Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nýlegar fyrirspurnir, söluræður og kynningar fá ekki þau viðbrögð sem hrúturinn hefði kosið. Kannski heldur þú að það þýði að þú hafir rangt fyrir þér, en bíddu bara og sjáðu. Það getur tekið tíma að koma í ljós. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þitt fyrsta verkefni er að sjá um sjálfan þig. Stundum er það best gert með því að taka þátt í því að láta öðrum líða vel, en ekki í dag. Gerðu eitthvað fyrir þig og engan annan. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hávaði og spenna blasa við tvíburanum. Hann lýkur sínu verki samt sem áður, eða kannski vegna þess að hann getur ekki beðið eftir því að fá að vera með. Þú þrífst með því að vera í látunum miðjum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er í þann mund að taka risa- stórt stökk inn í nýtt lífsskeið. Það verð- ur gott og þú svo sannarlega búinn að vinna fyrir því. Ekki ýta á eftir neinu, leyfðu því að hellast yfir þig eins og stórri, hlýrri öldu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leyfðu þreifurunum að skynja orku- brautir alheimsins. Hugmyndirnar sem þú færð virðast kannski yfirgengilegar, en ef þú nýtir þær batnar líf þitt svo sannarlega. Kvöldið hentar fullkomlega til þess að hnýta lausa enda í samband- inu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlustaðu á uppáhalds tónlistina þína eða búðu til þína eigin. Sköpunarkrafturinn flæðir í gegnum þig. Hláturinn er áreynslulaus og náttúrulegur. Him- intunglin leiða í ljós tíðindi í peninga- málum. Velmegun þín er verðskulduð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Óljósar aðdróttanir fara framhjá voginni – launskoðanir, tengsl og þess háttar. Seinna hugsar þú með þér, hvernig gat þetta farið framhjá mér? Þú ert ekkert verr sett í óminninu, það heitir einbeit- ing, sem er nauðsynleg til að vinna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn í dag hentar fullkomlega til þess að gefa sig ástríðunum á vald. Út úr því koma ný sambönd með fólki sem verður sífellt meira spennandi eftir því sem þú kynnist því betur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hamingjusamasta fólkið er það sem nýt- ur þess sem það á nú þegar. Þakklæti er kraftmikil staðhæfing. Notaðu kvöldið til þess að hlaða batteríin og ná aftur sam- bandi við vinina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin þjáist hugsanlega af væn- isýki út af einhverju sem hún sagði í trúnaði. Hverjar væru afleiðingarnar ef leyndarmálið kæmist í hámæli? Hugs- aðu það til enda og láttu svo kyrrt liggja. Að vera með möguleika á heilanum ljær honum mátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sá sem hlustar af athygli á vangaveltur þínar er gimsteinn – demantur innan um kolamola. Ekki taka viðkomandi sem sjálfsögðum hlut. Reyndu að halda í hann að eilífu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Til er máltæki í kvikmyndaheiminum sem segir að maður sé aldrei betri en nýjasta kvikmyndin hans. Þetta virðist eiga við í lífi fisksins í dag, honum finnst að verið sé að dæma hann við hvert fót- mál. Stjörnuspá Holiday Mathis Í dag verður almyrkvi á sól í hrúti og þegar faðir al- heimsins, sem sólin er, hverfur getur ýmislegt átt sér stað. Nýtt tungl í hrút er líka villt og óhamið. Upp- reisnarandinn lifnar við. Kannski verð- um við eins og villuráfandi táningar sem skrópa í skólanum á meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Með öðrum orðum, reyndu að fá útrás án þess að gera allt vitlaust. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 alfarið, 4 hvin- ur, 7 hrakninga, 8 upp- lagið, 9 kvendýr, 11 þref, 13 hafði upp á, 14 álegg, 15 gangur, 17 mjög góð, 20 frostskemmd, 22 hæn- an, 23 þoli, 24 stelur, 25 toga. Lóðrétt | 1 viðburður, 2 kjökrar, 3 næðing, 4 kraftur, 5 haldast, 6 gler- ið, 10 keismagi, 12 smá- vegis ýtni, 13 fljót, 15 naumur, 16 áfanginn, 18 æla, 19 fiskavaða, 20 þvingar, 21 geð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skíthælar, 8 svinn, 9 iðrun, 10 inn, 11 móann, 13 gúrka, 15 svell, 18 ufsar, 21 iðn, 22 stirð, 23 djörf, 24 slagharpa. Lóðrétt: 2 keila, 3 túnin, 4 æsing, 5 aðrar, 6 ósum, 7 unna, 12 Níl, 14 úlf, 15 sess, 16 erill, 17 liðug, 18 undra, 19 skörp, 20 rófa.  Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum, Sam-skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrn-arskertra og Félag heyrnarlausraheldur á föstudag málþing. „Við höldum málþing um menningu „döff“ ein- staklinga. Með döff er átt við þann mál- og menn- ingarhóp sem talar táknmál og hefur táknmál að móðurmáli, til aðgreiningar frá heyrnarlausum sem misst hafa heyrn vegna slyss eða sjúkdóma og eiga íslensku að móðurmáli og hafa alist upp í samfélagi íslenskunnar,“ segir Valgerður Stef- ánsdóttir, aðalfyrirlesari málþingsins. „Tilefni málþingsins er rannsókn sem ég vann á árunum 1998 til 2004 um reynslu og samfélagsþátttöku döff einstaklinga, og skilning þeirra á eigin lífi og stöðu innan samfélags íslenskunnar. Meðal áhugaverðustu niðurstaðna var að táknmál og heyrnarleysi er samofið persónu og sjálfsskilningi döff einstaklinga, rétt eins og íslenskan og það að vera Íslendingar er stór hluti af sjálfsmynd heyr- andi Íslendinga. Einnig kom í ljós að döff fólk myndar sérstakt menningarsamfélag sín á milli og komu fram skýr merki þess að táknmál nýtur mun minni virðingar en íslenska, sem um leið hef- ur neikvæð áhrif á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra sem tala á táknmáli. Sérstaklega kom mér á óvart að allir viðmælendur mínir í rannsókninni töluðu um vald íslenskunnar, og vald hinna heyr- andi.“ Í erindi sínu kynnir Valgerður döff-menningu, og félagslega stöðu táknmálsins og þann valdamun sem er á málsamfélögum. „Ég kem inn á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu, og hvaða breytingar viðmælendur mínir í rannsókninni myndu vilja sjá, og hvaða leiðir þeir hafa valið til að knýja þessar breytingar fram, m.a. með viðurkenningu á táknmáli og menningar- samfélagi heyrnarlausra,“ segir Valgerður. Auk Valgerðar flytur erindi Júlía Hreinsdóttir, fagstjóri í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, sem sjálf er döff, og segir fund- argestum frá eigin sýn og skilningi á döff- menningu. Einnig mun Berglind Stefánsdóttir, að- stoðarskólastjóri táknmálssviðs Hlíðaskóla, fjalla um döff-menningu í ljósi samfélagsbreytinga und- anfarinna ára: „Margir fræðimenn halda því fram að döff-menning myndist vegna kúgunar, ótta og útilokunar, en með samfélagslegum framförum eykst þátttaka döff fólks í samfélaginu, og því vert að gæta hvort þessar breytingar hafi styrkjandi eða veikjandi áhrif á döff-menningu.“ Einnig verður sýnt atriði úr leikritinu Viðtalið sem sýnt er um þessar mundir í Hafnarfjarðarleik- húsinu og flutt er bæði á táknmáli og talmáli. Þá mun Haukur Vilhjálmsson kynna norræna menn- ingarhátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Ak- ureyri 10.–16. júlí, þar sem von er á 5–600 heyrn- arlausum gestum frá Norðurlöndunum. Málþingið fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands, og hefst kl. 14. Öll dagskrá er túlkuð á milli táknmáls og íslensku. Málþing | Rannsókn á reynslu og samfélagsþátttöku „döff“ einstaklinga Menning heyrnarlausra  Valgerður Stef- ánsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973, B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands 1977 og hlaut sérkenn- araréttindi sem kennari heyrnarlausra frá Kenn- araháskólanum í Stokk- hólmi 1983. Árið 2005 lauk Valgerður meistaranámi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Valgerður starfaði við Heyrnleysingjaskólann frá 1977 til 1990 þegar hún hóf störf sem forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrn- arskertra. Valgerður er gift Sigurði G. Valgeirs- syni framkvæmdastjóra og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. d5 b5 4. Bg5 Re4 5. Bf4 Db6 6. a4 b4 7. a5 Dg6 8. g3 d6 9. Bg2 f5 10. Rbd2 Rxd2 11. Bxd2 Ra6 12. 0–0 Rc7 13. c3 bxc3 14. Bxc3 Bd7 15. He1 Dh5 16. Db3 Rb5 17. e4 fxe4 18. Rd2 a6 19. Rxe4 0–0–0 20. Dc4 Kb8 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. Franski stórmeistarinn Laurent Fressinet (2.625) hafði hvítt gegn al- þjóðlega meistaranum Jóni Viktori Gunnarssyni (2.421). 21. Rxc5! og svartur gafst upp þar sem eftir 21. … dxc5 22. Dxc5 getur svartur ekki varið stöðu sína með góðu móti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.