Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLITAKVÖLD Örleikritasamkeppni
framhaldsskólanna fór fram í Kassanum,
hinu nýja sviði Þjóðleikhússins, á mánu-
dagskvöldið. Fimm leikrit kepptu til úrslita,
en svo fór að lokum að tveir nítján ára
drengir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð,
þeir Halldór Ásgeirsson og Sverrir Nor-
land, báru sigur úr býtum. Sigurverkið heit-
ir því skemmtilega nafni Af skapgerð-
arbrestum Karenar og Hængs. „Þetta
fjallar um firringu í mannlegum sam-
skiptum í nútímasamfélaginu, þótt það
hljómi kannski klisjukennt. Það er líka
húmor í þessu, en það er samt ekki þannig
að persónurnar segi brandarana, heldur
meira svona absúrd húmor,“ segir Sverrir,
en mjög ákveðnar reglur giltu í keppninni.
„Maður fær eitt skilyrði, sem var í þessu
tilfelli eitt dagblað. Það var sem sagt eini
leikmunurinn sem mátti nota og svo gekk
þetta út á að finna einhverja snjalla hug-
mynd út frá þessum eina hlut,“ segir Hall-
dór. „Svo má reyndar nota tónlist og að
sjálfsögðu búninga, leikararnir þurfa ekki
að vera naktir,“ bætir Sverrir við. „Leik-
ritið átti að vera fimm til tíu mínútur og við
máttum í mesta lagi nota þrjá leikara. Við
vorum með tvo,“ bæta þeir félagar við, en
það voru þriðja árs nemar úr leiklistardeild
Listaháskóla Íslands sem fóru með hlut-
verkin.
Unnu Skrekk
Þeir félagar áttu ekki í miklum vandræð-
um með að semja leikrit út frá einu dag-
blaði. „Dagblaðið er í raun tákn fyrir þessa
firringu sem við nefndum áðan, því það
drekkur í sig athygli persónanna. Þetta
fjallar sem sagt um par sem er alltaf að
reyna að ná sambandi, fyrst er konan að
reyna að ná sambandi við manninn og það
tekst ekki, svo snýst þetta við og loks gef-
ast þau bara upp og renna inn í dagblaðið,“
segir Sverrir.
Þeir félagar hafa lengi haft áhuga á leik-
ritun, en verk sem þeir sömdu, Lohengrin
kemur til Antwerpen, sigraði í Skrekk,
hæfileikakeppni grunnskólanna árið 2000,
en þá voru þeir í níunda bekk í Hlíðaskóla.
Þá tóku þeir þátt í Örleikritasamkeppninni í
fyrra, en höfnuðu þá í öðru sæti. Aðspurðir
segja þeir sigurinn mikla hvatningu til frek-
ari starfa á þessum vettvangi og aldrei að
vita nema verk eftir þá í fullri lengd verði
sett upp. „Ég hef reyndar skrifað leikrit í
fullri lengd en það hefur ekki enn verið sett
upp,“ segir Halldór. „Ég er mjög ánægður
með það þannig að ég verð eiginlega að sjá
það sett upp, og mun örugglega gera það
einhvern tímann,“ bætir hann við. Þess má
að lokum geta að þeir Halldór og Sverrir
fóru ekki tómhentir heim úr Þjóðleikhúsinu
því í verðlaun voru 50 þúsund krónur, auk
boðsmiða í leikhúsið.
Leiklist | Sigruðu í Örleikritasamkeppni framhaldsskólanna
Morgunblaðið/Eyþór
Leikskáldin Sverrir Norland og Halldór Ásgeirsson hafa verið vinir frá fimm ára aldri.
Skapgerðarbrestir
á fimm til tíu mínútum
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
NORSKA heimildarmyndin 100% manneskja
segir sögu Monicu, sem fann þegar hún var barn
að hún var stúlka fædd í líkama drengs. Mynd-
inni mætti lýsa sem nokkurs konar myndbands-
dagsbók, þar sem Monica lýsir tilfinningum sín-
um og segir sögu sína. Hún er að búa sig undir
að fara í kynskiptiaðgerð og segir áhorfendum,
ýmist í beinum samtölum við myndavélina, eða í
gegnum samræður við vini og vandamenn, frá
því sem hún er að upplifa og hefur upplifað frá
barnæsku. Samtöl Monicu við móður sína, ein-
staka konu sem hefur lagt sig fram um að skilja
og sætta sig við það að eiga „transgender“ barn,
eru eftirminnilegur þáttur í myndinni.
100% manneskja er nærfærin og persónuleg
heimildarmynd og leggur persónuleiki Monicu
mark sitt á stíl hennar og tón. Þó svo að Monica
glími í myndinni við margs konar erfiðleika, og
rifji upp erfiða æsku, finnur áhorfandinn vel
hvað það er sem hefur fleytt henni í gegnum erf-
iðleikana og styrkt hana í baráttunni fyrir því að
fá að vera hún sjálf. Monica er nefnilega einkar
viðkunnanleg manneskja, hún er bjartsýn og
áræðin og beitir húmor óspart fyrir sig til þess
að takast á við stöðu sína. Það kemur því allt að
því flatt upp á áhorfandann þegar frásögn
myndarinnar breytist skyndilega í tónlistar-
myndband, þar sem Monica syngur um erf-
iðustu hluta vegferðar sinnar. Hún syngur um
þrá sína eftir að kynnast karlmanni sem ekki
hafnar henni þegar hann kemst að því að hún er
„transgender“ og síðar syngur Monica um sjálfa
kynskiptiaðgerðina sem hún undirgengst í
myndarinnar rás. Þessi atriði eru á mörkum
þess að vera spaugileg, en einlægnin sem liggur
þeim að baki er í anda hins fullkomlega einlæga
tóns myndarinnar.
100% manneskja var sýnd á Hinsegin bíódög-
um ásamt íslensku heimildarstuttmyndinni
Transplosion, og saman veita þessar myndir ein-
staka innsýn í líf og tilveru „transgender“ fólks.
Vegferð
Monicu
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Hinsegin dagar.
Leikstjórn og handrit: Jan Dalchow og Tron Winterk-
jær. Heimildarmynd. Noregur, 75 mín.
100% manneskja (100% Menneske) – Heiða Jóhannsdóttir
Miðaverðið er: 2600 í stæði og 3700 í stúku. Miðasala hefst 7. apríl.
Tónleikarnir eru frá kl. 17:30–00:00 í Laugardalshöllinni.
Loksins gefst Íslendingum færi á að heyra í nokkrum af fremstu tónlistarmönnum
Norður-Englands. Þeir koma fram í tónlistarveislu sem Icelandair heldur í
Laugardalshöllinni 6. maí í tilefni þess að félagið er að hefja beint flug til Manchester.
Icelandair hefur í mörg ár veitt íslenskum tónlistarmönnum dyggan stuðning í útrás
þeirra til annarra landa og lagt sitt af mörkum til að efla tónlistarlíf hér innanlands.
Þess vegna er okkur sannkallað ánægjuefni að bjóða Íslendingum að kynnast mörgu
af því besta sem er að gerast í Manchester og nágrenni, á einu af framsæknustu
svæðum Englands í tónlist.
Við hlökkum til að sjá þig.
MANCHESTER-TÓNLEIKAR
í LAUGARDALSHÖLL 6. MAÍ
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6