Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hugleiðingar um vörn. Norður ♠G9 ♥Á2 N/AV ♦ÁDG1054 ♣G83 Vestur Austur ♠K6 ♠732 ♥DG108 ♥97654 ♦763 ♦98 ♣ÁD75 ♣K92 Suður ♠ÁD10854 ♥K3 ♦K2 ♣1064 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Vestur spilar út hjartadrottningu, sem sagnhafi tekur í borði með ás og svínar spaðagosa. Þegar vestur lendir inni í öðrum slag á spaðakóng þarf hann að skipta yfir í lauf frá ÁD til að ná spilinu niður. Sem blasir ekki beinínis við. Er hægt að finna þá vörn? Einstaka sinnum kemur til greina að nota tromplitinn til að vísa á hliðarstyrk í vörninni. Þetta á sérstaklega við þegar sagnhafi tekur fyrsta slaginn í borði og hyggist svo svína í öðrum slag til makk- ers, annað hvort fyrir kóng eða drottn- ingu. Hlutverk þriðju handar í fyrsta slag hefur þá verið að kalla eða vísa frá (iðulega vísa frá) og makker þarf að vita hvað hann eigi að gera í slag númer þrjú. Eina hugsanlega leiðin til að tjá sig um hliðarlitina er með trompfylgj- unni í öðrum slag. Austur myndi láta hjartaníuna í fyrsta slag til að afneita hjartakóng. Þegar sagnhafi spilar svo spaðagosa í öðrum slag ætti austur að fylgja lit með tvistinum, sem er eini möguleiki hans til að kalla til hliðar. Ef vestur er með á nótunum mun hann skipta yfir í lítið lauf. Tromplitinn ætti að nota sparlega til að kalla til hliðar og aðeins í stöðum þar sem ekkert tækifæri hefur áður gefist til að varða leiðina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hjá Máli og menningu er komin út Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason. „Þið skáldin eruð ekki í neinum tengslum við raun- veruleikann,“ segir leigubílstjóri við Andra Snæ Magna- son í upphafi þess- arar frumlegu og makalausu bókar. Skáldið svarar kall- inu og fer með lesandann í óvenjulegt ferðalag um íslenskan samtíma. Með því að skoða hlutina frá frumlegu og skáldlegu sjónarhorni lýkur Andri Snær upp algerlega nýrri sýn á kunn- uglega hluti. Bókin er 266 bls. Verð: 2.990 kr. Nýjar bækur „ÞEIR FORDÓMAR að glerlist sé fyrirsjáanleg hverfa á braut við að sjá sýningu Leifs Breiðfjörð og Sigríðar Jó- hannsdóttur í Skissernas-safninu.“ Á þessum orðum hefst gagnrýni sem blaðamaður hins sænska Helsingborgs dag- blad skrifar um sýningu Leifs Breiðfjörð og Sigríðar Jó- hannsdóttur sem var opnuð í Skissernas-safninu í Lundi í Svíþjóð í byrjun mars og stendur fram í maí. Leifur Breiðfjörð er einn af okkar fremstu glerlista- mönnum og skreyta verk hans fjöldann allan af bygg- ingum hér á landi sem annars staðar í Skandinavíu, Skot- landi og Þýskalandi. Sigríður Jóhannsdóttir, eiginkona Leifs, er textíllistamaður og hafa þau hjónin starfað sam- an í mörg ár. Á sýningunni eru skissur, teikningar og uppköst að glerverkum á pappír í fullri stærð sem Leifur og Sigríður hafa unnið seinustu 25 ár. „Ég ímyndaði mér að sýningin samanstæði mest af glerlistaverkum, en komst svo að því að það var misskiln- ingur. Stærsti hluti sýningarinnar er nefnilega skissur að glerlistaverkunum og hef ég sjaldan séð skissur að lista- verkum unnar af slíkri natni. Þrátt fyrir að skissurnar séu unnar á pappír skín glertilfinningin í gegn,“ segir blaða- maðurinn, sem finnst vera skandinavískur eða hreinlega íslenskur framandleiki í hreinskiptnum stíl Leifs Breið- fjörð. Hann segir myndmálið vera alþjóðlegt og jafnframt sérstakt sem geri það létt fyrir áhorfandann að samsama sig verkunum. Þetta upplifir blaðamaðurinn sterkast við skoðun á verkinu Ikaros, sem stendur í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Á öðrum stað í greininni veltir blaðamaðurinn því fyrir sér hvers vegna glerlist sé ekki sérlega vinsæl í nútímanum og kemst að því að ástæðan sé sú að flest glerlistaverk eru hluti af bygg- ingum og því erfitt að færa þau úr stað og færri fá því not- ið þeirra. Einnig geti ástæðan verið sú að glerlist hefur í gegnum aldirnar verið nátengd trúarbrögðum og því líti margir á hana sem gamaldags og ekki sérlega nýmóðins list. Góðir dómar í Svíþjóð Leifur Breiðfjörð við skissu að glerlistaverki sínu sem prýðir flugstöðina í Keflavík. Sýning | Leifur Breiðfjörð glerlistamaður ÞAÐ er vinsælt hjá leikhópum um þessar mundir að spinna leiksýn- ingar frá grunni undir stjórn leik- stjóra. Æ fleiri leikarar sem leggja fyrir sig leikstjórn hafa hlotið menntun sína í Englandi en þar er vinsælt að búa til svokallaðar ,„de- vised“ sýningar. Erfitt hefur reynst að þýða hugtakið en í stuttu máli merkir það að sýningin verður til á sviðinu, út frá leikurunum og því sem þeir gera í spunavinnu. Þetta er þó ekki hægt án skýrrar sýnar leik- stjóra. Leiksýning Keflvíkinga er áhugaverð tilraun í þessa átt, iðandi af sérstökum og svörtum húmor hinna ungu þátttakenda, en er þó of laus í reipunum til þess að geta talist annað en svipmyndir í revíustíl þeg- ar allt kemur til alls. Sýningin er spunnin út frá við- tölum leikaranna við bæjarbúa og túlka þeir svo anda viðtalanna með sínu lagi. Leikfélag Keflavíkur hefur verið öflugast félaga í unglingastarfi síðustu árin en það skilar sér vel inn í félagið sem hefur sett verkið upp í samvinnu við leikfélag fjölbrauta- skólans. Einn helsti aðall sýning- arinnar var hve vel Sigurður Eyberg leyfði krökkunum að njóta sín með framhaldsskólahúmor sem stundum var nokkuð staðbundinn. Annað kostur var hvernig tókst að færa bæjargrínið almennt upp á landann og í framhaldi af því upp á mannlegt eðli. Og vísa ég því til stuðnings í titil verksins sem er með þeim betri þetta árið. Einnig voru stuttar svip- myndir af fólki að fíflast vel heppn- aðar. En því miður var frumsýningin of langdregin á köflum og stundum eitthvert fum og fát á leikurunum. Því til viðbótar var framsögn of oft ábótavant. Leikmyndin var fjarskalega góð, íslenski fáninn allsráðandi á svið- flekum eins og vinsælt er víða nú um stundir. Búningarnir voru sömuleið- is vel viðeigandi; gallabuxum og dökkum hettupeysum, sem svo vin- sælar eru hjá ameríkanseruðum landanum, var stefnt gegn eilífum lopapeysunum en auk þess var nokkuð um dökk jakkaföt. Síðast- nefndi klæðnaðurinn ásamt íslenska fánanum er hvort tveggja kunn- uglegt úr sýningum Keflvíkingsins Jóns Páls Eyjólfssonar á síðasta ári með Stúdentaleikhúsinu og Leik- klúbbnum Sögu en engu að síður frumlega notað hjá Sigurði. Í stuttu máli var heldur mikið lagt undir miðað við getu hjá Keflvík- ingum í þetta sinn en margt var þó skemmtilegt og áhugavert. Tilraunaleikhús LEIKLIST Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena Spunaverk leikhópsins og leikstjórans Sigurðar Eybergs Jóhannessonar. Frumsýning í Frumleikhúsinu 17. mars 2006. Keflavík, Ísland, alheimurinn eða mamma þín Hrund Ólafsdóttir                                      ! "              !" # #  $  %   &    % ' ())*+, ' &   %    %       % ' -   .    % .       %  /01,1 2 3 4 555     6    $% &'' (## 4  7 " 8  9 ! /  !  Stóra svið RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 1/4 kl. 14 UPPS. Su 2/4 kl. 14 UPPS. Lau 8/4 kl. 14 UPPS. Su 9/4 kl. 14 UPPS. Su 23/4 kl. 14 Su 23/4 kl. 17:30 Lau 29/4 kl. 14 Su 30/4 kl. 14 Lau 6/5 kl. 14 Su 7/5 kl. 14 Lau 20/5 kl. 14 Su 21/5 kl. 14 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA KERTALJÓSATÓNLEIKAR HARÐAR TORFA FIMMTUDAGINN 6/4 Kl. 20 TALAÐU VIÐ MIG -ÍD- Fö 31/3 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING KALLI Á ÞAKINU Fi 13/4 kl. 14 skírdagur UPPSELT Lau 15/4 kl. 14 UPPSELT Má 17/4 kl. 14 annar í páskum Fi 20/4 kl. 14 sumardagurinn fyrsti Lau 22/4 kl. 14 FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Su 30/4 kl. 20 UPPS. Má 1/5 kl. 20 UPPS. Þri 2/5 kl. 20 UPPS. Mi 3/5 kl. 20 UPPS. Su 7/5 kl. 20 UPPS. Má 8/5 kl. 20 UPPS. Þr 9/5 kl. 20 UPPS. Fi 18/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 22:30 Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 AUKAS Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 Su 28/5 kl. 20 Fi 1/6 kl. 20 Nýja svið / Litla svið BELGÍSKA KONGÓ Fi 6/4 kl. 20 UPPS. Fö 7/4 kl. 20 Fi 20/4 kl. 20 Fö 21/4 kl. 20 Lau 29/4 kl. 20 Su 30/4 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 30/3 kl. 20 UPPS. Fö 31/3 kl. 20 100. SÝNING UPPS Lau 1/4 kl. 20 UPPS. Su 2/4 kl. 20 Lau 8/4 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í REYKJAVÍK HUNGUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í MAÍ NAGLINN Fö 28/4 kl. 20 Lau 29/4 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Lau 22/4 kl. 20 Fö 28/4 kl. 20 FORÐIST OKKUR Lau 1/4 kl. 20 Su 2/4 kl. 20 UPPS. Fi 6/4 kl. 20 UPPS. Fö 7/4 kl. 20 Lau 8/4 kl. 20 Su 9/4 kl. 20 DANSleikhúsið Su 9/4 kl. 20 Þri 11/4 kl. 20 Mi 19/4 kl. 20 23/4 KL. 20 SÖNGLIST Lau 1/4 kl. 14:30 Su 2/4 kl. 12:00 Su 2/4 kl. 15 Má 3/4 kl 17 FÖS. 31. MAR. KL. 20 - SÍÐASTA SÝNING! Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Litla hryllingsbúðin - tryggðu þér miða! Fim 30/3 kl. 20 4. kortasýn. örfá sæti Fös 31/3 kl. 19 UPPSELT Lau 1 /4 kl. 19 5. kortasýn. UPPSELT Lau 1 /4 kl. 22 AUKASÝNING örfá sæti Sun 2 /4 kl. 19 örfá sæti Fim 6/4 kl. 20 AUKASÝNING nokkur sæti Fös 7/4 kl. 19 6. kortasýn. UPPSELT Næstu sýningar: 8/4, 9/4, 12/4, 13/4, 15/4, 19/4, 21/4, 22/4, 23/4 - Takmarkaður sýningartimi Maríubjallan - sýnd í Rýminu Mið. 29/3 kl. 20 UPPSELT Mið. 5/4 kl. 20 örfá sæti Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð kynnir: Íslenska fjölskyldusirkusinn í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur Sýnt í Verinu, Loftkastalanum Almennt miðagjald 1.000 kr. • Fyrir 16 ára og yngri 500 kr. • NFMH 0 kr. Miðasala, sími: 848 5448 eða midasala@gmail.com Íslenski fjölskyldusirkusinn „Íslenski fjölskyldusirkusinn er einhver eftirtektarverðasta sýningin á fjölum borgarinnar í dag.“ Þ.T./Morgunblaðið. Sýningar sem eftir eru: Miðvikudagur 29. mars Laugardagur 1. apríl Sunnudagur 2. apríl Þriðjudagur 4. apríl Lokasýning, föstudagur 7. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.