við komum á fleygiferð inn í skúr að kíkja á hann var hann vanur að stoppa okkur af og bjóða okkur Ópal meðan hann útskýrði rólega hversu hættuleg tækin væru. Þetta festist í minninu og olli smávanda þegar við áttum sjálf að fara að meðhöndla rennibekki og fleira í smíði í skól- anum, það tók nokkra tíma að losna við óttann við þessi lífshættulegu tæki. Afi var fjölhæfur maður og sýndi það þegar amma var orðin veik að það er aldrei of seint að læra. Hann lærði t.d. að elda og baka þegar amma gat ekki sinnt því lengur. Þetta fannst okkur aðdáunarvert og lýsandi fyrir afa, hann gekk að hverju verki og kláraði það með glæsibrag. Það eru forréttindi að hafa átt afa eins og hann afa Ingva, og við kveðj- um afa okkar með þakklæti, virðingu og ást í huga. Amma og afi eiga ból- stað í hjörtum okkar sem eru gull- kistur dýrmætra minninga. Þar er að finna orð og athafnir sem við erum enn að læra af og munu fylgja okkur út lífið. Ástarþakkir fyrir allt. Heiðubörn. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson) Já auðvitað er ferð okkar allra heitið á sama áfangastað og til einsk- is að fárast um það. En það er nú samt sem áður svo að þegar maður kveður ástvini sína þá finnst manni alltaf eins og tíminn hafi nú ekki al- veg verið kominn. Við systurnar kveðjum með þér elsku afi okkar síð- asta fulltrúa áa okkar, að foreldrum okkar undanskildum, og það er ekki laust við að spurningar um framtíð- ina tengist slíkum tímamótum. Í okk- ar huga er svo stutt síðan við vorum að leika í garðinum hjá ykkur ömmu í Steinagerðinu og aðeins augnablik síð- an við sáum þig síðast í fullu fjöri. Það var ekki að sjá að þú kenndir þér nokk- urs meins þegar þú fyrir aðeins um tveimur árum síðan sást um heimili ykkar ömmu og hjúkraðir henni hve- nær sem þörf var á. Sennilega hefurðu nú samt ekki alltaf verið við fulla heilsu en þú kvartaðir aldrei. Slík óeigingirni er sérstakur eiginleiki sem við munum alltaf minnast þegar við hugsum um þig elsku afi okkar. Þið amma skiljið eftir ykkur átta börn og urmul af barna- og barna- barnabörnum. Þessi hópur er sann- arlega fríður og er ykkur til vitnis um það hversu góðar manneskjur þið voruð. Við erum stoltar og þakklátar fyrir það að mega tilheyra þessum hópi. Nú hefur þú lokið þínu hlut- verki og getur með góðri samvisku sest upp í lestina sem tekur þig á hinn endanlega áfangastað. Takk fyrir samfylgdina, elsku afi, við ósk- um þér góðrar ferðar og ef þú hittir einhverja sem við þekkjum og sökn- um þá segðu að við segjum hæ. Soffía og Anna Erla. Með þessum orðum viljum við kveðja þig hinsta sinni elsku afi. Við þökkum þér fyrir allar þær yndis- legu samverustundir sem við höfum átt og óþrjótandi hlýju og góðvild í okkar garð. Við huggum okkur við það að nú ert þú kominn á betri stað þar sem vel er tekið á móti þér, amma hefur beðið þín með útbreidd- an faðminn. Við erum sannfærð um að í sameiningu munuð þið vaka yfir okkur og öllum ykkar afkomendum sem ykkur þótti svo vænt um. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Hvíl í friði elsku afi Jón Steindór, Heiða Rún og Ágúst Leó.  Fleiri minningargreinar um Ingva Elías Valdimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ása Björk, Egill, Jón Heiðar og Óskar; Ingvi Arnar Sigurjónsson; Val- gerður Vilbergsdóttir; Sveinn, Soffía og Hildur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR MAGNÚSDÓTTIR frá Tjaldanesi, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 23. mars sl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 30. mars nk. og hefst athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjón, Hólmfríður og Lára Sigurðarbörn, Ásthildur, Guðrún og Þórarinn Magnúsarbörn. Kær systir okkar, POLLÝ ANNA EINARSSON frá Siglufirði, Fannarfelli 12, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi að kvöldi sunnudagsins 19. mars. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Alfreð Einarsson, Svanhvít Einarsson og aðrir vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ELÍSA KRISTBJÖRG RAFNSDÓTTIR, Skálagerði 3, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 27. mars sl. Helgi Gíslason, Rafn Ó. Gíslason, Fanney Barðdal, barnabörn og systkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Vallargötu 9, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Keflavík, sunnudaginn 26. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Herbertsson, Fríða Bjarnadóttir, Eyjólfur Herbertsson, Lára Halldórsdóttir, Þórdís Herbertsdóttir, Grétar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR G. ÞORMAR, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Þormar, Geirlaug Sunna Þormar, Carmine DiCenso, Erla Signý Þormar, Þórður Torfason og barnabörn. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, stjúpfaðir og afi, SIGURÐUR GEORGSSON hæstaréttarlögmaður, Sunnuvegi 27, Reykjavík, lést mánudaginn 27. mars síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Solveig H. Sigurðardóttir, Halldór G. Eyjólfsson, Ásta Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Erlendsson, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Kjartan Hákonarson, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.