Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 39
MINNINGAR
að ég heyrði hann stundum segja vin-
unum frá því að hann væri í heimsókn
hjá honum Kristni tengdasyni Guð-
jóns þegar ég hélt hann vera í heim-
sókn hjá mér. Diddi hafði gaman af
að ferðast eftir að hann hætti með
kýrnar og var sá allra duglegasti að
heimsækja okkur á Snæfellsnesið
meðan honum entist heilsa til og þá
stoppaði hann jafnvel í nokkra daga.
Hann gerði sér jafnvel ferð vestur til
að færa okkur kartöflur, helst rauð-
ar, honum fannst þær bestar. En
Diddi kom líka til að hjálpa til við
byggingu sumarhússins okkar á Arn-
arstapa og taldi það ekki eftir sér.
Hann frændi minn var alveg ein-
staklega áhugasamur um okkur
systkinin og fylgdist vel með því sem
var að gerast hjá okkur og okkar fjöl-
skyldum. Núna síðustu árin þegar við
töluðum saman í síma oft í viku þá
flutti hann mér fréttir af fjölskyld-
unni, hann vissi alltaf hvað allir voru
að gera. Hann hafði alveg sérstakan
áhuga fyrir litlu frændunum Guðjóni
Pétri og Kristni Jökli sem eru hvor á
sínu árinu, 2 og 3 ára. Hann gat enda-
laust sagt af þeim sögur og hlustað á
sögur af þeim og þeirra vináttu. Ég
held að þeir hafi kannski minnt hann
svolítið á þá bræður Didda og Magga
sem voru líka fæddir á sitthvoru
árinu. Diddi var reyndar ekki bara
áhugasamur um okkur, hann var al-
veg ótrúlega ræktarsamur við vini og
ættingja. Enda var hann auðfúsu-
gestur á mörgum heimilum og stund-
um höfum við gantast með þann
fjölda matar- og kaffiboða sem Diddi
komst yfir að mæta í.
Diddi var trúaður maður og þótti
vænt um kirkjuna sína, Hvalsnes-
kirkju, hann hét gjarnan á hana þeg-
ar mikið lá við og bar það oft góðan
árangur. Þeir bræður Diddi og
Maggi hafa kvatt okkur allt of fljótt
og þeirra er sárt saknað af fjölskyldu
og vinum. Ég og fjölskylda mín
kveðjum Didda með miklum söknuði.
Helga V. Guðjónsdóttir.
Með fjögurra mánaða millibili hafa
nú kvatt þessa jarðvist þeir bræður
Magnús og Sigurbjörn Stefánssynir
eða Diddi og Gaggi eins og við köll-
uðum þá. Gaggi lést í nóvember en
Diddi nú í mars. Báðir reyndust þeir
okkur og okkar börnum ákaflega vel.
Traust þeirra og trygglyndi var
ómetanlegt. Fyrir það erum við
þakklát.
Diddi var bóndi í Nesjum. Hann
var síðasti mjólkurbóndinn á Suður-
nesjum og var algengt að leik- og
grunnskólar af svæðinu kæmu í
heimsókn í fjósið til þess að gefa
börnunum tækifæri á að kynnast
sveitalífinu.Við vorum heppin að hafa
aðgang að sveit svo nærri Keflavík og
fengum tækifæri til þess að aðstoða
við heyskap, kartöflurækt og önnur
sveitastörf í Nesjum. Það var ávallt
mikilvæg stund sem enginn vildi
missa af þegar beljunum var hleypt
út á vorin. Þá var oft mikið líf og fjör
á nesinu. Vinir barna okkar fengu
líka tækifæri til þess að koma í sveit-
ina til Didda.
Þeir bræður voru okkur og börn-
um okkar ómetanlegir. Þeir sýndu
þeim og því sem þau voru að aðhafast
ávallt mikinn áhuga. Það var alltaf
stór stund að sýna niðurstöður úr
prófum, hvort heldur var úr grunn-
skóla, framhaldsskóla og nú undir
það síðasta háskóla. Þeir fylgdust vel
með og voru áhugasamir um námið,
sumarstörfin, félagsstörfin í skólun-
um, íþróttir og fleira í þeim dúr og
fannst allt stórmerkilegt sem þau
áorkuðu.
Diddi var mikill framsóknarmaður
og áhugasamur um pólitíkina allt
fram á síðasta dag. Þegar við komum
til að kveðja hann, áður en við fórum
til útlanda í frí föstudaginn 10. mars
sl., varð honum tíðrætt um undirbún-
ing sveitarstjórnarkosninga bæði í
Reykjanesbæ og Sandgerði. Hann
vildi ræða um menn og málefni og
gengi flokksins á landsvísu.
Okkur grunaði ekki að þetta yrði
okkar kveðjustund því hann virtist
nokkuð hress og var með ýmsar áætl-
anir á prjónunum um það sem hann
vildi gera á árinu. Eitt af því var að
halda fjölskylduveislu í vor í fjósinu í
Nesjum en þegar hann hætti búskap
lagaði hann fjósið svo vel til að þar
var hægt að halda veislur. Þar héldu
Lionsmenn í Sandgerði jólafundi
með hangikjöti og tilheyrandi síðustu
ár og var Diddi mjög stoltur af því að
geta nýtt fjósið í það sem honum þótti
skemmtilegast. Diddi hafði gaman af
mannamótum og við gerðum oft grín
að því að áhugamál okkar færu sam-
an að því leyti að við höfðum gaman
af því að halda veislur og Diddi gam-
an af því að koma í veislur. Hann kom
gjarnan fyrstur og fór síðastur og
skipti þá engu máli hvort um var að
ræða afmæli, skírnir, fermingar, út-
skriftir eða önnur tilefni. Þegar líða
fór að afmælisdögum í fjölskyldunni
fór hann að spyrja hvenær ætti að
halda uppá tímamótin, ekki hvort, og
lét okkur finna að hann gerði ráð fyr-
ir kaffi og kökum af því tilefni. Við
munum því örugglega halda fjöl-
skylduveislu í fjósinu í vor, honum til
heiðurs, og erum viss um að hann
verður þar með okkur.
Diddi var mikill húmoristi og hafði
gaman af því að hlusta á og segja sög-
ur. Hann var stundum í hlutverki
ræðumannsins á mannamótum og
kom þá gjarnan við hjá okkur til þess
að fá nýja brandara eða nýjar sögur.
Þegar við heimsóttum hann á spít-
alann síðustu vikur og mánuði léttu
slíkar sögur og brandarar honum
lundina.
Í mörg ár var Diddi daglegur gest-
ur á heimili okkar og oft kom hann
tvisvar á dag, á morgnana og aftur á
kvöldin. Lagðist í sófann, las blöðin
og svaraði í símann ef þess þurfti.
Hann var bara einn af okkur. Það var
ekkert flóknara en það.
Nú þegar komið er að kveðjustund
viljum við þakka Didda fyrir vinátt-
una, umhyggjuna og traustið sem
hann sýndi okkur alla tíð. Það voru
forréttindi að fá að eiga hann að. Við
vitum að nú eru þeir bræður aftur
komnir saman og eflaust farnir að
stússast eitthvað á nýjum stað. Guð
blessi minningu þeirra.
Jónína, Kjartan Már,
Guðjón, Sonja og Lovísa.
Nú er hann Diddi allur. Kominn á
nýjar lendur. Brotthvarf hans kemur
í sjálfu sér ekki á óvart enda stríðið
verið hart og erfitt. Diddi háði það þó
með æðruleysi því sem búast mátti
við af honum. Þó orrustan hafi tapast
hygg ég að Diddi haldi samt áfram
baráttu sinni fyrir betri heimi og feg-
urra mannlífi – hvar sem sú rimma
verður háð.
Sigurbjörns Stefánssonar (Didda)
verður saknað sárt af ættmennum
sínum og fjölmennum vinahópi.
Hann var nefnilega prýddur þeim
mannkostum að nálægðin við hann
bætti. Kom þar til sterk og þroskuð
réttlætiskennd, viljinn til að láta gott
af sér leiða og ekki síst leiftrandi
kímnigáfa þar sem sagnaþulurinn
Diddi gat farið á kostum. Með Sig-
urbirni er genginn einn sá sannasti
Framsóknarmaður sem um getur.
Virðing hans og væntumþykja fyrir
flokki sínum var til eftirbreytni. Hug-
sjónir manngildis ofar auðgildi voru
sá undirtónn sem Diddi fylgdi í hví-
vetna en persónulegur metnaður eða
síngirni var honum svo víðsfjarri sem
sannra hugsjónamanna er siður.
Ættingjum Sigurbjörns og vinum
öllum sendi ég dýpstu hluttekningu.
Didda verður sárt saknað úr góðum
hópi en merki hans og hugsjónir
munu blakta áfram. Ég spái því að á
nýjum lendum sé Diddi þegar tekinn
að deila með samferðarfólki sínu föst-
um skoðunum sínum á ágæti Fram-
sóknarflokksins og svo fylgja óborg-
anlegar skemmtisögur af lífinu og
tilverunni. Blessuð sé minning góðs
félaga.
Hjálmar Árnason.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urbjörn Stefánsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Guðjón Stef-
ánsson; Brynja Ingadóttir; Eysteinn
Jónsson; Fjölskyldan á Hvalsnesi;
Stefán; Kristinn Jónasson.
SIGURBJÖRN
STEFÁNSSON
FRÉTTIR
JÓHANNES Jónsson, kaupmaður í
Bónus, var gerður að heiðursfélaga
í Skákfélaginu Hróknum við form-
lega athöfn í Kringlunni 24. mars
síðastliðinn.
Af því tilefni var efnt til barna-
skákmóts þar sem sextán krakkar á
grunnskólaaldri tóku þátt í Bón-
usmóti Hróksins. Sigurvegari á
mótinu varð Ingvar Ásbjörnsson,
15 ára nemi úr Rimaskóla, en hann
gerði sér lítið fyrir og sigraði í öll-
um sínum viðureignum. Ingvar hóf
skákferil sinn hjá skákfélaginu. Öll-
um þátttakendum voru veitt verð-
laun í boði Bónuss.
Jóhannes
heiðurs-
félagi í
Hróknum
Morgunblaðið/Ómar
Jóhannes Jónsson og Hrafn Jökulsson.
UNDANFARNAR vikur hefur
staðið yfir reykleysisátak sem feng-
ið hefur góðar viðtökur. Átakinu er
ætlað að vera vettvangur fyrir þá
sem vilja hætta að reykja og hefur
verið útbúin heimasíða www.vidbu-
in.is þar sem fólk getur spjallað
saman, fengið góð ráð og stuðning.
Samstarfsaðilar eru m.a. Reyksím-
inn 800 6030 en fólk getur sent inn
tölvupóst eða hringt og fengið ráð-
gjöf og svör við ýmsum spurningum
varðandi það að hætta að reykja.
Átakið er stutt af Lyfju og Nicotin-
ell.
Í fréttatilkynningu segir að jafnt
og þétt hafi bæst í hópinn síðustu
vikur. Sumir séu hættir að reykja
nú þegar, en flestir hafi hætt í síð-
ustu viku. Fólk getur þó enn skráð
þátttöku sína í átakinu á heimasíðu
átaksins. Til þess að auðvelda fólki
að hætta að reykja er átakinu skipt
í þrjú þrep. Það fyrsta heitir
„vidbúin“ en þá undirbýr reykinga-
fólkið sig og setur sér markmið um
árangur í baráttunni við fíknina og
leiðir til þess að ná markmiðum sín-
um. Í öðru þrepi, „tilbúin“, er lögð
áhersla á að undirbúa stóra daginn
og hvaða dagur verður fyrir valinu
sem fyrsti reyklausi dagurinn. Síð-
asta þrepið heitir „stopp“, en þá er
drepið sígarettunni fyrir fullt og
allt og hefst þá vinnan við að losa
sig við fíknina og hefja reyklaust líf.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að því
betur sem fólk undirbýr sig fyrir
reykleysið því betur gengur því að
hætta að reykja. Mikilvægt er að
breyta sínum daglegu venjum og
gera eitthvað annað í stað þess að
reykja. Á síðustu áratugum hefur
dregið verulega úr reykingum hér á
landi. Árið 1985 reyktu 40% þjóð-
arinnar á aldrinum 18-69 ára en ár-
ið 2003 var þetta hlutfall komið nið-
ur í 21%. Samkvæmt heilbrigðis-
áætlun er stefnt að því að ná
þessum hlutfalli niður í 15% árið
2010.
Reykleysisátak á vidbuinn.is
MAGNÚS Þorkell Bernharðsson
heldur á morgun, fimmtudaginn 30.
mars, opinn fyr-
irlestur í Odda
stofu 101 í Há-
skóla Íslands
sem nefnist: Frá
Írak til Íran –
borgarastyrjöld
og kjarnorkuvá?
Magnús hefur
nýlega verið ráð-
inn gistikennari í
alþjóðasam-
skiptanámi HÍ
og hann gegnir jafnframt stöðu
lektors í nútímasögu Mið-Austur-
landa við Williams háskóla í
Bandaríkjunum.
Í fyrirlestrinum sem Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála
stendur fyrir verður m.a. spurt
hvað beri að hafa í huga þegar
staðan í Írak og Íran er metin, gef-
ur það rétta mynd að segja að
borgarastyrjöld ríki í Írak, eru Ír-
anar búnir að þróa kjarnorkuvopn
og hvaða afleiðingar gæti það haft
á öryggismál almennt í heiminum?
Einnig verður athyglinni beint að
þjóðernishyggju og sjálfsmynd
Íraka og Írana.
Í fréttatilkynningu segir að eitt
af því sem Bandaríkjamenn og aðr-
ir hafi vanmetið síðustu árin séu
einmitt áhrif þjóðernishyggjunnar í
þessum löndum og hvernig íbúar
þeirra túlki og upplifi eigin stjórn-
málasögu. „Sú einstaka reynsla
ákvarðar að mörgu leyti viðbrögð
þeirra við aðgerðum erlendra aðila
og stofnana,“ segir þar ennfremur.
Fyrirlestur um mál-
efni Íraks og Írans
Magnús Þorkell
Bernharðsson
AÐALFUNDUR KJALAR sem
haldinn var á Blönduósi hvetur
stjórn félagsins til að leita eftir við-
ræðum við önnur stéttarfélög innan
BSRB um sameiningu. Aðalfundur-
inn telur að sú reynsla sem komin er
á sameininguna, við tilurð KJALAR
– stéttarfélags starfsmanna í al-
mannaþjónustu, sé það góð að nauð-
synlegt sé að halda áfram samein-
ingu og styrkingu stéttarfélaga
innan BSRB til eflingar þjónustu við
félagsmenn.
Þá samþykkti aðalfundurinn
ályktun þar sem lýst var vanþóknun
á seinagangi Orkuveitu Reykjavíkur
sf. við gerð nýrra kjarasamninga við
félagið. Fundurinn skoraði á fyrir-
tækið að ganga nú þegar til kjara-
samninga við félagið.
Kjölur vill frekari samein-
ingu stéttarfélaga
AÐALFUNDUR Alnæmisbarna
verður haldinn í dag, 29. mars.
Fer hann fram í húsi Rauða kross
Íslands við Efstaleiti 9 í Reykja-
vík og hefst kl. 20.15. Dagskrá
fundarins er samkvæmt lögum fé-
lagsins en einnig munu Guð-
laugur Þór Pálsson og Gestur
Gíslason segja fréttir frá samtök-
unum Candle Light Foundation í
Kampala.
Aðalfundur
Alnæmisbarna
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri á Lindargötu
laugardagskvöldið 25. mars milli
kl. 20 og 22. Atvikið varð á Lind-
argötunni gegnt nýbyggingum
norðan götunnar. Ekið var vinstra
megin utan dökkgráan VW Golf og
stakk tjónvaldur af. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um málið eru
beðnir að hringja í umferðardeild
lögreglunnar í Reykjavík í síma
444 1130.
Lýst eftir vitnum
Stuðningurinn
jókst um 15,4
prósentustig
Missagnir voru í frétt blaðsins í
gær um skoðanakönnun Frétta-
blaðsins á því hvern kjósendur vildu
sjá sem næsta borgarstjóra. Rétt er
að stuðningur við Dag B. Eggerts-
son jókst um 15,4 prósentustig frá
síðustu könnun. Þá kom fram í frétt
Fréttablaðsins að hringt var í 600
manns og tóku 56,8% afstöðu til
spurningarinnar en sagt var að þess-
ar upplýsingar hefðu ekki komið
fram. Beðist er velvirðingar á þessu
ranghermi.
LEIÐRÉTT
REIÐHJÓLAVERSLUNIN Hjólið
ehf. sem undanfarin 12 ár hefur
rekið verslun og viðgerðarþjónustu
á Seltjarnarnesi, hefur nú flutt
starfsemi sína í Kópavoginn, á
Smiðjuveg 9. ( Gul gata ) og mun
þar bjóða uppá sömu þjónustu og á
gamla staðnum. Eigendur Hjólsins
eru hjónin Björn Ingólfsson og Erla
Friðþjófsdóttir. Verslunin leggur
áherslu á góða þjónustu og vönduð
reiðhjól, svo og auka- og varahluti,
segir í fréttatilkynningu. Þeir við-
skiptavinir sem eru með nýleg reið-
hjól frá versluninni og eiga í erf-
iðleikum með að koma þeim í
uppherslu eða viðgerð geta hringt í
síma 561 0304 (sama númer og var)
og munu þá hjólin sótt og þeim skil-
að.
Hjólið flytur í Kópavog
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað Sigríði Elsu Kjartansdóttur í
embætti saksóknara hjá ríkissak-
sóknara frá og með 15. mars 2006.
Skipun í embætti
saksóknara