Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 47
MENNING
OFT ER talað um að myndlistin fari í
hringi sökum þess að listamenn leiti
aftur til viðtekinna gilda eða hug-
mynda og færi yfir í sinn samtíma.
Slíkt veldur ósjaldan ágreiningi á
milli eldri og yngri listamanna.
Nokkuð sem gerðist með abstrakt-
listina í tíð póstmódernismans þegar
listamenn sóttu í sjónræn eigindi
módernískrar abstraksjónar en
tengdu hana hversdagslegu lífi í stað
spíritisma eða guðdómleika. Óneit-
anlega hefur popplistin haft áhrif á
þessa afstöðu seinni tíma abstrakt-
listamanna, þó ekki sem liststefna
heldur sem spegilmynd þeirra við-
horfa sem hafa tekið yfir í vestrænu
samfélagi, þ.e. dægurmenningar,
efnishyggju, offramleiðslu, markaðs-
hyggju o.s.frv.
Tumi Magnússon er listamaður
sem hefur lengi sótt í sjónræn eigindi
módernískrar abstraksjónar með til-
vísunum í efnisheiminn og hvunndag-
inn. Má m.a. nefna verk þar sem
listamaðurinn leysti upp efnismynd
hluta eins og osts, heila, kaffis o.fl. og
sýndi í málverkum sem minna á verk
listamanna á borð við Yves Klein og
Jules Olitski. Verk Tuma eru því oft
álitin kaldhæðin, sem er að vissu leyti
vel ályktað, en hins vegar er ólíklegt
að listamaðurinn sé að gera lítið úr
andlegum hugmyndum þessara fyr-
irrennara sinna. Tumi er í raun að
losa hluti við efni og ímynd, sem í
sjálfu sér er andlegt markmið. Hann
leitar einfaldlega að anda og efn-
isleysu hversdagslegra hluta líkt og
meistari Megas þegar hann kvað;
„Guð býr í gaddavírnum amma“.
Á sýningu sinni í Galleríi i8 heldur
Tumi uppteknum hætti með sjö
myndverkum sem hann nefnir
„Box“. Þetta eru ljósmyndir af horn-
um á ýmsum ferhyrndum hlutum
sem finna má á heimilum eða skrif-
stofum og listamaðurinn hefur lag-
fært í „photoshop“ sem hann fram-
setur svo í stafrænu málverki, eins og
hann kallar það, svo maður greinir
ekki glöggt sjálfan hlutinn.
Sjónrænt er listamaðurinn að spila
á skynjun manns þar sem horn hlut-
anna skapar fjarvíddarblekkingu á
myndfletinum sem virkar sem af-
markað rúm en ekki mynd af hlut.
Tumi notar fjarvídd frá einum
punkti, en eftir því sem fjarvídd verð-
ur flóknari á tvívíðum fleti þarf fleiri
punkta til viðmiðunar. Fjarvídd út
frá einum punkti skapar jafnan skyn-
villu þannig að fjarvíddarpunkturinn
virkar ýmist fjærsti staðurinn í
myndfletinum eða sá fremsti þannig
að maður flakkar á milli þess að vera
staðsettur inni í boxinu eða fyrir utan
það. Framkallar þessi endurtekna
fjarvíddarblekking myndanna jafn-
framt rýmiskennd utan myndramm-
ans svo maður finnur sterklega fyrir
sjálfum sér í hlutlausu listrýminu.
Tumi vinnur einnig með listrýmið í
myndbandsverkinu „Boogie“ sem
sýnir mislitaða skopparabolta rúlla á
hvítum fleti auk hljóðverks þar sem
greina má bolta skoppa niður tröpp-
ur í hægum takti. Titillinn vísar til
þekkts málverks hollenska lista-
mannsins Piets Mondrians, „Broad-
way Boogie Woogie“, en Mondrian
var frumkvöðull í strangflatarlist
módernismans. Mondrian málaði
„Broadway Boogie Woogie“ skömmu
eftir að hann fluttist til New York á
fimmta áratug síðustu aldar og
byggði verkið á Boogie Woogie-
tónlist. Málverkið er á meðal síðustu
verka hans og hafa margir gagnrýnt
hann fyrir að svíkja móderníska mál-
staðinn með því að leita inn á svið
dægurmenningar og skemmtanaiðn-
aðar.
Myndskeiðið og hljóðverkið
„Boogie“ er glettin ávísun á mód-
erníska geómetríu, hreyfanleg
kompósisjón með fjöldaframleiddu
leikfangi. Það býr samt ekki yfir
álíka sjónrænum styrkleika og boxin
en er hin ágætasta viðbót við mynd-
verkin og tengir jarðhæðina og kjall-
arann saman með einföldum hætti. Í
heild gengur sýningin því vel upp og
fyrir utan sterkt og heillandi sjón-
rænt áreiti boxanna er ég einna helst
snortinn af því hve listamaðurinn
kallar fram djúpstæða og háleita feg-
urð í frekar ómerkilegum hlutum.
Háleit fegurð í ómerkilegum hlutum
Jón B.K. Ransu Eitt af boxum Tuma Magnússonar í Galleríi i8.
MYNDLIST
Gallerí i8
Opið miðvikudag til föstudags
kl. 11–17 og laugardaga
kl. 13–17. Sýningu lýkur 29. apríl.
Tumi Magnússon
Hjá Máli og menn-
ingu er komin út í
kilju Nostromo eft-
ir Joseph Conrad í
þýðingu Atla
Magnússonar.
Sögusvið þessa
stórbrotna verks
er hið ímyndaða
strandríki
Costaguana í Suður-Ameríku, á róstu-
sömum tímum heimsvalda- og ný-
lendustefnu. Charles Gould ræður yfir
silfurnámu sem hann erfði frá föður
sínum. Hann verður heltekinn af að
bjarga silfrinu úr klóm gjörspilltrar rík-
isstjórnar landsins og leitar til Nostr-
omos eftir aðstoð. Nostromo er af
ítölskum ættum, alþýðuhetja sem all-
ir treysta og telja óspilltan með öllu.
En silfrið nær líka tökum á Nostromo
og það hefur afdrifaríkar afleiðingar.
Bókin er 526 bls.
Verð 1799 kr.
Nýjar bækur
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
0
0
0
3
/2
0
0
6
Frumkvöðlaverðlaun Icelandair voru sett á fót til að koma að nýjum,
góðum hugmyndum í ferðaþjónustu á Íslandi á framfæri. Megintilgangur
samkeppninnar er að hvetja aðila innan íslenskrar ferðaþjónustu til að
koma fram með frumlegar hugmyndir að vörum/viðburðum sem geta
höfðað til erlendra ferðamanna og þar með aukið heimsóknir þeirra
til Íslands.
Fyrstu Frumkvöðlaverðlaun Icelandair verða afhent þann 7. apríl n.k.
VIÐ BJÓÐUM ALLAR
GÓÐAR HUGMYNDIR VELKOMNAR!