Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 37 MINNINGAR Það var alveg ótrúlegt hvað þú varst góður í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, sama hvað það var, þú gerðir allt svo vel. Núna kveð ég þig með trega, elsku vinur, og þakka þér fyrir allt í gegnum árin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Lilja, Katrín, Valdi, Sigga, Alli og Bjöggi, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Helga Reynis. Nú þegar við setjumst niður til að kveðja koma upp í hugann ótal minn- ingar um góðan dreng sem kallaður var til æðri starfa í blóma lífsins. Haustið 1999 fóru að venja komur sínar á heimili okkar tveir drengir. Þetta voru Arnar og Kristófer. Þeir voru fljótir að falla inn í stóran vina- hóp dóttur minnar og hafa æ síðan átt sinn sess þar. Fljótlega varð Arnar Freyr fjórði unglingurinn á heimilinu og var nánast búsettur hjá okkur til ársins 2004 en þá ákváðu hann og Ey- dís að hætta saman. Þau sóru þess eið að vera ávallt vinir og gátu sem betur fer staðið við það. Alltaf mætti hann í afmæli, útskrift og annað sem var í gangi. Allan þennan tíma hefur vina- hópurinn staðið þétt saman og und- anfarna daga hafa þau setið hér hjá okkur og spurt sig af hverju hann leit- aði ekki til þeirra, spurninga sem ógerningur er að fá svör við. Þau hafa líka setið og rifjað upp minningar þessara ára og gert sér grein fyrir að ekkert er dýrmætara en að eignast góða og trausta vini. Þegar talað er um Arnar snúast samræðurnar aðallega um jaðar- sport, allar ferðirnar á snjóbretti, hjólabretti, surf, krossara, beinbrot, álverið, Iðnskólann, Danmörku, Slark, Nikita, tattóið og angaló. Tím- inn sem fór í að hanna Slark-galla- buxurnar sem Arnar gekk síðan í all- an veturinn. Þegar við fórum á ættarmótið og hann gerði sér ekki grein fyrir að við værum að fara aust- ur á land en ekki austur fyrir fjall. Jólahlaðborðin á Loftleiðum með stórfjölskyldunni og þegar Valdi kom með honum til að fá leyfi til að bjóða Eydísi með fjölskyldunni til Dan- merkur. Við búum ætíð að því hvað við eigum góðar minningar um Arnar því hann var alltaf kátur og brosandi, hlýr og traustur vinur. Það er lýsandi fyrir hugulsemi hans við fjölskyldu og vini, að þótt hann byggi hjá okkur fór hann alltaf heim til foreldra sinna í kvöldmat, hélt góðu sambandi við systkini sín og ömmur sínar og afa. Ég gleymi ekki hvað hann var stoltur þegar Jóel litli fæddist og þegar Sigga og Einar komu í heimsókn frá Danmörku kom hann með litla frænd- ann í heimsókn til að sýna okkur hvað hann væri myndarlegur. Þegar Arnar kom í heimsókn til að sýna okkur litla hundinn sinn. Þótt það séu tvö ár síð- an Arnar flutti frá okkur erum við alltaf að finna eitthvað sem honum til- heyrði, fyrir stuttu sótti hann verk- færatöskuna sína. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Arnari, það eru eingöngu góðar minn- ingar sem tengjast honum. Nú er komið að leiðarlokum og kveðjum við Arnar með miklum sökn- uði. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Elsku Katrín, Valdi og fjölskylda megi góður Guð styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma. Kveðja. Hulda, Brynjar, Haf- steinn, Eydís og Orri. Ég vil byrja á því að votta samúð mína ættingjum, vinum og öllum þeim sem voru svo ríkir að hafa þekkt Arnar Frey. Flestir sem þekktu Arn- ar þekktu hann undir hinum og þess- um nöfnum eins og Arnar slark, Arn- ar snákur eða Arnar litli. Öll þessi nöfn sem hann Arnar bar eru góður vitnisburður um þann frábæra kar- akter sem þessi drengur bjó yfir. Ég man alla vega ekki eftir Arnari öðru- vísi en hann væri skælbrosandi og eitthvað að gantast. Ég kynntist Arnari aðallega í gegn- um brettamennskuna og man fyrst eftir honum sem 14 ára kjaftforum brettasnillingi með hanakamb. Ég á margar góðar minningar úr fjallinu um Arnar. Eitt atvik er mér minn- isstætt. Það var þegar Arnar bombaði á pallinn á Ak Extreme 2003 ber að ofan bara til að „plísa krádið“. Arnar hefur verið virkur þátttakandi í ís- lenskri brettamenningu síðustu tíu árin eða svo, enda var drengurinn snillingur bæði á hjólabretti og snjó- bretti. Ég veit að íslensk brettamenn- ing er mun fátækari í dag eftir fráfall Arnars. Ég veit að Arnar er kominn á betri stað núna, stað þar sem púðrið er allt- af ferskt, malbikið alltaf þurrt og öld- urnar ávallt hreinar. Ég kveð þig að sinni, félagi, en veit að ég á eftir að renna mér aftur með þér seinna. Þetta er því alls ekki bless heldur að- eins sjáumst síðar. Ásgeir Höskuldsson. Ég ákvað að skrifa smá minning- argrein um hann Arnar því mér fannst hann alltaf vera hress og skemmtilegur strákur. Ég hitti Arnar fyrst á Ak-extreme 2003, maður kynntist honum mjög fljótt því að hann var svo rosalega hress og skemmtileg persóna. Síðan þá er ég búinn að hitta hann á flest- öllum snjóbretta-atburðum hér á landi. Þeir tímar eru búnir að vera æðislega góðir. Arnar var sannur brettastrákur: sannur brettastrákur er í mínum aug- um strákur sem vill bara gera eitt- hvað á bretti og hafa gaman af því, ég myndi segja að hann hafi verið einn af þeim. Ég fékk nú ekki að kynnast honum Arnari mikið meir en sem góðum brettavini, en ég virti hann mikils sem góðan strák, veit að ég mun hlæja og hafa gott rennsli með honum síðar. Ég er ánægður með að vera einn af Slark-krúinu! Arnar, ég sakna þín. Vildi segja þessi orð til minningar um hann Arnar slark. Sé þig síðar. Guðlaugur Hólm Guðmundsson. Aldrei hefði hvarflað að mér að ég ætti eftir að skrifa minningarorð um Arnar vin minn. Þótt töluverður ald- ursmunur væri á okkur þróuðust kynni okkar í góða vináttu. Arnar náði til allra með sinni ljúfu fram- komu og glaðværð. Það verður tóm- legt í vinnunni, „ræktinni“ við pool- borðið og á Kaffi Aroma án Arnars. Með söknuði ég kveð kæran vin. Þó sorgin sé sár og erfitt við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna að Guð hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálu þína (Bryndís Jónsdóttir.) Steve. Rosalega er erfitt að hugsa sér daginn án þín. Að geta ekki hringt í þig. Að geta ekki farið upp í Bláfjöll með þér. Að geta ekki haft þig nærri. Ég vil samt þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú gafst mér, allan þann tíma sem við áttum, allar þær ferðir sem við fórum. Seinustu dagar hafa verið svo erf- iðir eftir að þú fórst frá okkur. Ég hef reynt að grafa upp minningar um þig með mér og ætti það ekki að vera erfitt miðað við allan þann tíma sem við eyddum saman, en það er eins og allt sé stopp. Það kemur ekkert upp, það eina sem ég fæ eru bara ljósmyndir. Reynd- ar hringdi Edda í mig og þá kom upp ein minning, en það var þegar ég, þú og Edda fórum í bingó í Vinabæ. Er mér þá minnisstæðast seinasta spjaldið sem við spiluðum upp á, en það var þannig að sá sem myndi eiga flestar tölurnar eftir yrði að taka niðrum sig og leggja hendurnar á húddið á bílnum þínum og taka við ærlegum rassskellingum og því miður þín vegna þá tapaðir þú. Vá hvað var gaman að hafa þig. Það var alltaf fjör í kringum þig og þú varst alltaf brosandi. Þess vegna er maður svo ósáttur við að þú sért far- inn. En ég veit að þú hefur það betra þar sem þú ert og hlakka ég ekkert smá til er við sameinumst aftur, hve- nær sem það verður. Ég veit þú stendur með brettin okkar tilbúin svo við getum farið strax að renna okkur. Ég votta mömmu þinni og pabba, Katrínu og Valda, systur þinni henni Siggu, bræðrum þínum tveim, Alla og Bjögga, og þinni heittelskuðu Lilju samúð mína. Slark-félagi og vinur að eilífu, Daníel Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Arn- ar Freyr Valdimarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru Agnes, Erna, Kristín Erla, Krist-jana, Sunna Björg og Svava og Nanna Mjöll Markúsdóttir, Einar Logi Sveinsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORGEIR ÞÓRARINSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 30. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunar- sveitina Þorbjörn í Grindavík. Helga Haraldsdóttir, Lúther Þorgeirsson, Bryndís Svavarsdóttir, Ragnhildur Jóna Þorgeirsdóttir, Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Penkae Phiubaikham, Haraldur Þorgeirsson, Helga Haraldsdóttir, Hafsteinn Þorgeirsson, Áslaug Jakobsdóttir, Sverrir Þorgeirsson, Birna Rut Þorbjörnsdótir, Grétar Þorgeirsson, Diana Von Ancken, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ODDSDÓTTIR, Ásabyggð 17, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri að kvöldi fimmtudagsins 23. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Vinarhandarinnar, félags aðstandenda vistmanna á Seli. Ingvar Guðmundsson, Örn Ingvarsson, Svanhvít B. Ragnarsdóttir, Valur Ingvarsson, Filippía Björnsdóttir, Guðmundur Ó. Ingvarsson, Þorgerður Þormóðsdóttir, Oddur Ingvarsson, Linda Iversen, Páll Ingvarsson, Hólmfríður Bragadóttir, Íris Ingvarsdóttir, Karl Óskar Þráinsson, Ásdís Ingvarsdóttir, Kjartan Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi, GUÐMUNDUR GEIR ÓLAFSSON, Grænumörk 3, Selfossi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðju- daginn 21. mars, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 1. apríl kl. 11.00. Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Þ. Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Soffía Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir afkomendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, FJÓLA ELÍASDÓTTIR, Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Hrunakirkju föstudaginn 31. mars kl. 14.00. Elsa Sigrún Böðvarsdóttir, Guðrún Böðvarsdóttir, Sigurður Hannesson, Guðmundur Böðvarsson, Ragnheiður Richardsdóttir, Margrét Böðvarsdóttir, Birgir Thorsteinson, Kristrún Böðvarsdóttir, Sigurður Jóakimsson, Agnes Böðvarsdóttir, Þorvaldur Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓSKAR VIGFÚSSON, Álfaskeiði 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudag- inn 31. mars kl. 15.00. Nicolina Kjærbech Vigfússon, Valborg Kjærbech Óskarsdóttir, Óskar Ásbjörn Óskarsson, Hjördís Ólöf Jónsdóttir, Ómar Óskarsson, Erla María Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir minn og bróðir okkar, GARÐAR PÁLMASON bílapartasali, Básavegi 4, Reykjanesbæ, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu miðviku- daginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Höfða- kapellu, Akureyri, föstudaginn 31. mars kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Áki Heiðar Garðarsson og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, KRISTJÁN G. ÞORVALDZ, Lómasölum 10, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. mars kl. 15.00. Guðlaug R. Skúladóttir, Skúli Kristjánsson Þorvaldz, Ingibjörg Sif Antonsdóttir, Atli Hrafn Skúlason, Ólafur Steinar K. Þorvaldz, Sarah Anne Shavel, Ágústa Þórðardóttir, Ólafur Steinar Björnsson, Mjöll Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.